Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
63
Jón Karl Helgason skrifar frá Israel:
Enn harmleikur hryðjuverka
.Og veiti maöur náunga sinum áverka, þá
skal honum gjðrt hið sama, sem hann hefir
gjört: Beinbrot fyrir beinbrot, auga
fyrir auga, tönn fyrir tönn...
Þriðja Mósebók 21.19-20.
Sunnudaginn 28. október var
sprengjuskeyti skotið að araba-
strætisvagni í Jerúsalem með
þeim afleiðingum að einn farþegi
lét lífið og tíu særðust. Árásar-
maðurinn komst undan en skildi
sprengjuvörpuna eftir á vett-
vangi ásamt miða sem upplýsti
að árásin væri hefnd fyrir morð á
tveimur gyðingum, sem framið
var af araba nærri Betlehem viku
áður. Við rannsókn komst lög-
reglan fljótlega á þá skoðun að
samband væri milli þessa atviks
og árásar í kaffihús í eigu araba
um miðjan september, en þar lá
hefndarhugur einnig að baki.
Aukin tilhneiging öfgaafla til
að taka baráttuna gegn hryðju-
verkum araba í sínar hendur er
ísraelskum stjórnvöldum stór
vandi. Upphaflega var talið að
neðanjarðarhreyfing gyðinga
hefði staðið að þessum aðgerðum
en svo virðist sem tilræðismaður-
inn hafi verið einn að verki. Var
hann handtekinn fáum dögum
eftir verknaðinn, átján ára her-
maður frá Jerúsalem, og sagði at-
hafnir sínar framkvæmdar
„vegna sorgar*. „Saklausir gyð-
ingar eru myrtir af tillitsleysi og
ég þoli það ekki lengur.“ Seinna
bætti hann við: „Ég vona að rétt-
urinn muni skilja." f viðtali við
föður hins ákærða kom í Ijós að
unnusta piltsins hafi látið lífið
þegar arabar sprengdu langferða-
bíl við Herztfjall fyrir ári. „Sonur
minn er fórnarlamb ofbeldis-
hringrásar hér, rétt eins og fólkið
í vagninum sem hann er ákræður
fyrir að ráðast á er fórnarlömb
sömu hringrásar. „Morðingi gyð-
inganna tveggja nærri Betlehem
vitnaði við yfirheyrslur að hann
hefði verið að ná fram hefnd
vegna skyldmennis sem skotið
var af ísraelskum landamæra-
vörðum 1982.
Dauðarefsing
Golda Meir sagði eitt sinn að
kannski yrði henni einhverntíma
unnt að fyrirgefa aröbunum þá
eyðileggingu sem þeir hefðu vald-
ið í Israel og dráp á ísra-
elsmönnum, en hún gæti aldrei
fyrirgefið þeim ef þeir breyttu ís-
raelsmönnum í eyðileggjendur og
morðingja. Eins og við var að bú-
ast vöktu undangengnir atburðir,
sýrðir persónueinkennum Sturl-
ungaaldar, miklar umræður á ís-
raelska þinginu. Flestir for-
dæmdu árásina á strætisvagninn
en úr röðum hægri manna heyrð-
ust raddir þess efnis að ekki væri
að vænta annars frá gyðingum,
hrjáðum af langvarandi blóðs-
úthellingum. I kjölfar ásakana
um linkind stjórnar, hers og lög-
reglu gagnvart hryðjuverka-
mönnum, fylgdu síðan kröfur um
að dauðarefsing yrði tekin upp í
baráttunni gegn hryðjuverka-
starfsemi araba, en til þessa hef-
ur þeim verið unnt að fremja
glæpi sína með góðri von um að ef
þeir náist fái þeir frelsi sitt á ný í
fangaskiptum. Einn þingmanna
benti þó réttilega á í umræðunni
um þetta mál að ef taka ætti upp
dauðarefsingu við morðum væri
hæpið að flokka glæp hryðju-
verkamannsins sem verstu teg-
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn...
und glæps. Meðan hann myrti þó
af hugsjónaástæðum, henti að
litlum stúlkum og gömlum kon-
um væri nauðgað og þær myrtar
af hreinni ofbeldishneigð.
Þessar vangaveltur og siðfræði
fallaxarinnar beina athyglinni að
siðgæði þingmanna sjálfra. Þrátt
fyrir yfirlýsingar sínar er ljóst að
sumum þeirra er síst á móti skapi
að aröbum séu gerðar skráveifur.
Nýlegt dæmi tengist réttar-
höldum sem nú fara fram yfir
meðlimum neðanjarðarsamtaka
sem kalla sig Verjendur hryðju-
verka gegn gyðingum, en þeir eru
ákærðir fyrir að hafa skipulagt
að sprengja upp eitt helgasta
skrín múhameðstrúarmanna,
Musteri Klettsins f Jerúsalem.
Nú hafa 25 þingmenn sem full-
trúar stuðningshóps Verjend-
anna, óskað eftir því að ræða við
Shimon Peres forsætisráðherra
um fangelsisaðbúnað hinna
ákærðu, en f þessum stuðn-
ingshópi eru sagðir vera í allt
hálfu fleiri þingmenn, þar af
tveir ráðherrar, sem óska þess að
vera ekki opinberlega tengdir við
hópinn.
Öfgar
Með fulltingi 1,2% kjósenda í
síðustu kosningum fleytti mál-
svari hinna öfgafyllstu haégriafla
sér á þing. Kosningaloforð hans
var að snúa þjóðinni á annan end-
ann og hugmynd um, hverju var
við að búast, gaf för hans með
æstum stuðningsmönnum í miðri
kosningabaráttunni um hverfi
múslima í Jerúsalem öskrandi:
„Dauði yfir aröbum." Meir Kah-
ane hefur lfka gert sitt ýtrasta til
að efna loforð sitt. ítrekað hefur
hann heimsótt arabaþorp með of-
stopafullum áhangendum og þeg-
ar hann frétti af árásinni á
strætisvagninn kallaði hann til-
ræðismanninn „hugrakkan gyð-
ing“. Bauðst Kahane jafnvel til að
greiða lögfræðiaðstoð við hinn
ákærða. Á þingi nýtur þessi fsra-
elski Glistrup vaxandi andúðar.
Leyfi hefur verið gefið til að vfsa
þeim þingmönnum úr þingsal
sem láta sér kynþáttafor-
dæmingar um munn fara og uppi
eru 'raddir um að svipta Kahane
þingsæti sínu, sé það mögulegt.
Vegna ummæla hans um árásina
á strætisvagninn hefur ríkissak-
sóknari útbúið kæru á hendur
Kahane sem byggð er á lögum er
banna stuðningsyfirlýsingar við
ofbeldisbeitingu að viðlagðri 3ja
ára fangelsisvist. Kahane er enn
þó hinn brattasti og lét hafa eftir
sér að ef hann væri forsætisráð-
herra, þá hefði árásin aldrei átt
sér stað, „því þá væru engir
arabar f landinu." Kahane segir
ennfremur að hann segi það sem
flestir þori aðeins að hugsa. Sé
því þannig farið, hafa áhyggjur
Goldu Meir verið tímabærar, það
er kannski lítt furða þó siðgæð-
isvitund þjóðar ruglist við aukinn
hernað. I Líbanon lifa hermenn í
stríði þar sem galdurinn við að
komast af felst í því að vera fyrri
til að skjóta. Þeir halda svo heim
í helgarleyfi, fárra tíma akstur
þar sem samfélagslögin eiga að
ríkja. I hjarta þeirra býr hatur.
Hingað til hafa ísraelsménn al-
mennt notið samúðar í barátt-
unni gegn hryðjuverkaöflum.
Fari hins vegar svo að hinn
óbreytti borgari hyggist taka
dómsvaldið í sínar hendur er voð-
inn vís. Eða eins og Haim Bar-
Lev lögreglumálaráðherra sagði í
ísraelska þinginu: „Hryðju-
verkastarfsemi er óuppleysanleg.
Hvort sem það er hryðjuverka-
starfsemi gyðinga eða araba, af-
leiðingarnar eru hinar sömu, að
grafa undan stoðum ríkisins."
Það veltur því á miklu að spyrnt
verði kröftuglega gegn þessari
óheillaþróun.
Fjórða bókin í bókaflokknum
ÍSLENSK MYNDLIST. Hinareru:
Ragnar í Smára, Eiríkur Smith og
Jóhann Briem.
Ævi Muggs og ferill allur er í
hugum margra umvafinn ljóma
ævintýrisins. Hann var
listamaðurinn, bóheminn, sem fór
sínar eigin leiðir, frjáls og
óhindraður; hugurinn opinn, sálin
einlæg, viðkvæm og hlý.
Myndir Muggs eru um margt eins og
blóm sem spruttu upp í götu hans
fremur en ávöxtur vísvitaðs starfs.
Þær eru margar yndislegar, spegill
mikillar kýmni eða angurtrega, og
yfir þeim er ferskur blær vorsins í
íslenskri myndlist.
Björn Th. Björnsson
listfræðingur er þjóðkunnur fyrir
ritstörf sín. Bók þessa hefur Björn
skráð og dregið upp eftir
margvíslegum heimildarbrotum
glögga mynd af sérstæðum
listamanni með göfugt hjarta.
LISTASAFN ASÍ