Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 38

Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 Hætta á krabba- meini í Bhopal Miinchen, 17. desember. AP. VESTUR-ÞÝSKUR læknir, sem er sérfræðingur í eiturefnum, sagði í viðtali við dagblað í Miinchen í dag, að þúsundir manna í borginni Bhop- al á Indlandi gætu fengið krabba- mein af eiturefninu, sem komst út í andrúmsloftið þar. Þá kvað hann hættu á mörgum öðrum innanmein- um, svo sem skemmdum á nýrum, lifur og heila fólks. Læknirinn, Max Daunderer, fór til Bhopal og kynnti sér ástand fólks þar að beiðni indverskra stjórnvalda. Talið er að um 2.500 manns hafi látist af völdum gas- eitrunarinnar frá efnaverksmiðju Union Carbide-fyrirtækisins f borginni 2. desember. Tugþúsund- ir til viðbótar hafa hlotið sár og sjúkdóma af eitrinu. Noregur: Frumvarp um bann við laxveiðum í reknet Ósló, 17. desenber. Prá Jan Erik Laure, frétUriUra Mbl. LAGT hefur verið fram frumvarp um að banna reknetaveiðar á laxi á norskum hafsvæðum. Hefur frum- varpið vakið ólgu innan samtaka sjávarútvegsins. Veiðimálastofnunin vill leiða í lög algert veiðibann eftir 1985, i allrasíðasta lagi 1987. Samtök sjó- manna og útvegsmanna eru al- gerlega á móti frumvarpinu og munu leita allra ráða til að hafa áhrif á stjórnvöld í þá átt, að því verði hafnað. Er búist við hörðum átökum um frumvarpið i Stór- þinginu. Samtök sjómanna og útvegs- manna gagnrýna málsmeðferð veiðimálastofnunarinnar harð- lega. Vísa þau til, að stofnunin hafi viðurkennt það í athugasemd, sem hún hafi látið frá sér fara, að ekki sé fyllilega vitað, hversu mik- ið af laxi sé veitt í reknet né hvernig veiðin hafi þróast frá ári til árs. Norsku bændasamtökin eru hlynnt algjöru banni. Benda þau á, að við það aukist möguleikar á, að laxinn leiti inn í firði og upp I ár. Gefi það bændum auknar nytj- ar af laxi, bæði í veiði og tekjum af ferðamannaþjónustu. Reagan andvígur nið- urskurði til hermála Waakingtan. 17. denember. AP. SVO VIRÐIST sem Reagan Bandaríkjaforseti sé ófáanlegur til að fallast á þau ráð efnahagssér- fræðinga sinna að skera niður út- gjöld til hermála til að draga úr hin- um mikla halla á fjárlögum ríkisins. Þetta þýðir að ef forsetinn ætlar að halda fast við fyrirætlanir sín- ar um að lækka fjárlagahallann verður hann að hækka skatta eða skera niður útgjöld á öðrum vett- vangi. David Stockman hagsýslustjóri og fleiri nánir samverkamenn for- setans munu hafa gert tillögu um allt að 8 milljarða dala lækkun á framlögum til hermála á fjárhags- árinu 1986, en Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra, er sagður hafa lagst gegn tillögunni og feng- ið forsetann á sitt band. Larry Speakes, blaðafulltrúi forsetans, segir hins vegar að Reagan hafi enn enga afstöðu tek- ið til tillagna um útgjöld til varn- armála á árinu 1986. Ekkert þokaðist í við- ræðum Israela og Líbana Naqoura, Líbaaoa, 17. deaembcr. AP. EKKERT þokaðist áleiðis í dag í við- ræðum ísraela og Líbana um frið- argæsluhlutverk Sameinuðu þjóð- anna í Líbanon, en það hefur verið helsti ásteytingarsteinninn í sjö vikna löngum viðræðum ríkjanna um brottflutning herja. í sameiginlegri tilkynningu sem gefin var út að lokinni þessari tí- undu lotu viðræðnanna sagði að- eins að rædd hefðu verið hernað- arleg málefni og aðilar mundu hittast á ný á fimmtudag. A \ • « f • X- f f .. f ftr/oimamyna Aö veita hjalparhond Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra Bretlands færir Mikhail Gorbachev, sovézkan starfsbróður sinn, úr frakkanum þegar sá síðarnefndi kom til viðræðna við Howe í London í gær, á þriðja degi vikulangrar heimsóknar Gorbachevs til Bretlands. Gorbachev er næstvaldamesti maður Sovétríkjanna, að því að talið er. Svíþjóð: Þingmenn syndi ekki án sundfata í laug þinghússins Stokkhólmi, 17. desember. AP. KONA sem vinnur í sænska þinginu hvetur þingmenn hinnar virðulegu 500 ára gömlu stofnunar, þ.e.a.s. þá þeirra sem eru karlkyns, til að hlíta óskrifuðum siðareglum um að vera í sundskýlum, þegar þeir fari í innanhússlaug þingsins. Rita Strom, en svo heitir konan, er deildarstjóri á skrifstofum þjóðþingsins, og hefur hún hafið baráttu á móti þvf, að þingmenn syndi án sundfata í þessari litlu hringlaga laug, sem ætluð er til afnota fyrir þingmenn af báðum kynjum, svo óg annað starfsfólk þinghússins. Norðmenn fá að veiða 10.000 tonnum meira af kolmunna en á síðasta ári á færeysku miðunum, fá að veiða alls 40.000 tonn. Hins vegar minnkar aflakvóti þeirra fyrir botnfisk um 7.000 tonn. Þorskkvóti Færeyinga norðan 62. breiddarbaugs minnkar um 200 „Það eru ekki margir dagar síð- an ég sá fimm eða sex allsnakta þingmenn leika sér að þvi að stinga sér sem oftast ofan af sundlaugarbakkanum, beint fyrir framan augun á einum af kven- kynsþingmönnunum, líklega í því skyni að fæla hana frá að fá sér sundsprett," sagði Rita Strom í tonn, verður alls 1.900 tonn. Sumarloðnukvóti þeirra á norsk- um miðum minnkar um 2.000 tonn, verður alls 8.000 tonn. Til þess að bæta þetta upp fá fær- eyskir sjómenn að veiða allt að 200 tonnum meira af fiski á norskum veiðisvæðum í Norðursjó og 2.000 tonnum meira af vinnslufiski. viðtali við Aftonbladet i Stokk- hólmi. Ekki virðist það hins vegar svo, að öllum konunum sem í þinginu starfa sé eins mikill ami að þess- ari meintu nekt þingmannanna, þó að það sé með vissum fyrirvör- um. „Ég held ég hefði ekkert á móti því að fá mér sundsprett með þeim,“ segir Mona Sahlin, 27 ára gamall þingmaður Jafnaðar- mannaflokksins, í viðtali við Aftonbladet í gær, sunnudag, „það er að segja, svo framarlega sem þeir væru ekki of margir. Þetta er bara lítil laug.“ „Heyr á endemi,“ segir Ingem- und Bengtsson, sem er 65 ára gamall og einn af deildarforsetum þingsins, í viðtali við blaðið. „Ég hef aldrei séð nokkurn þingmann beran í lauginni." Bengtsson sagði það af og frá, að til væru einhverjar óskrifaðar siðareglur um klæðnað manna í lauginni. „Það er engin leið að gefa út reglur um slíkt.“ Stjórnar- kreppa í ísrael? Noregur; Samið við Færeyinga um fiskveiðikvóta Ósló, 17. desember, Frá Jan Erík Laure, frétUritar* Mbl. NORÐMENN og Færeyingar hafa komið sér saman um fisk- veiðikvóta fyrir árið 1985. Verður þar um sama heildarafla- magn að ræða og á þessu ári. Dagblaðið Bild: Tvær nýjar myndir af Sakharov-hjónunum Ilamh»r0. 17. ibmnihrr AP V llmmborjr. 17. (ksember. AP. DAGBLAÐIÐ Bild í Vestur-Þýska- landi birti á laugardag tvær mynd- ir sem sýna sovéska andófsmann- inn Andrei Sakharov og konu hans Yelenu Bonner og segir að þær hafi verið teknar með leynd snemma í október. Blaðið segist hafa undir hönd- um sex myndir til viðbótar af þeim hjónum og séu myndirnar allar komnar frá aðilum í Sov- étrikjunum. Ekki er greint frá því hvaða aðilar það eru, en áður hefur Bild skýrt frá því að það standi í sambandi við sovéska blaðamanninn Victor Louis, sem sovésk stjórnvöld hafa oft fengið til að „leka“ upplýsingum til Vesturlanda. Fyrri myndin sýnir Sakharov og frú Bonner á leið inn í bifreið, sem lagt hefur verið á skógar- vegi. Frú Bonner heldur á nestis- tösku og eru þau bæði peysu- klædd. I forgrunni myndarinnar sést í þriðja manninn, sem hylur andlit sitt með tímariti. Blaðið segir að hann sé starfsmaður sovésku leyniþjónustunnar, KGB, og greina megi dagsetningu 7.—13. október á tímaritinu. Síðari myndin sýnir Sakh- arovhjónin leiðast. Frú Bonner þar klædd stakk, með trefil og er með sígarettu í munnvikinu. Sakharov er í frakka. Bild hefur eftir heimildum sinum í Sovétríkjunum að miðað við allar aðstæður séu þau hjón- in við góða heilsu. Þau hafi leyfi til að ferðast um Gorky, sem er í 400 km fjarlægð frá Moskvu, en Andrei Sakharov var í janúar 1980 dæmdur til að búa þar í útlegð. í maí á þessu ári hóf Sakh- arov, sem er 63 ára að aldri, hungurverkfall til að krefjast þess að frú Bonner, sem er 61 árs gömul, fengi að leita sér lækn- ishjálpar erlendis. Um tíma var álitið að Sakharov væri látinn, en Bild kvaðst í nóvember hafa fyrir því heimildir að hann hefði verið fluttur í sjúkrahús og hefði verið útskrifaður þaðan. Tel A»h, 17. desember. AP. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, og leiðtogar Likud-banda- lagsins hafa í dag reynt að telja ein- um af ráðhcrrum stjórnarinnar, sem beðist hefur lausnar, hughvarf, þar sem brotthvarf hans úr stjórninni kann að tefla framtíð hennar í tvf- sýnu. Ráðherrann, Yitzhak Peretz, er leiðtogi fámennra trúarsamtaka gyðinga af austurlenskum upp- runa, sem aðild eiga að Likud- bandalaginu og hafa fjóra menn á þingi. Likud og Verkamannaflokk- urinn mynda helmingaskipta- stjóm í ísrael. Peretz segist ekki vilja gegna embætti innanríkis- ráðherra nema fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á verk- sviði ráðuneytisins, sem fela í sér að það hefur ekki lengur með fjár- stuðning við trúarsamtök að gera. Afsögn Peretz á að taka gildi á morgun, þriðjudag, en Peres og Shamir, leiötogi Likud-bandalags- ins, sem hætt hefur við Banda- ríkjaför vegna málsins, segjast ætla að reyna að finna lausn á ágreiningnum fyrir þann tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.