Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
37
Þórir S. Guðbergsson
mat á færni og getu sjúklings.
Geta einstaklingar dvalist {
dagvistun einn, tvo eða þrjá
virka daga eftir þörf og eftir-
spurn hverju sinni. Að öllu jöfnu
er talið að sjúklingar þoli ekki
öllu meira álag í viku til endur-
hæfingar en 1—3 daga, en með
þvi móti gefast einnig fleirum
tækifæri til þess að komast að í
viku hverri þannig að biðlistar
verða ekki eins langir fyrir
bragðið.
Akstursþjónusta býðst öldruð-
um hér eins og annars staðar í
dagvistun. Eru sjúklingar þá
sóttir að morgni og ekið heim
síðdegis. Sjúklingar fá morg-
unmat, hádegismat og kaffi á
staðnum og njóta endurhæf-
ingar, lækningar og hvíldar.
Dvölin er þeim að kostnaðar-
lausu.
Múlabær/Reykja-
víkurdeild Rauða
kross íslands
Reykjavíkurdeild Rauða
krossins hefur nú á annað ár
rekið dagvistun fyrir aldraða og
öryrkja í Múlabæ, Ármúla, í
samvinnu við SÍBS og Samtök
aldraðra. Dagvistun er rekin i
náinni og formlegri samvinnu
við dagspítalann í Hátúni lOb og
fer allt mat á þörf og færni
sjúklinga fram á vegum spítal-
ans.
Fyrir dagvistun í Múlabæ
greiðir sjúklingur sjálfur fyrir
akstursþjónustu, en annars er
dvölin og endurhæfingin honum
að kostnaðarlausu. Allar nánari
upplýsingar um vistun og þjón-
ustu er unnt að fá hjá forstöðu-
manni stofnunarinnar, Guðjóni
Brjánssyni, félagsráðgjafa.
Með tilkomu Múlabæjar var
enn stigið stórt skref í öldrunar-
þjónustu í Reykjavík. Þó virðist
sem aldraðir séu enn að átta sig
á þessari þjónustu og læra að
hagnýta sér hana. Margir aldr-
aðir sem búa í heimahúsum og
eiga i erfiðleikum með að komast
út á meðal fólks eygja hér mögu-
leika til endurhæfingar og fé-
lagslegrar samveru. Með dvöl á
dagvistun er ekki einungis um
líkamlega lækningu að ræða
heldur einnig og ekki síður and-
lega örvun og endurhæfingu,
sannkallaða hugrækt sem eykur
von og kjark sjúklings til þess að
ráða betur við eigin mál og
bjarga sér lengur upp á eigin
spýtur.
Dagvistun — Þjón-
ustuíbúðir aldraðra
Þegar dagspítali öldrunar-
lækningadeildar Landspltalans
og dagvistun við Hafnarbúðir
höfðu starfað um skeið kom
fljótlega í ljós að mikil þörf var
á slíkum stofnunum, en e.t.v.
með eilítið öðru sniði.
Á áðurnefndum stofnunum er
gert ráð fyrir að um aldraða
sjúka sé að ræða sem beinlinis
þurfa á lækningu eða líkamlegri
endurhæfingu að halda ásamt
með félagslegri .samveru og þvi
þurfi að koma til læknisfræði-
legt mat á færni og þörf sjúkl-
ings. Þess vegna er einnig oftast
rætt um „sjúklihga" þegar rætt
er um áðurnefndar stofnanir.
Fjöldi aldraðra í heimahúsum
býr þó við mikla félagslega ein-
angrun, eru e.t.v. hreyfihamlaðir
að hluta þó að ekki séu þeir
beinlínis sjúkir og þurfi á lækn-
ingu eða endurhæfingu að halda
að læknisráði. Þessir þegnar
þjóðfélagsins þurfa að þjálfa
hug og hönd ekki síður en aðrir
og rjúfa þá félagslegu einangrun
sem þeir búa oft við.
Unnt er að gera það á þrjá
vegu:
1. Hjálpa þeim til þess að kom-
ast í almennt félags- og tóm-
stundastarf.
2. Benda þeim á dagvistun fyrir
aldraða.
3. Koma á fót iðjuþálfun í
heimahúsum.
Tveir fyrri kostirnir eru fyrir
hendi. Dagvistun er unnt að fá í
Þjónustuíbúðum aldraðra við
Dalbraut þar sem einstaklingar
og hjón geta dvalist alla virka
daga vikunnar og notið félags-
og tómstundastarfs á staðnum,
hvíldar, ráðgjafar, hádegismatar
og kaffis — fyrir utan aksturs-
þjónustu. En gjaldið er rúmar
4.000 kr. á mánuði.
Dagvistun er rekin af Félags-
málastofnun Reykjavíkurborgar.
Forstöðumaður er Karen Ei-
ríksdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Almennt félags- og tóm-
stundastarf aldraðra er rekið
víðsvegar í Reykjavík, en hvort
tveggja er að ekki komast allir
þar að og ekki komast heldur all-
ir leiðar sinnar í almennings-
vögnum og svo hitt að ef sjón er
farin að sljóvgast og heyrn að
minnka, þola ekki allir aldraðir
að vera innanum mikinn fjölda
fólks eins og oft er i almennu
félagsstarfi.
Þriðji kosturinn er ekki fyrir
hendi eins og er. Bein iðjuþjálf-
un í heimahúsum þekkist enn
lítið í Reykjavík. Þó er hún á
byrjunarstigi hjá sumum
sjúkrahúsanna, sem veita ráð-
gjöf og þjónustu við sjúklinga
sína sem eru að útskrifast heim.
Þjónustu af slíku tagi þyrfti
að auka og gæti hún bæði verið í
tengslum við heimaþjónustu á
vegum Reykjavíkurborgar eða
ellimáladeild og félags- og
tómstundastarf aldraðra.
SPENNANDI - SPENNANDI - SPENNANDI
Theiesa Charles
Treystu mér, ástin mín
Alida eríir blómstrandi öryggisíyrirtœki eítir mann
sinn, sem haiði stíað henni og yngri frœnda sínum
sundur, en þann mann hefði Alida getað elskað.
Hann var samstarfsmaður hennar og sameigin-
lega œtla þau að íramfylgia skiþun stoínandans
og eyðileggja þessi leynilegu skjöl. En fleiri höfðu
áhuga á skjölunum, og hún neyðist til að leita til
frœndans eftir hjálp. En gat hún treyst
frœndanum...?
Treystu mér
ástin mín
(Saftland
Ávaldi
ástarinnar
Eiik Neilöe
Hamingjustjaman
Annetta verður ástlangin al ungum manni, sem
saklaus heíur verið dœmdur í þunga refsingu íyrir
afbrot, sem hann hefur ekki framið. í fyrstu er það
hún eia sem trúir fullkomlega á sakleysi hans, -
allir aðrir sakfella hann. þrátt fyrir það heldur hún
ötul baráttu sinni áfram til að sanna sakleysi hans,
baráttu, sem varðar lííshamingju og íramtíðarheill
þriggja manna: Hennar sjállrar, unga mannsins,
sem hún elskar, og lítillar þriggja ára gamallar
stúlku.
Erik Nerlöe
HAMINGJU
STcJAEMN
Bœkur Theresu Charles og Barböru Cartland haf a
um mörg undanf arin ár verid í hópi vinsœlustu og
mest seldu skemmtisagna hér á landi. Rauðu
ástarsögumar haf a þar fylgt f ast á eftir, enda skrif-
aöar af höíundum eins og Else-Marie Nohr, Erik
Nerlöe og Evu Steen, sem allir eru vinsœlir ástar-
sagnahöíundar. Eldri bœkur þessara vinsœlu
höfunda eru enn íáanlegar í flestum bókabúöum
eöa beint írá forlaginu.
Baibaia Caitland
Á valdi ástarinnar
Laíði Vesta ferðast til ríkisins Katonu til að hitta
prinsinn. sém þai ei við völd og hún hefui gengið
að eiga með aðstoð staðgengils í London Við
komuna til Katonu tekui myndarlegur greiíi á móti
henni og segii henni að hún veiði að snúa aftui til
Englands. Vesta neitar því og gegn vilja sínum
tekur greiíinn að séi að fylgja henni til prinsins.
Pað veiður viðbuiðarík hœttuföi, en á leiðinni
laðast þau hvort að öðm. En hvei vai hann, þessi
dularíulli gieifi?
Else-AAarie Nohr
ÁBYRGÐ
AUNGGM
HERÐGM
Else-Maríe Nohr
Ábyrgö á ungum heröum
Rita beist hetjulegri og öivœntingaiíullri baráttu
við að vemda litlu systkinin sín tvö gegn
manninum. sem niðdimma desembemótt -
einmitt nóttina, sem móðir hennar andast - leitar
skjóls í húsi þeina á flótta undan lögieglunni. Hann
segist vera íaðir bamanna, kominn heim frá
útlöndum eítii margia ára vem þar, en ei í
iauninni hœttulegur aíbiotamaðui, sem lögieglan
leitai ákaít, eítii flótta úi fangelsi.
Eva Steen
Hún sá þaö gerast
Rita ei á örvœntingaríullum flótta í gegnum
myrkrið. Tveii mena sem hún sá íremja hrœðilegt
aíbrot, elta hana og œtla að hindra að hún geti
vitnað gegn þeim. Þeii vita sem ei, að upp um þá
kemst eí hún nœr sambandi við lögregluna og
skýrir frá vitneskju sinni, og því em þeir ákveðnir í
að þagga niður í henni í eitt skipti fyrir öll.
Ógnþmngin og œsilega spennandi saga um
afbiot og ástir.
iy<i Stœn
n húnsá
w ÞAÐ
GERAST
Já, þœr eru spennandi ástarsögurnar írá Skuggsjá
—i—