Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 Nýjungar íGranumm Hljómplötuverzlunin Grammið í breyttu húsnæði með aukið vöruúrval. Þjóðlög og taumlaus sæla: Kraftmikil og hnitmiðuð: □ Das Kapital — Lili Marlene Lili Marlene er vinsælasta íslenzka platan um þessar mundir. Þetta er plata, sem í senn inniheldur kraft- mikla rokktónlist og fallegar ballöö- ur. Lili Marlene er flott upphaf á ferli Das Kapital. Platan er unnin í DMM, sem tryggir betri hljómgæöi. Munið tónleíka Das Kapital á Borginni fimmtudaginn 20. des. Góöa skemmtun! Kristmas konsert: THI: IHYIi rti.oo □ Hrím — Möndlur Splunkuný plata frá hinni stórskemmtilegu þjóö- lagahljómsveit HRÍM. Möndlur inniheldur tónlist frá ýmsum löndum, m.a. írska ræla, ungversk sígaunalög, sænska polka, drykkjuvisur og aö auki nokkur frumsamin lög. HRÍM kemur fram á tónleikum Vísnavina á Borginni 18. des. □ Kukl — The Eye í tilefni af tónleikum Kukl á islandi fyrir jólin viljum viö minna á plötu hljómsveitarinnar, The Eye, Kukl er vafalítiö ein athyglisveröasta hljómsveit, sem nokkru sinni hefur komiö fram á islandi og segja ummæli í stærstu tónlistartima- ritum erlendis sína sögu. „The Eye er stórkost- leg og hrifandi og albúmið frábært." Sounds 1. sept. 84 „... gæti hlustaö á þau í tólf ár í viðbót..." NME okt. ’84 „Tónlist, sem heltekur líkama og sál” Information okt. '84. Kukl i Aust- urbæjarbíói 21. des. kl. 22.00. Forsala aögöngu- m. í Gramminu. Nýjar/vinsælar plötur: □ Bauhaus — Burning From The Inside □ Bauhaus — Singles 1981—83 □ Big Country — Steeltown □ Broken Bones (pönk) □ Confligt — Increase The Pressure □ Cult — Go West □ Cure — The Cure Live □ Duran Duran — Arena/The Wild Boys 12" □ Fall — CREEP 12“/Oh Brother 12" □ Frankie Goes To Hollywood — Welcome To The Pieasuredome □ Joy Division — Love Will Tear Us Apart 12“/Closer/UP □ Metropolis □ New Order — Blue Monday/Movement □ Psychic TV — Unclean 12“/Berlin Atonal □ Rush — Grace Under Pressure □ Sade — Diamond Life □ Smiths — William 12“ □ Stranglers — Aural Sculpture □ U2 — Allar □ X Mal Deutschland — Tocsin □ Yello — Live At The Roxy □ Robert Wyatt — Work In Progress Stórkostlegt úrval af bókum um rokk og kvikmyndir, yffir 200 titlar. Duran Duran, Joy Division, Clash, Heavy Metal, Doors, M. Monroe, James Dean. Bolir í miklu úrvali. Barmmerki með öllum þekktustu hljómsveitum heims. Dagatöl 1985 — David Bowie, Duran Duran, Rolling Stones ofl. Sendum í póstkröfu samdægurs. Gramm, Laugavegi 17. Sími: 12040 Málefni aldraðra Öldrunarþjón- usta í Reykjavík Dagvistun fyrir aldraða er nú rekin á fjórum stöðum í Reykjavík í ólíku formi. Með þjónustu af þessu tagi er félagsleg einangrun margra aldraðra rofin, um endurhæf- ingu og lækningu er að ræða og aðstandendur geta verið rólegir yfir þjónustu og öryggi sem þeir njóta meðan á dvölinni stendur. Öldrunarlækninga- deild Landspítalans Við öldrunarlækningadeild Landspítalans, Hátúni lOb, er starfandi dagspítali og endur- hæfing fyrir aidraða. Þegar heimilislæknar eða sér- fræðingar hafa sótt um vistun fyrir sjúklinga sina fer fram mat á hæfni, færni pg þörf sjúklings til dagvistunar og tímalengd áætluð. Oft er um að ræða sjúkl- inga sem eru að útskrifast af sjúkrahúsi og þarfnast endur- hæfingar eða sjúklinga sem búa á heimilum sínum og þurfa á lækningu og þjálfun að halda. Akstursþjónusta býðst á öll- um dagvistarstofnunum fyrir aldraða en gjaldskrá er ólík þar sem mismunandi þjónusta er veitt á þessum stöðum. Það er daggjaldanefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins sem ákveður daggjöld við stofn- anir þessar. Dvöl á dagspítalan- um er sjúklingum að kostnaðar- lausu. Hafnarbúðir í Hafnarbúðum er einnig rek- in dagvistun í tengslum við spít- alann. Sami háttur er hafður á og hjá öldunarlækningadeild Landspítalans með umsóknir og Eggert H. Kjartansson skrífan Hollandspistill Spilavíti í Hollandi Smátt og smátt hefur hollensk- um yfirvöldum orðið ljóst að lítið gagn er að þvi að banna spilavíti og aðra þá staði þar sem fjár- hættuspil er stundað. Reynslan hefur sýnt að þrátt fyrir strangar reglugerðir er alltaf töluvert af lítt löghlýðnum borgurum með spilaklúbba í gangi. Pyrir nokkr- um árum ákváðu því yfirvöld hér að stofna Samtök spilavitaklúbba til þess að bjóða upp á löglegt fjár- hættuspil. A þann hátt var einnig hægt að hafa eftirlit með þvi að lögum og reglugerðum yrði fram- fylgt! Spilavítin I Scheveningen, Zanvoort og Valkenburg hafa sannað fjárhagslegt ágæti sitt og í fyrra heimsóttu þau hvorki meira né minna en 1,3 milljónir manna. Þetta olli þvf að viðskiptaráðu- neytið og dómsmálaráðuneytið komu sér saman um að opna fimm ný spilavíti á tímabilinu 1986 til 1991. Að fengnum niðurstöðum úr könnunum sem hafa verið gerðar er greinilegt að þörfin fyrir svona spilavíti er hvað mest i Rotter- dam. Amsterdam er næst á listan- um og það hefur verið ákveðið að á þriðja ársfjórðungi 1986 verði opnað i Hilton-hótelinu spilavíti. Gert er ráð fyrir að hreinar tekjur rikissjóðs af þessum skemmtihús- um verði um 880 milljónir á ári. Sambandsleysi eða bara ruglingur erlendra Ég hafði rekið mig þó nokkrum sinnum á að i augum margra út- lendinga táknar nafnið Samband í hvaða samhengi sem er Samband íslenskra samvinnufélaga. Þannig hef ég fengið fyrirspurnir um hvort Landssamband hesta- manna, Landssamband bakara- meistara, Landssamband lög- reglumanna að ógleymdu Sam- bandi íslenskra hitaveitna væru hluti af SÍS. íslensk rækja en ekki íslensk vara Hollendingar og Belgar búa við þau lög hvað varðar nafngift á markaðsfiski að bæta má við það nafn tegundarinnar hverju því nafni sem viðkomandi sölumaður vill. Þannig hefur myndast eins konar hefð að kalla alla þá rækju sem líkist þeirri íslensku — Is- landsrækju (IJslandse Garnalen). Þetta þýðir að rækja sem kemur frá Sri Lanka eða Norður-Noregi og likist þeirri íslensku heitir á mörkuðum hér íslandsrækja. í sjálfu sér ekkert atriði ef okkur væri ekki svona annt um að sú vara sem við erum að reyna að selja sé alltaf gæðavara og geti alltaf staðist ákveðnar lág- markskröfur. Svo sem við vitum hefur verið ansi mikill skortur á að hreinlætiseftirlit væri nægilegt í hinum almennu rækjuviðskipt- um hér í Hollandi siðustu árin og nokkrum sinnum hafa átt sér stað alvarleg óhöpp i því sambandi. Um þessar mundir er þó unnið að þvi í hollenska landbúnaðar- og fiskimálaráðuneytinu að semja nýja reglugerð um nafngift á fiskitegundum. Það væri ekki úr vegi að hagsmunaaðilar á íslandi sendi bréf til réttra aðila hér úti þar sem þeir færu fram á að ein- göngu rækja af íslandsmiðum verði seld undir nafninu IJslandse Granalen eða Islandsrækja i framtíðinni. Til dæmis Hæstiréttur Hollands hefur ákveðið að læknum sé heimilt undir ákveðnum kringumstæðum að veita sjúklingi aðstoð við að stytta líf sitt ef sjúklingurinn fer sjálfur fram á slikt. Merkileg ákvörðun. Réttilega er bent á mikilvægi þess að læknisfræði- legum og siðferðilegum reglum sé fylgt við ákvarðanatöku og fram- kvæmd aðstoðarinnar yfir fljótið mikla. Að baki þessari ákvörðun Hæstaréttar liggur tiu ára al- menningsumræða auk dóma i lægri dómstigum. Þetta er í fyrsta sinn hér í Hol- landi sem sjálfsákvörðunarréttur sjúklings og hlutleysi utanaðkom- andi iiðila við jafn mikilvæga ákvörðun er opinberlega viður- kennt. E.H.K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.