Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 36

Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 Nýjungar íGranumm Hljómplötuverzlunin Grammið í breyttu húsnæði með aukið vöruúrval. Þjóðlög og taumlaus sæla: Kraftmikil og hnitmiðuð: □ Das Kapital — Lili Marlene Lili Marlene er vinsælasta íslenzka platan um þessar mundir. Þetta er plata, sem í senn inniheldur kraft- mikla rokktónlist og fallegar ballöö- ur. Lili Marlene er flott upphaf á ferli Das Kapital. Platan er unnin í DMM, sem tryggir betri hljómgæöi. Munið tónleíka Das Kapital á Borginni fimmtudaginn 20. des. Góöa skemmtun! Kristmas konsert: THI: IHYIi rti.oo □ Hrím — Möndlur Splunkuný plata frá hinni stórskemmtilegu þjóö- lagahljómsveit HRÍM. Möndlur inniheldur tónlist frá ýmsum löndum, m.a. írska ræla, ungversk sígaunalög, sænska polka, drykkjuvisur og aö auki nokkur frumsamin lög. HRÍM kemur fram á tónleikum Vísnavina á Borginni 18. des. □ Kukl — The Eye í tilefni af tónleikum Kukl á islandi fyrir jólin viljum viö minna á plötu hljómsveitarinnar, The Eye, Kukl er vafalítiö ein athyglisveröasta hljómsveit, sem nokkru sinni hefur komiö fram á islandi og segja ummæli í stærstu tónlistartima- ritum erlendis sína sögu. „The Eye er stórkost- leg og hrifandi og albúmið frábært." Sounds 1. sept. 84 „... gæti hlustaö á þau í tólf ár í viðbót..." NME okt. ’84 „Tónlist, sem heltekur líkama og sál” Information okt. '84. Kukl i Aust- urbæjarbíói 21. des. kl. 22.00. Forsala aögöngu- m. í Gramminu. Nýjar/vinsælar plötur: □ Bauhaus — Burning From The Inside □ Bauhaus — Singles 1981—83 □ Big Country — Steeltown □ Broken Bones (pönk) □ Confligt — Increase The Pressure □ Cult — Go West □ Cure — The Cure Live □ Duran Duran — Arena/The Wild Boys 12" □ Fall — CREEP 12“/Oh Brother 12" □ Frankie Goes To Hollywood — Welcome To The Pieasuredome □ Joy Division — Love Will Tear Us Apart 12“/Closer/UP □ Metropolis □ New Order — Blue Monday/Movement □ Psychic TV — Unclean 12“/Berlin Atonal □ Rush — Grace Under Pressure □ Sade — Diamond Life □ Smiths — William 12“ □ Stranglers — Aural Sculpture □ U2 — Allar □ X Mal Deutschland — Tocsin □ Yello — Live At The Roxy □ Robert Wyatt — Work In Progress Stórkostlegt úrval af bókum um rokk og kvikmyndir, yffir 200 titlar. Duran Duran, Joy Division, Clash, Heavy Metal, Doors, M. Monroe, James Dean. Bolir í miklu úrvali. Barmmerki með öllum þekktustu hljómsveitum heims. Dagatöl 1985 — David Bowie, Duran Duran, Rolling Stones ofl. Sendum í póstkröfu samdægurs. Gramm, Laugavegi 17. Sími: 12040 Málefni aldraðra Öldrunarþjón- usta í Reykjavík Dagvistun fyrir aldraða er nú rekin á fjórum stöðum í Reykjavík í ólíku formi. Með þjónustu af þessu tagi er félagsleg einangrun margra aldraðra rofin, um endurhæf- ingu og lækningu er að ræða og aðstandendur geta verið rólegir yfir þjónustu og öryggi sem þeir njóta meðan á dvölinni stendur. Öldrunarlækninga- deild Landspítalans Við öldrunarlækningadeild Landspítalans, Hátúni lOb, er starfandi dagspítali og endur- hæfing fyrir aidraða. Þegar heimilislæknar eða sér- fræðingar hafa sótt um vistun fyrir sjúklinga sina fer fram mat á hæfni, færni pg þörf sjúklings til dagvistunar og tímalengd áætluð. Oft er um að ræða sjúkl- inga sem eru að útskrifast af sjúkrahúsi og þarfnast endur- hæfingar eða sjúklinga sem búa á heimilum sínum og þurfa á lækningu og þjálfun að halda. Akstursþjónusta býðst á öll- um dagvistarstofnunum fyrir aldraða en gjaldskrá er ólík þar sem mismunandi þjónusta er veitt á þessum stöðum. Það er daggjaldanefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins sem ákveður daggjöld við stofn- anir þessar. Dvöl á dagspítalan- um er sjúklingum að kostnaðar- lausu. Hafnarbúðir í Hafnarbúðum er einnig rek- in dagvistun í tengslum við spít- alann. Sami háttur er hafður á og hjá öldunarlækningadeild Landspítalans með umsóknir og Eggert H. Kjartansson skrífan Hollandspistill Spilavíti í Hollandi Smátt og smátt hefur hollensk- um yfirvöldum orðið ljóst að lítið gagn er að þvi að banna spilavíti og aðra þá staði þar sem fjár- hættuspil er stundað. Reynslan hefur sýnt að þrátt fyrir strangar reglugerðir er alltaf töluvert af lítt löghlýðnum borgurum með spilaklúbba í gangi. Pyrir nokkr- um árum ákváðu því yfirvöld hér að stofna Samtök spilavitaklúbba til þess að bjóða upp á löglegt fjár- hættuspil. A þann hátt var einnig hægt að hafa eftirlit með þvi að lögum og reglugerðum yrði fram- fylgt! Spilavítin I Scheveningen, Zanvoort og Valkenburg hafa sannað fjárhagslegt ágæti sitt og í fyrra heimsóttu þau hvorki meira né minna en 1,3 milljónir manna. Þetta olli þvf að viðskiptaráðu- neytið og dómsmálaráðuneytið komu sér saman um að opna fimm ný spilavíti á tímabilinu 1986 til 1991. Að fengnum niðurstöðum úr könnunum sem hafa verið gerðar er greinilegt að þörfin fyrir svona spilavíti er hvað mest i Rotter- dam. Amsterdam er næst á listan- um og það hefur verið ákveðið að á þriðja ársfjórðungi 1986 verði opnað i Hilton-hótelinu spilavíti. Gert er ráð fyrir að hreinar tekjur rikissjóðs af þessum skemmtihús- um verði um 880 milljónir á ári. Sambandsleysi eða bara ruglingur erlendra Ég hafði rekið mig þó nokkrum sinnum á að i augum margra út- lendinga táknar nafnið Samband í hvaða samhengi sem er Samband íslenskra samvinnufélaga. Þannig hef ég fengið fyrirspurnir um hvort Landssamband hesta- manna, Landssamband bakara- meistara, Landssamband lög- reglumanna að ógleymdu Sam- bandi íslenskra hitaveitna væru hluti af SÍS. íslensk rækja en ekki íslensk vara Hollendingar og Belgar búa við þau lög hvað varðar nafngift á markaðsfiski að bæta má við það nafn tegundarinnar hverju því nafni sem viðkomandi sölumaður vill. Þannig hefur myndast eins konar hefð að kalla alla þá rækju sem líkist þeirri íslensku — Is- landsrækju (IJslandse Garnalen). Þetta þýðir að rækja sem kemur frá Sri Lanka eða Norður-Noregi og likist þeirri íslensku heitir á mörkuðum hér íslandsrækja. í sjálfu sér ekkert atriði ef okkur væri ekki svona annt um að sú vara sem við erum að reyna að selja sé alltaf gæðavara og geti alltaf staðist ákveðnar lág- markskröfur. Svo sem við vitum hefur verið ansi mikill skortur á að hreinlætiseftirlit væri nægilegt í hinum almennu rækjuviðskipt- um hér í Hollandi siðustu árin og nokkrum sinnum hafa átt sér stað alvarleg óhöpp i því sambandi. Um þessar mundir er þó unnið að þvi í hollenska landbúnaðar- og fiskimálaráðuneytinu að semja nýja reglugerð um nafngift á fiskitegundum. Það væri ekki úr vegi að hagsmunaaðilar á íslandi sendi bréf til réttra aðila hér úti þar sem þeir færu fram á að ein- göngu rækja af íslandsmiðum verði seld undir nafninu IJslandse Granalen eða Islandsrækja i framtíðinni. Til dæmis Hæstiréttur Hollands hefur ákveðið að læknum sé heimilt undir ákveðnum kringumstæðum að veita sjúklingi aðstoð við að stytta líf sitt ef sjúklingurinn fer sjálfur fram á slikt. Merkileg ákvörðun. Réttilega er bent á mikilvægi þess að læknisfræði- legum og siðferðilegum reglum sé fylgt við ákvarðanatöku og fram- kvæmd aðstoðarinnar yfir fljótið mikla. Að baki þessari ákvörðun Hæstaréttar liggur tiu ára al- menningsumræða auk dóma i lægri dómstigum. Þetta er í fyrsta sinn hér í Hol- landi sem sjálfsákvörðunarréttur sjúklings og hlutleysi utanaðkom- andi iiðila við jafn mikilvæga ákvörðun er opinberlega viður- kennt. E.H.K.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.