Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 43
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 43 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveínsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrífstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Gorbachev í Bretlandi Sjónvarpsáhorfendur um allan hinn lýðfrjálsa heim hafa nú fengið tækifæri til að sjá Mikhail S. Gorbachev í ná- vígi. Hann kom til Bretlands á laugardaginn í forystu fyrir þingmannanefnd. Að jafnaði eru slíkar þingmannaferðir ekki alþjóðlegt sjónvarpsefni. Hvers vegna er nú annað uppi á teningnum? Lokuð þjóðfélög alræðisins hafa löngum vakið forvitni. Á Vesturlöndum hefur þróast sérstök grein í blaðamennsku og alþjóðastjórnmálum, þar sem menn sérhæfa sig í þvi að geta sér til um hræringar í æðstu stöðum í Sovétríkjun- um. Slíkir spádómar eru erfið- ir. Til dæmis virtist enginn sjá það örugglega fyrir að Júrí Andropov, forstjóri KGB, yrði eftirmaður Leoníds Brezhnev. Þá veðjuðu flestir á Konstant- ín Chernenko, sem síðan tók við af Andropov sem leiðtogi Sovétríkjanna. Um hitt virð- ast Kremlarfræðingar vera sammála, að Chernenko sé síð- asta gamalmennið sem veljist til forystustarfa í Kreml. Flestir spá því að töluvert yngri maður taki þar við for- ystu. I því efni veðja menn helst á Mikhail S. Gorbachev. Þess vegna er allt umstangið í kringum hina ólýðræðislega kjörnu sovésku þingmanna- nefnd í Bretlandi. Með hliðsjón af því hvernig þeir menn hafa verið á sig komnir vegna aldurs og heilsuleysis sem stjórnað hafa Sovétríkjunum undanfarinn áratug eða svo, kemur það Vesturlandabúum líklega þægilega á óvart að sjá sjón- varpsmyndirnar af Mikhail S. Gorbachev. Hann minnir fremur á forstjóra í dágóðu al- þjóðafyrirtæki en yfirmann í lögregluríki. Á sjónvarpsmyndum sýnist Gorbachev kunna vel við að vera í sviðsljósinu og að vera tekiö eins og manni að minnsta kosti númer tvö í stjórnkerfi Kremlverja. Hitt er svo annað mál, að í raun veit enginn á Vesturlöndum númer hvað Gorbachev er í því lokaða kerfi. Hann veit það kannski ekki sjálfur fyrr en hann kemst á toppinn og tekst þar með að skjóta mönnum eins Grigory Romanov, nær því jafnaldra sínum, ref fyrir rass. En vangavelturnar um stöðu Gorbachevs eru aðeins önnur hliðin á þessu máli. Hitt skiptir meiru hvort för hans til Bretlands og viðræður við Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, bera þann árangur sem vestrænir menn vona. Fyrir rúmu ári slitu Sov- étmenn einhliða afvopnunar- viðræðum um kjarnorkuvopn og hótuðu því að hefja þær ekki að nýju nema Banda- ríkjamenn drægju Pershing- 2-eldflaugar sínar og stýri- flaugar með kjarnasprengjum á brott frá Vestur-Evrópu. Hvorki þá né nú hafa stjórn- völd í Bandaríkjunum eða annars staðar í ríkjum Atl- antshafsbandalagsins látið í veðri vaka, að þau verði við þessum sovésku úrslitakröfum um einhliða afvopnun. í síð- ustu viku ítrekuðu utanríkis- ráðherrar NATO-landanna þá stefnu, að gagnkvæm afvopn- un á forsendum raunhæfs eft- irlits væri eina leiðin til að hægja á vígbúnaðarkapp- hlaupinu. í haust varð greinileg stefnubreyting hjá sovésku ríkisstjórninni eftir að þrefað hafði verið um það í nokkurn tíma, að Bandaríkjamenn og Sovétmenn settust til við- ræðna um takmörkun geim- vopna. Andrei Gromyko, sov- éski utanríkisráðherrann, gekk á fund Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta. Skömmu eftir viðræður þeirra var ákveðið að Gromyko og George Shultz, bandaríski utanríkisráðherrann, hittust i Genf í byrjun janúar. Er talið að sá fundur verði upphaf nýrra afvopnunarviðræðna um kjarnorkuvopn. Áróðursvél Sovétmanna hefur hamrað á því undanfar- in ár, að síst af öllu sé ástæða til að ræða um frið og afvopn- un við þau Thatcher og Reag- an; aðra eins stríðsæsinga- menn og þau! Á fáeinum vik- um hefur orðið kúvending og er för Mikhails S. Gorbachev til Bretlands og viðræður hans við Margaret Thatcher besta staðfesting þess. Reynslan hefur að vísu sannað að ekki er allt sem sýnist í „friðar- vilja" Sovétmanna frekar en valda-pýramídanum í Kreml. Þess vegna er best að spyrja að leikslokum, bæði þegar rætt er um hver sé númer tvö í Kremlarkastala og hvort stefni í átt til afvopnunar með sovésku samþykki. STRANDIÐ l HORNSVIK: „Forsjónin réð strandstaðnum“ — segir Ögmundur Magnússon, skipstjóri á Sæbjörginni „MÉR ER efst í huga frábært starf félaga í björgunarsveitinni í Höfn og skipverja á Erling KE. Björgunar- sveitarmenn unnu starf sitt óaðfinn- anlega og skipverjar á Erling KE lögðu sig í mikla hættu þegar þeir reyndu að taka Sæbjörgina í tog við hinar erfiðustu aðstæður, bæði skip- in lágu undir áföllum og þó sérstak- lega Erling KE. Ég vil nota tækifær- ið og koma á framfæri kæru þakk- læti til þessara vösku manna og skipverja minna, sem sýndu mikið æðruleysi," sagði Ögmundur Magn- ússon, skipstjóri á Sæbjörginni, I samtali við Mbl. „Við vorum 2 sjómílu suðaust- ur af Stokksnesi þegar við misst- um aðalvél. Veður var afleitt, stór- sjór og 7—8 vindstig af suð-aust- an. Við sendum út hjálparbeiðni. Erling KE var nærstaddur og kom fljótlega á vettvang. Þeir tóku okkur í tog en vírinn slitnaði strax, enda hvorugt skipanna út- búið til dráttar. Varðskip var ekki nærstatt og því ljóst að hverju stefndi. Við settum bæði akkeri út til þess að draga úr reki skipsins og björgunarsveitin í Höfn var kölluð út. Skipið rak undan veðrinu án þess að við fengjum rönd við reist. Forsjónin réð strandstaðnum — við réðum engu þar um og það var mikil mildi að skipið skuli hafa rekið upp í fjöruna í Hornsvík, milli Stokksness og Hafnartanga. Ljóst er að iila hefði farið ef okkur hefði rekið upp á Stokksnes eða Hafnartanga. Það var undravert hve björgun gekk vel — björgun- arsveitarmenn björguðu okkur á 35 til 40 mínútum. Þeir unnu verk sitt frábærlega vel. Það er sárt að missa Sæbjörg- ina, sem er gott skip. Ég hef verið fjórða part ævi minnar á Sæbjörg- inni. Var stýrimaður og skipstjóri á árunum 1965 til 1976 og kom aftur í fyrrahaust. Sæbjörgin var hluti af sjálfum mér,“ sagði Ög- mundur Magnússon. Ögmundur Magnússon, skipstjóri á Sæbjörginni, þakkar Guðbrandi Jó- hannssyni, formanni björgunarsveitarinnar í Höfn, giftusamlega björgun. Félagar úr björgunarsveitinni bera skipbrotsmann úr björgunarstól í land. Sæbjörgin á strandstad í Hornsvík, ratsjárstöðin á Stokksnesi í baksýn. „Hélt að mín hinsta stund væri upp runnin“ — segir Þórir Andrésson, matsveinn á Sæbjörginni „ÉG TRÚÐI því vart þegar ég var vakinn um fimraleytið og sagt að bát- urinn væri vélarvana á leið upp í fjöru. Ég fálmaði eftir fotum og fór upp í brú. Þá voru strákarnir frammi á hvalbak að bagsa við að losa akker- in — brotin gengu yfir skipið og á bakborða blasti brimgarðurinn við í öllu sínu ægiveldi. Þá hélt ég að mín hinsta stund væri upp runnin," sagði Þórir Andrésson, matsveinn á Sæ- björginni, í samtali við Mbl. „Við fórum flestir niður í borðsal þegar ljóst var, að við fengjum ekki rönd við reist. Mér varð hugsað heim til konu minnar og barns og hellti upp á könnuna. Menn reyndu að dreifa huganum, spiluðu Ólsen- Ólsen og reyndu að halda ró sinni, gerðu að gamni sínu — strákarnir sögðu að ég yrði að drífa mig í upp- vaskið. Spurðu hvort ég ætlaði að vera eftirbátur Lása kokks og láta skipið fara niður án þess að vaska upp. En ég lét uppvaskið vera. Okkur létti ósegjanlega þegar stýrimaðurinn bar okkur þau tíð- indi, að skipið tæki niðri i sand- fjöru — þá vissum við að okkur var óhætt. Björgunin gekk vel — að vísu var ég smeykur i björgunarstólnum, þvi milli skips og lands var klöpp og við vorum hræddir við að skella á henni. Ég lenti öfugur í stólnum, þannig að ég sneri baki í land á leiðinni og reyndi að líta aftur fyrir mig og vara mig á klöppinni. Skipið valt þannig að við vorum ýmist al- veg niðri við sjó, eða hátt í lofti. En allt fór vel og það var ósegjanlegur léttir að finna fast land undir fót- um.“ — Félagar þínir segja mér að þú hafir áður lent í sjávarháska. „Já, ég var skipverji á flutn- ingaskipinu Mávinum þegar það strandaði í Vopnafirði. Veður var Þórir Andrésson miklu verra nú og aðstæður öðru- vísi. Okkur var nú miklu meiri háski búinn. Raunar hef ég áður lent í honum kröppum. Fyrir nokkrum árum bjargaðist ég naumlega út úr al- elda íbúð á Spáni. Ég var sofandi þegar eldurinn kom upp. Mikill reykur var í íbúðinni þegar ég vaknaði og komst ég nauðuglega út. Mér er það hulin ráðgáta enn þann dag í dag hvernig eða hvers vegna ég vaknaði. Og árið 1979 var ég meðal farþega þegar sprengja sprakk um borð í spánskri flugvél á flugvellinum í Malaga, en þar höfð- um við millilent á leið til Mallorca. Skyndilega heyrðist hvellur um borð og eldur kom upp í vélinni. Farþegar ruddust út um neyðar- útganga vélarinnar og slökkvilið kom þegar á vettvang og náði að slökkva eldinn áður en hann magn- aðist. Okkur var sagt síðar, að maður hefði verið skotinn til bana á flugvellinum og að sprengjan hefði líklega átt að springa þegar vélin var á lofti, en vélin hafði taf- ist á flugvellinum í Malaga. Ég hef því lent í ýmsu og sjálf- sagt má um mig segja að ég sé ekki feigur,“ sagði Þórir Andrésson. Viðtöl: Hallur Hallsson, Helgi Bjarnason. Myndir: Friðþjófur Helgason, Ragnar Axelsson, Steinar Garðarsson. Sæbjörgin frá Vestmannaeyjum. Moi-Kunblaðið/SiKurgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.