Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 84
EUROCAPD
V ------V
NIBOOJRIHBMSKHMU
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ
KL 11.45 - 23.30
AUSTURSTR/ETI 22
INNSTRÆTI, SlMI 11633
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Morgunbladið/RAX
Sæbjorgin á strandsUd (Hornsvfk. Brimið braut á skipinu í allan gærdag og eru skemmdir á því miklar.
14 skipverjum bjargað í
björgunarstólum í land
FJÓRTÁN skipverjum af loðnubátnum Sæbjörgu VE 56 frá Vestmannaeyj-
um var bjargað í land í björgunarstólum eftir að skipið strandaði í Hornsvík,
skammt austur af Stokksnesi. Allir skipverjar eru við góða heilsu, en einn
þeirra hlaut lítils hátUr meiðsl við björgunaraðgerðir. Aðalvél Sæbjargarinn-
ar, sem er 312 tonna stálskip smiðað í Noregi árið 1965, bilaði um hálffjög-
urleytið í fyrrinótt í vonskuveðri þegar skipið var um 2'/i sjómílu suðaustur af
Stokksnesi.
Loðnuskipið Erling KE kom til I í Saebjörgina, en hún slitnaði
aðstoðar og komu skipverjar taug | strax. Skipið rak þá stjórnlaust
undan veðri í átt að landi. Björg-
unarsveit Slysavarnafélagsins í
Höfn í Hornafirði var kölluð út.
Um tima var óttast að skipið ræki
upp í stórgrýti á Stokksnesi eða
Hafnartanga. Svo fór ekki og rak
Sæbjörgina á milli skerja upp í
Hornsvík og tók niðri í sandfjöru
um 150 metra frá landi.
Litlar líkur eru taldar á að tak-
ist að bjarga skipinu, en trygg-
ingarmat þess er 29 milljónir kr. í
gærkvöldi velktist skipið í fjör-
unni og voru göt komin á skrokk
þess. Sjópróf fara fram i Vest-
mannaeyjum.
Dóttirin verður
skírð Sæbjörg
„ÞAÐ VAR stórkostleg tilfinning að finna fast land undir fótum þegar ég
steig út úr björgunarstólnum. Ég hugsaði með mér: Vá maður! Heppinn að
vera á lífi. Eg hugsaði heim til konunnar minnar og litlu dóttur og ákvað
með mér að eftir þetta atvik yrði hún að heita Sæbjörg," sagði Guðjón
Guðbergsson, háseti af Sæbjörgu VE 56, í samtali við blaðamann Mbl.
eftir hina frækilegu björgun skipverjanna af Sæbjörgu í Hornsvík.
Fagnaðarfundir urðu þegar
Guðjón kom heim til foreldra
sinna í Reykjavík síðdegis í gær
og hitti þar konu sína, Rut Regin-
alds, og rúmlega mánaðargamla
dóttur. „Það var hringt í mig fyrir
klukkan níu í morgun til þess að
ég þyrfti ekki að heyra um slysið í
útvarpsfréttunum. Kunningi
okkar í Eyjum, sem hringdi, byrj-
aði á því að segja að ég skyldi ekki
láta mér bregða — Þá vissi ég
strax að eitthvað alvarlegt hefði
komið fyrir Guðjón — en sagði
síðan að Sæbjörgin hefði strand-
að, veðrið væri vont en verið væri
að bjarga þeim I land,“ sagði Rut
þegar hún var beðin um að lýsa
því hvernig hún frétti um lifs-
háska Guðjóns.
Um fyrstu viðbrögð sín sagði
Rut: „Ég fór að hágrenja, hann
var ekki búinn að sjá dóttur sína
nema einu sinni og var á leið heim
í jólafrí. Þegar hringt var um það
bil hálftima seinna og sagt að bú-
ið væri að bjarga þeim öllum í
land breyttist gráturinn í hlátur.
Ég er auðvitað fegin að vera bú-
inn að fá hann heim. Helst vildi
ég hafa hann alltaf heima því
maður gerir sér grein fyrir því að
sjómenn eru í stöðugri lífshættu í
starfi sínu.“ Rut tók vel í upp-
ástungu Guðjóns um að dóttirin
yrði skirð Sæbjörg, annað kæmi
vart til greina eftir þessa giftu-
samlegu björgun föðurins.
Morgunblaðift/Fri&þjófur
Guðjón og Rut ásamt mánaðargamalli dóttur sinni sem foreldrarnir
ákváðu að skfra Sæbjörgu, eftir bátnum, eftir hina giftusamlegu björgun.
Fiskflutningar SH
á Bandaríkin:
Undirbýr
útboð að
hluta til
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna
er nú að undirbúa útboð á hluta fisk-
(lutninga sinna til Bandaríkjanna,
en aðrir fiskflutningar SH hafa þeg-
ar verið boðnir út. Við það hefur
náðst allt að 50% lækkun farm-
gjalda, sem að sögn Eyjólfs ísfelds
Eyjólfssonar, forstjóra SH, kemur
fram í hækkuðu skilaverði til fram-
leiðenda.
Eyjólfur sagði, að flutningar
fisks SH á Bandaríkin væru frem-
ur flókið mál. Þó væri öruggt að
farið yrði út í útboð að hluta til.
Fiskurinn væri fluttur til tveggja
hafna, Everett og Cambrigde.
Gert væri ráð fyrir því að Hofs-
jökull, sem væri í eigu Jökla hf.,
dótturfyrirtækis SH, myndi verða
í flutningunum á Everett, en
flutningar á Cambridge yrðu
boðnir út.
Fimm mán-
aða vann
560 þúsund
FIMM mánaða stúlka á Stokks-
eyri, Birgitta Fema Jónsdóttir,
varð rúmum 560 þúsundum
krónum ríkari um helgina. Get-
raunaseðill henni merktur var sá
eini með tólf réttum (17. leik-
viku.
„Ég lét stelpuna kasta upp
teningi og fyllti seðilinn út eft-
ir því,“ sagði Jón Björn Ásg-
eirsson, faðir Birgittu, í sam-
tali við blm. Mbl. í gær. Full-
yrða má að Birgitta sé yngsti
vinningshafi í Getraunum á
íslandi hingað til!
Sjá nánar á íþróttasíðu.
Októberlaunin:
Reykjavíkur-
borg sýknuð
FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði í gær
að Reykjavíkurborg hefði ekki borið
skylda til að greiða borgarstarfs-
mönnum laun fyrirfram 1. október,
en sú ákvörðun var tekin vegna boð-
aðs verkfalls BSRB 4. október.
Fyrir hönd Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar stefndi BSRB
borgarstjóranum í Reykjavík,
fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
Dómur Félagsdóms féll síðdegis í
gær og samkvæmt honum bar
borginni ekki skylda til að greiða
þessi laun. Fjórir af fimm dómur-
um Félagsdóms voru sammála
þessari niðurstöðu en einn dómar-
anna skilaði séráliti og tók undir
kröfu stefnanda.