Morgunblaðið - 18.12.1984, Síða 84

Morgunblaðið - 18.12.1984, Síða 84
EUROCAPD V ------V NIBOOJRIHBMSKHMU OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL 11.45 - 23.30 AUSTURSTR/ETI 22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Morgunbladið/RAX Sæbjorgin á strandsUd (Hornsvfk. Brimið braut á skipinu í allan gærdag og eru skemmdir á því miklar. 14 skipverjum bjargað í björgunarstólum í land FJÓRTÁN skipverjum af loðnubátnum Sæbjörgu VE 56 frá Vestmannaeyj- um var bjargað í land í björgunarstólum eftir að skipið strandaði í Hornsvík, skammt austur af Stokksnesi. Allir skipverjar eru við góða heilsu, en einn þeirra hlaut lítils hátUr meiðsl við björgunaraðgerðir. Aðalvél Sæbjargarinn- ar, sem er 312 tonna stálskip smiðað í Noregi árið 1965, bilaði um hálffjög- urleytið í fyrrinótt í vonskuveðri þegar skipið var um 2'/i sjómílu suðaustur af Stokksnesi. Loðnuskipið Erling KE kom til I í Saebjörgina, en hún slitnaði aðstoðar og komu skipverjar taug | strax. Skipið rak þá stjórnlaust undan veðri í átt að landi. Björg- unarsveit Slysavarnafélagsins í Höfn í Hornafirði var kölluð út. Um tima var óttast að skipið ræki upp í stórgrýti á Stokksnesi eða Hafnartanga. Svo fór ekki og rak Sæbjörgina á milli skerja upp í Hornsvík og tók niðri í sandfjöru um 150 metra frá landi. Litlar líkur eru taldar á að tak- ist að bjarga skipinu, en trygg- ingarmat þess er 29 milljónir kr. í gærkvöldi velktist skipið í fjör- unni og voru göt komin á skrokk þess. Sjópróf fara fram i Vest- mannaeyjum. Dóttirin verður skírð Sæbjörg „ÞAÐ VAR stórkostleg tilfinning að finna fast land undir fótum þegar ég steig út úr björgunarstólnum. Ég hugsaði með mér: Vá maður! Heppinn að vera á lífi. Eg hugsaði heim til konunnar minnar og litlu dóttur og ákvað með mér að eftir þetta atvik yrði hún að heita Sæbjörg," sagði Guðjón Guðbergsson, háseti af Sæbjörgu VE 56, í samtali við blaðamann Mbl. eftir hina frækilegu björgun skipverjanna af Sæbjörgu í Hornsvík. Fagnaðarfundir urðu þegar Guðjón kom heim til foreldra sinna í Reykjavík síðdegis í gær og hitti þar konu sína, Rut Regin- alds, og rúmlega mánaðargamla dóttur. „Það var hringt í mig fyrir klukkan níu í morgun til þess að ég þyrfti ekki að heyra um slysið í útvarpsfréttunum. Kunningi okkar í Eyjum, sem hringdi, byrj- aði á því að segja að ég skyldi ekki láta mér bregða — Þá vissi ég strax að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir Guðjón — en sagði síðan að Sæbjörgin hefði strand- að, veðrið væri vont en verið væri að bjarga þeim I land,“ sagði Rut þegar hún var beðin um að lýsa því hvernig hún frétti um lifs- háska Guðjóns. Um fyrstu viðbrögð sín sagði Rut: „Ég fór að hágrenja, hann var ekki búinn að sjá dóttur sína nema einu sinni og var á leið heim í jólafrí. Þegar hringt var um það bil hálftima seinna og sagt að bú- ið væri að bjarga þeim öllum í land breyttist gráturinn í hlátur. Ég er auðvitað fegin að vera bú- inn að fá hann heim. Helst vildi ég hafa hann alltaf heima því maður gerir sér grein fyrir því að sjómenn eru í stöðugri lífshættu í starfi sínu.“ Rut tók vel í upp- ástungu Guðjóns um að dóttirin yrði skirð Sæbjörg, annað kæmi vart til greina eftir þessa giftu- samlegu björgun föðurins. Morgunblaðift/Fri&þjófur Guðjón og Rut ásamt mánaðargamalli dóttur sinni sem foreldrarnir ákváðu að skfra Sæbjörgu, eftir bátnum, eftir hina giftusamlegu björgun. Fiskflutningar SH á Bandaríkin: Undirbýr útboð að hluta til SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna er nú að undirbúa útboð á hluta fisk- (lutninga sinna til Bandaríkjanna, en aðrir fiskflutningar SH hafa þeg- ar verið boðnir út. Við það hefur náðst allt að 50% lækkun farm- gjalda, sem að sögn Eyjólfs ísfelds Eyjólfssonar, forstjóra SH, kemur fram í hækkuðu skilaverði til fram- leiðenda. Eyjólfur sagði, að flutningar fisks SH á Bandaríkin væru frem- ur flókið mál. Þó væri öruggt að farið yrði út í útboð að hluta til. Fiskurinn væri fluttur til tveggja hafna, Everett og Cambrigde. Gert væri ráð fyrir því að Hofs- jökull, sem væri í eigu Jökla hf., dótturfyrirtækis SH, myndi verða í flutningunum á Everett, en flutningar á Cambridge yrðu boðnir út. Fimm mán- aða vann 560 þúsund FIMM mánaða stúlka á Stokks- eyri, Birgitta Fema Jónsdóttir, varð rúmum 560 þúsundum krónum ríkari um helgina. Get- raunaseðill henni merktur var sá eini með tólf réttum (17. leik- viku. „Ég lét stelpuna kasta upp teningi og fyllti seðilinn út eft- ir því,“ sagði Jón Björn Ásg- eirsson, faðir Birgittu, í sam- tali við blm. Mbl. í gær. Full- yrða má að Birgitta sé yngsti vinningshafi í Getraunum á íslandi hingað til! Sjá nánar á íþróttasíðu. Októberlaunin: Reykjavíkur- borg sýknuð FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði í gær að Reykjavíkurborg hefði ekki borið skylda til að greiða borgarstarfs- mönnum laun fyrirfram 1. október, en sú ákvörðun var tekin vegna boð- aðs verkfalls BSRB 4. október. Fyrir hönd Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar stefndi BSRB borgarstjóranum í Reykjavík, fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Dómur Félagsdóms féll síðdegis í gær og samkvæmt honum bar borginni ekki skylda til að greiða þessi laun. Fjórir af fimm dómur- um Félagsdóms voru sammála þessari niðurstöðu en einn dómar- anna skilaði séráliti og tók undir kröfu stefnanda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.