Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
33
Móóir hlúir aó hungruðu barni.
„Möguleikar Hjálpar-
stofnunarinnar til hjálp-
ar eru algjörlega háðir
vilja Islendinga við að
leggja starfinu til fram-
lög. Það er ekki farið
fram á stór framlög, því
mörg smá gera eitt
stórt, en oft getur eitt
framlag skipt sköpum
fyrir líf í stað dauða.“
íku. Hjálparstofnunin hefur allt
þetta ár leitast við að senda hjálp
á þurrkasvæðin fyrir framlög ís-
lenskra gefenda. Þessi aðstoð hef-
ur komist til skila og bjargað
mörgum. tslenskt fiskmeti, mjólk-
urduft, föt og teppi, lýsi og is-
lenskar starfshendur hefur verið
lagt til hjálparstarfsins og komið
að miklu gagni. Allri þessari að-
stoð hefur verið fylgt eftir og
hjálparstarfið er unnið i náinni
samvinnu við kirkjuna á vett-
vangi.
Nú ber brýna nauðsyn til að
hjálparstarfið verði stóreflt.
Hjálparstofnunin hefur heitið að
senda beint til Eþíópíu, svo fljótt
sem mögulegt er, eina til tvær
flugvélar fullhlaðnar matvælum,
hjálpargögnum ásamt björgunar-
og hjúkrunarliði til starfa á neyð-
arsvæðunum. Vonandi verður hér
aðeins um fyrstu hjálp að ræða í
framhaldi af söfnuninni, en ekki
má gleymast að fjármunir verði
fyrir hendi til starfs að fyrir-
byggjandi aðstoð. Möguleikar
Hjálparstofnunarinnar til hjálpar
eru algjörlega háðir vilja íslend-
inga við að leggja starfinu til
framlög. Það er ekki farið fram á
stót framlög, því mörg smá gera
eitt stórt, en oft getur eitt framlag
skipt sköpum fyrir líf í stað dauða.
Ottast er að matvælaskortur í
hjálparstarfinu i Eþíópíu eigi eftir
að aukast næstu vikur. Skortur á
matvælum í starfinu hefur nú
þegar valdið miklum þjáningum.
Það er ekki nægur matur í hjálp-
arbúðunum til skiptanna fyrir
þær þúsundir, sem þar dveljast, og
hjálparliðið óttast mjög að skort-
urinn eigi eftir að verða enn al-
varlegri.
Ljóst er, að fólkið á neyðar-
svæðum í Eþíópíu verður næstu
vikur að reiða sig á aflögufærar,
gjafmildar hendur, ef það á að
geta lifað. Því er nú skorað á ís-
lenskar hendur, sem eru aflögu-
færar um framlög, að taka þátt i
hjálparstarfi sem miðar að því að
bjarga lífi.
Cunnlaugur Síefánsson er guö-
fræðingur og starfsmaAur Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar.
á brauó og i salot
Sjólaxpasta og Reyksíldarpasta
bragðgóð og holl sem gott er að grípa til.
1. flokks hráefni - mikið geymsluþol.
LMABJ
MATVÆLAIÐJAN MAR, SKÚTAHRAUNI7, HAFNARFIRÐI, SÍMI65 11 54 (Nýtt
simanumer 1
ERFINIGJARNIR
eftir William Golding
Erfingjarnir er ein stórbrotnasta skáldsaga sem rituð hefur verið
á þessari öld - snilldarafrek ímyndunaraflsins, könnun á
glötuðum heimi Neanderdalsmannsins.
Erfingjarnir er glæsileg uppskera rannsókna í mannfræði,
fornleifafræði, aldalangra vangaveltna um frummanninn, hinn
náttúrlega mann, - og skáldskapargáfu William Golding.
Hvergi hefur hinn frumstæði maður verið raungerður með jafn
frjóu ímyndunarafli og í Erfingjunum, bókmenntaverki sem
m.a. hefur verið kallað:
„ótrúlegt og frumlegt þrekvirki"!
ÖskubuskLí-
áráttan
^ tt. kvcnna
OSKUBUSKUARATTAN
Er SJÁLFSTÆÐI það sem konur raunverulega vilja?
Colette Dowling svarar spurningunni neitandi í
Öskubuskuáráttunni, metsölubókinni sem kom konum um
allan hinn vestræna heim til að skjálfa af geðshræringu (og reiði).
Hún heldur því fram að innst inni vilji konur láta sjá fyrir sér
ogfáfullkomna tilfinningalega vernd. Þæróttistsjálfstæðiðeins
og pestina.
„Óttinn felst í því að ef við stöndum raunverulega á eigin
fótum, munum við að lokum verða ókvenlegar, óaðlaðandi
og án ástar."
Öskubuskuáráttan er bókin sem hneykslaði, kom við kaunin
á mörgum og flestar konur gátu séð sjálfar sig í.
Öskubuskuáráttan er ögrandi, áhugaverð og
umdeild - sannkölluð óskabók kvenna.
Bókhlaðan