Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 68 Kveðjuorð: Stefán Stefáns son Akureyri Fæddur 21. desember 1922 Dáinn 1. nóvember 1984 Nú þegar Stefán frændi minn er horfinn héðan úr heimi er mér það bæði ljúft og skylt að minnast hans með nokkrum orðum. Við ólumst upp nánast eins og systkini, vorum jafngömul og fylgdumst að í skóla sem börn og unglingar. Síðan höfum við alla tíð haldið góðu sambandi og fylgst hvort með annars högum. Stefán fæddist í Hrísey þann 21. desember 1922 og voru foreldrar hans hjónin María D. Stefánsdótt- ir, systir mín, og Stefán Runólfs- son. Hann var elsta barn þeirra. Næstur var Óskar, en hann lést á þriðja aldursári. Yngst er Sara, sem gift er Jónasi Guðmundssyni frá Flateyri á Skjálfanda. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum. Stefán ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna, afa og ömmu. Hann vandist allri algengri vinnu sem til féll í sjávarplássi á unglingsárum hans. ' Arið 1940 fór hann í Laugaskóla og var þar við nám í tvo vetur. Oft minntumst við áranna á Laugum og skólafélaganna með sérstakri gleði þvi þar eignuðumst við marga og góða vini. Fljótlega eftir dvölina á Laugum hóf hann störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, fyrst við útibúið í Hrísey og síðar sem verslunarstjóri eftir að hann fluttist til Akureyrar, síðast við útibúið á Byggðavegi 98. Öllum þeim störfum gegndi hann með stakri prýði, trú- mennsku og samviskusemi. Síð- astliðið vor varð hann að hætta störfum vegna heilsubrests og hafði þá unnið hjá KEA í 40 ár. Hann var mikill mannkosta- maður og einstakt prúðmenni, sem naut sín vel í þjónustustarfi, því hann vildi öllum gott gera og hvers manns vanda leysa, væri það í hans valdi. Hann unni mjög tónlist og ljóð- list, var sögumaður góður og söng m.a. um árabil í kirkjukórnum í Hrísey og síðar í kirkjukór Akur- eyrar. Stefán kvæntist 31. maí 1958 Maríu Adólfsdóttur frá Akureyri, mikilhæfri ágætiskonu, sem hefur reynst honum traustur og góður lífsförunautur og kom það best í ljós í ástríki hennar, umhyggju og trúartrausti í veikindum hans. Þau hjón bjuggu fyrst í Hrísey, en fluttu svo til Akureyrar og keyptu sér hús Munkaþverár- stræti 29 og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru: Friðrik Adólf, fæddur 18. febrúar 1959, og Stefán Már, fæddur 1. maí 1961. Þeir búa báðir i for- eldrahúsum. Stefán átti við mikil og erfið veikindi að stríða allt frá miðjum júní í sumar og var honum oft ekki hugað líf. Þegar hann var sem veikastur, nánast í dauðadái, mun honum hafa verið leyft að skyggnast inn í hið ókomna, eða það sem okkur er hulið meðan við dveljum í jarðlífinu. Það var mikil lífsreynsla sem hans nánustu fengu fullvissu um, en ekki verður nánar greint frá hér. Honum auðnaðist að komast á fætur og vera á heimili sínu síð- asta mánuðinn, og virtist eins og um dálítinn bata væri að ræða. En eitthvert hugboð hefur hann haft um að sér yrði ekki langra lífdaga auðið, því hann var búinn að hafa það á orði við konu sína, að eigi mundi hann lifa lengur en októ- ber. Þegar liðin var stund af aðfara- nótt 1. nóvember var hann allur. Ekki dreg ég það í efa að vel muni hafa verið tekið á móti honum hinum megin, þegar hann kom al- kominn til vinanna sem hann kvaðst hafa hitt. Ég heimsótti hann rúmum hálf- um mánuði áður en hann dó. Þá sagði hann við mig: „Það er alltaf verið að segja mér hvað sumarið Mig setti hljóða er ég frétti að hún Olla frænka væri dáin. Hún sem var svo hraust. Ekki hvarflaði að mér síðast þegar ég kvaddi hana, að ég ætti ekki eftir að sjá hana aftur. Tók það fyrir víst að hún yrði til að taka á móti mér þegar ég kæmi heim til íslands. Allt frá því ég fyrst man eftir mér hefur Olla átt stóran þátt í mínu lifi. Allar minningarnar um hana eru tengdar glaðværð og notalegheitum. Öllum leið vel þeg- ar Olla kom í heimsókn. Mér og minum systkinum var hún sem besta amma. Hún hafði einstakt lag á börnum og hændust öll börn að henni. Ánægjan og gleðin, sem hafi verið einstaklega gott og ynd- islegt, og ég hef bara alveg misst skein úr augum barna, þegar Olla var í leik með þeim er ólýsanleg. Ég minnist þess frá því ég var lít- il, að kvöld nokkurt fyrir öskudag kom Olla í heimsókn. Við systkin- in vorum að basla við að sauma okkur öskupoka og þótti víst okkur við eiga heldur fáa poka. Næsta morgun, þegar við litum í póstkassann fundum við þar stórt umslag frá Ollu, fullt af öskupok- um og urðum við heldur en ekki hissa og glöð. Svona var Olla. — Alltaf að gleðja börnin. Það er erfitt að sætta sig við og trúa að hún Olla okkur sé ekki lengur hér. Erfitt þegar jólin eru á næsta leyti að hugsa sér jólin án Ollu. Allt verður tómlegra án af því.“. En við trúum því og treystum, að á því tilverusviði sem hann er nú fluttur á sé eilíft sumar, dýrð og fegurð og þar geti hann glatt sig við yndislegt blómskrúð. En það var einmitt hans eftirlætisiðja að rækta garð- inn sinn og hlúa að blómum og hvers kyns gróðri. Að síðustu vil ég svo þakka hon- um af alhug fyrir alla umhyggju og tryggð við mig og fjölskyldu mína fyrr og siðar. Við kveðjum hann með virðingu og þökk og biðjum honum blessunar og vel- farnaðar á nýjum leiðum. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Siglufirði, Hclena Sigtryggsdóttir. - Minning hennar. Olla reyndist öllum vel og var ávallt reiðubúin að rétta öðr- um hjálparhönd. Hún gladdist með okkur og hún gladdist með mér yfir börnunum mínum tveim- ur. Sonur minn var svo heppinn að fá að kynnast Ollu. Erfitt var að segja honum að Olla amma, eins og hann kallaði hana, væri dáin. Ég votta systkinum Ollu, mömmu og pabba og öllum öðrum ástvinum, mína dýpstu samúð. Ollu vil ég þakka alla gleðina sem hún veitti mér. Ég mun sakna hennar sárt. Allar góðu minn- ingarnar um Ollu munu skína eins og skær sólargeisli yfir lífi okkar sem þekktu hana. Hvíli hún í friði. llrafnhildur og fjölskylda. Ólöf Halldórsdóttir — EG A MER DRAUM. . . d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.