Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 Kvennaskákmót í Aþenu: Guðlaug hálfum vinningi frá áfanga að alþjóðlegum titli Margeir Pétursson MJÖG GÓÐAR líkur eru til þess ad GuAUug Þorsteinsdóttir nái áfanga aó alþjóðlegum raeistara- titli kvenna á alþjóólegu kvenna- skákmóti sem nú stendur yfir í Aþenu í Grikklandi. Til þess að ná þessu takmarki þarf Guðlaug að ná jafntefli í annarri af tveim- ur síðustu skákum sínum á mót- inu. Engin íslensk kona hefur náð slíkum áfanga áður. Sem stendur er Guðlaug í öðru sæti á mótinu með 5lÆ vinning af 7 mögulegum, en í efsta sæti er rúmenski kvenstórmeistarinn Polihroniade með 6 v. Mót þetta er töluvert sterkt; en þar tefla tíu þátttakendur. I þriðja sæti er aiþjóðlegi meist- arinn De Armas frá Kúbu með 5 v. og kollegi hennar Dragas- evic frá Júgóslavíu er í fjórða sæti með 4Vfe v. og biðskák þeg- ar tvær umferðir voru til loka á mótinu. Þær Guðlaug Þorsteinsdótt- ir, Ólöf Þráinsdóttir og Sigur- laug Friðþjófsdóttir, sem skip- uðu íslensku kvennasveitina á Ólympiumótinu í Saloniki náðu ekki eins góðum árangri þar og á Ólympiumótinu i Luzern i Sviss fyrir tveimur árum. í Luzern var Guðlaug hársbreidd frá því að ná áfanga að alþjóð- legum meistaratitli kvenna, en í Saloniki virtist hún ekki ná sér fyllilega á strik. Þrátt fyrir þetta og erfitt nám sitt í lækn- isfræði á 5. ári í Háskólanum ákvað hún að þiggja boð um að tefla á mótinu i Aþenu og sér áreiðanlega ekki eftir þvi núna eftir að hafa náð svo óvæntum og frábærum árangri. Guðlaug átti við ramman reip að draga í fyrstu umferð- um mótsins. I fyrstu tveimur skákunum tapaði hún fyrir Polihroniade og gerði siðan jafntefli við Dragasevic. Síðan vann hún fimm skákir í röð og á jafnvel möguleika á efsta sæti á mótinu. 1 Saloniki tapaði íslenska kvennasveitin fyrir þeirri grísku, Guðlaug tapaði fyrir Kondou, Ólöf fyrir Kasioura, en Sigurlaug vann Petraki. Á mót- inu í Aþenu náði Guðlaug að koma fram hefndum gegn grísku stúlkunum, því hún hef- ur bæði unnið Kondou og Kas- ioura. Sigurskák hennar gegn Grikklandsmeistaranum var sérlega sannfærandi. Guðlaug teflir eins og reyndur meistari gegn Tarrasch-vörn andstæð- ingsins og tekst að vinna hið fræga staka peö á d5. Er Kond- ou reynir síðan að ná mótspili, láist henni að valda menn sína nægilega og Guðlaug vinnur einn þeirra með tvöföldum ásetningi: Guðlaug Þorsteinsdóttir Hvítt: Guðlaug Þorsteinsdóttir. Svart: Kondou (Grikklandi) Tarrasch-vörn 1. RÍ3 — c5, 2. c4 — RcG, 3. Rc3 — eG, 4. g3 — RfG, 5. Bg2 — d5, 6. cxd5 — exd5, 7. d4 — Be7, 8. 0-0 — 0-0, 9. Bg5 — cxd4, 10. Rxd4 — h6, 11. Be3 — He8, 12. Da4 í 7. og 9. skákunum i heims- meistaraeinvíginu lék Karpov 12. Db3 gegn Kasparov, sem svarað var með 12. — Ra5. Svo virðist sem Kondou rugli sam- an þessum afbrigðum, í 13. leik hefði hún átt að leika 13. — Rb4. — Bd7, 13. Hfdl — Ra5?, 14. Dc2 — Hc8, 15. Rf5 — Bc5, 16. Bxc5 — Hxc5, 17. Re3! Staka peðið á d5 er nú dauð- ans matur, því svartur verður einnig að gæta sin á hótuninni 18. b4. — Dc8, 18. Rexd5 — Rxd5, 19. Hxd5 6 Bg4?, 20. Hxc5 — Dxc5, 21. Da4! Nú hlýtur svartur að tapa manni, því Bg4 og He8 standa báðir í uppnámi. Eina leiðin til að valda þá báða er að leika 21. — Dc8, en þá hefur svartur misst valdið á Ra5. — De5, 22. Dxg4 og svartur gafst upp. Þessi frammistáða Guðlaug- ar hlýtur að verða mikil hvatn- ing til kvenskákar á íslandi, en skák stunda því miður allt of fáar konur hér á landi. Þær Guðlaug, Ólöf, sem er núver- andi íslandsmeistari, og Sigur- laug eru allar dætur kunnra skákmanna, þeirra Þorsteins Guðlaugssonar Kópavogi, Þrá- ins Sigurðssonar frá Siglufirði og Friðþjófs M. Karlssonar, formanns Taflfélags Reykja- víkur. Það hljóta fleiri stúlkur að geta teflt en þær sem hafa fengið skákina með lýsinu á morgnana í barnæsku. Ástarsaga eftir Mary Stewart IÐUNN hefur sent frá sér nýja bók, Leyndarmálið eftir Mary StewarL Á kápubaki bókarinnar segir m.a.: „Leyndarmálið fjallar um Bryony Ashley sem snýr heim úr löngu ferðalagi þegar faðir hennar deyr. Þegar heim kemur fréttir hún að ættaróðal fjölskyldunnar muni falla í hendur Emory frænda hennar... og að fráfall föður hennar hafi borið að með undar- legum hætti. Bryony er gædd skyggnigáfu og svo er einnig um annan aðiia í Ashley-fjölskyld- unni, þótt ekki viti hún hver sá er — hún veit það eitt að stundum fyllist næmur hugur hennar róm- antískum hugsunum og hún finn- ur nálægð væntanlegs elskhuga þótt enginn virðist nærri." Elisa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Kápa er hönnuð í Auglýs- ingastofunni Octavo. Oddi hf. prentaði. boðið Fatnaður frá þessum fyrirtækjum hefur reynst Islendmsum vel um árabil INNSBRUCK Allra slæsilegasti skfðafatnaður sem við hönim nokkru sinni IDROTTRBUDINI Einkaútsölustaður: Borgartúni 27 sími: 20011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.