Morgunblaðið - 18.12.1984, Page 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
Kvennaskákmót í Aþenu:
Guðlaug hálfum vinningi frá
áfanga að alþjóðlegum titli
Margeir Pétursson
MJÖG GÓÐAR líkur eru til þess
ad GuAUug Þorsteinsdóttir nái
áfanga aó alþjóðlegum raeistara-
titli kvenna á alþjóólegu kvenna-
skákmóti sem nú stendur yfir í
Aþenu í Grikklandi. Til þess að
ná þessu takmarki þarf Guðlaug
að ná jafntefli í annarri af tveim-
ur síðustu skákum sínum á mót-
inu. Engin íslensk kona hefur
náð slíkum áfanga áður. Sem
stendur er Guðlaug í öðru sæti á
mótinu með 5lÆ vinning af 7
mögulegum, en í efsta sæti er
rúmenski kvenstórmeistarinn
Polihroniade með 6 v.
Mót þetta er töluvert sterkt;
en þar tefla tíu þátttakendur. I
þriðja sæti er aiþjóðlegi meist-
arinn De Armas frá Kúbu með
5 v. og kollegi hennar Dragas-
evic frá Júgóslavíu er í fjórða
sæti með 4Vfe v. og biðskák þeg-
ar tvær umferðir voru til loka á
mótinu.
Þær Guðlaug Þorsteinsdótt-
ir, Ólöf Þráinsdóttir og Sigur-
laug Friðþjófsdóttir, sem skip-
uðu íslensku kvennasveitina á
Ólympiumótinu í Saloniki náðu
ekki eins góðum árangri þar og
á Ólympiumótinu i Luzern i
Sviss fyrir tveimur árum. í
Luzern var Guðlaug hársbreidd
frá því að ná áfanga að alþjóð-
legum meistaratitli kvenna, en
í Saloniki virtist hún ekki ná
sér fyllilega á strik. Þrátt fyrir
þetta og erfitt nám sitt í lækn-
isfræði á 5. ári í Háskólanum
ákvað hún að þiggja boð um að
tefla á mótinu i Aþenu og sér
áreiðanlega ekki eftir þvi núna
eftir að hafa náð svo óvæntum
og frábærum árangri.
Guðlaug átti við ramman
reip að draga í fyrstu umferð-
um mótsins. I fyrstu tveimur
skákunum tapaði hún fyrir
Polihroniade og gerði siðan
jafntefli við Dragasevic. Síðan
vann hún fimm skákir í röð og
á jafnvel möguleika á efsta
sæti á mótinu.
1 Saloniki tapaði íslenska
kvennasveitin fyrir þeirri
grísku, Guðlaug tapaði fyrir
Kondou, Ólöf fyrir Kasioura, en
Sigurlaug vann Petraki. Á mót-
inu í Aþenu náði Guðlaug að
koma fram hefndum gegn
grísku stúlkunum, því hún hef-
ur bæði unnið Kondou og Kas-
ioura. Sigurskák hennar gegn
Grikklandsmeistaranum var
sérlega sannfærandi. Guðlaug
teflir eins og reyndur meistari
gegn Tarrasch-vörn andstæð-
ingsins og tekst að vinna hið
fræga staka peö á d5. Er Kond-
ou reynir síðan að ná mótspili,
láist henni að valda menn sína
nægilega og Guðlaug vinnur
einn þeirra með tvöföldum
ásetningi:
Guðlaug Þorsteinsdóttir
Hvítt: Guðlaug Þorsteinsdóttir.
Svart: Kondou (Grikklandi)
Tarrasch-vörn
1. RÍ3 — c5, 2. c4 — RcG, 3. Rc3
— eG, 4. g3 — RfG, 5. Bg2 — d5,
6. cxd5 — exd5, 7. d4 — Be7, 8.
0-0 — 0-0, 9. Bg5 — cxd4, 10.
Rxd4 — h6, 11. Be3 — He8, 12.
Da4
í 7. og 9. skákunum i heims-
meistaraeinvíginu lék Karpov
12. Db3 gegn Kasparov, sem
svarað var með 12. — Ra5. Svo
virðist sem Kondou rugli sam-
an þessum afbrigðum, í 13. leik
hefði hún átt að leika 13. —
Rb4.
— Bd7, 13. Hfdl — Ra5?, 14.
Dc2 — Hc8, 15. Rf5 — Bc5, 16.
Bxc5 — Hxc5, 17. Re3!
Staka peðið á d5 er nú dauð-
ans matur, því svartur verður
einnig að gæta sin á hótuninni
18. b4.
— Dc8, 18. Rexd5 — Rxd5, 19.
Hxd5 6 Bg4?, 20. Hxc5 — Dxc5,
21. Da4!
Nú hlýtur svartur að tapa
manni, því Bg4 og He8 standa
báðir í uppnámi. Eina leiðin til
að valda þá báða er að leika 21.
— Dc8, en þá hefur svartur
misst valdið á Ra5.
— De5, 22. Dxg4 og svartur
gafst upp.
Þessi frammistáða Guðlaug-
ar hlýtur að verða mikil hvatn-
ing til kvenskákar á íslandi, en
skák stunda því miður allt of
fáar konur hér á landi. Þær
Guðlaug, Ólöf, sem er núver-
andi íslandsmeistari, og Sigur-
laug eru allar dætur kunnra
skákmanna, þeirra Þorsteins
Guðlaugssonar Kópavogi, Þrá-
ins Sigurðssonar frá Siglufirði
og Friðþjófs M. Karlssonar,
formanns Taflfélags Reykja-
víkur. Það hljóta fleiri stúlkur
að geta teflt en þær sem hafa
fengið skákina með lýsinu á
morgnana í barnæsku.
Ástarsaga
eftir Mary
Stewart
IÐUNN hefur sent frá sér nýja bók,
Leyndarmálið eftir Mary StewarL
Á kápubaki bókarinnar segir
m.a.: „Leyndarmálið fjallar um
Bryony Ashley sem snýr heim úr
löngu ferðalagi þegar faðir hennar
deyr. Þegar heim kemur fréttir
hún að ættaróðal fjölskyldunnar
muni falla í hendur Emory frænda
hennar... og að fráfall föður
hennar hafi borið að með undar-
legum hætti. Bryony er gædd
skyggnigáfu og svo er einnig um
annan aðiia í Ashley-fjölskyld-
unni, þótt ekki viti hún hver sá er
— hún veit það eitt að stundum
fyllist næmur hugur hennar róm-
antískum hugsunum og hún finn-
ur nálægð væntanlegs elskhuga
þótt enginn virðist nærri."
Elisa Björg Þorsteinsdóttir
þýddi. Kápa er hönnuð í Auglýs-
ingastofunni Octavo. Oddi hf.
prentaði.
boðið
Fatnaður frá þessum fyrirtækjum hefur
reynst Islendmsum vel um árabil
INNSBRUCK
Allra slæsilegasti skfðafatnaður
sem við hönim nokkru sinni
IDROTTRBUDINI
Einkaútsölustaður:
Borgartúni 27 sími: 20011