Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 56

Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 Björn Björnsson heiðursrædismaöur fslands, Kristín Jónasdóttir nemi í Minneapolis, Ellen Schmid- er, sem mun kenna næsta ir í Reykjavík, og Gunnar Biering læknir. Valdimar Björnsson og Randa, sem stúderaði i ís- landi en kennir nú í Kaliforníu. Námsmanna- og kennaraskipti HÍ og Minnesota-háskóla — eftir Valdimar Björnsson Fimmtán íslendingar eru nú við framhaldsnám í háskóla Minne- sotaríkis í Minneapolis. Talan hef- ur varla verið jafnhá síðan á stríðsárunum er 28 manns frá ís- landi voru við nám í Minnesota, 32 í Berkeley, California, og um 300 í Ameríku alls. Nú er heildartala ís- lenskra námsmanna á ýmsum stigum hartnær 500 hér í landi, dreifðum á menntasetrum víðs- vegar í Bandaríkjunum. Talsverð áherzla er nú lögð á námsmanna- og kennaraskipti milli háskólanna á íslandi og í Minnesota. C. Peter Magrath, þá rektur Minnesota háskólans, tók byrjunarskrefin 1982 þegar hann heimsótti ísland og ræddi við Guðmund H. Magnússon rektor Háskóla fslands, Halldór Guð- jónsson og aðra. Guðmundur rekt- or hefur heimsótt Minnesota há- skólann og aðrar stofnanir vestra, i svipuðu augnamiði. Frú Carol Pazandak stendur nú aðallega fyrir skiptunum milli há- skólanna. Hún kenndi sjálf við há- skólann í Reykjavík í sinni sér- grein, sálfræði, og líka í „student counselling", hálft námsárið 1984 og mun hún vera við háskólann i Reykjavík skamman tíma aftur, snemma á næsta ári, í febrúar. Hún ber titilinn „Assistant to the President". Skiptin við ísland eru í hennar verkahring og hefur nún myndað nefnd til aðstoðar í því starfi hér sem hefur fjárstyrk að- allega á dagskrá. Hún stofnaði University of Minnesota Alumni Assosiation í Reykjavík 1983, fé- lag þeirra sem hafa fengið gráður við Minnesota háskólann og stundað framhaldsnám þar eða á Mayo-stofnuninni í Rochester, sem hefur haft náið samband við háskólann í áraraðir. Auðólfur Gunnarsson læknir í Reykjavík veitir félaginu forstöðu nú og tók hann við að Sigurbirni Þor- björnssyni skattstjóra. Dr. Pazandak er alnorsk að ætt- erni sjálf en Bruce maður hennar rekur föðurætt sína til Tékkóslóv- akíu en móðir hans er sænsk. Þau hjónin og aðrir starfsmenn við Minnesota háskólann héldu meiri- háttar kvöldboð á Pazandak heim- ilinu í sumar sem leið og eru myndirnar sem fylgja þessari grein teknar við það tækifæri. Heiðursgestir voru Gunnar Bier- ing barnalæknir og Herdís Jóns- dóttir hjúkrunarkona, kona hans; þau voru þá hér á ferð. Bæði hjón- in voru um tímabil í Minnesota háskólanum fyrir nokkrum árum. Þar voru mætt nokkrir sem verða við Háskóla íslands við kennslu eða framhaldsnám á næstunni. Þar á meðal frú Mary Ellen Schmider, Dean Abraham- son, og Clarke Channing, sem koma til þess að kenna í Reykja- vík, hún í félagsfræði, Dean Abra- hamson i stjórnfræði og Clarke Chambers í Ameriskri sögu. Dean Abrahamson byrjar ekki við kennslu á íslandi fyrr en næsta ár en hann fór til íslands núna í sept- ember ásamt konu sinni Sigrúnu Stefánsdóttur. Þau giftust í fyrra í Minneapolis þar sem Sigrún var að Ijúka námi í sambandi við meistaragráðu í fjölmiðlafræði. Er hún komin aftur í starf sitt við Sjónvarpið. Útnefning kennara frá Háskóla íslands sem munu fara til Minne- sota á næstunni er enn í undirbún- ingi og er eins með suma sem fara héðan til Reykjavíkur. Auk þeirra fimmtán sem stunda nám hér frá íslandi við Háskólann er ein á Macalester College í St. Paul. Snædís Snæbjörnsdóttir. Margeir Gissurarson og Hulda Biering kona hans eru i framhaldsnámi en í deildum sem eru á „St. Paul Campus", hann í matvælafræði og hún í hann- yrðakennslufræði. Helgi Jó- hannsson stundar landbúnaðar- verkfræði og Gunnlaug Einars- dóttir kona hans, efnafræði. Árni Sigurðsson er í verkfræði, Hildur Sigurðardóttir kona hans, hjúkr- unarfræði. Frú Sölvína Konráðs- dóttir er nú á öðru ári við fram- haldsnám í sálfræði og Ásgeir Eiríksson langt kominn með auka- nám sitt í rafmagnsfræði. Ragnar Björnsson er nýkominn í haust og heldur sig við tölvufræði á meðan að Kristín Jónasdóttir kona hans nemur félagsfræði. Friðrik Ey- steinsson er í meistaragráðunámi við hagfræði og er kona hans hér úti líka, Valgerður Oddsdóttir. Þórunn Bjarnadóttir er í fjöl- miðlafræði og Seth, amerískur maður hennar, er með. Ágústa Gunnarsdóttir heldur áfram í sálfræði, Bima Björnsdóttir í fjöimiðlafræði og Arnór Guðmundsson í félagsfræði. Aðrir í boðinu mikla hjá frú Razandak í surnar voru Val Sea- berg, skiptinemi héðan við Há- skóla íslands í fyrra og Randa Mulford, nýfarin til Palo Alto, Kaliforníu, þar sem hún kennir við Leland Stanford University „Child Development", eða þroskun barna. Hún var meira en ár við nám í Reykjavík og talar íslenzku vel. Prestar úr þjóðkirkju íslands hafa komið hingað síðari árin og verið mismunandi lengi á Luther Northwestern Theological Semi- nary í St. Paul — upprunalega norsk-lútherskur prestaskóli. Nú er Séra Þorvaldur Karl Helgason kominn í þeim erindum ásamt Þóru Kristinsdóttur konu hans; Séra Þorvaldur er þjónandi prest- ur í Njarðvíkum. Á undan honum í St. Paul var Séra Sigfinnur Þor- leifsson, kona hans, Bjarnheiður Guðmundsdóttir og börnin, farin heim til sín fyrir nokkru. Séra Birgir Ásgeirsson, prestur á Mos- felli, er líka farinn heim í sína sókn eftir að hafa fylgst með að- ferðum á Hazelden-hælinu um tíma, hér skammt fyrir norðan. Frk. Guðrún Margeirsdóttir, hjúkrunarkona frá Hæli í Vest- mannaeyjum fór heim í starf sitt við svæfingar á Landspítalanum 22. nóvember eftir nokkurra vikna dvöl hér. Hún starfaði á ýmsum sjúkrahúsum í Minneapolis og St. Paul fyrir nokkrum árum og kom aftur til frekari kynningar í grein sinni. Aðrir hafa komið og farið eins og vant er. Fríða Ingvars sem vinnur á ferðaskrifstofu skammt frá Tjörninni kom í mjög snögga heimsókn fyrir skemmstu til móð- ursystur sinnar, frú Guðrúnar Jónsdóttur, konu Valdimars Björnssonar. Páll Gíslason læknir og Soffía Stefánsdóttir kona hans voru hér nokkra daga á meðan Páll sótti læknafundi í Minne- sota-háskólanum. Var ferðinni síðan heitið til San Francisco, þar sem hann sat fundi með þúsund skurðlæknum er komu víðsvegar að. Orðinn frægur hér um slóðir sem skurðlæknir í hjartaaðgerð- um, Örn Arnar og Margrét Krist- jánsdóttir kona hans skruppu til íslands í sumar með fjögur börn- in, þar sem örn sótti stúdenta- afmælishóf. Anna dóttir þeirra hefur unnið í Reykjavík um tíma- bil og verið við nám þar um leið. Læknishjónin og börn þeirra fóru í ferðalag á íslandi í sumar, ak- andi þvert yfir land frá Neskaup- stað til tsafjarðar í dásamlegu veðri sem þau nutu vel eftir bleyt- una í höfuðborginni. Um dreifingu íslenzkra náms- manna hér í landi eru nærtæk dæmi innan fjölskyldunnar. Stef- anía systir, gift manni sem kennir stærðfræði við Ohio University í Athens, segir frá heimsóknum reglulega frá einum sex íslending- um sem þar eru við nám, og Helga dóttir okkar, gift manni sem er við kennslu og rannsóknir í eðlisfræði í Alabama University í Tusca- loosa, minnist á fleiri tslendinga sem sækja þar nám og aðra mjög nær sem stunda nám í Birming- ham, Alabama, þar sem Pálmi Möller hefur kennt tannlækna- fræði í mörg ár. Um landa hér svo víða á þessum árum mætti heimfæra nokkrar línur úr leikriti Björnstjerne Björnssonar, Sigurd Jorsalfar: Norröna-folket, det vil fare det vil före kraft til andre. Kampens gladvind kaster gjenglans, aeren öker folkets arbeid. Valdimar Björnsson er fyrrverandi fjármálaráðherra í Minnesota. Sælgætisverzlunin „Sextfu og níu“ NÝLEGA var opnuð í Reykjavík sæl- gætisverslun á Hverfisgötu 69 undir nafninu Sextíu og níu. í raun er hér um enduropnun að ræða þar sem samskon- ar verslun var rekin á sama stað fyrir allmörgum árum, lengst af undir nafn- inu Florida en síðar sem Dísafell. Hús- næði verslunarinnar hefir verið lag- fært á smekklegan hátt og geta við- skiptavinir nú verslað innan dyra í stað þess að standa úti í kulda og trekki. Mikið og gott úrval er af alls kyns sælgæti, bæði innlendu og erlendu, ásamt tóbaki, öli og gosdrykkjum, ís, samlokum o.m.fl. Einnig verður fjöl- breytt úrval af konfektkössum í öllum stærðum og gerðum og geta viðskipta- vinir fengið kössunum pakkað inn i gjafaumbúðir. Öll dag- og helgarblöð eru seld, einnig tímarit. Verslunin er opin alla daga frá kl. 9—23.30. Eigandi er Svanhvít Árna- dóttir. Jólablað Húsfreyjunnar um jólahald og jólasiði JÓLABLAÐ Húsfreyjunnar, blaös Kvenfélagasambands íslands, er komið út yfir 60 síður að stærð og með mynd af jólasmákökuborði á forsíðu. í ávarpsorðum ritstjórnar segir m.a.: „Senn líður að jólum og jólaundirbúningurinn er í fullum gangi. í þessu blaði ræðum við m.a. við fjórar húsmæður um jóla- hald og jólasiði. Sagt er frá kristn- um jólum á Indlandi. Stefanía og Ingibjörg Þórarinsdóttir gefa upp- skriftir af jólahandavinnu og jóla- kökum. Björg Einarsdóttir segir frá stúlkunni í Garðhúsum, sem varð greifafrú í útlöndum. í neyt- endaþættinum eru gefin ýmis góð ráð til sparnaðar. Þau ættu að koma öllum að góðum notum, ekki síst nú eftir langvinnt verkfall, sem hefur haft áhrif á allan þjóðar- búskapinn. Ritstjórn Húsfreyjunnar skipa Ingibjörg Bergsveinsdóttir, Sigríð- ur Ingimarsdóttir, Stefanía Magn- úsdóttir, Sigríður Thorlacius og Ingibjörg Þórarinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.