Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 ÚTVARP / S JÓN VARP Aligrís á teini Það er oft harla kostulegt þetta mannlíf og margur gerningurinn verður til alls óvart í dagsins önn. Gott dæmi um slíkt hjá blessuðu sjónvarpinu, er sú árátta að hnappa saman skyldu efni, til dæmis tveim gaman- myndasyrpum. Nú og stundum raðast dagskráratriðin all kostu- lega saman hjá útvarpinu þó á annan veg sé, eins og eftirfarandi dæmi sannar: Stjórnendur hins ágæta „Síðdegisútvarps rásar 1“ boðuðu á mánudaginn til viðtals, fulltrúa umferðarlögreglunnar, og var náttúrulega umræðuefnið, sá háski er nú stafar að vegfarend- um, hvort sem þeir stýra stálfák- um eða notast við postulana. Bendir fulltrúinn Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn, á þann mikla vanda er fylgir bjórlíki því er nú prýðir marga „ölstofuna" og glep- ur margan ökumanninn. Óskar er vart þagnaður er næsti viðmæl- andi þeirra hjá Síðdegisútvarpinu tekur við. Sá er uppí skýjunum yf- ir bjórlíkinu, enda einn ötulasti sölumaður bjórlíkis hérlendis, kráareigandi og matreiðslumeist- ari í senn. Tvennir tímar Ég hafði persónulega, svolítið gaman af þessum kynlega hug- myndalega „árekstri" í síðdegisút- varpinu, því mér fannst hann sýna í hnotskurn þá miklu byltingu, sem er að eiga sér stað á lífshátt- um íslendinga. Annarsvegar sjá- um við landann sem sveitamann er lítur á bjórlíki eins og íslenskan pilsner, og hinsvegar sem heims- mann er fer á snyrtilega krá, ekki bara til að drekka sig fulian held- ur til að njóta ljúffengs matar og jafnvel til að njóta lista. Það vill svo til, að skömmu áður, en ég hlýddi á þátt þennan hafði ég slys- ast niðrá Laugaveg í búðaráp. Hvarvetna fannst mér gæta þar fyrrgreindrar mannlífsbyltingar, í einni búðinni var til dæmis að finna hráefni í málsverð handa sælkerum, í annarri listrænan fatnað í einskonar myndlistargall- eríi og fleira mætti nefna, en í fyrrgreindri sælkerabúð varð mér á að grípa „tímarit um mat“ er staðfesti grun minn um lífshátta- byltinguna. í matarriti þessu eru meðal annars myndir frá glæsi- legri garðveislu við Smáragötu, þar sem á matseðlinum var heil- steiktur aligrís, marineraður í appelsínu- og sítrónusafa, en 2 kokkar í fullum herklæðum sáu um að skera grísinn niður i vini og vandamenn. Og ekki nóg með það. Blásarakvintett sá um að leika skemmtilega hljómskálamúsík fyrir matargesti. Þátt fyrir veðrið Og segiði svo, að við getum ekki lifað hér menningarlífi, þrátt fyrir veðrið, verðbólguna, og vextina. Ég verð að segja að ég sofnaði glaður að kvöldi þess dags, er ég skoðaði hinar nýstárlegu menn- ingarlegu sölubúðir við Laugaveg- inn og eftir að hafa hlýtt á losta- fulla smokkfisks uppskrifst kráar- eigandans í síðdegisútvarpinu, les- ið um garðveisluna við Smáragöt- una og horft á snilldaruppfærslu sænska sjónvarpsins á Colombe, Jean ^nouilh. Hið eina er skyggði á gleðina var „víðsjármynd" (video) er ég rakst á í glugga barnafataverslunar við Laugaveg- inn. Þar gat að líta smákrakka er skiptu um föt með hraði að tjalda- baki ónefndrar tískusýningar. Það fannst mér ógeðfelld sjón. Ólafur M. Jóhannesson. íslensk tónlist og listamenn ^■■B Síðdegistón- | 20 leikar Ríkisút- ÍO— varpsins í dag eru helgaðir íslenskri tónlist og tónlistar- mönnum. Tónleikarnir hefjast með því að kór Langholtskirkju syngur trúarljóð eftir Jón As- geirsson og Þorkel Sigur- björnsson, en Jón Stef- ánsson stjórnar kórnum að vanda. Síðan er ein- söngur, Rut L. Magnússon syngur „Fjögur sönglög" eftir Atla Heimi Sveins- son. Einar Jóhannesson, Helga Hauksdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Lovísa Fjeldsted leika með. Síð- degistónleikum lýkur síð- an með leik Kammerjass- kvintettsins, sem leikur tónverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Tón- skáldið nefnir verkið Á Valhúsahæð. Ekki er ólíklegt að hann hafi haft í huga ljóð Steins Stein- arr, sem bar sama nafn og frægt er orðið. Lokaþáttur Þyrnifuglanna ■i 1 kvöld lýkur 00 sýningum á • sjónvarps- myndaflokknum um Þyrnifuglana. Tveir síð- ustu þættirnir verða sýndir og taka þeir sam- tals eina og hálfa klukk- ustund í flutningi. í síð- asta þætti, sem sýndur var fyrir viku, gerðist það helst, að Meggie sagði eig- inmanni sínum, Luke, rækilega til syndanna og kvaddi hann, kvaðst enda ekki kæra sig um slíkan ónytjung. Hún hélt síðan heim til Drogheda með dóttur sína og nokkrum mánuðum seinna ól hún son. Flestir, sem ekki þekktu vel til mála, álitu drenginn son Luke, en móðir Meggie lét ekki blekkjast og var viss um að Ralph væri faðirinn. Meggie vill þó ekki gera faðernið lýðum ljóst og þegar Ralph kemur í heimsókn, orðinn grá- hærður ‘og nokkuð lúinn, segir hún honum heldur ekki að hann sé faðir piltsins, sem nú er tvítug- ur. Drengurinn ákveður að gerast prestur, móður sinni til lítillar ánægju, en dóttir Luke gerist leikkona og fer að heiman, enda nýtur hún lítillar ástar móður sinnar, rétt eins og Meggie naut sjálf lítils ástríkis sinnar móð- ur í uppvextinum. En hvernig allt fer að lokum kemur í ljós í kvöld. Þýð- andi þáttanna er Óskar Ingimarsson. Faðir Ralph hefur eytt drjúgum hluta ævi sinnar við að hemja ást sína til Meggie, en ekki hefur honum alltaf tekist jafn vel upp. Á myndinni eru þau Rachel Ward og Richard Chamberlain í hlutverkum Meggie og prestsins ástfangna. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofn- unar kirkjunnar, er gestur Morgunþáttar Jóns Ólafsson- ar og Kristján Sigurjónssonar í dag. Tónlistin talar ■■■■ Morgunþáttur t A 00 þöirra Jóns A v ““ Ólafssonar og Kristjáns Sigurjónssonar verður á dagskrá rásar 2 í dag, líkt og aðra miðviku- daga. Að sögn Kristjáns verður þátturinn með hefðbundnu sniði, en að sjálfsögðu ræðst lagaval þó að miklu leyti af ná- lægð jólanna. „Við ætlum að leika jólalög, en þó ekki þessi sem mest heyrast þessa dagana, heldur lög með öðrum tónlistar- mönnum, t.d. þeim gamla og góða Golden Gate kvartett, sem alltaf á miklum vinsældum að fagna," sagði Kristján. „Að vanda kemur síðan gestaplötusnúður til okkar og velur lög í stund- arfjórðung. Að þessu sinni er það Guðmundur Einarsson hjá Hjálpar- stofnun kirkjunnar, sem velur lögin og við ætlum einnig að spjalla dálítið við hann, m.a. forvitnast um það hvernig gengur að safna fyrir brauði handa hungruðum heimi. Ann- ars ætlum við ekki að spjalla mikið, heldur láta tónlistina tala,“ sagði Kristján. ÚTVARP tónum. Umsjón: Arni Gunn- MIÐVIKUDAGUR 19. desember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Morgunorö: — Hjálmfrlður Nikulásdóttir talar. 9.00 Fréttír. 9.05 Bráöum koma blessuð jólin. .Hurðaskellir á litlu jól- um" eftir Iðunni Steinsdóttur. Arnar Jónsson les. Umsjón: Hildur Hermóösdóttir. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Ur ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11.45 Isienskt mál. Endurtekinn þáttur Jörgens Pind frá laug- ardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Jólalög. 14.00 A bókamarkaönum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Miðdegistónleikar. a. Forleikur aö óperunni „Fidelio" eftir Ludwig Beet- hoven. Fllharmónlusveitin I Vlnarborg leikur; Leonard Bernstein stj. b. .Espana", hljómsveitar- rapsódía eftir Emanuel Chabrier. Flladelfluhljóm- sveitin leikur; Riccardo Muti stj. 14.45 Popphólfið. — Bryndls Jónsdóttir. 15J0 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16J0 Sfðdegistónleikar. a. Kór Langholtskirkju syng- ur trúarljóð eftir Jón Asgeirs- 19.25 Aftanstund Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni: Söguhorniö: Ævintýriö um úlfaldann og kryppuna hans eftir Rudyard Kipling. Sögumaöur Helga Einars- dóttir. Litli sjóræninginn, Tobba og Högni Hinriks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Heilsað upp á fólk 4. Sigfinnur I Stóru-Lág I haust heilsuöu sjónvarps- son og Þorkel Sigurbjörns- son; Jón Stefánsson stj. b. Rut L. Magnússon syngur .Fjögur sönglög" eftir Atla Heimi Sveinsson. Einar Jó- hannesson, Helga Hauks- dóttir, Helga Þórarinsdóttir og Lovlsa Fjeldsted leika meö. c. .A Valhúsahæö", tónverk eftir Gunnar Reyni Sveins- son. Kammerjasskvintettinn leikur. 17.10 Slödegisútvarp THkynningar 18A5 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. MIÐVIKUDAGUR 19. desember menn upp á landskunnan hestamann, Sigfinn Pálsson á Stóru-Lág I Hornafiröi, og ræddu viö hann um æskuár hans eystra, hesta og jökla- ferðir hans meö Sigurði Þór- arinssyni jarðfræðingi. Umsjónarmaður Rafn Jóns- son. 21.25 Nýjasta tækni og vlsindi Umsjónarmaður Siguröur H. Richter. 22.00 Þyrnifuglarnir 20.00 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum. Umsjón: Gunnvör Braga, kynnir: Sig- urlaug M. Jónasdóttir. 21.00 Passlukórinn á Akureyri syngur andleg lög. Stjórn- andi: Roar Kvam. Planóleik- ari: Soffla Guðmundsdóttir. (Hljóðritað á tónleikum kórs- ins I Akureyrarkirkju 1981.) 21J0 Útvarpssagan: Grettis saga. Óskar Halldórsson les (16). 22.00 Horft I strauminn meö Úlfi Ragnarssyni (RÚVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Tlmamót. Þáttur I tali og 9. og 10. þáttur — sögulok. Framhaldsmyndaflokkur I tlu þáttum, gerður eftir sam- nefndri skáldsögu eftir Coll- een McCullough. I slöasta þætti slitu þau Luke og Meggie samvistir. Hún snýr heim til Drogheda með dóttur þeirra og elur þar Ralph son en heldur faöerni hans leyndu. Arin llða og dóttirin gerist leikkona en sonurinn ákveður aö veröa prestur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.30 Fréttir I dagskrárlok. arsson. 23.15 Nútlmatónlist. Umsjón: Þorkell Sigurbjörnsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 19. desember 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Jón Ólafsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Tapað fundiö Sögukorn um soul-tónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.