Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
Töff týpa
á föstu
Bókmenntír
Sigurður Haukur Guöjónsson
TÖFF TÝPA Á FÖSTU.
Höfundur: Andrés Indriöaaon.
Myndir: Anna Cynthia Leplar.
Prentverk: Prentsmiðjan Hólar hf.
Útgefandi: Mál og menning.
Með eftirvæntingu tók ég þessa
bók í hendur, því Andrés er örugg-
lega í hópi snjöllustu höfunda sem
skrifa á íslenzku. Ritsnilld hans,
tungutak og virðing fyrir lesand-
anum hefir leitt hann í fámennan
hóp hinna snjöllu, og þar við bæt-
ist, að hann hefir alltaf eitthvað
merkilegt að segja. Þetta er þriðja
bókin um Elías Þór, sjálfstæð en
þó framhald hinna. Viðfangsefnið
eru tilfinningar drengs eftir föð-
urmissi, tilfinningar drengs sem
kemur í nýtt umhverfi og nýjan
skóla, tilfinningar drengs sem
berst við hræðslu sína og óöryggi
gagnvart umhverfinu, tilfinningar
drengs sem finnur glímu barns og
manns í sál sér. Andrés hefir lagt
mikla vinnu í verkið, tamið sér
tungutak sem hálffiðraðir ungl-
ingar nota, ætti því að skiljast af
þeim, og það undarlega við málfar
hans er, að það særir jafnvel ekki
Hvað er ein milljón?
gamlan skrögg, sem unir vissulega
illa, þegar slíkt orðsval bylur á
hlustum, hálfkveðið við undirleik
jórturhljóða. Leifturmyndir
Andrésar eru bráðvel gerðar,
mynda heild, vekja til samúður
með saklausri barnssál sem enn á
eftir mikið til þess að fylla út í
mannsskrokk.
Bókin lyftir höfundi kannske
ekki til hærra flugs en fyrr, en
hún undirstrikar, að hann á skil-
inn þann sess, sem hann skipar nú
meðal okkar beztu höfunda. Sagan
er ekki fyrir unglinga aðeins,
heldur bráðholl lesning fullorðn-
um líka.
Myndir Önnu listilega gerðar.
Að prentverki vel staðið. Enn
ein ágætisbókin frá Máli og menn-
ingu.
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Gísli J. Ástþórsson:
Hvað er ein 1.000.000 milli vina?
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Reykjavík 1984.
197 bls.
Hér er komin skáldsaga, býsna
slungin saga, sem felur margt í
sér. Þar segir frá hjónakornunum
Jónatan og Steinu, kostgangara
þeirra Dóra og vinkonu hans Stínu
Freyju. Öll vinna þau í fiski, og
eiga erfiöa daga, utan Jónatan,
sem er búöarloka í kjötbúð. Fáein-
ar aðrar persónur koma við sögu,
en sem aukapersónur. Jónatan
langar ósköpin öll til að verða rík-
ur og gerir margar misheppnaðar
tilraunir til j>ess. En þegar allt er
um þrotið, berst honum bréf frá
gömlum frænda sínum í Ameríku,
sem gumar mikið af auðæfum sín-
um. Jónatan tekur það nú til
bragðs að ljúga upp á sig miklu
ríkidæmi, bissnessviti, umsvifum
og völdum. Hann vill ekki vera
minni en frændinn, og hyggst
einnig geta krækt í eitthvað af
milljónum hans með þessu móti.
En nú ákveður frændinn að koma
í heimsókn til Reykjavíkur, og þá
Endurhlaóanlegar
rafhlöður
Með meiri orku en áður hefur pekkst
Gates rafhlööur eru lokaöar blý-sýru rafhlöður og
henta allstaöar þar sem þörf er öruggs orkugjafa ár
eftir ár og þær koma í staö venjulegra rafhlaöna, en
kosta aðeins brot af veröi þeirra.
Meö Gates rafhlööum er hægt aö búa til hvaöa
spennu sem er, frá 2,0 voltum og þær fást í stærö-
unum 2,5 At, 5,0 At og 25,0 At. Hliötenging auðveld.
Hámarksrafhleöslustraumur 130 A, 200 A og 600 A,
miðaö viö ofangreinda ampertíma.
Allar upplýsingar varöandi hleöslu, afhleöslu og
hitastig, fyrirliggjandi.
Meö Gates rafhlööum færöu varanlegan orkugjafa,
sem þolir þúsundir afhleöslna, endist árum saman,
er lyktarlaus, má vera í hvaöa stellingu sem er og
þolir ýmiskonar hleösluaöferöir mjög vel.
Energy Products
Bandarísk
gœðavara
Laugaveg 180 s;84160 / Skipholti 35 s:37033
m
0
a?
GÍSU J ÁSTÞÓRSSON
mmm
fer málið að vandast. Leiðir af því
mikinn lygavef og flækjur, sem
allar fjórar höfuðpersónurnar
blandast inn í. Þá blandast í þetta
hugljúft ástarsamband Dóra og
Stínu Freyju, eins og þekkilegt
stef.
Á ytra borði virðist þessi saga
einna helst vera e.k. farsakennd
spennusaga. Hvernig fer þetta allt
saman, spyr lesandinn? Persónu-
drættir flestra persónanna eru
gjarna ýktar, margt í fari þeirra
er gert hjákátlegt, tilsvör mörg og
atvikalýsingar eru smellin og
fyndin. En öll þessi kómik og
hugkvæm skringilegheit, eru að ég
held aðferð höfundar til að tempra
og milda hina djúpu alvöru, sem
er grunntónn bókarinnar. Og víst
er það alkunn aðferð að brynja sig
eins kona kaldranalegum gálga-
húmor, þegar þunginn hið innra er
hvað mestur. Mér finnst eins og
höfundur spyrji: í hverju er hið
sanna mannlíf fólgið? Hvað er
réttlæti? Hvað er heiðarleiki? Um
þessar og fleiri spurningar fjallar
höfundur í eins konar andstæðu-
stíl. Hann stillir hinu grófa,
óyndisiega og niðurlægjandi lífi
erfiðisvinnumannsins gegn ófor-
þjentu munaðarlífi auðmannsins.
Hinn einfaldi og einlægi heiðar-
leiki kemur gegn purkunarlausri
lygi og blekkingu. Og inn í þetta
fíéttast svo kærleikurinn, sem ber
smyrsl á öll sár, en er e.t.v.
sterkasta aflið, þegar öll kurl
koma til grafar.
Ekki treysti ég mér til að leggja
dóm á, hvernig höfundi hefur tek-
ist að leysa þá mannlífshnúta, sem
í þennan tvískinnung mannlegs
lífs eru bundnir. Kannski hefur
hann raunar ekki ætlað sér að
leysa neitt, heldur aðeins vekja
spurningar og umhugsun í huga
lesandans. Því marki býst ég við
að hann nái. Enda þótt þessi saga
valdi naumast uppnámi hjá nein-
um eða haldi fyrir honum vöku,
þykir mér ólíklegt að hún gleymist
alveg samdægurs, — eins og er um
flestar spennusögur, — heldur
sveimi sumar spurningar hennar í
huganum nokkurn tíma eftir lest-
urinn og hafi þar e.t.v. sín áhrif.
Kaupstaður
verður til
Bókmenntír
Erlendur Jónsson
Jón Þ. Þór: Saga ísafjarðar og Eyr-
arhrepps hins forna. I. 302 bls. Sögu-
félag Isfirðinga. ísafirði 1984.
Jón Þ. Þór segist í fyrstu hafa
hikað þegar þess var farið á leit
við hann að hann skrifaði sögu
ísafjarðarkaupstaðar. En að at-
huguðu máli hafi hann tekist á
hendur verkið þar eð hann hafði
áður kynnt sér þann þátt atvinnu-
sögunnar sem tengdist sögu Isa-
fjarðar og »í annan stað var mér
kunnugt um, að á ísafirði höfðu
um aldamótin og á fyrri hluta
þessarar aldar orðið meiri átök og
umbrot en viðast hvar annars
staðar á landinu*.
Ráðist er í þetta verk nú vegna
tvö hundruð ára afmælis kaup-
staðarins. En ísafjörður fékk
kaupstaðaréttindi um leið og
Reykjavík 1786, missti þau að vísu
aftur, en endurheimti svo og hefur
haldið þeim síðan.
Jón Þ. Þór lýsir fyrst staðhátt-
um og leiðréttir þann misskilning
sumra að fjörðurinn, sem kaup-
staðurinn stendur við, heiti Isa-
fjörður, en hann heitir Skutuls-
fjörður. Á Eyri við Skutulsfjörð
bjuggu fyrrum mektarmenn ýms-
ir. Merkilegastur þeirra var séra
Jón Magnússon þó nafn hans sé
ekki góðu tengt þar eð hann stóð
fyrir að brenndir voru á báli feðg-
ar tveir og þótti samt ekki nóg að
gert. En Píslarsaga hans, sem
hann skrásetti um meintar
galdraofsóknir sem hann þóttist
hafa orðið fyrir, lýsir betur en
nokkurt annað rit íslenskt inn í
það dimma aldarfar sem gat af sér
þvílíkan fáránleika.
ísafjarðarkaupstaður óx úr
grasi á 19. öld. Kaupstaðir eiga sín
vaxtarskeið. Og vaxtarskeið ísa-
fjarðar stóð með hvað mestum
blóma upp úr miðri öldinni.
»Vöxtur Isafjarðar var þá mjög
ör, og fólki fjölgaði þar svo hratt,
að með fádæmum þótti,« segir Jón
Þ. Þór. Árið 1850 voru íbúar versl-
unarstaðarins 76 en tíu árum síð-
ar voru þeir orðnir 219. Þótt eng-
um blöskri slík fjölgun nú var hún
í raun geysimikil ef haft er í huga
hvílík kyrrstaða ríkti hér á þeim
tímum. »Orsakir þessarar miklu
fjölgunar,* segir Jón Þ. Þór, »voru
vöxtur útgerðar, fiskverkunar og
verslunar og hin mikla vinna, sem
af honum leiddi.* Ekki má þá
heldur gleyma hafnarskilyrðum,
en Jón Þ. Þór segir að fáar hafnir
hérlendis séu frá náttúrunnar
hendi »betur gerðar en Pollurinn á
ísafirði«.
Það var árið 1866 að ísafjörður
endurheimti kaupstaöarréttindin
en frá þeim tíma hefur hann talist
höfuðstaður í sinum landsfjórð-
ungi.
Jón Þ. Þór upplýsir í formála að
ritinu sé ætlað að koma út í þrem
bindum. Það, sem nú er komið út,
nær til 1866, næsta bindi er ætlað
að ná til 1920, en hinu þriðja og
síðasta yfir tímabiliö síðan.
Myndefni er talsvert í riti þessu,
ágætlega prentað. Einkum eru
góðar og skýrar loftmyndir í lit af
lsafirði og Hnífsdal, einnig marg-
ar myndir af gömlum húsum i
kaupstaðnum.
Þéttbýlisstaðimir eru þessi árin
að efna til eigin söguritunar. Og
með hliðsjón af útliti og frágangi
ritanna, sem þeir senda frá sér,
mætti ætla að þeir kepptu sín á
milli um mestu og vönduðustu út-
gáfuna. Er sú samkeppni sannar-
lega hin menningarlegasta sem
hugsast getur.