Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 39 Kaupskipafloti heims minnkar London, 18. degember. AP. KAUPSKIPAFLOTI heims minnkaði á þessu ári um 3,9 milljónir smá- lesta og er nú samtals 418,7 milljónir lesta, að sögn Lloyd’s-skipaskrár- innar, sem aðeins skráir skip 100 tonn og stærri. Mest minnkaði olíuflotinn, þar sem samdrátturinn varð 9,8 millj- ónir lesta, en mest aukning varð í flota skipa sem flytja málmgrýti og álíka stórfarma, stækkunin 5,3 milljónir lesta. Af einstökum þjóðum stækkaði kaupskipafloti Kýpur mest eða um 3,3 milljónir lesta. Flotinn, sem 14 biðu bana við brúðkaup Istanbul, 16. desember. AP. FJÓRTÁN Tyrkir biðu bana og 10 slösuðust við brúðkaup I þorpi í Svartahafshéraðinu Ordu um helg- ina. Atvik voru þau að er vígsluat- höfnin stóð sem hæst hrópaði kona ein upp yfir sig að eldur væri laus er lítill piltur kveikti í papp- írssnepli en annar slökkti Ijósin. Við neyðaróp konunnar greip mikil skelfing og örvilnan um sig meðal viðstaddra, sem þustu til dyra. í ringulreiðinni og geðs- hræringunni tróðst hluti gestanna undir og er upp var staðið lágu 14 í valnum og 10 slasaðir, þar af einn lífshættulega. Flestir hinna látnu voru konur og börn. Pilturinn, sem kveikti í papp- írsræmunni og sá er ljósin slökkti, en þeir eru 13 og 23 ára, eru í varðhaldi. skráður er í Panama, stækkaði um 2,6 milljónir lesta, á Bahamaeyj- um um 2,3 milljónir lesta, floti Kínverja stækkaði um 1,7 milljón- ir lesta og Hong Kong um 1,4 millj. lesta. Hins vegar minnkaði floti Líb- eríu mest, eða um 5,5 milljónir lesta, floti Breta um 3,2 millj. lesta, floti Grikkja um 2,4 millj. lesta, norski kaupskipaflotinn minnkaði um 1,6 milljónir lesta og floti Saudi-Arabíu um 1,4 millj. lesta. 1 kaupskipaflotanum eru 6.647 tankskip, olíu- og efnaflutn- ingaskip, og eru 3.977 þeirra, eða 48% skipanna, 10 ára eða eldri. Kaupskipafloti Líberíu er sá stærsti, eða 62 milljónir lesta, floti Japans næststærstur eða 40,4 milljónir lesta, floti Panama er 37,2 millj. lesta, Grikklands 35,1 millj. lesta og kaupaskipafloti Sovétmanna er talinn vera 24,5 milljónir lesta. Af kaupskipunum eru 48% undir 10 ára aldri, 5% eru 25 ára eða eldri. Yngstur er kaupskipafloti Sví- þjóðar, þar sem 73% skipanna eru innan við 10 ára, næstyngstur danski kaupskipaflotinn þar sem sama hlutfall er 69%. í kaupskipa- flota Norðmanna og Brazilíu eru 65% skipa undir 10 ára aldri. Þá er floti Möltu elztur þar sem 55% skipanna eru eldri en 20 ára, 40% kanadískra kaupskipa, 35% bandarískra og 30% argentínskra eru eldri en 20 ára. Dr. Charles Francis Potter ÁRIN ÞÖGLU ÍÆVI JESÚ Dr. Charles Francis Potter Árin þöglu í ævi jesú Öldum saman hafa unnendur biblíunnar velt fyrir sér þeirri spurningu hvar Jesús hafi veriö og hvaö hann hafi haft fyrir stafni hin svonefndu „átján þöglu ár“ í ævi sinni, frá tólf ára aldri til þrítugs. Hiö mikla handritasafn, bókasafn Essena, sem fannst í Kúmran hellunum viö Dauöahaf 1945 og næstu ár á eftir, hefur loks gefið svar viö þessari spurningu. Þaö verður æ Ijósara, eftir því sem rannsóknum handritanna miöar áfram, aö Jesús hefur á þessum árum setiö viö hinn mikla menntabrunn sem bókasafn Essena var og haft náin kynni af háþróuöu samfélagi þeirra. Glöggt má grelna náinn skyldleika með kenningum Jesú og Essena, jafnvel oröalagiö i boöskap Jesú ber ótvíræöan essenskan svip. Fágaö og fagurt verk. Pófeaötgðfanjjóbóaga ’.'j Ert þú samferða ? Síminn er 26900. BUILDING FOR BILLIONS '85 12.-20. jan. Þessi yfirgripsmikla byggingavörusýning er haldin á 2ja ára fresti í hinu glæsilega sýningarhúsnæði BELLA CENTER í Kaupmannahöfn. Þar hittast byggingamenn hvaðanæva úr heiminum og skiptast á skoðunum, kynnast nýjungum í grein sinni og fá nýjar hugmyndir. BUILDING FOR BILLIONS er stærsta sýning sinnar tegundar í Evrópu. Hefur þú efni á að fylgjast ekki með? ÚRVALSGISTING. Ef þú bregst skjótt við getur Úrval útvegað gistingu á HÖTEL ROYAL SAS, einu besia hóteli Kaupmanna- hafnar. Fyrsta flokks herbergi með baði, útvarpi, síma og litasjónvarpi, frábær þjónusta og þægindi í hvívetna - allt saman á sannkölluðu Úrvalsverði. VERÐ PR. MANN í TVÍBÝLI: HELGARFERÐ 11/1-14/1 kr. 12.041.- VIKUFERÐ 11/1-19/1 kr. 19.708.- INNIFALIÐ: Flug, gisting og danskur morgunverður. ÖRFÁ HERBERGI LAUS. Úrval getur einnig útvegað gistingu á öðrum hótelum, svo sem á Sheraton, Palaœ, Comfort o.fl. FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.