Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 63 Landssambandið gegn áfengisbölinu: Börn drykkjusjúkra eiga í erfiðleikum umfram önnur 16. MNG Landssambandsins gegn áfengisbölinu, haldiö 19. nóvember 1984, samþykkir eftirfarandi: Rannsóknir víða um heim sýna að börn drykkjusjúkra eiga við ýmsa erfiðleika að etja umfram önnur börn. Þau eiga fremur í ýmsum tilfinningavandamálum, svo sem kvíða og depurð. Þau eiga erfiðara í skóla, bæði með nám og félagslega aðlögun, og þau lenda oftar í útistöðum við löggæslu og réttarkerfi en önnur börn. Einnig þykir ljóst að börnum drykkju- sjúkra sé sjálfum hættara en öðr- um börnum við að verða drykkju- sjúk. Til að mynda sýna banda- rískar niðurstöður að allt að 75% þeirra sem koma ýmiss konar meðferðarstofnanir vegna áfeng- isneyslu sinnar eiga drykkjusjúkt foreldri eða foreldra. Talið er að fjöldi slíkra barna hérlendis sé ekki undir sjö þúsundum. Er þá miðað við 14 ára og yngri. Vaxandi fósturskemmdir af völdum áfengisneyslu auka nú áhyggjur heilbrigðisstétta víða um heim. Slíkar skemmdir koma meðal annars fram í áberandi vanna-ringu og minni þyngd við fæðingu. Andlegur þroski þessara barna er seinni en hjá öðrum börnum. Útlit er oft sérkennilegt og þau líkamlega vansköpuð á ýmsan hátt, gallar á líffærum og svo framvegis. Ekkert er vitað um hversu mikils áfengis og hvernig ófrískum konum er óhætt að neyta án hættu á því að valda ófæddu barninu skaða. En með tilliti til hugsanlegra afleiðinga slíkrar neyslu er tvímælalaust skynsam- legast fyrir konur að snerta ekki áfengi meðan þær ganga með börn. Að þessu athuguðu bendir þing Landssambandsins gegn áfengis- bölinu á eftirfarandi og beinir því til allra þeirra sem telja sig ein- hverju varða íslenskt samfélag og íslenska þjóð. 1) Með aukinni og almennari neyslu áfengis eykst fjöldi drykkjusjúklinga. Um leið er drykkjusýki ogýmis vanlíðan köll- uð yfir vaxandi fjölda barna. Þarna er hætta á vítahring með komandi kynslóðum nema eitt- hvað verði að gert. 2) Hagur og heill uppvaxandi kynslóðar verður hverju sinni að vera forgangsverkefni í þjóðfélagi sem horfir til framtíðarinnar og miðar áætlanir sínar við hana. Minni heildarneysla áfengis og engin áfengisneysla verðandi mæðra á meðgöngutíma væri því góður áfangi að slíku marki. 3) Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin hefur að undangenginni nákvæmri athugun sérfræðinga sinna í tólf löndum komist að þeirri niðurstöðu að augljós tengsl séu milli heildarneyslu áfengis og tjóns af völdum neyslunnar og að vegna þessara tengsla megi minnka verulega tjónið af áfeng- isneyslu með því að draga úr henni. Stofnunin telur að meðal tiltækra ráða til að draga úr áfengisneyslu eða að minnsta kosti koma í veg fyrir aukningu hennar séu: Hækkun áfengisverðs, a.m.k. í samræmi við verðlagsþróun, inn- flutningseftirlit, fækkun útsölu- og veitingastaða, fræðsla. 4) Á vegum ríkisstjórnar ís- lands var með skipunarbréfi 19. maí 1983 sett á fót nefnd um mörkun opinberrar stefnu í áfeng- ismálum. Skyldi nefndin taka mið af niðurstöðum Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar í störfum sinum. Fyrstu niðurstöður nefnd- arinnar, svo og tillögur um önnur vímuefni, voru sendar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra seint á árinu 1983 og eru í samræmi við tilmæli stofnunarinnar um að- gerðir í áfengismálum. Fulltrúar á þingi Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu 19. nóv. 1984 lýsa yfir stuðningi við þessar tillögur og hvetja ríkis- stjórn, alþingismenn og aðra stefnumarkandi aðila í áfengis- málum til að taka tillit til þeirra enda fela þær í sér raunhæfar úr- bætur. Líkt eftir raunveru- leikanum í rallspili UÓMA-rally-spilið er fyrir nokkru komið í verzlanir, en það er sniðið eftir raunverulegum at- vikum og reglum úr rallmótum, sem haldið hafa verið hérlendis. Tveir til fimm geta tekið þátt í spilinu, sem er teningaspil. Spila- reglur gera keppnina spennandi og geta keppendur lent í ótrúleg- ustu óhöppum. Vanir rallkappar stóðu að útgáfu spilsins. Flokkur mannsins telur Þing- sjárþáttinn mannréttindabrot FLOKKUR mannsins hefur sent Morgunblaðinu dreifíbréf, sem ber yfir- skriftina „Dagskráin í kvöld: Spilað með almenning". Þar er fjallað um sjónvarpsþáttinn Þingsjá, sem var á dagskrá sjónvarpsins fyrir skömmu og formenn stjórnmálaflokkanna sátu fyrir svörum fólks, sem flokkarnir sjálfír höfðu valið. í bréfinu heldur „Flokkur mannsins" því fram að um gróft mannréttindabrot sé að ræða, þar sem Flokki mannsins hafi ekki verið boðin þátttaka í þættinum, en litið er á að um hafi verið að ræða kynningu á flokkunum. í bréfinu kemur fram að félagar í Flokki mannsins séu um 4.000. Verðtryggðar varanlegar gjafir Konunglega Hverfisgötu 49, sími 13313. í Höfum til afgreiðslu strax hin vinsœlu DATÖ húsgögn. ÍSLENSKUR HÚSBÚNAÐUR Langholtsvegi 111 sími 686605
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.