Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 74
74
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
c idm ymafui ffH| ;,|
„W^ob er$uotv>. Hc-iD45kategt \ji& þab ab
kLippa ut heiisi&u ajjgLýsmgu T"
I>að sem þjóðfélagið vantar
er fólk sem vill vinna eins og
skepnur alla daga, án þess að
hugsa um launin.
HÖGNI HREKKVÍSI
,, . ..OGEG WlL AÐ pESSi SmOKUBlU
HANS VEZÐI rJA(2L/EÓPUR ST«AX/*
Háværir leigubílar
Lesandi skrifar:
Kæri Velvakandi.
Hvaða leigubílastöð vill ríða á
vaðið og ákveða að bílstjórar
hennar hætti að flauta fyrir utan
hús viðskiptavinanna?
Ég á heima í stóru sambýlishúsi
í Reykjavík. Fyrir enda hússins er
ágætt bílastæði. Þá liggur heim-
reið fram með húshliðinni en þar
er skilti með greinilegri áletrun
um að ekki megi leggja þar bílum
og að öll bílaumferð sé óheimil um
nætur. Því miður er þetta bann
þverbrotið. Menn láta bíla sína
standa þarna tímunum saman,
heimamenn jafnt sem aðkomu-
fólk. Meira að segja hefur mátt sjá
nær daglega bíla sem tilheyra
fólki í stjórn húsfélagsins en eins
og kunnugt er vill sumt fólk að-
eins fara eftir eigin lögum. Stöð-
ugar kvartanir á fundum húsfé-
lagsins hafa ekki dugað.
Hér í húsinu eru bæði gamal-
menni og ungabörn sem þurfa
mikið að sofa. Húsmæður fá sér
blund á ýmsum tímum dagsins, og
þegar viö komum lúin heim að
kvöldi þykir okkur gott að leggja
okkur smástund áður en við borð-
um. En við getum öll átt von á því
að verða vakin af því að bílar
valda hávaða við húsið. Þeir þeyta
hornin og láta vélina drynja og
svo spúa þeir aftur úr sér kolsýr-
ingi sem berst inn í íbúðirnar
o.s.frv. Enn verra er þetta við
næstu blokk og kemur það auðvit-
að líka niður á okkur.
Leigubílstjórar eru vanir að
flauta þegar þeir eru komnir
þangað sem kallað var á þá. Fyrir
skemmstu kom leigubíll að húsinu
okkar milli kl. átta og níu á laug-
ardagsmorgni — þegar flestir sofa
— og flautaði. Og margir „venju-
legir“ bílstjórar hafa lagt í vana
sinn að flauta hástöfum til að
kalla á fólk út úr húsum.
Því sþyr ég aftur: Hvaða leigu-
bílastöð vill verða fyrst til þess að
leggja niður þá venju að bílstjór-
Kona að vestan skrifar:
Ég hringdi í búð í Reykjavík og
arnir flauti á viðskiptavinina
heldur berji að dyrum, hringi
dyrabjöllu eða bíði úti í bíl á
ábyrgð viðskiptamannsins?
Ég þarf stundum að nota leigu-
bíl. Ég heiti því að skipta ein-
göngu við þá stöð á nýja árinu sem
ríður á vaðið og tilkynnir að þeir
flauti ekki við húsdyr. Ég er viss
um að frétt eða tilkynning um
þetta fengi rúm í Morgunblaðinu,
t.d. hér hjá Velvakanda, og að hún
vekti almenna ánægju og virðingu.
spurði hvort þeir sendu vörur út á
land. Jú, þeir sögðu það vera gert,
en þegar ég bað þá að senda mér
„vasadiskó" sem þeir hefðu verið
að auglýsa á jólatilboðsverði,
sögðu þeir, að þeir ættu svo fá eft-
ir, að þeir sendu þau ekki út á
land. Ég kvaðst ekki þurfa nema
eitt fyrir dóttur mína, en þá var
svarið það, að það gæti verið að
þau seldust þennan dag, svo ég
yrði að bíða eftir sendingu, sem
kæmi rétt fyrir jól. Ég bað hann
betur, því það eru ekki nema tvær
póstferðir hingað í viku og það
voru því síðustu forvöð hjá mér að
ná í jólagjöf fyrir barnið. Það þarf
ekki nema að hvessa og þá er allt
ófært hingað og dóttir mín fengi
enga jólagjöf. Ég legg til að versl-
un þessi við Laugaveginn, sem
auglýsir hljómtæki miði auglýs-
ingarnar eingöngu fyrir Reykjavík
og nágrenni!
Hvorki fleiri né færri en 74 unglingar á Bolungarvík hafa sent Velvakanda
bréf, þar sem þau kvarta mikið undan því, að heyra ekki til rásar 2. Á
myndinni er forstöðumaður rásarinnar, Þorgeir Ástvaldsson, ásamt starfs-
mönnum.
Konu að vestan finnst að ef verslanir í Reykjavfk neita að senda vörur sínar
út á land, þá eigi skilyrðislaust að auglýsa vörur þeirra eingöngu fyrir
Reykjavík og nágrenni.
Jólatilboð fyrir Reykvíkinga?
Útvarp fyrir unglinga
Velvakanda hefur borist bréf, sem
undirritað er af 74 unglingum úr 6.,
7., 8. og 9. bekk Grunnskóla Bolung-
arvíkur:
„Unga fólkið úti á landi hefur
gleymst, það hefur Iíka áhuga á
popptónlist, eins og er t.d. leikin í
Listapoppi. Við fáum ekki að
hlusta á rás 2 og nú er búið að
færa þáttinn Listapopp yfir á rás
2, þannig að meirihluti unglinga
missir af þessum þætti. Svo vilj-
um við vekja athygli á því, að þó
að rás 2 færi út kvíarnar um ára-
mótin, þá fá ekki öll byggðarlög á
landinu hana.“
Góð bók
Bjargar
í SÍÐUSTU viku barst undirrituð-
um í hendur eintak af bókinni „Ur
ævi og starfi íslenskra kvenna", en
hér mun vera um að ræða útvarps-
erindi sem Björg Einarsdóttir
flutti veturinn 1983—1984. Bók
þessa, sem er rúmar 400 bls. að
stærð í stóru broti, tel ég þá at-
hyglisverðustu sem út kemur á
þessari „jólavertíð". í henni eru
æviágrip 21 íslenskrar konu. Allar
eiga frásagnirnar það sameigin-
legt að vera vel skrifaðar og gefa
glögga innsýn í lífsferil þeirra
kvenna sem um er fjallað. Merk-
ust er bókin þó fyrir hve vel hún
lýsir tíðaranda hverju sinni.
Hinn mikli fjöldi gamalla
mynda sem prýðir bókina á ekki
síst þátt í því að magna þau áhrif.
Sú hugmynd að prenta myndirnar
í daufbrúnum „ellilegum" lit er af-
ar snjöll. Að lokum vil ég eyða
nokkrum orðum í útlit bókarinnar
í heild. Sýnist mér að vel hafi tek-
ist um samsetningu leturs og
mynda. Bókin er hönnuði og bóka-
gerðarfólki til mikils sóma.
Gísli Theodorsson
HEILRÆÐI
ALDREI verður nógsamlega áréttað að gæta vel að öllu því,
er að rafmagni lýtur. Víða leynast hættur og rafmagnsslys
eru hin alvarlegustu. Því ættu þeir, sem ekki hafa þekkingu
á rafmagnstækjum, að forðast að fikta við þau, en leita þess
í stað tii fagmanna. Viðgerð sem framkvæmd er í góðri trú
getur hæglega misfarist á þann veg að ekki verði um bætt.
Gæta verður þess að raftenglar séu ekki ofhlaðnir, raf-
magnssnúrur allar yfirfarnar og gengið þannig frá jólaljós-
um að ekki stafi eldhætta af. Njótum undirbúnings jólanna
með slysaiausum dögum.