Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
75
Að sögn sjónvarpsáhorfenda getur Skyggnir náð sjónvarpsefni frá nálega flestum þeim fréttastofum og dreifiaðilum,
sem áhugaverðir eru. En til að taka á móti norsku sjónvarpsefni verður að reisa nýja jarðstöð.
Rofar til í sjónvarpsmálum?
Sjónvarpsáhorfandi skrifar:
Útsendingar norska sjónvarps-
ins um gervihnött til Svalbarða og
möguleikar okkar til þess að ná
þeim sendingum kunna að gleðja
suma sjónvarpsnotendur hér á
landi. Enda má segja, að öll viðbót
við íslenska sjónvarpsefnið sé góð,
kannski hvaðan sem hún kemur.
Og víst er framtak mennta-
málaráðherra okkar virðingar-
vert. Ráðherrann hefur þó frum-
kvæði í þessum málum, og það er
meira en sagt verður um aðra ráð-
herra í þessu starfi.
En erum við ekki að fara úr ösk-
unni í eldinn? Er norsk sjón-
varpsdagskrá eða önnur frá
Skandinavíu yfirleitt sú sem við
kjósum að horfa á? Það er ekki
einu sinni því að heilsa, að við get-
um þó séð það, sem þeir norsku
hafa á boðstólum sem afþreyingu
svo sem kvikmyndir og annað í
þeim dúr.
Barnatímar eru varla með öðr-
um hætti en hér. Þeir bestu
barnatímar sem við höfum átt að-
gang að voru þeir, sem sýndir voru
í Keflavíkursjónvarpinu, sællar
minningar. Og aldraðir, vilja þeir
einhverja sérstaka dagskrá frem-
ur en aðrir. Þeir vilja horfa á það
sem aðrir njóta best, kvikmyndir
eða annað afþreyingarefni. Þeir
vilja ekki leikfimi eða fræðslu.
Það er nokkuð seint fyrir þá!
Það er hins vegar rétt hjá ráð-
herra, að núverandi dreifikerfi ís-
lenska sjónvarpsins er ódýrasta
leiðin, sem við getum farið til að
taka á móti hluta af erlendu sjón-
varpsefni um gervihnött. Og „til-
raunin er verðmæt," eins og ráð-
herra segir. En þó ekki til þess að
taka afstöðu til aðildar að hinum
norræna sjónvarpshnetti, Nordsat
eða Tele-x, sem eiga að sjá dagsins
Ijós, einhvern tíma í fjarlægri
framtíð.
Auðvitað er þessi tilraun, að
taka á móti norsku sjónvarpsefni
mjög álitlegur kostur, úr því
Norðmenn vilja leyfa þessa til-
raun. En manni skilst, að til þess
að þetta geti orðið, þurfi að reisa
enn eina jarðstöð hér á landi. Hún
hlýtur að kosta eitthvað, hvort
sem hún er reist af Ríkisútvarpinu
eða Pósti og síma.
Manni skilst líka, að sú jarðstöð
sem hér er, Skyggnir, geti náð
sjónvarpsefni frá nálega flestum
þeim fréttastofum og dreifiaðilum
sjónvarpsefnis, sem áhugaverðar
eru. Þar á meðal er dreifiaðili, sem
sendir allt efni til varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli um móttöku
Skyggnis.
Nú er það komið í ljós, að höf-
undarréttur er ekki eins mikið
vandamál og margir rithöfundar
og aðrir listamenn vildu vera láta.
Hvernig væri enda yfirleitt hægt
að sýna hinar fjölbreyttu dag-
skrár um víðan heim ef þetta
væru einhver stórmál með höf-
undarréttinn? — Engin vandamál
virðast vera i sambandi við
dagskrá Keflavíkursjónvarps og
nær hún þó til yfir hundrað þús-
und íslendinga! — Eins var það
ekkert vandamál, þegar Keflavík-
ursjónvarpsins naut við. Það var
ekki fyrr en því var lokað að ein-
hverjir einangrunarsinnar héldu
því fram, að það hefði verið orsök
lokunarinnar, að með Keflavík-
ursjónvarpinu væri verið að
brjóta höfundarréttarlög! — En
þar lá allt annað að baki. Sextíu
íslendingar!
Ef höfundarréttarlögum væri
til að dreifa í þessu efni væri
löngu búið að loka Keflavíkurút-
varpinu líka, því það hlyti að vera
ótækt að við, sem búum hér á
þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa,
gætum heyrt dagskrána án þess
að greiða höfundarrétt! Eru ekki
öll lögin í Keflavíkurútvarpinu
eftir einhvern — eða leikritin og
afþreyingarþættirnir á morgn-
ana?
Það er staðreynd, að Keflavík-
urútvarpið er búið að vera mikil
afþreying tugþúsunda gegnum ár-
in með sín góðu leikrit, og
skemmtiþætti. Og það er líka
staðreynd, að obbinn af íslensku
þjóðinni vildi ekkert fremur en fá
Keflavíkursjónvarpið í gang aftur.
Um það mætti gera eina skoðana-
könnun enn og þá kæmi margt
fram, sem ekki hefur verið haft
hátt um. Og er skoðanakönnun um
valfrelsi í sjónvarpsmálum nokk-
uð verri en aðrar um ómerkilegra
efni, t.d. um einkahagi og ham-
ingju íslendinga?
Niðurstaða mín er þessi. Við
höfum dreifingarkerfi, sem getur
gagnast fyrir Keflavíkursjónvarp-
ið. Það má semja um afnot’þess
við varnarliðið eins og samið er
um afnot af hverju öðru hjá því.
Ég heyrði stjórnmálamann
segja einhvers staðar, að hann
hefði kannað hjá yfirmönnum
þess, hvort hægt myndi að fá af-
not af sjónvarpi þeirra á ný. Hon-
um var sagt, að íslendingar hefðu
beðið um að því yrði lokað á sínum
tíma og varnarliðið hefði gert það
eins og um var beðið. Honum var
einnig sagt, að ef um það væri beð-
ið að opna það aftur, myndi svo
gert. Slík beiðni hefði hins vegar
ekki borist varnarliðinu.
Er nú ekki ráð að leita ekki
langt yfir skammt með viðbótar-
sjónvarpsefni fyrir okkur íslend-
inga, meðan við höfum aðgang að
því besta sjónvarpsefni, sem hugs-
ast getur, — úr Keflavíkursjón-
varpinu.
RKÍ hélt ekki „át- og
brennivínsveislu“
Svar til Skúla Helgasonar vegna
greinar hans laugardaginn 15. des.:
Já, Skúli, ljótt ef satt væri. En
nú hefur Gróa aldeilis verið á
ferðinni. Rauði kross íslands
hleypti ekki af stað fjársöfnun til
bjargar fólki frá hungurdauða
„með mikilli át- og brennivíns-
veislu inn í Borgartúni". 60 ára
afmælis Rauða kross íslands var
minnst þar með fundi, þar sem
m.a. var tilkynnt um einnar millj-
ónar króna framlag RKÍ til al-
þjóða Rauða krossins og skal nota
allt það fé til hjálpar hungruðum í
Afríku. Ennfremur var sagt frá
gjöf RKÍ til Krabbameinsfélags
íslands, en gjöfin er tæki að and-
virði um 2,5 milljóna kr. og er til
leitar og greiningar á brjósta-
krabbameini. Þá var líka efnt til
námskeiðs fyrir forystumenn
deilda Rauða kross íslands, þar
sem rædd voru hin ýmsu verkefni
félagsins, bæði innanlands og
utan.
Það er alveg rétt hjá þér Skúli,
að Rauði kross Islands er „fremst-
ur í fylkingu og hvetur menn
óspart til gjafa. Þetta er mjög svo
af hinu góða og skyldi síst lasta."
Með kveðju,
Jón Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri RKÍ.
Sadofoss
LÍM OG ÞÉTTIEFNI
RubberseaUK
urinn
MOSS
Málið er leyst
Þetta er stóllinn sem þú gefur sjálfum
þér í jólagjöf.
Hann er sterkur, þægilegur, hreyfanleg-
ur, Ijós eöa dökkur og svo fæst hann líka
á snúningsfæti og meö skammel.
EFNI: grind formbeygt beyki í viöarlit og
dökkbæsaö.
Mjúkt og sterkt 1. flokks leöur á setu,
baki og örmum. Gervileöur á grind.
Stóllinn á myndinni verð kr. 7.9 0.-
Stóll á snúningsfæti verð kr. 9.650.-
Skammel verð kr. 2.720.-
im
Þú þarft ekki að
te^c leita lengur
Þú finnur hvergi betri stól á
lægra verði.
■ ■
BDS6&GNAH0LLIN
BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK « 91-81190 OQ 81410