Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
Grasserar grammatísk
geðbilun í Norðmönnum?
eftir Asbjörn
Hildremyr
Halldór Laxness fullyrðir að svo
sé, í viðtali í „Listapóstinum" hér
á dögunum. Hann tekur meira að
segja fram að geðbilunin sé „á háu
stigi sem er mjög irriterandi".
A hvaða forsendum snillingur-
inn úrskurðar heila þjóð gramma-
tískt geðbilaða kemur ekki sér-
staklega skýrt fram — ef rökin
leynast þá ekki í eftirfarandi
gullkorni:
„Reyndar veit ég ekki hvað
nýnorska er! Einna helst eins
og drukkinn maður sé að yrkja
á íslensku. Aftur á móti var sú
danska norska sem Ibsen skrif-
aði á í lok 19. aldar afskaplega
fallegt mál, og slíkan texta les
ég mér til mikillar ánægju.
Danir sjálfir gætu ekki gert
betur.“
Nú er það í sjálfu sér ekki mikil
ástæða — þó svo að maður eigi
einhvern hlut að máli — til að
taka nærri sér annaö eins rop frá
manni sem virðist telja fáfræði
sína um ákveðið efni það merki-
lega að hún eigi erindi til almenn-
ings. Að Laxness finnst það mæli-
kvarði á fallegt norskt mál að
„Danir sjálfir" gætu ekki gert bet-
ur, er hvorki nýtt né frumlegt. Ör-
ugglega myndu einhverjir öfga-
seggir í hópi eldheitustu for-
svarsmanna dönskunnar sem hins
eina sanna „menningarmáls" í
Noregi í upphafi 19. aldar, ókyrr-
ast í gröfum sínum ef þeir heyrðu
hrósyrði hans um ritmál Ibsens.
Hann skrifaði sko ekki nærri því
eins ómengaða dönsku og þeim
fannst sæma „kúltíveruðum" rit-
höfundi. Þeir gengu meira að
segja svo langt að þeir fluttu inn
danska Ieikara til þess að menn-
ingunni yrði ekki stefnt í voða með
„bandarískum" framburði norskra
leikara. Ibsen, sem var um nokk-
urra ára skeiö leikhússtjóri í
Christiania og Bergen, gerðist
mjög óvinsæll meðal þessara ötulu
menningarfrömuða vegna þess að
hann, líkt og Björnson, lét norska
leikara komast að á sviðinu.
Nú get ég svosem alveg óhikað
tekið undir með Laxness, að texta
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu:
„16. þing Landssambandsins
gegn áfengisbölinu, haldið 19. nóv.
1984, lýsir furðu sinni á því hvers
vegna kæra á hendur lögreglu-
eftir Ibsen má lesa sér til mikillar
ánægju. Þar kemur reyndar ým-
islegt annað til en málformið, sem
hefur eflaust hentað Ibsen frá-
bærlega vel, þar sem hann var
kominn af heldrafólki af borgara-
stétt frá Suður-Noregi. Hitt er svo
annað mál, að snillingur á borð við
Ibsen hefði væntanlega verið fær
um að koma sínu til skila á hvaða
tungumáli sem væri — ef það væri
á annað borð móðurmál hans.
Sjálfur átti ég ekki því láni að
fagna að vera fæddur með mál
Ibsens að móðurmáli, heldur hlaut
ég í vöggugjöf eina af þessum
vestur-norsku mállýskum sem
hljóma „einna helst eins og drukk-
inn maður sé að yrkja á íslensku".
Ekki ætla ég að fullyrða neitt
um fegurð þessa máls — eða feg-
urðarskort. í þeim efnum tel ég
sjálfsagt að hver og einn hafi sína
skoðun, samkvæmt sínum smekk,
og fleira er varla að segja um það.
Hinsvegar leyfi ég mér að benda á
þá staðreynd að þetta móðurmál
var orðið samrunnið mér, og
ómissandi hluti af sjálfstæðismeð-
vitund minni, löngu áður en ég
hafði heyrt drukkinn mann rausa
eða orð mælt á íslensku. Þannig
verður Halldór Laxness og aðrir
góðir íslendingar að hafa mig, og
suma hverja landa mína, afsakaða
þó svo að við eigum okkar móð-
urmál (norskar mállýskur), sem
eru meira eða minna keimlíkar ís-
lensku. Það er ekki af því að við
séum að reyna að stæla ykkur. Að-
eins örfáir Norðmenn hafa heyrt
íslenskt orð áður en málmeðvit-
und þeirra hefur myndast af um-
hverfinu. Nákvæmlega sama gild-
ir um dönsku. íslenska og danska
eiga eitt sameiginlegt í eyrum og
augum okkar sem hafa orðið fyrir
þeim ósköpum að vera fæddir af
norskum foreldrum og upp aldir í
ríki því er nefnt er Noregur: hvor-
ugt þeirra er okkar tungumál.
Langflestir okkar gera sér ekki
einu sinni grein fyrir að hafa
misst af einhverju með því. Þegar
Norðmanni finnst hann vanta orð
á eigin máli, á hann það frekar til
að bæta úr með því að nota töku-
orð af enskum uppruna. Að
minnsta kosti hefur sú árátta ver-
ið mjög svo áberandi á þessari öld,
stjóranum á Keflavíkurflugvelli
vegna óiöglegrar sölu áfengs öls
þar hefur ekki verið tekin til rann-
sóknar og meðferðar í réttarkerfi
lýðveldisins íslands. Því felur
þingið stjórn sambandsins að
fylgja málinu eftir með nýrri
kæru ef nauðsyn krefur."
og virðist frekar færast í aukana
en hitt.
Nú hefur maður einhvern veg-
inn látið sér detta í hug, að sér-
hvert tungumá! hljóti að eiga rétt
á að vera metið á sínum forsendum
— að málfræði þess, orðaforði,
stafsetning og stíleinkenni séu
fyrst og síðast einkamál þeirra
sem telja það sitt. Ég leyfi mér
meira að segja að hafa þá skoðun
að jafnvel fast mótaðar mállýskur
séu tungumál í þessum skilningi,
og að það verði að teljast til
mannréttinda að mega tjá sig á
því máli sem er manni eðlilegt,
hvort sem það er alþýðu- eða yfir-
stéttarmállýska, eða menning-
armál með allt að því þúsund ára
bókmenntahefð að baki. Sá sem á
því láni að fagna að hafa hlotið
slíkt mál að arfleifð, ætti að geta
lýst yfir ánægju sinni með það, án
þess að þurfa að skyrpa á aðra til
áherslu.
Svo að það fari ekki milli mála,
vil ég taka það skýrt fram, að mér
finnst hroki gagnvart tungumáli
annarra jafnan óviðkunnanlegur
og þeim sem gefur hann til kynna
mikið til skammar, hver sem hann
er, og hverju sem hann snýst gegn.
En auðvitað er hver og einn sjálf-
um sér næstur, og eins er maður
kannske viðkvæmari fyrir slíku
frá þeim sem maður hefði búist
við að hefðu ögn meiri skilning en
hver-sem-er. Reynsla mín af tæp-
lega tveggja ára dvöl á íslandi í
þessum áfanga, er að skoðanir á
borð við þær sem eru hafðar eftir
Halldóri Laxness hér að ofan eru
ekkert einsdæmi. Maður hefur
stundum á tilfinningunni að það
sé einhver tilhneiging til að líta á
nútíma norsku sem rjúkandi rúst
þegar hún er metin út frá því sem
hún einu sinni var, og sem íslensk-
an er mikið til enn þann dag í dag.
Óneitanlega á líka slíkt viðhorf
við rök að styðjast, á þessum for-
sendum. Hitt er svo annað mál,
hvort þessar forsendur séu
sanngjarnar. Ég læt það liggja
milli hluta. Sem einn í hópi hinna
grammatískt geðbiluðu verð ég
varla talinn dómbær hvort sem er.
Mér dettur ekki í hug að rengja þá
staðreynd að Norðmenn hafi ekki
reynst færir um að vinna það af-
rek sem íslendingar unnu — að
varðveita tungu sína gegnum böl
og áþján liðinna alda. Hinsvegar
eru þeir full seint á ferðinni sem
hyggjast skamma Norðmenn fyrir
dugleysi í þeim efnum, þar sem
allir þeir sem einhverja sök kynnu
að eiga á því eru fyrir löngu komn-
ir undir græna torfu, og hvíla þar
vonandi í guðs friði, þrátt fyrir
allt. Nema maður telji það þá
sanngjarnt að láta syndir forfeðr-
anna bitna á niðjum þeirra í tugi
ættliða.
Fyrir okkur sem hlutum vesald-
óminn ( ef maður kýs að líta þann-
ig á það) í vöggugjöf, er í rauninni
lítið annað að gera en að reyna
eftir mætti að endurbyggja með
þeim efnum sem eru fyrir hendi.
Það hentar okkur ekki, frekar en
flestum öðrum, að búa í annarra
húsum. Við kunnum ekki við
okkur í dönskunni — ekki megnið
af þjóðinni að minnsta kosti. Það
er ekki einungis það að hún er
okkur óeðlilegt tjáningarform,
heldur er hún líka tákn aldar-
langrar áþjánar. Eins tel ég að
það myndi vera glapræði að reyna
að byggja sér glæsta höll á grunni
hins forna norræna ritmáls. Það
yrði í bókstaflegustu merkingu
pappírshús, og slíkt hefur aldrei
reynst vel í óblíðu veðurfari
raunveruleikans.
Reyndar var það langafa- eða
langalangafakynslóð okkar sem
nú erum uppi sem hóf endurreisn-
arstarfið fyrir rúmri öld, undir
áhrifum hinnar svokölluðu „róm-
antísku" stefnu sem þá var ríkj-
andi í Noregi, eins og víðar. Það
Asbjörn Hildremyr
„Nú hefur maður ein-
hvern veginn látið sér
detta í hug, að sérhvert
tungumál hljóti að eiga
rétt á að vera metið á
sínum forsendum — að
málfræði þess, orða-
forði, stafsetning og stíl-
einkenni séu fyrst og
síðast einkamál þeirra
sem telja það sitt.“
var ekkert áhlaupaverk sem þeir
lögðu í. Þegar við losnuðum úr
sambandinu við Danmörku í byrj-
un 19. aldar var ekkert sérstakt
norskt ritmál til. Ritmálið var
danska, að því leyti sem menn
voru annars færir um að lesa og
skrifa. Talmál alls þorra þjóðar-
innar var hins vegar norskar
mállýskur, þá eins og nú á dögum.
Þannig hafði ástandið verið um
aldaraðir.
Smám saman hófust margir
ágætismenn handa við að skapa
sérstakt norskt ritmál, og var þar
unnið eftir tveim meginleiðum:
Annars vegar að byggja á því
danska ritmáli sem þegar var
fyrir hendi, en sveigja það í áttina
að norsku talmáli, með því að taka
upp í það orðaforða úr talmálinu
(mállýskunum), breyta stafsetn-
ingunni í samræmi við norskan
framburð, breyta orðaröð og „stíl“
í samræmi við talað mál, o.s.frv.
Þessa leið fóru t.d. skáld eins og
Wergeland, Björnson, Ibsen m.fl.
og eftir þessum farvegi þróaðist
smám saman riksmálet — fyrir-
rennari þess ritmáls er nú nefnist
bokmál. Hinsvegar voru til mun
róttækari menn, sem vildu hanna
algjörlega nýtt ritmál I einum
hvelli með því að byggja á norsku
alþýðumállýskunum, draga út úr
þeim sameiginleg málfræðileg ein-
kenni og reglur — einhverskonar
samnefnara þeirra mállýska sem
höfðu varðveitt í sér sem mestar
og bestar leifar af hinu forna
norska ritmáli.
Reyndar voru einnig til þeir
menn sem vildu hreinlega hefja til
vegs aftur hið gamla norræna rit-
mál, eins og það þekktist aðallega
frá miðaldabókmenntum af ís-
lenskum uppruna. Þeir náðu
hinsvegar aldrei verulegu fylgi.
Enda liggur það I augum uppi
hversvegna sá málstaður var
glataður: gamla norræna málið
var orðið þorra norsku þjóðarinn-
ar jafnvel torskildara en danskan.
Markmiðið var hinsvegar að auð-
velda menntun alþýðufólks og
hvetja vaknandi sjálfsmeðvitund
þess, með því að gefa því í hendur
ritmál sem væri eins nálægt því
að vera í fullu samræmi við hin
eiginlegu móðurmál þess — mál-
lýskurnar — og frekast unnt var.
Forystumaður þessara nýnorsku-
stefnu — þeir nefndust reyndar
landsmálsmenn í þá daga — var
bóndasonur frá Sunnmæri, Ivar
Aasen að nafni. Þessi merkilegi
sjálfmenntaði málsnillingur ferð-
aðist um landið þvert og endilangt
áratugum saman og safnaði efni í
„Norsk ordbog" og „Det norske
folkesprogs grammatik", og lagði
með þessu ævistarfi sínu grunninn
að landsmálet, sem var fyrirrenn-
ari þess ritmáls er nefnist nú ny-
norsk.
Hvernig hefur svo Norðmönn-
um tekist það málræktunarstarf
sem hafist var handa við fyrir
rúmri öld?
Ég tel að mælikvarðinn sem
svarið við þessari spurningu verð-
ur að byggja á, sé ekki hvernig
mönnum af öðrum þjóðum líst á
árangurinn. Sanngjarn mæli-
kvarði er hvernig norsk nútíma
ritmál henta þeim sem hafa
norsku að móðurmáli — hvort þau
séu vel fallin til þess að koma því
til skila sem í fólkinu býr, hvort
sem þeir eru höfundar fagurbók-
mennta, skriffinnar í opinberri
þjónustu, blaðamenn, verslunar-
fólk eða bara ósköp venjulegt fólk
sem þarf að tjá sig á prenti um sín
hversdagsmál. Ég tel það mæli-
kvarða að skrifað mál hljómi ekki
annarlega í eyrum þegar það er
lesið upphátt. Ennfremur tel ég
það mælikvarða að stafsetning,
beygingarmunstur og hvað eina
sem að málfræði lýtur bjóði upp á
nægilegan sveigjanleika til þess
að geta komið sem mest til móts
við þá gífurlegu margbreytni sem
felst í norksum mállýskum. Að
vísu getur það varla talist nauð-
synlegt, eða jafnvel æskilegt, að
ritmálin endurspegli hvert
minnsta mállýskuafbrigði. Enda
látum við okkur nægja tvö ritmál,
sem hvort fyrir sig býður upp á
takmarkaðan sveigjanleika. Það
dugar alveg til þess að hver og
einn sem hefur á annað borð
sæmilegan hæfileika til að tjá sig
í tali, getur einnig gert það á
prenti, með sínu persónulega orð-
bragði og persónulegum blæ.
Hvað þetta snertir tel ég að
norsk málrækt á undanfarinni
rúmri öld hafi tekist bærilega, svo
ekki sé meira sagt. Að vísu kostar
það, bæði í bókstaflegum og tákn-
legum skilningi, að hafa tvö rit-
mál í landinu. Ekki síst kostar það
stríð, þar sem það munu alltaf
vera einhverjir öfgasinnar í báð-
um flokkum, sem halda að þeirra
málstaður sé hinn eini rétti og
sanni, og reyna að vaða yfir þá
sem hafa aðra skoðun. Stundum
dettur manni þó í hug orð Björn-
son, að „fred er ei det beste, men
at man noget vil“. Ég tel fyrir mitt
leyti að sú hætta sem steðjar að
norska málinu stafi síst af öllu af
þeirri „grammatísku geðbilun"
sem felst í að rækta það á heima-
velli. Það sem helst er að, er frek-
ar sú andlega leti sem felst í grát-
lega ókrítískri beitingu tökuorða
og hugtaka af erlendum (einkum
enskum eða amerískum) uppruna,
ekki síst í auglýsinga- og tækni-
máli. Það versta við þessa þróun
er það, að tökuorðin koma hrein-
lega í veg fyrir að menn öðlist
dýpri skilning og þekkingu á hlut-
unum, eins og unnt hefði verið
með því að skapa nýyrði eða hug-
tök byggð á okkar eigin máihefð.
Að því leyti til mættu Norð-
menn taka tslendinga til fyrir-
myndar.
Asbjörn Hildremyr er Norðmadur,
nú búsettur á íslandi. Hann hefur
undanfarin 25 ír þýtt um 30 bækur
úr íslensku i norsku.
Myndlistarmaðurinn Nonni hefur sent frá sér kort með mynd sem hann
hefur gert. Myndin er máluð 1979 í tilefni af „Ári barnsins". Ennfrem-
ur befur hann látið prenta plakat með sömu mynd. Þetta ásamt fleiri
munum er til sölu í Kramhúsinu að Bergstaðastræti 9B, bakhúsi. Ágóða
af sölu kortsins hyggst Nonni nota til frekara náms. Á kortið er ritað á
íslenzku og ensku: „Trú, von og kærleikur“.
Lögreglustjórinn á Kefla-
víkurflugvelli kærður á ný?