Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 Svíar unnu Davis Cup SVÍAR tryggðu sér sigur í Davis Cup, hinni óopinberu heims- meistarakeppni landsiiöa í tenn- is, í gær er Anders Jarryd og Stefan Edberg sigruöu John McEnroe og Peter Fleming í tví- liöaleik. Svíar höföu unniö tvo einliðaleiki á mánudag — voru því komnir í 2:0 fyrir leikinn í gær, en fimm ieikir eru alls í keppn- inni. Fjórir einliöaleikir og einn tvíliöaleikur. Bandaríkjamennirnir höföu leik- iö 14 tvíliöaleiki i röö saman án þess, þannig aö sigur Svíanna í gær var sögulegur. Svíarnir sigr- uöu í fyrstu hrinunni 7:5, síöan unnu þeir bandarísku 7:5. Sviarnir aftur 6:2 og 7:5. John McEnroe sagöi eftir leikinn í gær: „Þaö er skrýtiö aö leikiö skuli á möl — a.m.k. svona lélegri möl. Það er vitaö mál aö Svíarnir eru mun vanari slíkum völlum en viö og leika þar af leiöandi betur viö þessar aöstæöur. Þeir eru reyndar mjög góöir viö hvaöa aö- stæöur sem er — og viö lékum einfaldlega ekki nógu vel í dag til aö sigra þá,“ sagöi hann. Stefan Edberg er aöeins 18 ára aö aldri og varö hann í gær yngsti keppandi til aö sigra i Davis Cup- keppninni í 84 ár — síöan Har- vard-nemandinn Dwight Davis kom keppninni af staö fyrir 84 ár- um. John McEnroe, sem talinn er besti tennisleikari í heiminum í dag, var mjög vonsvikinn aö hafa tapað fyrir Svíunum í gær. „Áriö sem er aö líða er þaö besta hjá mér síöan ég byrjaöi í tennis — og mér þykir því leitt aö geta ekki endaö þaö meö sigri hér í Davis Cup.“ HÉR má sjá litla „getrauna- spekinginn", Birgittu Femu Jónsdóttur, ásamt foreldrum sínum, Jóni Birni Ásgeirssyni og Þórunni Jónsdóttur, á heimili þeírra á Stokkseyri í gær. Eins og Morgunbiaöiö greindi frá í gær var getraunaseöill merktur Birgittu sá eini sem var meö 12 réttum í 17. leikviku, og hlaut hún þar meö 560.870 krón- ur. Það sem meira var: Jón lét litlu stúlkuna kasta teningi og eft- ir merkjunum sem upp komu fyllti hann siöan seöilinn sam- viskusamlega út. Litla stúlkan gerir sér ekki grein fyrir því hverju hún kom tii leiöar — en eins og faöir hennar sagöi í Morgunblaðinu í gær: „Hún sér aö viö erum glöö og þá er hún glöö líka.“ Litli „Getraunaspekingurinn“ 1. deild í kvöld ÞRÍR leikir fara fram í kvöld í 1. deild karla í handknattleik. FH leikur gegn Val í íþróttahúsinu í Hafnarfiröi kl. 20.00. KR mætir Þór V í Laugardalshöllinni á sama tíma. Þriöji leikurinn er svo á milli Víkings og Breióabliks. Sá leikur hefst kl. 21.15 í höllinni. Þetta eru síóustu leíkirnir í deildinni á ár- inu. Næstu leikir fara ekki fram fyrr en 5. janúar. Best bak við lás og slá yfir hátíðarnar HINN 38 ára gamli noröur-írski knattspyrnumaöur George Best þarf aó eyóa jólunum í fangelsi. Best var dæmdur í 3 mánaöa fangelsi eins og skýrt hefur verió frá en var látinn laus gegn trygg- ingu. Nú hefur dómurínn ákveöiö að Best verði látinn taka út refs- ingu sína. „Þaö veröur hræöilegt fyrir Best aö eyöa jólunum í fangelsi, og þaö er hlutur sem hann lítur mjög al- varlegum augum og gæti oröiö til aö brjóta hann alveg niöur,“ sagöi umboösmaöur hans McMurdo. En dómarinn í máli Best sagöi aö allir þeir sem réöust aö lögregl- unni og væru teknir drukknir undir stýri ættu aö taka út refsingu sína. Best var kjörinn knattspyrnumaöur Evrópu áriö 1968 og var þá á há- tindi frægöar sinnar. Nú er hins vegar fariö aö halla undan fæti all- verulega. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Best þarf þó aö taka út fangelsisdom Wr fliTURAL SPRAV COLOGNE .4 FL OZ I -Q£2qríams~ ~~—------------- a Morgunblaöið/Julius • Svanhildur meö farandbikarinn og eignarbikar aö auki í gær. Til hægri er Jón Breiófjörð Höskuldsson, sem afhenti henni gripina fyrir hönd Rotary-klúbbsins. íþróttamaður Kópavogs: Svanhildur fyrir valinu SVANHILDUR Kristjónsdóttir, hlaupakonan unga úr Breiöa- blíki, var í gær útnefnd fþrótta- maöur Kópavogs áriö 1984 af Rótarýklúbbi bæjaríns. Svanhildur er aöeins 17 ára gömul, en hefur náö mjög góöum árangri á hlaupabrautinni aö undanförnu. Hún byrjaöi aö æfa áriö 1980 og sigraöi þaö ár í 100 m hlaupi á Landsmóti UMFÍ á Akureyri. Hápunktur sumarsins í sumar hjá Svanhildi var tvímælalaust Landsmót UMFÍ í Keflavík. Þar vann hún fimm gullverölaun; sigraöi í 100 m hlaupi, 400 m hlaupi (á nýju Landsmótsmeti 57,6 sek.), langstökki og 4x100 m boðhlaupi. Þessi árangur hennar leiddi síðan til þess aö hún sigraöi i stigakeppni kvenna í frjálsum iþróttum á mótinu. Þess má geta til gamans aö í 400 m hlaupinu háöi Svanhildur haröa baráttu viö formann Iþróttaráös Kópavogs, Unni Stefánsdóttur, og kom sigur Svanhildar mörgum á óvart þar sem hún hefur lítiö sem ekkert æft 400 m hlaup. Svanhildur keppti á nokkrum mótum erlendis í haust og stóö sig mjög vel þar. Þjálfari Svanhildar er hinn kunni frjálsíþróttaþjálfari Ólafur Unnsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.