Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 60
-60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 þessar standa upp ur ókaílóðinu! Jónas Ámasoa Fleira íólk. Eftir tveggja áratuga hlé, ný bók Jónasar Ámasonar. Hann er enn sami Jónas og þessi bók er vœntanlega hans íjölmörgu addáendum kœrkomin. Reykjaforlagið, Laugavegi 178, Símar: 17802—686110 Guðmundur Jakobsson Mannlif undir Kömbum. Nokkrir Hvergerðingar teknir tali Allt er það ágœta íólk búsett í Hveragerði, en á rœtur víðsvegar um land Bókin er harla íjölbreytt að eírú sjór aí fróðleik, en að auki skemmtilestur. Steíán Jónsson Mínir mezm, Vertíðarsaga Steíáns Jónssonar á sér ekki hliðstœðu í sjómannabókum. Þekking hans á efninu, stDl og tungutak er hans einkaeign Tvímœlalaust raunsannasta bók sem sést hefur um sjómannalíí á vertíð. Jónas Ámason Syndin er lœvís og lipur. Pessi írœga bók kom út fyrir 20 árum síðan og varð hún metsölubók á einum mánuði Ætla má að mörgum þeim 50 þúsund sem síðan haía komist til vits og ára leiki forvitni á, hvers vegna hún hlaut þessar viðtökur. Mezzo í banastuði Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Mezzoforte. Rising. Steinar. Ég tnan að ég sagði á sínum tíma um síðustu plötu Mezzo- forte, að mér fyndist hún hreint ekki skemmtileg þrátt fyrir óaðfinnanlegan hljóðfæraleik. Reyndar fannst mér sú plata bera öll merki þreytu og stöðn- unar, sem kahnski var ekki óeðlilegt í ljósi þeirrar gifurlegu keyrslu sem verið hafði á hljóm- sveitinni fram að útgáfu hennar. Það var því eiginlega með hálfgerðum kvíða að ég renndi Rising undir nálina i byrjun jólamánaðarins. Eftir að Krist- inn Svavarsson hætti var ég á því að nauðsynlega kynni að vanta þann ferskleika, sem hon- um og saxafónleik hans fylgdi, en þær efasemdir hurfu skjótt. Þótt þeir séu nú aðeins fjórir, Gunnlaugur Briem, Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ásmunds- son og Friðrik Karlsson, er í mínum huga ekki nokkur vafi á því að tónlist þeirra hefur ekki verið eins fersk og kröftug í háa herrans tíð ef þá nokkru sinni. Rising ber því sannarlega nafn með rentu því með þessari plötu hefur Mezzoforte stigið mikil- vægt skref og að minni hyggju losað sig að stórum hluta úr viðjum þeirrar stöðnunar, sem einkennt hefur síðustu plötur þeirra. Platan hefst á laginu Check It In, fjörlegu lagi, sem síðan renn- ur snyrtilega saman við Take Off Eyþórs Gunnarssonar. Það lag hefur að geyma grípandi línu sem samfara kröftugum gítar- leik Friðriks gerir það eftir- minnilegt. Tvö næstu lög, Happy Hour og Waves, bæði eftir Frið- rik, eru nokkuð í hinum hefð- bundna Mezzostíl en lokalag fyrri hliðar, Blizzard, eftir Ey- þór er þrususkemmtilegt og jassað. Frábær hljóðfæraleikur skín í gegnum lagið og má vart á milli sjá hver er öðrum fremri. Síðari hliðin hefst á lagi Frið- riks, Solid, en það og Blizzard eru í mínum huga bestu lög plöt- unnar. Solid er mjög kröftugt lag og á köflum er þar stutt yfir í hreint rokk hjá Mezzo. Á eftir fylgja síðan tvö lög „a la Mezzo" áður en titillagið Rising, ljúft með frábærum bassaleik, býr mann undir lokaátökin í laginu Check It Out. Sannarlega fara þeir fjór- menningar á kostum í mörgum laganna og þegar við bætist saxófónleikur Dale Barlow og ásláttarleikur Frank Ricotti er það eins og gott krydd á safaríka steik. „Sándið" er pottþétt sem og hljóðblöndun og úr verður því besta plata Mezzoforte til þessa. Frá hægri Ingrid Halldórsson, Óttar Halldérsson og frú Anne Goldkorn en þau kynntu Jil Sanders-snyrtivörurnar. Jil Sanders-snyrti- vörur á markaðinn ISFLEX hf. hefur tekið að sér einkaumboð á íslandi fyrir snyrtivörur frá Jil Sanders. Jil Sanders sem er þýsk að upp- runa lærði við Los Angeles fash- ion school en starfaði að loknu námi fyrir tímaritið McCalls. 23ja ára stofnaði hún sína fyrstu verzl- un, en rekur nú 27 verzlanir og 120 útibú um allan heim. Snyrtivörurnar eru prófaðar í rannsóknarstofum Beecham lyfja- fyrirtækisins breska. ísland mun vera fyrst norður- Iandanna til að taka upp sölu á snyrtivörum frá Jil Sanders. Landssambandið gegn áfengisbölinu: Bindindisfélög í skólum verði endurvakin MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „16. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu hvetur til þess að reynt verði að endurvekja bind- indisfélög í skólum og síðan sam- band þeirra og leitast við að efla áhuga nemenda í framhaldsskól- um á bindindismálum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.