Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 Ætlarðu suður, sagði Dóri PASTEIGnAIMA VITASTIG 15, nmi uoio 26065. Hverfisgata 2ja herb. ibúö 45 fm í tvíb.húsi. Mögul. á stækkun. Ný máluö. Verö 990 þús. Frakkastígur 2ja herb. íbúö 50 fm. Falleg íbúð í nýbyggöu húsi. Sauna- bað í kj. auk bílgeymslu. Suöur- svalir. Verö 1650 þús. Vesturgata 2ja herb. íbúö 40 fm á 1. hæö. Nýstandsett. Verö 900 þús. Frakkastígur 2ja herb. endaíbúð 55 fm. Saunabaö í kj. Fallegar innr. Bílgeymsla. Verö 1680 þús. Grænakinn — Hf. 3ja herb. íbúð 90 fm í þríb.húsi. Verð 1700 þús. Vesturgata 3ja herb. íbúð 60 fm. Nýstand- sett. JP-innr. Verð 1450—1500 þús. Hrafnhólar 4ra—5 herb. ibúð 117 fm. Glæsileg íbúð meö suö-vest- ursvölum. íbúð í sérflokki. Verö 2250—2300 þús. Ásbraut Kóp. 4ra herb. íbúö á 2. hæð 110 fm. Suðursvalir. Fallegt útsýni. Steypt bíiskúrsplata. Verð 1950 þús. Kleppsvegur 4ra herb. íbúö 117 fm á 2. hæð. Falleg íbúö meö tvennum svöl- um. Sérþvottahús á hæöinni. Verð 2,4 millj. Bergstaöastræti 4ra herb. 100 fm ibúð. Falleg íbúð. Verö 2150 þús. Geítland 3ja herb. íbúö 90 fm. Allt sér. Sérgarður. Verö 1975 þús. Flúöasel Glæsilegt endaraöhús á þrem hæöum meö innb. bilskúr. Glæsil. innr. Harðviöarhandrið á milli hæöa. Inng. bæöi af 1. og 2. hæð. Uppl. á skrifst. Kambsvegur Verslunarhúsnæöi 125 fm sem hægt er aö skipta í þrennt. Uppl. fyrir söluturn, mynd- bandaleigu o.fl., o.fl. Ljósmyndastofa Höfum til sölu eina vinsælustu ' Ijósmyndastofu borgarinnar. Út- búna af góöum myndavélum og tækjum. Uppl. aöeins á skrifst. Vantar — Vantar Vantar allar geröir íbúöa á skrá. Leitiö til okkar þaö borgar sig. íbúd er naudsyn Vantar fyrir fjársterkan kaupanda ein- býli eða sérhæð í Þingholtunum eða Skólavöröuholti. Skoöum og verömetum samdægurs Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson hs: 77410. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Indridi G. 1‘orsteinsson: vafurl(k;ar. Fimmtán sögur. Helgi Sæmundsson valdi sögurnar og reit eftirmála. Bókaútgáfa Menningarsjóós 1984. í Vafurlogum eru sögur sem Helgi Sæmundsson hefur valið úr smásagnasöfnum Indriða G. Þor- steinssonar: Sæluviku (1951), Þeir sem guðirnir elska (1957) og Mannþingi (1965). Auk þeirra birtir Helgi í Vafurlogum þrjár smásögur sem áður hafa komið í blöðum og tímaritum: Lesbók Morgunblaðsins og Andvara. Indriði G. Þorsteinsson vakti fyrst athygli fyrir smásögu, verð- launasöguna Blástör. Hún birtist síðar ásamt öðrum sögum í Sælu- viku og hana er að finna í Vafur- logum. Þetta er góð saga, full af lífi, i senn lífsþorsta og gáska. Sæluvika er líka góð, en dálítið gallaðri, gliðnar á köflum, kemur þó ekki verulega að sök. Lýsingar á Króknum, undirbúningi Sælu- viku og andrúmslofti hátiðarinnar eru kjarnmiklar hvar sem niður er gripið. Til dæmis þessi valin af handahófi: „Þegar fólkið vaknaði á bæjun- um mundi það að nú var daga- munur. Það fór að hugsa um þetta án þess að hafa orð á því hvort við annað. Og það hlakkaði til af því að það var ekki oftar en einu sinni á ári að það gerði sér slikan daga- mun, og þessvegna komst hann aldrei upp í vana. Allir vissu að það yrði skemmtilegt á Króknum, og að það yrði dansað og sungið, og að það myndu einnig verða leik- sýningar. Og fólkið leit á dagataiið til að fullvissa sig einu sinni enn um að nú væri Sæluvika." En þótt Indriði G. Þorsteinsson leggi áherslu á umhverfislýsingar og stemmningu eru það hin mannlegu samskipti sem hann fæst við að lýsa. Viðfangsefni Sæluviku er grátbrosleg saga þeirra Jóhanns Símonar listmál- ara og prestsekkjunnar sem heitir því kynduga nafni Dillinsmá í sög- unni. Um samskipti karla og kvenna er líka fjallað í enn einni sögunni úr Sæluviku í Vafurlogum: Rusli sem er fjandi lúmsk saga og glöggskyggn á mannlega þætti, einkum bresti. Kynslóð 1943 úr Mannþingi hef- ur mér jafnan þótt ein allra besta smásaga Indriða G. Þorsteinsson- ar. í þessari sögu hefur Indriða tekist hið eftirsóknarverða fyrir hvern smásagnahöfund. Sagan er mjög raunsæileg á yfirborði, kaldhömruð þrátt fyrir ástar- brímann sem hún lýsir. En undir lokin fær hún einkennilega dýpt. Við vitum ekki um endalok stúlk- unnar í sögunni, en nógu mikið um bilið milli lífs og dauða. Þetta ein- kennir reyndar fleiri sögur Ind- riða. Að enduðum löngum degi úr Þeir sem guðirnir elska er örlaga- saga með hinu næma innsæi bestu sagna Indriða. Hversdagslegt strit er það sem sagan greinir frá, en undir niðri er önnur og alvarlegri saga, gamall maður með ólækn- andi sjúkdóm staddur i áfanga- stað og ungur drengur sem veit að gamli maðurinn er að kveðja. Bif- reiðin með gamla manninum rennur af stað inn heiðina þegar búið er að ýta henni upp brekk- una: „Mennirnir voru farnir áleiðis niður brekkuna. Að sjá aftan á sýndist bifreiðin afar umkomu- laus og grá þúst á tveimur hjólum er þyrluðu upp fíngerðu ryki og skildu eftir dyn í lofti sem hætti óöfluga að berast til unglingsins og hyrfi með öllu á bakkanum við álinn, þar sem gamli maðurinn bjó og för hans lauk.“ Sögur Indriða G. Þorsteinssonar njóta þess einatt að höfundurinn þekkir sitt sagnasvið. Þær myndir sem dregnar eru upp eru trúverð- ugar. Af sögum sem ekki hafa birst í bók áður er Lífið í brjósti manns eftirminnilegust. Þessi saga um Indriði G. Þorsteinsson Mýrarhúsa-Jón og konuna hans, bæinn sem brennur og erjur þeirra hjóna hefur án efa meira að segja en það sem liggur í augum uppi. Kannski er hún sígild dæmi- saga um átök milli karls og konu? Ég þykist vita hvað höfundurinn meinar og býst við að viðhorf hans verði umdeild, en hvílík skemmtun er ekki að lesa þessa sögu. Hún er með bestu sögum Indriða. Á það hafa ýmsir bent að í smá- atriðum sé Indriði meistari. Helgi Sæmundsson minnir á ummæli Erlends Jónssonar í íslensri skáldsagnaritun 1940—1970. En það eru þau smáatriði sem verða stór hjá þroskuðum og kunnáttu- sömum höfundi. í Vafurlogum eru mörg dæmi um meistara smáat- riðanna. Meðal slíkra sagna er Vetrarregn sem fjallar um karl og konu sem eru að gera upp ýmsa hluti sín á milli og er ekki skapað nema að skilja. Önnur er Svo líða árin um mann sem á trukk og er fullur og ælandi um áramót, reyn- ir að sofa, en er sífellt vakinn af mönnum sem þurfa á aðstoð trukkmanns að halda. í lýsingunni á amstrinu og ónæðinu sem mað- urinn verður fyrir skynjum við stærri sögur, fleiri en eina. Þar nýtur sín hið ósagða sem oft ein- kennir snjallar smásögur á svip- aðan hátt og ljóð. Ljóðrænn er Indriði aftur á móti helst í því hvernig hann opnar sögu. í þessu sambandi má líta á upp- haf Heiðurs landsins: „Áin tók hestinum í hófskegg þar sem hann stóð í henni með flipann oní vatninu. Fyrir handan hélt hlaðin vörubifreið í norðurátt og skók lágan malborinn veginn. Það var sterkjuhiti og sólskin. Áin rann bláleit og lygn framhjá hvammbýlum undir bröttum fjöll- um sem risu í himininn í kaldri tign er var í algjörri andstöðu við hlýtt undirlendið. Hesturinn reisti höfuðið og horfði á bifreiðina; það draup vatn af flipa hans silfurlitt í sterkri birtunni." Meðal þess sem ekki má gleyma þegar rætt er um smásögur Ind- riða G. Þorsteinssonar eru samtöl- in. Þau eru oft slétt og felld, það eru venjulegir alþýðumenn sem tala saman í þeim, fjarverandi eru háfleygir snillingar. Þannig ræða þeir til dæmis malin, Dóri og Finni, í upphafi sögunnar í fá- sinninu: „Ætlarðu suður, sagði Dóri. Ég verð áfram á Laugum. Það er sagt þú haldir við frúna. Ég hef heyrt það. Þú átt að eiga barnið sem hún gengur með. Þeir segja það. Er það satt, Finni? Það segja þeir. En þú, hvað segir þú. Það skiptir víst engu hvað ég segi.“ Ekki verður fundið að vali sagn- anna í Vafurlogum. Þetta er sígild sýnisbók smásagnagerðar Indriða G. Þorsteinssonar. Með nýju sög- urnar í huga saknar maður þess að Indriði skuli ekki hafa verið enn afkastameiri smásagnahöf- undur. En hann er óneitanlega einn hinn fremsti á þessu sviði meðal eftirstríðshöfunda. Dönsku barnaskórnir frá BumigasiNl eru í hæsta gæöaflokki. Spyrjið um barnaskóna með kanínumerkinu. Mílanó, skóverslun, Laugavegi 20, simi 10655. Póstsendum Dönsku barnaskórnir frá UuihHisiíinI eru í hæsta gæöaflokki. Spyrjið um barnaskóna meö kanínumerkinu. Stjömuskóbúðin, Laugavegi 96, svni 23795. vó*1 & >be i X-Jöfðar til X X fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.