Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 18
MORGUNBLADtD, MIDVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 « Kristinn Sigmundsson syngur með Fóstbræðrum undir stjórn Ragnars Björnssonar. Ástarsöngur í frosti“ — ný plata Fóstbræðra og Kristins Sigmundssonar „Erum að hugsa um lágmarksbúnað — segir Pétur Guðfinnsson hjá Sjónvarpinu „RÍKISÚTVARPIÐ er með í huga „ÁSTARSÖNGUR í frosti“ nefnist ný hljómplata, sem Fálkinn gefur út. Á plötunni syngur Karlakórinn Fóst- bræður, einsöngvarar eru Kristinn Sigmundsson og Björn Emilsson. Stjórnandi er Ragnar Björnsson, undirleikari Jónas Ingimundarson. Upptökur fóru að mestu fram f Langholtskirkju í septembermán- uði síðastliðnum, en einnig í Madi- son í Wisconsin í Bandaríkjunum fyrir röskum tveimur árum. Bjarni Rúnar Bjarnason annaðist upptöku á fimm laganna. Tvö rússnesk þjóðlög, Stenka Rasin og Ástarsöngur í frosti, eru á hlið A og einnig Boatman’s Dance (minstrel-söngur). Á hlið B eru þrír negrasálmar: Ride the Chariot, Steal Away og My Lord What a Morning. afar einfaldan móttökuskerm en Póstur og sími á við fullkomna jarðstöð með húsbyggingu og öðru tilheyrandi," sagði Pétur Guðfinns- son, framkvæmdastjóri sjónvarps- ins, er Morgunblaðið innti hann eft- ir ástæðunni fyrir þeim mikla verð- mismuni sem fram hefur komið í kostnaðaráætlun stofnananna, við að reisa hér hugsanlega jarðstöð til móttöku á norsku sjónvarpsefni. Ríkisútvarpið telur sig geta koraið slíkri stöð á fót fyrir 2—5 milljónir króna, en Póstur og sími fyrir 13,5 milljónir króna. „Hugmynd ríkisútvarpsins er aðeins um lágmarksútbúnað sem þarf til móttöku sjónvarpsefnis án nokkurra húsbygginga," sagði Pétur. „Póstur og sími er hins veg- ar með í huga miklu fullkomnari móttökustöð og meira rekstrarör- yggi s.s. búnað til afísingar, en hann er nauðsynlegur hér þar sem allra veðra er von. Með þessari jarðstöð á jafnframt að vera mögulegt að senda héðan sjón- varpsefni. Því erum við rauninni að tala um tvo ólíka hluti og hinn mikli verðmismunur því vel skilj- anlegur," sagði Pétur. Tólfta hefti Eiðfaxa TÓLFTA tölublað Kiðfaxa 1984 er komið út. Meðal efnis er kappreiðaannáll 1984 eftir Sigurbjörn Bárðarson, viðtal við Jóhannes Þ. Jónsson í Þjöppuleigunni og frásögn Sigurð- ar Sigmundssonar af ferð um Þingeyjarsýslu. Svipmyndir frá liðnu sumri eru í miðopnu, Herb- ert Ólason skrifar um hestamið- stöð i Austurríki og Hróðmar Bjarnason skrifar um gæðinga- dóma. Auk þessa eru svo frétta- pistlar og fleiri frásagnir í blað- inu. Eiðfaxi er 48 síður að þessu sinni. Ritstjóri er Hjalti Jón Sveinsson og ritstjórnarfulltrúi Sigurður Sigmundsson. Froskarækt- arfár í Kanton Peking, 17. desember. AP. KÍNVERSKT dagblað, Kanton kvöldfréttirnar, greindi frá því fyrir skömmu að útlendingar væru með afbrigðum sólgnir í froskakjöt. Það varð til þess að froskaræktárfár greip um sig meðal lesenda blaðsins og bréf- um rigndi til ritstjórnarinnar þar sem þess var óskað að grund- vallaratriði froskaræktar yrðu reifuð á síðum þess. „Við fengum 100 bréf strax fyrsta daginn og þeim hefur farið fjölgandi síðan,“ sagði ritstjórnarfulltrúi blaðsins. Hann sagði að hér væri um bolafroskinn að ræða, stóra og kjötmikla froskategund og sums staðar í Kína væru þeir ræktaðir. Útflutningurinn næmi 300.000 froskum ár hvert en markaðurinn biði upp á miklu meiri sölu. Froskarækt- in er í sjálfu sér engin rækt, heldur umsjón með stofn- stærð, því froskarnir sjá um sig sjálfir ef skilyrði fyrir þá eru góð. Bændur og búalið þarf einungis að handsama þá þeg- ar kemur að skuldadögum. Þvi lét dagblaðið nægja að greina frá helsta kjörlendi bola- froska: „Bolafroskar eru ljósfælnir, hræðast hávaða og eru á kreiki að næturþeli. Á daginn fela þeir sig í svölum vatnagróðri. Þeir eru sólgnir í smáfiska, vatnarækjur og fljótandi pöddur." Með þessar upplýs- ingar að leiðarljósi fara upp- rennandi froskaræktarmenn í Kina á stjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (19.12.1984)
https://timarit.is/issue/119870

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (19.12.1984)

Aðgerðir: