Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 2florjjtmIiIatoí> ió af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er 2 24 80 Breytingar á stjórn- kerfi Reykjavíkur eftir Guörúnu Jónsdóttir Stjórnkerfisnefnd Nýlega lauk störfum svokölluð stjórnkerfisnefnd sem kosin var af borgarráði í upphafi árs 1983 að tillögu Kvennaframboðs. Verkefni þessarar nefndar var að endur- skoða þær reglur sem i gildi eru um stjórn borgarinnar en þær eru um 20 ára gamlar. Árangur nefnd- arstarfsins var kynntur á síðasta fundi borgarstjórnar hinn 6. des. sl. Atkvæðagreiðsla um þær fer fram á næsta borgarstjórnarfundi hinn 20. des. nk. Ég mun í þessu greinarkorni fjalla um tillögur Kvennafram- boðsins og Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Tillögur þessara aðila ganga lengst í þá veru að breyta núverandi kerfi þó í andstæðar áttir sé. Tinögur Kvennafram- boðsins byggja á hugmyndum um virkt lýðræði og dreifingu valds. Tillögur Sjálfstæðisflokksins bera hins vegar með sér að þeim er ætl- að að tryggja enn betur þá stjórn- arhætti sem kenndir eru við fámennisstjórn. Tillögur Kvenna- framboðsins Tillögur okkar fela í sér grund- vallarbreytingar á stjórnkerfi borgarinnar og hljóti þær fylgi væri ráðin bót á verstu vankönt- um núverandi kerfis, en þeir eru að mínu mati: 1. Lokað og flókið kerfi sem erfitt er fyrir utanaðkomandi að fá yfirsýn yfir. 2. Aragrúi nefnda og hver þeirra með þröngt verksvið, litla yfir- sýn og lítið vald eða ábyrgð. 3. Borgarbúar eru í raun áhrifa- lausir um stjórn borgarinnar að öðru leyti en því að neyta atkvæðisréttar síns á fjögurra ára fresti. Tillögur okkar miða að því að breyta þessu. Það teljum við hægt að gera með eftirfarandi hætti: Ráð og nefndir Við leggjum til að nefndum og ráðum borgarinnar verði stórlega fækkað og verksvið þeirra sem eft- ir verða verði aukið. Jafnframt verði tryggt að þau fari með fram- kvæmda-, rekstrar- og fjármála- ábyrgð hvert á sínu sviði og heyri beint undir borgarstjórn. Við leggjum einnig til að borgarráð, mesta valdastofnun kerfisins, verði lagt niður. Hvað þýðir þetta í raun? Fyrst og fremst það að hver nefnd öðlast aukið sjálfstæði og ábyrgð gagnvart borgarstjórn. Núverandi kerfi er þannig að allt framkvæmda- og fjármálavald er hjá hinu fimm manna borgarráði. Þar eru endanlegar ákvarðanir teknar í raun. Umræður og at- kvæðagreiðsla um mál í borgar- stjórn hafa aldrei, þau 2'k ár sem við höfum setið þar, breytt þeirri ákvörðun sem þrír meirihlutafull- trúar í borgarráði hafa tekið. Svona kerfi er hættulegt að okkar mati. Það leiðir til valdsöfn- unar í hendur fárra manna. Okkar tillaga tryggir því betur að borg- arstjórn verði í raun vettvangur marktækra umræðna og ákvarð- ana. í annan stað þýðir þetta að störf ráða verða markvissari og byggist á betri yfirsýn yfir málefnasvið. Ég vil nefna dæmi til skýringar. Starfsemi og þjónusta borgar- innar er í dag marggreind og nefndir og ráð stjórna hvert sín- um litla geira. Það lætur nærri að nefndirnar séu 60—70. Okkar til- lögur gera ráð fyrir að flokka þessa starfsemi í sjö meginverk- efnasvið, þ.e. félagsmála-, fræðslumála-, heilbrigðismála-, menningarmála-, umhverfismála- og vinnumálasvið og auk þess fyrirtæki borgarinnar. Fyrir hverjum þessara málaflokka fari sérstakt ráð með stjórn þeirra. Tillögur okkar varðandi ráð borgarinnar tryggja einnig að all- ir flokkar og samtök sem fulltrúa eiga í borgarstjórn eigi einnig fulltrúa í öllum ráðum borgarinn- ar. Við gerum sem sé ekki ráð fyrir fastri tölu fulltrúa í ráðum eins og nú er, heldur geti hún ver- ið breytileg, þó aldrei færri en 7 fulltrúar, og fari eftir fjölda fram- boða til borgarstjórnar hverju sinni. Miðað við daginn í dag þýddu tillögur okkar, að í áður- nefndum 7 ráðum sætu 9 fulltrúar, þ.e. 5 fulltrúar frá meirihluta og 4 frá minnihluta. Nú er fjöldi fulltrúa í nefndum og ráðum bundinn við ákveðna tölu og afleiðingin er að minni- hlutaaðilar í borgarstjórn geta ekki átt fulltrúa í öllum nefndum, ekki einu sinni þeim stærstu og veigamestu. Við teljum það lágmarkskröfu til stjórnkerfis sem kennir sig við lýðræði að tryggt sé að allir þeir framboðsaðilar sem eiga fulltrúa í borgarstjórn hafi möguleika á að fylgjast með og taka þátt i stefnu- mörkun og ákvörðunum ráða. Tillögur okkar varðandi breytta skipan ráða borgarinnar gera ráð fyrir að formenn ráða verði laun- aðir starfsmenn þeirra og að þeir verði kosnir árlega af borgar- stjórn. Með þessu fyrirkomulagi viljum við tryggja að meirihlutinn hverju sinni geti betur fylgst með og fylgt eftir baráttumálum sín- um, en sé ekki algjörlega háður misjafnlega vinsamlegu embætt- ismannakerfi. Loks er þess að geta að við leggjum til að ráðunum sé gert að skyldu að gera ítarlegan og að- gengilegan upplýsingabækling um verksvið sitt og hvernig borgarbú- ar geta komið málum á framfæri í stjórnkerfinu. Við leggjum til að slíkum upplýsingabæklingi verði dreift til allra borgarbúa í upphafi kjörtímabils. Vilji stjórnvöld raunverulega koma á virku lýð- ræði er dreifing upplýsinga fyrsta skrefið í þá átt. Valddreifing til íbúa- og hverfasamtaka Við gerum tillögu um að sam- tökum íbúa í hverfum borgarinnar sé tryggður aðgangur að ákvörð- unum ráðanna. Annars vegar með því að hverju ráði skuli skylt að senda viðkomandi hverfaráði upp- lýsingar um fyrirhugaðar fram- kvæmdir í hverfinu strax á um- ræðustigi þeirra. Hins vegar með því að hverfasamtök geti sent full- trúa á fundi ráða þegar málefni hverfisins eru til umræðu og geti þeir þar talað máli hverfisins og lagt fram tillögur. Jafnframt er gert ráð fyrir að erindum sem ber- ast ráðunum frá einstaklingum og/eða samtökum sé svarað með skriflegri greinargerð. Við gerð fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir að hverfasamtök eigi rétt á að fylgjast með undirbúningi hennar og leggja þar fram óskir um for- gangsröðun verkefna í sínu hverfi. Áskilið er að hverfasamtök njóti fjárveitinga úr borgarsjóði þannig að þau geti starfað eðlilega. Allt eru þetta atriði sem tryggja borg- arbúum aðgang og áhrif þegar verið er að taka afdrifaríkar ákvarðanir um útlit, skipulag og framkvæmdir í einstökum hverf- um. Með tilkomu ákveðins form- legs farvegs innan kerfisins sem tryggir íbúum hverfa aðgang að stjórnkerfinu er grundvöllur lagð- ur að virku starfi hverfasamtaka og aukinni valddreifingu. Málefni kvenna Tillögur okkar gera ráð fyrir stofnun nýs ráðs, Kvennaráðs, sem þá er áttunda ráðið, skv. til- lögunum. Það yrði skipað einni konu frá hverjum flokki og sam- tökum sem fulltrúa eiga í borgar- stjórn. Kvennaráðið á að standa í for- svari og hafa frumkvæði í öllum þeim málum borgarinnar sem snerta konur sérstaklega. Við leggjum til að því verði jafnframt tryggðar árlegar tekjur, 'k% af tekjum borgarsjóðs, til þess að efla starfsemi þeirra kvennasam- taka í borginni sem berjast og vilja berjast fyrir bættum hag kvenna. Husqvarna Optima O O Husqvarna Optima er full- komin saumavél, létt og auö- veld í notkun. Husqvarna Optima hefur nytjasauma innbyggöa. O Husqvarna Optima saumar allt frá þynnsta silki til gróf- asta striga og skinns. O Husqvarna Optima óska- draumur húsmóðurinnar. Verd frá kr. 12.000.- stg. 0\ Gunnar Asgeirsson hf Suðurlandsbraut 16 Sími 913520Ö" (fij Husqvarna Guðrún Jónsdóttir „Við leggjum til að nefndum og ráðum borgarinnar verði stór- lega fækkað og verksvið þeirra sem eftir verða verði aukið. Jafnframt verði tryggt að þau fari með framkvæmda-, rekstrar- og fjármála- ábyrgð hvert á sínu sviði og heyri beint undir borgarstjórn. Við leggj- um einnig til að borgar- ráð, mesta valdastofnun kerfisins, verði lagt niður.“ Hugmyndin um kvennaráð er ekki ný. Hún er t.d. þegar komin til framkvæmda í flestum stærri borgum i Bretlandi. Kvennaráðin þar hafa leyst úr læðingi frjótt og öflugt starf ýmissa kvennahópa. Jafnframt hafa kvennaráðin kynnt sér og fylgt eftir kærum einstakra kvenna sem telja að borgaryfirvöld hafi gengið á rétt sinn. Við teljum að með því að koma á kvennaráði, á þeim for- sendum sem hér eru raktar, sé von til þess að konur geti fylgt eftir þeim smásigrum sem áunnist hafa í kvenfrelsisbaráttu undanfarandi ára. Stofnun Kvennaráðs er því einn áfangi að því viðurkennda markmiði að jafna stöðu kynjanna í efnalegu, félagslegu og réttinda- legu tilliti. Tillögur sjálf- stæðismanna Tillögur sjálfstæðismanna í stjórnkerfisnefndinni gera ráð fyrir eftirfarandi breytingum á stjórnkerfinu: 1. Fækkun fulltrúa í öllum nefnd- um og ráðum, þannig að þeir verði flestir fimm að tölu. Jafn- framt er verksvið nokkurra nefnda aukið. 2. Almenna atkvæðagreiðslu með- al borgarbúa urii einstök mál ákveði borgarstjórn án þess þó að niðurstaða slíkrar atkvæða- greiðslu sé bindandi fyrir borg- arstjórn. 3. Borgarstjórn auglýsi eftir ábendingum og tillögum borg- arbúa um mál er varða gerð fjárhagsáætlunar og borgarráð á að hafa þær til hliðsjónar við tillögugerð sína. 4. Borgarstjóri boði til almennra funda með borgarbúum þar sem borgarmál væru til um- ræðu. 5. Nefndir geta ákveðið að efna til funda með borgarbúum, íbúum einstakra hverfa, félögum eða hagsmunahópum um mál sem þær fjalla um, þyki það eðlilegt. Þessar tillögur fela í raun að- eins í sér þrjú nýmæli og trauðla er hægt að halda því fram að þau auki lýðræði eða dreifi valdi. Nýmælin eru: Fækkun fulltrúa í nefndum og aukið verksvið sumra þeirra, borgarstjóri boði til al- mennra funda og mæti þar einn fyrir hönd borgarstjórnar og al- menn atkvæðagreiðsla um einstök mál. Varðandi hin atriðin tvö, þ.e. fundi nefnda með borgarbúum um ákveðin málefni og að auglýsa skuli eftir ábendingum borgarbúa við gerð fjárhagsáætlunar, er ekk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.