Morgunblaðið - 19.12.1984, Síða 56

Morgunblaðið - 19.12.1984, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 2florjjtmIiIatoí> ió af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er 2 24 80 Breytingar á stjórn- kerfi Reykjavíkur eftir Guörúnu Jónsdóttir Stjórnkerfisnefnd Nýlega lauk störfum svokölluð stjórnkerfisnefnd sem kosin var af borgarráði í upphafi árs 1983 að tillögu Kvennaframboðs. Verkefni þessarar nefndar var að endur- skoða þær reglur sem i gildi eru um stjórn borgarinnar en þær eru um 20 ára gamlar. Árangur nefnd- arstarfsins var kynntur á síðasta fundi borgarstjórnar hinn 6. des. sl. Atkvæðagreiðsla um þær fer fram á næsta borgarstjórnarfundi hinn 20. des. nk. Ég mun í þessu greinarkorni fjalla um tillögur Kvennafram- boðsins og Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Tillögur þessara aðila ganga lengst í þá veru að breyta núverandi kerfi þó í andstæðar áttir sé. Tinögur Kvennafram- boðsins byggja á hugmyndum um virkt lýðræði og dreifingu valds. Tillögur Sjálfstæðisflokksins bera hins vegar með sér að þeim er ætl- að að tryggja enn betur þá stjórn- arhætti sem kenndir eru við fámennisstjórn. Tillögur Kvenna- framboðsins Tillögur okkar fela í sér grund- vallarbreytingar á stjórnkerfi borgarinnar og hljóti þær fylgi væri ráðin bót á verstu vankönt- um núverandi kerfis, en þeir eru að mínu mati: 1. Lokað og flókið kerfi sem erfitt er fyrir utanaðkomandi að fá yfirsýn yfir. 2. Aragrúi nefnda og hver þeirra með þröngt verksvið, litla yfir- sýn og lítið vald eða ábyrgð. 3. Borgarbúar eru í raun áhrifa- lausir um stjórn borgarinnar að öðru leyti en því að neyta atkvæðisréttar síns á fjögurra ára fresti. Tillögur okkar miða að því að breyta þessu. Það teljum við hægt að gera með eftirfarandi hætti: Ráð og nefndir Við leggjum til að nefndum og ráðum borgarinnar verði stórlega fækkað og verksvið þeirra sem eft- ir verða verði aukið. Jafnframt verði tryggt að þau fari með fram- kvæmda-, rekstrar- og fjármála- ábyrgð hvert á sínu sviði og heyri beint undir borgarstjórn. Við leggjum einnig til að borgarráð, mesta valdastofnun kerfisins, verði lagt niður. Hvað þýðir þetta í raun? Fyrst og fremst það að hver nefnd öðlast aukið sjálfstæði og ábyrgð gagnvart borgarstjórn. Núverandi kerfi er þannig að allt framkvæmda- og fjármálavald er hjá hinu fimm manna borgarráði. Þar eru endanlegar ákvarðanir teknar í raun. Umræður og at- kvæðagreiðsla um mál í borgar- stjórn hafa aldrei, þau 2'k ár sem við höfum setið þar, breytt þeirri ákvörðun sem þrír meirihlutafull- trúar í borgarráði hafa tekið. Svona kerfi er hættulegt að okkar mati. Það leiðir til valdsöfn- unar í hendur fárra manna. Okkar tillaga tryggir því betur að borg- arstjórn verði í raun vettvangur marktækra umræðna og ákvarð- ana. í annan stað þýðir þetta að störf ráða verða markvissari og byggist á betri yfirsýn yfir málefnasvið. Ég vil nefna dæmi til skýringar. Starfsemi og þjónusta borgar- innar er í dag marggreind og nefndir og ráð stjórna hvert sín- um litla geira. Það lætur nærri að nefndirnar séu 60—70. Okkar til- lögur gera ráð fyrir að flokka þessa starfsemi í sjö meginverk- efnasvið, þ.e. félagsmála-, fræðslumála-, heilbrigðismála-, menningarmála-, umhverfismála- og vinnumálasvið og auk þess fyrirtæki borgarinnar. Fyrir hverjum þessara málaflokka fari sérstakt ráð með stjórn þeirra. Tillögur okkar varðandi ráð borgarinnar tryggja einnig að all- ir flokkar og samtök sem fulltrúa eiga í borgarstjórn eigi einnig fulltrúa í öllum ráðum borgarinn- ar. Við gerum sem sé ekki ráð fyrir fastri tölu fulltrúa í ráðum eins og nú er, heldur geti hún ver- ið breytileg, þó aldrei færri en 7 fulltrúar, og fari eftir fjölda fram- boða til borgarstjórnar hverju sinni. Miðað við daginn í dag þýddu tillögur okkar, að í áður- nefndum 7 ráðum sætu 9 fulltrúar, þ.e. 5 fulltrúar frá meirihluta og 4 frá minnihluta. Nú er fjöldi fulltrúa í nefndum og ráðum bundinn við ákveðna tölu og afleiðingin er að minni- hlutaaðilar í borgarstjórn geta ekki átt fulltrúa í öllum nefndum, ekki einu sinni þeim stærstu og veigamestu. Við teljum það lágmarkskröfu til stjórnkerfis sem kennir sig við lýðræði að tryggt sé að allir þeir framboðsaðilar sem eiga fulltrúa í borgarstjórn hafi möguleika á að fylgjast með og taka þátt i stefnu- mörkun og ákvörðunum ráða. Tillögur okkar varðandi breytta skipan ráða borgarinnar gera ráð fyrir að formenn ráða verði laun- aðir starfsmenn þeirra og að þeir verði kosnir árlega af borgar- stjórn. Með þessu fyrirkomulagi viljum við tryggja að meirihlutinn hverju sinni geti betur fylgst með og fylgt eftir baráttumálum sín- um, en sé ekki algjörlega háður misjafnlega vinsamlegu embætt- ismannakerfi. Loks er þess að geta að við leggjum til að ráðunum sé gert að skyldu að gera ítarlegan og að- gengilegan upplýsingabækling um verksvið sitt og hvernig borgarbú- ar geta komið málum á framfæri í stjórnkerfinu. Við leggjum til að slíkum upplýsingabæklingi verði dreift til allra borgarbúa í upphafi kjörtímabils. Vilji stjórnvöld raunverulega koma á virku lýð- ræði er dreifing upplýsinga fyrsta skrefið í þá átt. Valddreifing til íbúa- og hverfasamtaka Við gerum tillögu um að sam- tökum íbúa í hverfum borgarinnar sé tryggður aðgangur að ákvörð- unum ráðanna. Annars vegar með því að hverju ráði skuli skylt að senda viðkomandi hverfaráði upp- lýsingar um fyrirhugaðar fram- kvæmdir í hverfinu strax á um- ræðustigi þeirra. Hins vegar með því að hverfasamtök geti sent full- trúa á fundi ráða þegar málefni hverfisins eru til umræðu og geti þeir þar talað máli hverfisins og lagt fram tillögur. Jafnframt er gert ráð fyrir að erindum sem ber- ast ráðunum frá einstaklingum og/eða samtökum sé svarað með skriflegri greinargerð. Við gerð fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir að hverfasamtök eigi rétt á að fylgjast með undirbúningi hennar og leggja þar fram óskir um for- gangsröðun verkefna í sínu hverfi. Áskilið er að hverfasamtök njóti fjárveitinga úr borgarsjóði þannig að þau geti starfað eðlilega. Allt eru þetta atriði sem tryggja borg- arbúum aðgang og áhrif þegar verið er að taka afdrifaríkar ákvarðanir um útlit, skipulag og framkvæmdir í einstökum hverf- um. Með tilkomu ákveðins form- legs farvegs innan kerfisins sem tryggir íbúum hverfa aðgang að stjórnkerfinu er grundvöllur lagð- ur að virku starfi hverfasamtaka og aukinni valddreifingu. Málefni kvenna Tillögur okkar gera ráð fyrir stofnun nýs ráðs, Kvennaráðs, sem þá er áttunda ráðið, skv. til- lögunum. Það yrði skipað einni konu frá hverjum flokki og sam- tökum sem fulltrúa eiga í borgar- stjórn. Kvennaráðið á að standa í for- svari og hafa frumkvæði í öllum þeim málum borgarinnar sem snerta konur sérstaklega. Við leggjum til að því verði jafnframt tryggðar árlegar tekjur, 'k% af tekjum borgarsjóðs, til þess að efla starfsemi þeirra kvennasam- taka í borginni sem berjast og vilja berjast fyrir bættum hag kvenna. Husqvarna Optima O O Husqvarna Optima er full- komin saumavél, létt og auö- veld í notkun. Husqvarna Optima hefur nytjasauma innbyggöa. O Husqvarna Optima saumar allt frá þynnsta silki til gróf- asta striga og skinns. O Husqvarna Optima óska- draumur húsmóðurinnar. Verd frá kr. 12.000.- stg. 0\ Gunnar Asgeirsson hf Suðurlandsbraut 16 Sími 913520Ö" (fij Husqvarna Guðrún Jónsdóttir „Við leggjum til að nefndum og ráðum borgarinnar verði stór- lega fækkað og verksvið þeirra sem eftir verða verði aukið. Jafnframt verði tryggt að þau fari með framkvæmda-, rekstrar- og fjármála- ábyrgð hvert á sínu sviði og heyri beint undir borgarstjórn. Við leggj- um einnig til að borgar- ráð, mesta valdastofnun kerfisins, verði lagt niður.“ Hugmyndin um kvennaráð er ekki ný. Hún er t.d. þegar komin til framkvæmda í flestum stærri borgum i Bretlandi. Kvennaráðin þar hafa leyst úr læðingi frjótt og öflugt starf ýmissa kvennahópa. Jafnframt hafa kvennaráðin kynnt sér og fylgt eftir kærum einstakra kvenna sem telja að borgaryfirvöld hafi gengið á rétt sinn. Við teljum að með því að koma á kvennaráði, á þeim for- sendum sem hér eru raktar, sé von til þess að konur geti fylgt eftir þeim smásigrum sem áunnist hafa í kvenfrelsisbaráttu undanfarandi ára. Stofnun Kvennaráðs er því einn áfangi að því viðurkennda markmiði að jafna stöðu kynjanna í efnalegu, félagslegu og réttinda- legu tilliti. Tillögur sjálf- stæðismanna Tillögur sjálfstæðismanna í stjórnkerfisnefndinni gera ráð fyrir eftirfarandi breytingum á stjórnkerfinu: 1. Fækkun fulltrúa í öllum nefnd- um og ráðum, þannig að þeir verði flestir fimm að tölu. Jafn- framt er verksvið nokkurra nefnda aukið. 2. Almenna atkvæðagreiðslu með- al borgarbúa urii einstök mál ákveði borgarstjórn án þess þó að niðurstaða slíkrar atkvæða- greiðslu sé bindandi fyrir borg- arstjórn. 3. Borgarstjórn auglýsi eftir ábendingum og tillögum borg- arbúa um mál er varða gerð fjárhagsáætlunar og borgarráð á að hafa þær til hliðsjónar við tillögugerð sína. 4. Borgarstjóri boði til almennra funda með borgarbúum þar sem borgarmál væru til um- ræðu. 5. Nefndir geta ákveðið að efna til funda með borgarbúum, íbúum einstakra hverfa, félögum eða hagsmunahópum um mál sem þær fjalla um, þyki það eðlilegt. Þessar tillögur fela í raun að- eins í sér þrjú nýmæli og trauðla er hægt að halda því fram að þau auki lýðræði eða dreifi valdi. Nýmælin eru: Fækkun fulltrúa í nefndum og aukið verksvið sumra þeirra, borgarstjóri boði til al- mennra funda og mæti þar einn fyrir hönd borgarstjórnar og al- menn atkvæðagreiðsla um einstök mál. Varðandi hin atriðin tvö, þ.e. fundi nefnda með borgarbúum um ákveðin málefni og að auglýsa skuli eftir ábendingum borgarbúa við gerð fjárhagsáætlunar, er ekk-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.