Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
ÓSKAR GUOLAUGSSON,
Gnoðarvogi 34,
andaöist í Landspítalanum 18. desember. .
Dýrleif Tryggvadóttir,
Guöiaugur Tr. Óskarsson,
Baldvin P. Óskarsson,
Sigurlfn R. Óskarsdóttir,
Óskar J. Óskarsson,
Anna Elfn Óskarsdóttir.
t
Eiginmaöur minn,
KRISTINN JÓNSSON
vélstjóri,
Vesturgötu 56, Reykjavfk,
lést í Borgarspitalanum laugardaginn 8. desember.
Bálför hefur fariö fram.
Ósk Guójónsdóttir.
t
Eiginmaöur minn,
ÁSGRÍMUR PÁLSSON,
lóst mánudaginn 17. desember.
F.h. vandamanna,
Ragnheiöur Hermannsdóttir.
t
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma,
SELMA KALDALÓNS,
sem lést miövikudaginn 12. desember, veröur jarösungin frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. desember kl. 3.
Jón Gunnlaugsson,
Karen Oktavfa Kaldalóns Jónsdóttir, Henrik Friis,
Þorbjörg Kaldalóns Jónsdóttir,
Elsa Kaldalóns Jónsdóttir,
Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir,
Gunnlaugur Andreas Jónsson,
Sigvaldi Kaldalóns Jónsson,
Margrét Kaldalóns Jónsdóttir,
Þórhallur Kaldalóns Jónsson,
Eggert Stefán Kaldalóns Jónsson,
Jón Stephenson
Edward Balys,
Árni Ólafsson,
Helge Grane Madsen,
Guórún H. Brynleifsdóttir,
Helga Kristinsdóttir,
og önnur barnabörn.
t
Móöir min og amma,
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR
frá Valþjófsstööum,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. desember kl.
10.30.
Sveinn Jónsson,
Helgi Ómar Sveinsson.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
DÓRÓTHE VILHJÁLMSDÓTTIR,
Eskihlfó 9,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. des. kl.
13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Börnin.
t
Móöir min,
GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR,
sem andaöist 13. desember, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 20. desember kl. 10.30.
Aóalheiöur Brynjólfsdóttir.
t
Móöir min og amma okkar,
ÞÓRANNA GUOMUNDSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja á Litla-Hrauni,
Kolbeinsstaóahreppi, Hnappadalssýslu,
sem lést 8. desember sl., veröur jarösungin frá Aöventkirkjunni i
dag, 19. desember, kl 13.30.
Oddný Siguröardóttír
og barnabörn.
Jóhanna
dóttir —
Fædd 3. október 1915
Díin 9. desember 1984
í dag, þann 19. desember, þegar
ég kveð hinstu kveðju elskulega
tengdamóður og ömmu barna
minna, langar mig með nokkrum
orðum að votta henni virðingu
mína og elsku, þó ég geti aldrei
með orðum sagt það sem í hjarta
mínu býr, það bíður síns tíma.
Jóhanna fæddist þann 3. októ-
ber 1915 í Laugardal í Vestmanna-
eyjum, og ólst þar upp hjá foreldr-
um sínum, Eyjólfi Sigurðssyni og
Nikólínu Eyjólfsdóttur.
Fljótlega bar á því að Jóhanna
var forkur til allra starfa, og ekki
veitti af duglegum höndum á stóru
heimili, hún fór fljótt að vinna öll
þau verk sem til féllu, sérstaklega
ræddi hún oft við mig um störf sín
á sjúkrahúsinu þar á staðnum og
fannst mér sem hugur hennar
hefði um tíma staðið til hjúkrun-
arstarfa og held ég að þar hefði
kraftur hennar, styrkur og
manngæska notið sín vel. En út-
þráin gerði vart við sig, um tví-
tugt, og lá leið hennar til Ólafs-
fjarðar þar sem hún vann, til að
byrja með öll venjuleg störf, sem
til féllu við útgerð á þeim tíma.
Iðulega sátum við saman og sagði
hún mér þá hvernig þessum störf-
um var háttað, verður mér því oft
hugsað til þeirrar miklu vinnu
sem konur inntu af höndum á
þessum tíma, störf sem nú teljast
til grófustu karlmannsverka, og
myndum við konur í dag veigra
Eyjólfs-
Minning
okkur við að fara í þeirra spor. En
tengdamóður minni var ekki fisj-
að saman þegar um vinnu var að
ræða. Seinni hlutann af veru sinni
á Ólafsfirði vann hún hjá Ásgrími
Hartmannssyni og konu hans,
Helgu, sem ráku þá, eftir þvi sem
ég best veit, eina veitinga- og
gistihúsið á staðnum. Heyri ég á
öllum að Jóhanna vann sín störf
vel og af alúð og kynnti sig í alla
staði vel. það sýnir hugur þeirra
hjóna í gegnum árin og þar var
ræktuð vinátta samhliða vinnu á
þeim stað.
En ekki fann Jóhanna það sem
hún leitaði að á Ólafsfirði, heldur
lá leið hennar til Reykjavíkur þar
sem hún um skeið vann á Lista-
mannaskólanum og heyrði ég á
henni að þaðan átti hún margar
skemmtilegar minningar. Eftir
það tók hún til starfa á sauma-
stofunni Spörtu sem á þeim tíma
var þekkt sem góð saumastofa.
Þar sýndi hún að henni var margt
til lista lagt því allt sem að
saumaskap snéri lék í höndum
hennar eins og hver önnur list,
bæði handavinna allskonar og
vélavinna. Á heiðursstað í stofu
hennar standa myndarlegir silfur-
kertastjakar sem Ragna i Spörtu
gaf henni sem viðurkenningu fyrir
vel unnin störf. Þeir sýna að störf
hennar voru metin mikils.
Árið 1976 fór Jóhanna aftur að
vinna eftir nokkurt hlé og þá á
saumastofu Halldórs Guðjónsson-
ar, hún mat hann mikils og með
þeim tókst góð samvinna, sauma-
t
Eiginmaöur minn, faöir, stjúpfaöir og tengdafaöir,
ÞORSTEINN PJETURSSON,
Akurgeröi 39,
fyrrum starfsmaður Fulltrúaróös verkalýösfélaganna i Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. desember kl.
13.30.
Guðmunda Lilja Ólafsdóttir,
Ólafur Þorsteinsson, Vilhelmina Þorsteinsdóttir,
Guðríöur Þorsteinsdóttir, Stefón Reynir Kristinsson,
Helga Karlsdóttir, Gunnar Ingimarsson.
t
Amma okkar og langamma,
GUÐBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR,
óöur til heimilis f Mjósundi 1,
Hafnarfiröi,
veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju mlövikudaginn 19.
desember kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Elli- og hjúkrunar-
heimiliö Sólvang í Hafnarfirði.
Sonarsynir og börn þeirra.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa,
SIGFÚSAR JÓNSSONAR,
Víöilundi 6C, Akureyri.
Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og starfsfólki handlækn-
ingadeildar Fjóröungssjúkrahúss Akureyrar og forstjóra og starfs-
fólki Sútunarverksmiöju SiS.
Guö blessi ykkur öll.
María isaksdóttir,
Jóna Guöjónsdóttir, Ólafur Magnússon,
Ingibjörg Sigfúsdóttir, Knútur Valmundsson,
Hjördis Sigfúsdóttir, Gunnlaugur Ingólfsson,
Siguröur Sigfússon, Jónína Valgarösdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför fööur okkar og tengdafööur,
AXELS THORSTEINSONAR,
rithöfundar.
Börn og tengdabörn.
stofan skipti síðan tvisvar um eig-
endur og vann Jóhanna hjá báðum
þeim aðilum allt fram á þennan
dag má segja.
Arið 1945 flutti Jóhanna í húsið
á Bárugötu 19, og má segja að þá
byrji hamingjuhjól hennar að snú-
ast og þar finni hún það sem hún
leitaði að.
I húsinu bjó einnig ungur mað-
ur, Valdimar Guðmundsson, skip-
stjóri, sem þann 19. ágúst 1946
gerðist lífsförunautur hennar.
Stuttu seinna festu þau kaup á
húsinu á Bárugötu 16, þar sem þau
hafa búið síðan, og hæg hafa verið
heimatökin þegar ekki þurfti að
flytja lengra en yfir götuna.
Jóhanna og Valdimar eignuðust
3 börn: Valdimar eiginmann minn
f. 1948. Eyjólf; kvæntan Hönnu
Unnsteinsdóttur, f. 1949, og Helgu
gifta Óskari Alfreðssyni, f. 1951.
Öll bera þau það með sér að vel
hefur verið að þeim búið í æsku og
uppvexti og nutu þau þar þess sem
svo tengdabörn og barnabörnin
fengu að njóta síðar, ástar, um-
hyggju og jákvæðs lífsviðhorfs.
Valdimar maður Jóhönnu er
sjómaður, og það að vera eigin-
kona sjómanns er mikið álag og
vita það sjálfsagt flestir að styrk
og festu þarf til að halda um stýr-
ið á þeirri skútu sem heima er
siglt rétt eins og þeirri sem á sjó
siglir.
Aldrei urðu þó árekstrar á skip-
um þeirra Jóhönnu og Valdimars,
heldur mættust þau á miðri leið í
lífsins sjó og sigldu skipi sínu
saman í ást og virðingu til enda.
Elsku tengdapabbi, guð gefi þér
styrk til að halda siglingunni
áfram, þrátt fyrir mikinn missi.
Elsku Valdimar, Eyjólfur og
Hanna, Helga og Óskar, öll barna-
börnin sem ömmu þótti svo vænt
um, allir aðrir sem nú syrgja Jó-
hönnu. Hvert um sig vitum við
hvað við missum mikið; en hugg-
um okkur við það að þjáningar
hennar og hetjuleg barátta eru á
enda.
Huggum okkur við, að svo lengi
sem hún lifir í hjörtum okkar og
huga þá er hún hjá okkur.
Eg þakka elskulegri tengda-
mömmu minni fyrir alla þá vin-
áttu og blíðu sem hún sýndi mér
og börnunum ætíð, og ég vona að
ég hafi reynst sú tengdadóttir sem
hún átti skilið. Far þú í friði, frið-
ur guðs þig blessi.
Eins og móðir reyndist mér
sem vinur í raun
ég huggun fann hjá þér
hafðu Guðs laun.
Gerða
Tengdamóðir mín Jóhanna Eyj-
ólfsdóttir, Bárugötu 16, Reykjavík,
andaðist í Landakotsspítala
sunnudaginn 9. desember sl. eftir
stutta en erfiða legu. Útför hennar
verður gerð í dag frá Fossvogs-
kirkju.
Jóhanna fæddist þ. 3. október
1915, dóttir hjónanna Nikólínu
Eyjólfsdóttur og Eyjólfs Sigurðs-
sonar skipstjóra og smiðs í Laug-
ardal, Vestmannaeyjum. Jóhanna
var elst 9 barna og eru nú þrju
þeirra á lífi. Jóhanna minntist
ætíð foreldra sinna og æskustöðva
með mikilli hlýju og virðingu.