Morgunblaðið - 12.01.1985, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985
Morgunblaðið/Friðþjófur.
„Við höfum fengið nokkrar ábcndingar og unnið er að rannsókn málsins, en
ennþá hefur enginn verið handtekinn,“ sagði Helgi Daníelsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá RLR. Á lögreglustöðvum hangir uppi mynd af manni, sem lýst er
eftir vegna svikanna og grunaður er um að hafa haft 125 þúsund krónur út úr
tveim bönkum.
Sveik 125 þúsund
út úr 2 bönkum
Veiting skelvinnsluleyfis til Hraðfrystihúss Grundarfjarðar:
Pólitísk úthlutun
— segir Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri í Ólafsvík
„ÞETTA er bara pólitísk úthlutun
framsóknarráðherra til Sam-
bandsfrystihúss. Ég get ekki sætt
mig við svona vinnubrögð, því með
þessari úthlutun eru fallin öll þau
rök, sem notuð hafa verið fyrir
synjun leyfis til okkar. Þau voru,
að ekki væri hægt að gefa út fleiri
NORSK HYDRO hefur fest kaup á
öllum hlutabréfum í a/s Mowi, en
Mowi er stærsU fiskiræktarfélag
Vinsældalisti Rásar 2:
Grafík með lög í
4., 10. og 19. sæti
VINSÆLDALIfm rásar 2 hefur
tekið nokkrum breytingum frá því {
síðustu viku. Jólalögin eru smám
saman að falla af listanum og önn-
ur lög koma í staðinn. Hljómsveitin
Wham! er með þrjú lög á lista yfir
10 vinsælustu lögin, en nú eru ís-
lendingar heldur betur að herða sig
því Grafík er með þrjú lög á listan-
um yfir 20 vinsælustu lögin og þar
af tvö í tíu efstu sætunum. Svona
lítur listinn út sem kynntur var á
fimmtudagskvöldið:
1. ( 3) One Night in Bangkok —
Murray Head
2. ( —) Everything She Wants
- Wham!
3. (13) Sex Crime — Eurythm-
ics
4. ( 7) Húsið og ég (Mér finnst
rigningin góð) — Grafík
5. ( 1) Last Christmas —
Wham!
6. ( 6) Love Is Love — Culture
Club
7. ( 2) Do They Know — Band
Aid
8. ( 5) The Wild Boys — Duran
Duran
9. ( 4) Heartbeat — Wham!
10. ( -) 16 - Graffk
lcyfi vegna þess, að það skerti hlut
þeirra, sem fyrir væru. Fyrst svona
er komið, sé ég engan mun á því,
hvort leyfið er veitt til Ólafsvíkur
eða Grundarfjarðar,“ sagði Guð-
mundur Björnsson, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur,
er Morgunblaðið innti hann álits á
Noregs og talið komið lengst í rækt-
un Atlantshafslaxins. A/s Mowi er
hluthafi í fyrirtækinu ÍSNÓ hf., sem
hefur verið með fiskiræktartilraunir
í Lónum í Kelduhverfi.
Islendingar eiga 55% í ÍSNÓ hf.
en a/s Mowi 45%. Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson alþingismaður er
stjórnarformaður ISNÓ. Hann
sagði í þessu tilefni: „Mér virðist
allt benda til þess að Norsk Hydro
ætli að gera alvöru úr þeirri yfir-
lýsingu, sem nýr aðalforstjóri gaf
í blöðum í Noregi, er hann tók við
störfum 1. marz á síðasta ári.
Hann sagði þá að stoðir Norsk
Hydro væru fjórar: olían, áburð-
urinn, léttmálmar og kemískur
iðnaður. Nú væri verið að reisa
hina fimmtu og það væri fiski-
raektin og nefndi sérstaklega í því
sambandi meðal annars starfsem-
ina á íslandi."
Stjórnarfundur í ÍSNÓ er
ákveðinn um næstu mánaðamót.
Fyrirhugað var að halda hann á
íslandi, en við þessa breytingu
hafa Norðmennirnir óskað eftir að
íslendingar kæmu til fundar ytra.
Eyjólfur sagði að kaup Norsk
Hydro á a/s Mowi breyttu ekki
starfsemi a/s Mowi. Allt starfslið
og sérfræðingar héldu áfram
störfum við a/s Mowi og einnig
yrði forstjórinn, Thor Mowimckel,
áfram tengdur félaginu, a.m.k.
fyrst í stað. Yrði a/s Mowi því sér-
stök deild innan Norsk Hydro.
veitingu skelvinnsluleyfis til
Hraðfrystihúss Grundarfjarðar.
„Hraðfrystihús Ólafsvíkur
hefur fyrir allnokkru sótt um
skelvinnsluleyfi og var sú um-
sókn studd af atvinnumálanefnd
Ólafsvíkur. í águst síðastliðnum
fengum við synjun og umsóknin
var því ítrekuð 2. nóvember, þar
sem við töldum synjunina
órökstudda. En nú hefur ráð-
herra úthlutað Hraðfrystihúsi
Grundarfjarðar skelvinnslu-
leyfi, en við höfum engin svör
fengið frekar. Hins vegar kemur
mér þetta ekkert á óvart úr
þessari átt. Þetta er alveg sama
aðferð og ráðherrann notaði við
veitingu á rækjuvinnsluleyfi í
Ólafsvík á síðastliðnu ári. Við
áttum líka umsókn um það, en
nú veitir ráðherrann þessi leyfi
án þess að ræða við aðra um-
sækjendur.
Það ber hreinlega að harma
að ráðherra skuli leyfa sér að
viðhafa vinnubrögð sem þessi,"
sagði Guðmundur.
Staða framkvæmda-
stjóra útvarpsins:
7 sóttu um
llmsóknarfresti um stöðu fram-
kvæmdastjóra hljóðvarpsdeildar
Ríkisútvarpsins rann út síðastlið-
inn fimmtudag. Sjö sóttu um stöð-
una en henni gegnir Guðmundur
Jónsson og lætur hann af störfum
innan skamms.
Umsóknirnar bárust frá eftir-
töldum aðiljum: Elfu Björk
Gunnarsdóttur, borgarbóka-
verði, Guðbjörgu R. Jónsdóttur,
starfsmannastjóra, Helga Pét-
urssyni, fréttamanni, Ólafi
Þorsteinssyni, deildarstjóra,
Sumarliða Steinari Benedikts-
syni, rithöfundi, Ævari Kjart-
anssyni, varadagskrárstjóra.
Sjöundi umsækjandinn óskar
nafnleyndar.
UNGUM MANNI, líklega á milli tvf-
tugs og þrítugs, tókst að svíkja um
125 þúsund krónur út úr tveimur
bönkum í Reykjavík með því að villa
á sér heimildir. Málavextir eru þeir,
að þann 20. desember síðastliöinn
gekk maðurinn inn í Sparisjóð Kópa-
vogs og stofnaði ávísanareikning án
þess að þurfa að framvísa skilríkjum.
Síðar kom í Ijós, að hann hafði opnað
reikning undir fölsku nafni.
Þann 3. janúar skrifaði maður-
inn út 10 ávísanir að upphæð 625
þúsund krónur, tvær ávísanir að
upphæð 63 þúsund krónur og átta
að upphæð 62 þúsund krónur. Mað-
urinn gekk í jafn marga banka og
sparisjóði á höfuðborgarsvæðinu
og stofnaði sparisjóðsbækur og
lagði inn á reikninga og greiddi
með innistæðulausum ávísunum.
Síðar sama dag hugðist maður-
inn taka fé út úr bókunum. Refja-
laust gekk að fá innistæður í
tveimur bönkum, samtals að upp-
hæð um 125 þúsund krónur. Þegar
hann hugðist taka út fé 1 þriðja
bankanum var farið að athuga inn-
leggið og hafði maðurinn sig þá á
brott og hefur síðan ekki til hans
spurst. Rannsóknarlögregla ríkis-
ins vinnur að rannsókn málsins.
Skákþing
Reykjavíkur
hefst um helgina
SKÁKÞING Reykjavíkur 1985 hefst
næstkomandi sunnudag, 13. janúar,
og verður teflt í félagsheimili Taflfé-
lags Reykjavíkur að Grensásvegi 46.
í aðalkeppninni, sem hefst á
sunnudaginn kl. 14, munu kepp-
endur tefla saman í einum flokki
11 umferðir eftir Monrad-kerfi.
Keppni í fiokki 14 ára og yngri á
skákþingi Reykjavíkur hefst á
laugardag, 19. janúar. f þeim
fiokki verða tefldar níu umferðir
eftir Monrad-kerfi.
Norsk Hydro
kaupir a/s Mowi
* *
— sem er eignaraðili að ISNO hf.
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra um málefni Landsvirkjunar:
Ásakanir um offjárfestingu
hitta Hjörleif Guttormsson
„ÞAÐ BREGÐUR heldur betur nýrra við nú. Hingað til hefur það
verið salan til stóriðjunnar sem hefur að þeirra sögn íþyngt
íslenskum orkuneytendum og hækkað verðið á orkunni. Nú allt í
einu er búið að uppgötva nýjan stórasannleika. Nú heitir það hjá
þeim offjárfesting í orkumálum sem ber alla sökina. Það var
nikið að menn uppgötvuðu eitthvað nýtt í þessum efnum. En það
vill þannig til, að beri einhver einkanlega ábyrgð á offjárfestingu,
sem nú er verið að ásaka aðra um, þá er það fyrirrennari minn,
Hjörleifur Guttormsson, flokkur hans og fyrrverandi ríkis-
stjórn,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra, er hann var
spurður álits á greinargerð Finnboga Jónssonar, varamanns
Olafs Ragnars Grímssonar, Alþýðubandalagi, í stjórn Landsvirkj-
unar.
Sverrir var fyrst spurður álits
á þeim fréttum, að niðurstöður
endurskoðunar Orkuspárnefndar
stefni í það, að raforkuþörf lands-
manna verði minni á næstu ár-
um, en áður var áætlað. Hann
sagði það rétt vera, að nú væri
vitað að almenn orkuþörf í land-
inu yrði minni en fyrri spár hefðu
reiknað með. Varðandi það hvort
eitthvað gæti breytt þeirri stað-
reynd, að draga þyrfti úr og
seinka virkjunarframkvæmdum
á næstu árum, sagði hann: „Við
teljum sterkar líkur á, að við
náum samningum um stækkun
álversins í Straumsvík til að
byrja með um 50% og til þess
gætum við selt 600 gígawatt-
stundir af Blönduorku af samtals
750 gígawattstundum, sem
áformað er að hún framleiði. Þá
gerum við okkur vonir um að
unnið verði vasklega að athugu-
unum á samstarfs- og sameignar-
aðilum að kísilmálmverksmiðju I
Reyðarfirði, sem þarf um 350
gígawattstundir á ári.
Þá er bygging stóráliðjuvers
ALCAN við Eyjafjörð álitleg, en
aðeins sem framtíðarspá, því þótt
við héldum rakleitt áfram með
kannanir og síðan samninga þarf
trúlega ein átta ár til að sjá fyrir
þeirri orku sem þyrfti til þess, því
slíkt áliðjuver sem þeir áforma
mundi sjálfsagt þurfa um 2.000
gigawattstundir."
Sverrir gerði síðan að umræðu-
efni framkomnar ásakanir um
umframorku Landsvirkjunar og
kostnað henni samfara. Hann
rifjaði upp þá gagnrýni sem
Landsvirkjun varð fyrir á árun-
um 1979—1982, þegar mikill
orkuskortur varð vegna slæms
vatnsbúskapar og sagði síðan:
„Það er alveg ljóst, að ef við eig-
um að búa við afhendingaröryggi
í landi þar sem úrkoma er mjög
sveiflugjörn verðum við að hafa
orkuvinnslugetu fram yfir það
sem við erum að selja á hverjum
tíma. Við getum ekki selt for-
gangsorku með öðrum hætti. Það
er auðvitað matsatriði hversu
mikil hún á að vera, en það er líka
undir því komið, hversu mikla
forgangsorku við seljum." Hann
benti á til viðmiðunar að Norð-
menn væru með um fjórar tera-
wattstundir í varaorku, eða sem
nemur um 4.000 gigawattstund-
um.
Varðandi niðurskurð á virkjun-
arframkvæmdum sagði iðnaðar-
ráðherra: „Við höfum haft opin
augun fyrir því og ég og formaður
Landsvirkjunarstjórnar höfum
margsinnis allt frá því snemma í
haust rætt um endurskoðun á
þeim áformum sem uppi hafa
verið. Þar höfum við sérstaklega
rætt um kvíslaveitur og ef til vill
Blöndu. Fyrsta skrefið var að
skera niður áformaðar fram-
kvæmdir um 200 millj. kr. og
þannig stendur það nú í láns-
fjáráætlunarfrumvarpi. Við höf-
um ekki fuilkannað málið þannig
að efni og ástæður geta orðið til
að lækka þá tölu enn meira og
draga enn verulega úr fram-
kvæmdum."
Varðandi umræðu um offjár-
festingu sagði iðnaðarráðherra
ennfremur: „Ég vil koma því að,
að ég hef enn, þá ekki orðið þeirr-
ar ánægju aðnjótandi að taka
ákvarðanir um nýjar virkjanir.
Ég er aðeins sekur um að hafa
frestað Blöndu um eitt ár. Það
var ekki heldur orkuframleiðslu-
athöfn að ég skyldi fresta Suður-
línu einnig um eitt ár, þegar ég
kom í þetta embætti mitt. Eg átti
engan hlut að máli um ákvörðun
um Blönduvirkjun. Það er stjórn-
málafiokkur sem nú leggur fram
gagnrýni á offramleiðslu á raf-
orku, sem réð þar ferðinni, ásamt
með fyrrverandi ríkisstjórn. Ég
átti því miður ekki því láni að
fagna að taka ákvörðun um
Grundartanga. Það var undir for-
ustu Alþýðubandalagsins. Kvísla-
veitumar voru heldur ekki á
minni könnu.
Nú kann einhver að svara því
til, eins og Alþýðubandalagsfor-
kólfarnir gera, að kenna Lands-
virkjun um. Ég vil aðeins minna á
það, að Landsvirkjun getur ekk-
ert framkvæmt nema með sér-
stöku leyfi stjórnmálayfirvalda.
Landsvirkjun fær ekki fjárfram-
lög til að framkvæma eitt eða
neitt nema það sé samþykkt af
hinu háa Alþingi. Ríkisstjórnir í
landinu á hverjum tíma sjá því
fyrir fjármagni og bera algjör-
lega lokaábyrgð á því sem gerist
og gerist ekki. Það er þýðingar-
laust að vísa því til einhverra
annarra. Landsvirkjun hefur
auðvitað mikil áhrif á framgang
mála vegna vísindamanna sinna.
Þeir eru í vandasömu starfi en
lokaábyrgðin er stjórnmála-
mannanna."