Morgunblaðið - 12.01.1985, Side 21

Morgunblaðið - 12.01.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 21 Símamynd AF. Nýtt móðurmál lœrt Á þessari hugljúfu mynd er ísraelsk stúlka að reyna að kenna ungum eþíópskum gyðingi að tala og lesa hebresku með hjálp myndabókar. Myndin var tekin { borginni Eialat á bakka Rauðahafsins. Litli drengurinn er einn af þúsundum gyðinga sem ísraelsmenn fluttu með leynd af hungur- og þurrkasvæðunum í Eþíópíu í fullkominni óþökk stjórnvalda í landinu. S-Kéreæ 23 biðu bana í bílslysi Seonl, II. juúar AP. TUTTUGU og þrír biðu bana, er hópferðabíll féll ofan af brú niður í fljót í grennd við Yong- dong í Suður-Kóreu í dag. Lög- reglan rannsakaði í dag öll atvik varðandi slysið, en ekki hefur enn verið greint frá þeim ástæð- um, sem kunna að hafa valdið slysinu. Rabbfi settur af: Sagði klámbrandara í predikunarstólnum Laadúnani, 11. jjinúar. AP. SÓKNARNEFND ein hefur rekið rabbía sinn. Ástæðan er sú, að hann sagði gjarnan klámbrandara úr predikunarstólnum. Sveið sókn- arbörnum siðleysið og kærðu hann til sóknarnefndar. Nefndin fann þá Cohen rabbía til foráttu til við- bótar að hafa ekki sinnt því sem skyldi að heimsækja öldruð og lasburða sóknarbörn. Formaður sóknarnefndarinn- ar, Stella Hollis, sagði sóknar- börnin öll orðin uppgefnir á Co- hen, „hann er vanþroskaður, eigingjarn, skortir sannfæringu og er í alla staði erfiður við- fangs.“ Cohen var bara kátur þrátt fyrir að hann stæði uppi atvinnulaus, hann sagði: „Það verður að hafa það, ég hef þó alltaf kímnigáfuna og nú hef ég enn minna að tapa á henni." Dani, sem ekki lætur frosthörkurnar líkti Andrei Gromyko Sviss við Sí- beríu þegar hann kom til Genfar fyrir viku. Verð á olíu hefur hækk- að verulega í Rotterdam. Dagblöð birta lítraverð á olíu á forsíðum og benda á að verðið daginn sem olían er pöntuð gildi. Orkufyrir- aftra sér frá hefðbundnu útibaði. tæki græða á kuldanum. Sala á hitapokum og þykkum og góðum kápum hefur einnig gengið vel. Og kuldinn varð til þess að hollenskt sokkaframleiðslufyrirtæki sem fór á hausinn um áramótin opnaði aftur og gengur nú velr Kínverjar hyggjast endurnýja flugflotann Boeing-farþegaþotur eiga að taka við Ilyushin Peking, 11. jan. AP. RÍKISFLUGFÉLAGIÐ í Kína hyggst leggja til hliðar 15 gamlar sovézkar Uyushin IL-14-farþegaþot- ur en kaupa í staðinn margar þotur af gerðinni Boeing 747 og láta yfir- fara og endurbæta eldri brezkar þot- ur sínar af Trident-gerð. Ekki hefur verið greint frá því, hve margar nýjar farþegaþotur keyptar verða né heldur hvenær flugvélakaupin eiga að fara fram. En kínverska fréttastofan hafði það í dag eftir háttsettum emb- ættismanni, að ríkisflugfélagið myndi á næstu árum endurnýja flugflota sinn algerlega. „Stórar og nýjar flugvélar eiga að koma í stað þeirra litlu og gömlu," hefur fréttastofan eftir heimildarmanni ðinum. Þessi flugvélakaup eru þáttur í alhliða umbótum á flugfélaginu, sem fram eiga að fara til þess að bæta bæði orðstír þess og þjón- ustu, en félagið hefur til þessa notið lítils trausts á alþjóðaflug- leiðum. Hafa kvartanir fólks verið tíðar yfir óvæntum töfum, lélegri þjónustu og erfiðleikum við að panta og kaupa farmiða hjá flug- félaginu. Nú er ætlunin að tölvu- væða farmiðapantanir félagsins og refsingum verður beitt gegn agabrotum starfsmanna. Þá er áformað, að ríkisflugfé- lagið bindi að lokum enda á einok- un sína á innanlandsfluginu i Kína. Er ætlunin að koma á fót nýjum flugfélögum í einstökum héruðum landsins, sem eiga svo að keppa hvert við annað. Æfing með Pershing: Fjórir hermenn týna lífi Heilbronn, 11. janúar. AP. FJÓRIR bandarískir hermenn fór- ust og margir slösuðust er hreyfill í Pershing II stýriflaug fór óvænt af stað við æfingar. Var hér um slys að ræða. Tveir hermenn létust samstund- is í eldsvoða og tveir á leið i sjúkrahús. Leynd hvílir yfir óhappinu og engar frekari fréttir af því að fá. Herstöðin í Heilbronn er ein þriggja stöðva í suðurhluta Vestur-Þýzkalands þar sem Pershing-flaugar eru geymdar. Pppp LADA 1200 ja- syning í dag frá kl. 1—4 Nýir og notaöir bílar til sýnis og sölu. III-550 Verö aðeins kr. 213.500,- Góöir greiösluskilmálar. Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Í|Í*)(í)ÍÍÍ\ _i ______a i æ n: • nn nnn Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.