Morgunblaðið - 12.01.1985, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985
Gyðingar mótmœla
Símamynd/AP.
Um 200 gyðingar frá Eþíópíu efndu til mótmælaaðgerða fyrir utan þinghúsið í Jerúsalem
vegna þeirrar ákvörðunar æðstaprests gyðinga í ísrael að Eþíópíugyðingar verði því aðeins
taldir til gyðinga að þeir gangi í gegnum trúarlega hreinsunarathöfn. Það finnst hinum
þeldökku einum of mikið, þeir hafi þegar gengið í gegnum slíka siði.
Líbanon:'
„Jihad“ segjast
halda prestinum
Beirút, 11. janúar. AP.
„HEILAGT stríð Islams“, hryðjuverkasamtökin alræmdu í Líbanon hafa lýst
sig ábyrg á ráni á bandaríska prestinum Lawrence Jenco. Maður sem talaði
arabísku með líbönskum hreim, hringdi í skrifstofu AP í Beirút og færði þessi
tíðindi. Sagði hann að „Jidah Islami" hefði staðið að ráninu og myndu Jenco
og fjórir aðrir bandarískir gíslar sem samtökin hefðu í haldi verða drepnir ef
allir Bandaríkjamenn í Líbanon hefðu sig ekki á brott hið snarasta.
Það voru sex menn, gráir fyrir gefið upp nafn hinna gíslanna sem
járnum, sem höfðu Jenco á brott
með sér. Embættismenn sögðu að
það væri í raun útilokað að fá
fulla vissu fyrir því hvort í síman-
um hafi verið hryðjuverkamaður
frá Jihad, eða einhver hugsjúkur
prakkari. AP-menn reyndu að
spyrja manninn um málið, spurðu
meðal annars hvort hann gæti
hann talaði um. Það gat hann
ekki, en sagðist myndu hringja
aftur seinna og hafa þá allt á
hreinu. Jihad hefur áður sagst
hafa Bandaríkjamennina fjóra í
haldi og hafa þeir haft í frammi
ýmsar hótanir, að öðrum kosti
yrði þeim unnið mein.
Dæmigerð fjárlög
Svía á kosningaári
CBS greinir frá óhöpp-
um kjarnorkukafbáta
Stokkhólmi, 10. janúar. Frá fréttaritara Morgunblaósins.
SÆNSKA stjórnin kynnti fjárlagafrumvarp sitt fyrir næsta ár í dag og þar
fylgja þau loforð að fjárlagahallinn verði sá minnsti í sex ár. Óljóst er í dag
hvaða stjórn það verður sem fagnar þeim ávinningi, ef næst, því í haust
verður kosið til þings í Svíþjóð.
í frumvarpinu er ekki að finna
neitt sem kemur verulega á óvart
og er það dæmigert fyrir fjárlaga-
frumvarp á kosningaári. Einkenn-
ist það af bjartsýni þar sem, auk
minni haila, er gert ráð fyrir
minnkandi erlendum lántökum,
minni verðbólgu, minna atvinnu-
leysi og betri afkomu heimilanna.
Stjórn jafnaðarmanna nýtur
mikilla óvinsælda meðal kjósenda
samkvæmt skoðanakönnunum og
Afvopnunarmál:
Kínverjar
vara við
bjartsýni
Peking, 11. janúar. AP.
KÍNVERSKA fréttastofan
opinbera, Xinhua, sem er
málgagn stjórnarinnar, gerði
fund George Schultz og
Andrei Gromyko í Genf á
dögunum að umtalsefni öðru
sinni í dag. Var þar varað við
of mikilli bjartsýni, vígbún-
aðarkapphlaupinu væri fjarri
því að vera lokið þó ráðherr-
anir hafi horfíð brosmildir
hei;n á leið frá Genf.
Xinhua hafði eftir sérfræðing-
um sínum í Genf, að niðurstöður
Genfarfundarins hafi ekki verið
annað en „nýjar startholur", öll
erfiðu verkefnin væru enn óleyst
og það væri langt því frá að horf-
urnar væru góðar, svo mikið bæri
á milli.
Þá greindi Xinhua frá því helsta
sem samningalið risaveldanna
ættu eftir að reka sig á, Bandarík-
in haldi enn áfram að koma fyrir
meðaldrægum kjarnorkueldflaug-
um í Vestur-Evrópu þrátt fyrir
reiði Rússa, afstöðu Rússa til
hugmynda Bandaríkjamanna um
kjarnorkuvarnarkerfi í geimnum
og síðast en ekki síst hugmyndir
varðandi eftirlit með því að hugs-
anlegir samningar yrðu virtir,
„Rússar munu seint vilja fá
bandaríska eftirlitsmenn f heim-
sókn til að gera vopnakönnun,"
sagði í frétt Xinhua.
því er það brýnt fyrir Olof Palme
að boða betri tíð ef stjórnin á að
halda velli í kosningunum. Vegna
þessa er atvinnulausum nú boðnir
hækkaðir dagpeningar og tekjur
hermanna hækka. Einnig verður
aðstoð við þróunarríkin aukin og
mun hún nema 1% af þjóðartekj-
um. Jafnframt er boðuð aukin að-
stoð við fatlaða, að tölvukennslu-
stofur verði í öllum menntaskól-
um landsins innan fjögurra ára,
og boðuð er aukin aðstoð við fjöl-
miðla.
Hyggst stjórnin mæta þessum
auknu útgjöldum með skatta-
hækkunum og samdrætti í öðrum
útgjöldum. Verður auglýsinga- og
tilkynningaskattur hækkaður um
eitt prósentustig, og er það 75.
skattahækkunin, sem stjórn
Palme ákveður.
Skorin verða niður framlög til
sveitarfélaga og lénsþinga, út-
flutningsstyrkir og framlög til að
auka samkeppnishæfni iðnaðar
verða minnkuð. Einnig verða
húsaleigustyrkir minnkaðir og
felldir niður til barnslausra hjóna.
Heildarútgjöld á fjárlagaárinu
1985/86 nema 320 milljörðum
sænskra króna samkvæmt frum-
varpinu, og er þar um að ræða 15
milljarða aukningu frá núgildandi
fjárlögum. Er hallinn áætlaður
63,5 milljarðar, sem jafngildir
20% lækkun.
Félagsmálaráðuneytið er það
ráðuneyti sem tekur til sín mest
fjármagn. Af öllum útgjöldum
ríkissjóðs er fjórðungur þeirra til
félagsmála.
Wa.shington, 11. janúar. AP.
BANDARÍSKA sjónvarpsstöóin CBS
greindi frá því í dag, aó samkvæmt
leyniskjölum sem hún hefði komist
yfir og voru í vörslu leyniþjónust-
unnar CIA, hafa mun fleiri óhöpp
oróið meóal sovéskra kafbáta en
hingaó til hefur verið taliö opinber-
lega.
Meðal þess sem CBS greindi frá,
var óhapp sem varð í Eystrasalti
árið 1981, er stórfelld bilun varð í
kjarnorkuhreyfli sovésks kafbáts.
Varð af mikil geisiun og varð að
loka af hluta bátsins, en hluti
áhafnarinnar var þar fyrir og lét-
ust allir síðar vegna geislunarinn-
ar. Alls sagði í frétt CBS, að sex
atvik hefðu orðið þar sem brunar,
geislun eða bilanir hefðu leitt af
sér dauða fjölmargra áhafnar-
meðlima.
í frétt CBS greinir frá því að frá
miðjum sjöunda áratugnum hefðu
sex sovéskir kafbátar sokkið og
með þeim 500 áhafnarmeðlimir. I
einni af skýrslunum er frá því
greint að einn kafbátanna sökk
nánast við dyrastaf heimastöðvar
sinnar á Kolaskaga. Auk þessa
greindi CBS frá því hvernig 30
áhafnarmeðlimir á kjarnorku-
knúða ísbrjótnum Lenin létu lífið
árið 1965, kjarnorkuvél skipsins
hefði brætt úr sér og geislunin
reyndist mönnunum banvæn.
Israel:
Rfldsstjórnín ræðír
brottflutning hers
ÍSRAELSKA útvarpið greindi frá því í dag, að þingið myndi fjalla um það í
næstu viku með hvaða hætti kalla skyldi herliðið heim frá suðurhluta Líban-
on. Greindi útvarpsfrétt frá því að flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru
hlynntir því að flytja herliðið til baka í álongum og myndu flutningarnir
standa yfir í um það bil hálft ár.
Útvarpið greindi frá þvi að ekki
yrði til umræðu annað en að her-
inn kæmi heim, spurningin væri
einungis hvernig ísraelar gætu
tryggt öryggi landamæra sinna
við Líbanon, en þeir nefndu sem
ástæðu fyrir innrásinni árið 1982,
að skæruliðar Palestínumanna
hreiðruðu um sig í suðurhluta Líb-
anon og héldu uppi hryðjuverkum
þaðan og hernaði á ísraelska
grund.
Yitzak Shamir utanríkisráð-
herra er sagður hafa ýmsar hug-
myndir um framkvæmd brott-
flutningsins og hann mun reifa
þær á ríkisstjórnarfundum á
næstunni. Er talið víst að hann
muni ganga svo frá, að enginn lið-
ur í áætluninni verði framkvæmd-
ur án þess að stjórnin hafi áður
lagt blessun sína á hann. Útvarpið
sagði að trúlega myndi stjórnin
semja nokkurs konar „stunda-
skrá“ áætlunarinnar, en hún yrði
ekki gerð opinber.
Það eru tryggingarmálin sem
standa í ísraelum, þeir vilja geta
gengið svo frá hnútunum að PLO-
menn geti ekki ráðist á ísraela frá
Líbanon. ísraelar hafa stungið
upp á því að við búðum þeirra í
Líbanon taki fjölþjóðlegt lið frá
Sameinuðu þjóðunum. Líbanir
blása á það og segja stjórnarher-
inn fullfæran um að halda uppi
lögum og reglu á svæðinu. Þá
skiptir skoðun Sýrlendinga afar
miklu máli. Þeir eru ötulir stuðn-
ingsmenn stjórnvalda í Líbanon
og er meinilla við að ísraelar fái
lausn sem feli í sér ávinning af
innrásinni.
Kínverjum kennt allt
um jafnrétti og ástina
Peking, 9. janúar. AP.
KÍNVERJAR hafa tekid upp þá nýlundu að bjóða nýgiftum hjónum að
setjast á skólabekk og kenna fólkinu að láta ástina endast og endast.
Tuttugu ungir Kínverjar, tíu konur og tíu karlar, mæta nú reglulega
tvisvar í viku og læra galdra vel heppnaðs hjónabands, en aðstandendur
skólans vilja taka fram að eldra fólk er meira en velkomið, ástin eigi sér
engin aldurstakmörk. Þá sé það ekkert launungarmál, að ein helsta
kennslugreinin er sú að jafnrétti skuli ríkja, það sé fjarri því að vera
sjálfsagt að karlinn ráði öllu og eigi allt eftir að í hjónabandið er komið.
Yfirkennarinn, Wang
Gongcai, sagði í samtali við
kínversku fréttastofuna Xinhua,
að hann segði við alla nemendur
sína: „Þá fyrst ráðið þið fram úr
vandamálum ykkar þegar jafn-
rétti og skilningur ríkir á heim-
ilum ykííar. Kommúnistastjórn-
in í Kína hefur fyrir löngu hald-
ið fram, að kúgun kvenna sé
löngu iiðin tíð í landinu, slíkt
þekktist ekki lengur. En í seinni
tíð hefur kveðið við nýjan tón,
yfirvöld viðurkenna að víða í
Kína sé talsvert misrétti kynja á
milli og sé algengast að karlarn-
ir setji alls kyns klafa á konur
sínar og eigni sér allt á heimil-
inu, húsgögn, peninga og svo
framvegis. Þá telji þeir sig geta
sagt eiginkonum sínum enda-
laust fyrir verkum án þess að
þurfa að hlusta á mótbárur,
hvað þá að þeir hlýði sjálfir
skipunum kvenna sinna. Til-
gangur skólans er m.a. að upp-
ræta slíkt misrétti, en fyrirlestr-
arnir sem fluttir eru fjalla um
viðfangsefni allt frá getnaðar-
vörnum og uppeldi barna til
skipulagningar og samvinnu við
húsverkin.
Það er þó vonlaust að fara of
geyst í vissa hluti í þessum efn-
um, því þótt miklar breytingar
hafi orðið í Kína á flestum svið-
um síðustu 35 árin, þá eru siðir
sem varða samskipti kynjanna
enn margir afar rótgrónir. Áður
skipulögðu foreldrar hjónabönd-
in og skiptu þá hagsmunir all
miklu máli. Nú er þetta form að
mestu liðið undir lok, en samt
sem áður hefur könnun leitt í
ljós að einungis þriðjungur 579
hjóna sem spurð voru höfðu
kynnst og orðið ástfangin án
milliliða. Vegna vaxandi til-
hneigingar til jafnréttis, hefur
skilnuðum fjölgað stórlega og
fjölmiðlar gera sér mikinn mat
úr slíku og ekki síst ef karlarnir
gerast sekir um barsmíðar. Yfir-
völdum þykir þetta miður, en
líta svo á að þetta sé millibils-
ástand sem eigi verði hjá komist.