Morgunblaðið - 13.01.1985, Page 14

Morgunblaðið - 13.01.1985, Page 14
14 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 ’ff Þar er eldingin morð- tól galdrameistaranna Eftir að Zimbabwe ivarð sjálf- stætt ríki hafa skógar landsins miskunnarlaust verið höggnir í eldsneyti eða til annarra nota. Ein afleiðingin er sú, að Zimbabwe-búar eru nú miklu berskjaldaðri fyrir eld- ingum en áður var, en á þessum slóð- um deyr fjöldi manns árlega af þeirra völdum. Yfirvöldin hafa að sjálfsögðu áhyggjur af þessu, bæði af skógarhögginu og eldingunum, og þess vegna skoruðu þau á fólk nú fyrir nokkru að láta trén í friði, sér- staklega þau, sem eru næst húsunum. Rigningartíminn í Zimbabwe stendur í fimm mánuði og þá þykir það varla í frásögur færandi þótt ein- hver láti lífið í eldingu. Að þessu sinni virðast þó öll fyrri met ætla að falla því að aðeins á fyrstu sex vikum regntímans drápu eldingar 71 mann, þrjá að jafnaöi á hverjum tveimur dögum. Næstum eingöngu er um að ræða fólk, sem leitað hefur skjóls í kofum sinum, og yfirleitt deyja fleiri en einn hverju sinni. Fólk óttast eldingarnar og það bætir ekki úr skák, að sú trú er út- breidd, að galdrar ráði því hvar þær koma niður og hverjum þær verði að bana. Undarlegar tilviljanir ýta líka undir þessa trú eins og t.d. sá atburð- ur nú fyrir skömmu þegar tveggja mánaða gamalt stúlkubarn, sem var reyrt við móður sína, slapp óskaddað en móðirin lést í milljón volta spennu eldingarinnar. Fjöldi manna hefur látist þegar eldingar hafa kveikt í stráþöktum kofunum og á árinu 1975 henti það, að 21 maður lést í einni eldingu. Er það raunar met og skráð sem slíkt í Metabók Guinness. Það sem af er regntímanum núna hafa 13 manns látist í aðeins tveimur elding- um, fimm fyrir annarri og átta fyrir hinni. Líkurnar á því að eldingu ljósti niður fara eftir þvi hve oft verður rumuveður á ári í viðkomandi landi. Bretlandi er um að ræða þrjá til átta daga, á Norðurlöndum tvo til þrjá daga en I Norður-Zimbabwe er um að ræða hvorki meira né minna en 100 daga. Ástæðan fyrir þessari miklu eld- ingatíðni er sú, að á regntímanum, einkum fyrri hluta hans, lýstur sam- an miklum loftmössum, heitum og köldum, og myndast þá óhemju mikið af stöðurafmagni. Það fær loksins út- rás í neista, sem leitar til jarðar. Shona-þjóðin, sem er í meirihluta í MORÐGÁTA Zimbabwe, trúir því, að nornir geti ráðið því hvar eldingu lýstur niður og að þess vegna sé hægt að kaupa þær til að fyrirkoma óvini sínum. Engin málaferli hafa hlotist af þess konar göldrum í nokkur ár enda galdrar bannaðir með lögum í Zimbabwe en í nágrannaríkinu Mósambík er annað uppi á teningnum. Þar eru galdrar enn í góðu gengi og þar býr fjöl- skylda nokkur, sem fræg er um alla sunnanverða Afríku fyrir kunnáttu sína, þar á meðal vald sitt yfir eld- ingum. Shonamenn trúa því líka, að fugl birtist í bjarmanum og verpi tveimur eggjum þar sem eldingunni laust niður. Eggin draga til sín fleiri eld- ingar og því er ekki þorandi að koma nálægt staðnum fyrr en „eldingar- læknir“ finnur eggin og fjarlægir Þau- — JAN RAATH Fiein af fórnarlömbum eiturgassins í Bhopal. Var það villi- hundureða móðirin sjálf? Ayers Rock-málið er frægt um alla Ástralíu en það snerist um undarlegan dauðdaga korna- barns, stúlkunnar Ázariu, og lauk með því, að móðirin, Lindy Chamberlain, var fundin sek um að hafa myrt dóttur sína. Á dög- unum átti frú Chamberlain sín þriðju jól i fangelsinu og fagnaði þá um leið nýrri von um að málið verði tekið fyrir aftur. Chamberlain er í kvennadeild Berriman-fangelsisins í Darwin, ömurlegri sambyggingu í gróður- lítilii eyðimörkinni þar sem hitinn fer daglega upp undir 40 gráður á celsíus og fnykurinn frá nálægu sláturhúsi liggur í loftinu. Hún er ákaflega horuð en þó bjartsýn og í góðu jafnvægi. Vinir hennar segja, að hún trúi því, að það sé guðs vilji að svona sé komið og að það hafi hjálpað henni mikið í fangelsinu. I október árið 1982 dæmdi dómstóll í Darwin Lindy Cham- berlain, sem er nú 36 ára gömul, fyrir að hafa myrt 10 vikna gamla dóttur sína, sem hvarf eina frost- kalda nótt í Ayers Rock þar sem þau hjónin voru í útilegu árið 1980. Saksóknarinn hélt því fram, að frú Chamberlain hefði skorið dóttur sína á háls og að maður hennar, Michael, sem þá var prestur við kirkju sjöunda dags aðventista, hafi reynt að fela með henni glæpinn. Chamberlain- hjónin héldu því hins vegar fram, að dingó, ástralski villihundurinn, hefði náð barninu og drepið það. Miklar deilur hafa verið I Astr- alíu um þetta mál og lögfræð- ingarnir, sem nú ætla að reyna að fá það tekið upp aftur, eru á veg- um Chamberlain-stuðningshóps- EFTIRLEIKURINN Ástralskur rilli- hundur: Hefur hann næga burði til þess ad fremja svona verknað? ins sem segist nú hafa undir hönd- um nýjar sannanir fyrir sakleysi Chamberlain-hjónanna og sekt hundsins. Vill hópurinn, að fylkis- stjórnin á Norðursvæðunum efni til nýrrar réttarrannsóknar og hefur hún fallist á að rannsaka önnur atriði en þau, sem þegar hefur verið fjallað ítarlega um fyrir öðrum dómstólum. Chamberlain, sem enn vinnur fyrir söfnuð aðventista, segist stundum hafa farið að efast um tilveru guðs þegar almættið daufheyrðist við öllum bænum hans. Hann hefur verið f farar- broddi í baráttunni fyrir frelsi konu sinnar og á opinberum fund- um leggur hann megináherslu á. að þótt Lindy yrði látin laus myndi hann halda áfram að berj- ast fyrir raunverulegri sýknu þeirra hjóna af ódæðisverkinu. Lögfræðingar þeirra hjóna hafa líka gefið í skyn, að frú Cham- berlain muni ekki þiggja náðun ef yfirvöldin settu skilyrði fyrir henni, sem jafngiltu því að hún viðurkenndi sekt sína. Fá dómsmál í Ástralíu hafa vakið upp eins mikla flokkadrætti manna á meðal. Sérfræðinga greinir á um málsgögnin og ekki síst um það hvort villihundurinn dingó geti borið burt 10 vikna gamalt barn. — LINDSAY MURDOCH RAUNIR HVERSDAGSINS Fjölskyldan sem fær ekki stundlegan frið Hver þekkir ekki eftirvænt- inguna, stundum dálítið kvíðablandna þegar pósturinn berst til okkar inn um rifuna? Hvað skyldi hann hafa í poka- horninu? Nýja reikninga eða kannski tilkynningu um óvænt- an arf eftir hana önnu frænku? Svona er þetta líka með fjöl- skyldu nokkra í Denham-þorpi í Buckinghamshire en þar má þó segja, að eftirvæntingin sé kom- in út yfir allan þjófabálk. David Knight, kona hans Anna og börnin þeirra þrjú eru löngu hætt að kippa sér upp við sendingarnar, sem þeim berast næstum daglega hvaðanæva og allar samviskusamlega merktar heimilisfanginu þeirra, 106 Ox- ford Road, og flestar að auki stíl- aðar á hr. Knight. Einn vörubíll kom með um 20 kassa af kampavini og annar kom með fullkomið tölvukerfi fyrir skrifstofur. Sendimenn á vélhjólum hafa oft komið með áríðandi skilaboð og fjölskyldan hefur oft haft í nógu að snúast við að vísa burt leigubílum og bílaleigubílum. „Einn daginn komum við heim og þá var innkeyrslan full af stálbitum og loftklæðningar- efni,“ sagði frú Knight. „Nú upp á síðkastið er ég hætt að fylgjast með því, sem hingað berst, spyr ekki að því hvað sé í pökkunum." Vandræði Knight-fjölskyld- unnar stafa af nokkrum tilvilj- unum ef svo má segja. í tæplega mílu fjarlægð frá húsinu hennar er annar Oxford Road og í núm- er 106 hefur fyrirtækið Host Group nýlega sett upp aðal- skrifstofur sínar en það hefur um 1.500 krár og veitingahús á sínum vegum. Bæði fjölskyldan og fyrirtækið eru í sama póst- hverfi, Uxbridge, Middlesex, og rúsínan í pylsuendanum er svo sú, að markaðsstjóri Host Group-fyrirtækisins heitir David Knight. Snemma á síðasta ári gerðist það svo, að fyrirtækið leigði British Leyland-bílasmiðjunum hluta húsnæðisins á Oxford-vegi nr. 106 og hvað haldið þið, að yfirmaðurinn hjá þeim hafi heit- ið? Jú, Knight að eftirnafni. „Þegar pósturinn kemur til okkar er hann vanur að spyrja hvort þetta sé til okkar eða þeirra enda fáum við líka stund- um bréf,“ segir frú Knight. Knight-fjölskyldan tekur það ekki í mál að kasta nafninu sinu til að firra sig þessum vandræð- um eins og stungið hefur verið upp á við þau, heldur hafa þau farið fram á, að gatan þeirra verði skírð upp. Sveitarstjórnin er því sammála og nágrannar þeirra líka því að þeir hafa einn- ig fengið sitthvað, sem átti að fara á annan Oxford Road. — MARTIN WAINWRIGHT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.