Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985
15
Sýning
kirkjulistmuna
Bragi Ásgeirsson
Undanfarið hefur staðið yfir
sýning á kirkjulistmunum í Ás-
kirkju og er hún sett upp í minn-
ingu Unnar Ólafsdóttur. Listakon-
an Unnur Ólafsdóttir (1897—1983)
kom víða við um gerð kirkjulist-
muna hvers konar um sína daga,
svo sem hökla og altarisklæða og
hannaði að auki flesta félagsfána
á íslandi. Hún var útlærð hann-
yrðakona og hlaut menntun sína í
Listiðnaðarskólanum í Kaup-
mannahöfn.
óvenju hljótt hefur verið um
þessa sýningu, sem opnuð var á
afmælisdegi Unnar hinn 20. janú-
ar og átti að ljúka nú um helgina,
svo að hún stóð einungis yfir í 7
daga, hafi henni ekki verið fram-
lengt og að auki á mjög afmörkuð-
um opnunartíma.
Á sýningunni voru sýnd nokkur
verk eftir Unni ásamt allnokkrum
kirkjugripum af erlendum upp-
runa er Unnur keypti á löngum
starfsferli, suma illa farna og lag-
færði.
Þeir eru ekki margir gripirnir
sem sýndir eru eftir Unni enda
munu verk hennar dreifð um land
allt og er því erfitt að gera sér
grein fyrir styrk hennar á lista-
vettvangi en það sem sýnt er ber
vott um mikla hagleikskonu og af-
burða handverk. Mesta athygii
mína vöktu gripirnif í kirkjuskip-
inu, helgimyndirnar „Hjörtur" og
„Fangamark Krists", svo og altar-
isklæði, balderað, hannað af Unni
en útfært af Ásdísi Jakobsdóttur.
Helgimyndirnar eru mjög ein-
faldar og merkilega nútímalegar
og er það trúa mín að þær verði
meðal þess er haldi nafni Unnar
Ólafsdóttur lengst á lofti. í þeim
er mikið rými og trúarlegur kraft-
ur.
Kirkjugripirnir erlendu, sem nú
eru í eigu Áskirkju, eru kapítuli út
af fyrir sig og man ég ljóslega eft-
ir því hve hrifinn ég varð og um
leið undrandi er Unnur sýndi mér
þá á heimili sínu fyrir nær tveim-
ur áratugum. Yfir þeim er ramm-
ur og magnaður seiður. Hús Unn-
ar og eiginmanns hennar, óla
Magnúsar ísakssonar, við Dyngju-
veg er ein stílfegursta bygging á
Laugarásnum, líkust ævintýri
fyrir mannlegan hlýleika í öllu yf-
irbragði og sígilda húsagerðarlist.
Hið innra var það líkast vinalegu
safni þar sem hver hlutur var ekta
í smíð sinni, hreinn og beinn og
laus við alla fordild.
Og þannig er einnegin sýningin
í Áskirkju, einföld og latlaus en á
þó sína töfra og ríkidóm svo sem
allt, sem innblásið er trúarlegum
krafti og fram kemur í einkunnar-
orðum annarrar helgimyndarinn-
ar í kirkjuskipinu: „Eins og hjört-
un kalla eftir rennandi vatni, svo
kallar mín sál Guð! til þín“.
Þannig séð er yfirbragð sýn-
ingarinnar verðugur bautasteinn
stórbrotinnar manneskju.
Veggmynd eftir Unni Ólafsdóttur í Áskirkju.
Myndlist
Samstarf
Islendinga,
Færeyinga og
Grænlendinga
í ferðamálum
NORRÆN nefnd um samstarf Fær-
eyinga, íslendinga og Grænlendinga
augiýsti fyrir skömmu í Morgun-
blaðinu eftir starfsmanni til að
skipuleggja samstarf þessara þjóða á
sviði ferðamála.
Hér er um að ræða Vest-Norden
nefndina, sem er undirnefnd
Norðurlandaráðs, skipuð Islend-
ingum, Færeyingum og Græn-
lendingum og hefur henni verið
boðinn styrkur til þessa verkefnis.
Fyrst um sinn verður aðeins um
að ræða samskipti fslendinga og
Færeyinga, en fljótlega munu
Grænlendingar bætast í hópinn.
Starfið sem auglýst er mun vera
fólgið í að skipuleggja og vinna að
framgangi ferðamála í þessum
löndum og er ákveðið að sá sem
ráðinn verður til að gegna því hafi
aðsetur á Austurlandi.
Undanfarið hafa verið stofnuð
ferðamálafélög innan hvers svæð-
is Sambands sveitarfélaga í Aust-
urlandskjördæmi. í vor munu
þessir aðilar sameinast um stofn-
un Ferðamálasamtaka Austur-
lands sem. verðr. aðilar aö þessu
samstarfi.
„Einstakuru hefur varla verið
hentug lýsing á smábíl.
Þar til nú.
Komið og skoðið Honda Civic Sedan fjölskyldubílinn og kynnist bíl nýrrar tækni og nýrra
hugmynda.
Honda hefur tekist að gera lítinn bíl stóran með því að auka farþefía- o|í far?njíursrými án þess
að stækka bílinn. Þess vegna hefur Honda Civic Sedan þægindi stærri bíla.
Honda Civic Sedan er með nýrri 85 hestafla vél, sem þó er sparneytnari en marjjar minni vélar.
Hin nýja „Sportec“ fjöörun ásamt nákvæmu tannstangarstýri gerir Honda Civic Sedan frábæran
í akstri.
Honda Civic Sedan sameinar þægindi, afl og örvtrei.
Honda Civic Sedan er „einstakur“
og þinn besti valkostur.
Tæknilegar upplýsingar:
Vól: 4 cyl OHC, 12-ventla, þverstæö
Sprengirými: 1500 cc.
Hestöfl: 85 Din.
Gírar: 5 eöa sjálfskipt.
Viöbragð: 10,3 Mk/100 km.
LxBxH: 4,145x1,63x1,385 m.
Hæö undir 1. punkt 16,5 sm.
Farangursrými: 420 lítrar.
Veröfrá 431.000,“ á götuna.
Gengi: Yen: 0,16228
4-door Sedan
á íslandi, Vatnagöröum 24, símar 38772 — 39460.