Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985
Heræfingum Banda-
ríkjamanna í Mið-
Ameríku haldið áfram
Waxhineton. .10. janúar. AP.
BANDARÍKJAMENN hafa fullan hug á því aö halda áfram heræfingum
í MiA-Ameríku, en það felur hins vegar ekki í sér, að þeir hyggist grípa til
íhlutunar á svæðinu, að því er Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði í morgun.
Hann lagði áherzlu á að her-
æfingar og hernaðarleg íhlutun
væri tvennt ólíkt. Heræfingar
væru nauðsynlegur liður í þjálf-
un, og kemur hernaðaríhlutun
ekki við. „Lið okkar þarf að vera
reiðubúið hvar sem þess kann að
vera þörf,“ sagði ráðherrann, „og
þeir atburðir sem hafa verið að
gerast í Mið-Ameríku gera
okkur það deginum ljósara að
það er svæði sem við verðum að
hjálpa til að verja vegna Banda-
ríkjanna."
Bretland:
Tannviðhald
í tebollanum?
TANNVIÐHALD ^tebolla? Svo
virðist sem fjölmargir Bretar
muni búa við slíkt á næstunni,
því tillaga ríkisstjórnarinnar um
að heimila blöndum eins milli-
gramms af flúori í hvern lítra
drykkjarvatns að beiðni heil-
brigðisyfirvalda, er í þann mund
að fást samþykkt. Búast má við
miklum skeggræðum, skoðana-
skiptum og trúiega rifrildi.
Skoðanaágreiningurinn
stafar af því að flúor hefur
ekki áunnið sér traust allra.
Skólabörn taka inn flúor til
tannviðhalds víða um heim, en
á hinum kantinum er efnið
sagt að hluta til geta leitt af
sér „vöggudauða", AIDS,
mongólisma, magasár auk
allra gerða krabbameins. All-
ar útgáfurnar um heilnæmi
eða óheilnæmi flúors munu nú
skriða út úr skúmaskotunum,
en sekt flúors í þessum efnum
er ósönnuð.
Um 500.000 Bretar drekka
vatn sem hefur allt að sexfalt
umrætt flúormagn frá náttúr-
unnar hendi og 5 milijónir
Breta drekka þegar vatn sem
flúor hefur verið bætt út í. 250
milljónir manna um heim all-
an gera það einnig. Rökin gegn
flúor eru talin innihaldslítil og
á Bretlandi er það einkum fólk
af eldri kynslóðinni sem beitir
sér gegn því og rúmlega 70
þingmenn hafa tekið afstöðu
með því. En þó rökin þyki lök,
eru þau þeim mun þrautseig-
ari.
Weinberger var spurður um
málefni Mið-Ameríku daginn
eftir að varnarmálaráðuneytið
tilkynnti að haldnar yrðu meiri-
háttar heræfingar í Hondúras
sem standa yfir frá 11. febrúar
til mánaðamóta apríl/maí.
Skriðdrekar verða notaðir við
heræfingarnar í fyrsta skipti.
Weinberger ítrekaði að þessar
æfingar væru nauðsynlegar
vegna varnarkerfis Bandaríkj-
anna í þessum heimshluta á
svipaðan hátt og Bandaríkja-
menn og samstarfsmenn í
Evrópuríkjum sem væru í
Atlantshafsbandalaginu efndu
til slíkra æfinga í þeim hluta
heimsins.
Nýtt lyf gegn
kynsjúkdómi
WaMhington, 30. jnnúar. AP.
BANDARÍSKA heilbrigðisráðuneytið hefur leyft sölu nýs lyfs gegn lyfseðli,
en lyf þetta ku ná árangri gegn þeirri tegund sjúkdómsins „herpes“, sem
sýkir kynfæri fólks. Þessi kynsjúkdómur er orðinn allútbreiddur beggja
vegna Atlantshafs og í Bandarfkjunum er talað um farald, en þar koma fram
um 300.000 tilfelli árlega.
Til þessa hefur þessi kynsjúk-
dómur verið talinn ólæknandi al-
veg eins og síður hvimleiðari teg-
undir sjúkdómsins. Útbreiðsla
hans hefur skotið sýkinni upp í
annað sæti listans yfir algengustu
kynsjúkdómana. Algengastur er
sem fyrr lekandi í Bandaríkjun-
um, en um milljón tilfelli eru
skráð árlega.
Hið nýja lyf heitir „oral aciclo-
vir“, en verður selt undir nafninu
„zovirak". Verður lyfið tekið inn í
hylkjum. Frá árinu 1982 hafa ver-
ið notuð á sjúkrahúsum tvö af-
brigði af efni þessu og er það talið
nothæft gegn „herpes" á frum-
stigi. Vonir eru bundnar við þessa
nýju gerð lyfsins, að það komi að
gagni því fólki, sem er með krón-
ískan „herpes“. Það er af og frá að
allir sem fá sjúkdóminn eigi við
slíkt að glíma, en margir sjúkl-
ingarnir fá áblásturinn allt að 12
sinnum á ári. Þessi tegund „aciclo-
virs“ hefur verið reynd með ágæt-
um árangri. „Herpes“-sjúklingar
tóku inn lyfið í tveimur 4 mánaða
törnum og í 95 prósent tilvika
fækkaði áblástursköstum eða að
þau urðu vægari. En eftir sem áð-
ur verður „herpæs" ekki endanlega
læknaður.
Reagan sjaldan
vinsælli en nú
IjOh AngeleN, 29. juóir. AP.
RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, nýtur nú meiri vinsælda með þjóð
sinni en nokkru sinni frá því honum var sýnt banatilræði í mars 1981. Kemur
það fram í könnun dagblaðsins The Los Angeles Times, sem birt var í dag.
68% Bandaríkjamanna styðja nú gjalda til félagsmála. 59% lands-
Reagan og hefur hann ekki haft
meira fylgí síðan í apríl 1981,
skömmu eftir banatilræðið, en þá
fylktu sér 80% landsmanna um
forsetann. Blaðið tekur þó fram, að
margt sé að varast fyrir Reagan og
bendir á, að stuðningur við aukinn
vígbúnað fari minnkandi og að
þeim fjölgi stöðugt, sem finnist
nógu langt gengið í niðurskurði út-
manna eru sammála utanríkis-
stefnunni og framkvæmd hennar
og 50% telja fjármálastjórnina í
góðum höndum. í skoðanakönnun-
inni var leitað álits 1847 manna og
þótt það sé ekki mikið úrtak meðal
þjóðar, sem telur á þriðja hundrað
milljóna manna, hefur það sýnt sig,
að frávikin eru ekki nema um 3%.
Það var Tróju-hesturinn sem reið baggamuninn fyrir umsátursher
Grikkja, eftir því sem frá er greint í söguljóði Hómers, Ilíonskviðu.
Var Tróju-stríðið
háð í raun og veru?
('amhridgc, MassachusetU, Bandaríkjunum, 30. janúar. AP.
UPPGÖTVUN einnar hendingar úr Ijóði, sem kann að hafa verið ritað
meira en 500 árum áður en Hómer orti Ilíonskviðu sína, færir e.t.v.
sönnur á, að Trójustríðið hafi raunverulega verið háð, að sögn prófess-
ors við Harvard-háskóla, Calvert Watkins að nafni.
Watkins þessi, sem er prófess-
or í málvísindum og fornbók-
menntum, var að rýna í áletrun
3.200 ára gamallar leirtöflu frá
Anatolíu, þ.e. Tyrklandi, þegar
hann rakst á textaslitur, þar
sem sagði: „Þegar þeir komu frá
hinni hávu Wilusa ... “
„Það sem ég hafði fundið
þarna var greinilega hrafl úr
skáldskap og sýnilega fyrsta
hending úr söngkvæði eða ljóði
um borgina Wilusa, sem er eld-
fornt nafn á Tróju," sagði Wat-
kins á sunnudagskvöld. „Ég
kalla það Wilusi-kviðu,“ sagði
hann.
Watkins sagði í símaviðtali, að
í ljóðlínu þessari væri Tróju lýst
með nákvæmlega sama hætti og
hjá Hómer í söguljóði hans, II-
íonskviðu, sem fjallar um Tróju-
stríðið, sem Grikkir háðu við
Trójubúa til að endurheimta
Helenu, konu Menelásar kon-
ungs í Spörtu, sem París, sonur
Priams konungs í Trójuborg,
hafði numið á brott.
Hómer, sem ritaði á grísku,
talar um „hina hávu Ilios" á
sama hátt og talað er um „hina
hávu Wilusi" í ljóðlinunni — á
tungu, sem kölluð hefur verið
„luvian" og er skyld hittísku, að
sögn Watkins. Kvað hann „Ilios“
e.t.v. komið af eldri orðmyndin-
ni, „Wilusi".
Hann sagði það álit margra
málvísindamanna, að orðin Pri-
am og Paris væru komin úr lu-
vian-máli.
Söguljóð Hómers, Ilíonskviða,
sem ort er á 9. eða 10. öld fyrir
fæðingu Krists, er eitt af fyrstu
öndvegisverkum vestrænnar
menningar og hefur sett æva-
randi mark sitt á ljóðagerð, leik-
ritun og heimspeki.
En þrátt fyrir að rústir Tróju-
borgar hafi fundist, veit enginn,
hvort Trójustríðið var nokkru
sinni háð.
VIÐ LOKUM
MARKAÐSHÚSINU!
og efnum af því tilefni til einstakrar
rýmingarsölu á bókum sem stendur
fram til mánaðamóta.
Við bjóðum allt að helmings verðlækkun á alls konar
bókum, auk þess sem við veitum sérstakan magnafslátt
til viðbótar. I-I
Magnafslátturinn er 10% þegar verslað er yfir2000.- kr.
og 15% þegar verslað er fyrir meira en 4000.- kr. ^
Littu inn n Rók'Hi aham
úrvatíö er mest. mSSSshCsið
Laugavegi 39