Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR lð85 ,,'S/ílt |?ú \jtfba. SamPer&GL.?’ Eg hef ab tc\ka. leÁgubÍL ." að setja á þig hálsmenið. T M Reg U S Pat Otl all rights reserved * 1979 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI / 4 i 'í/ Hvað með lögin um reykingavarnir? 8193—2700 skrifar: Ég vil biðja Velvakanda um að lennja eftirfarandi spurningar fyrir rétta aðila: Telja þeir, sem framfylgja eiga nýsettum lögum um varnir gegn tóbaksreykingum, a) að það sé skylda að útbúa að- stöðu fyrir reykingafólk á vinnu- stöðum? b) ef ekki þá „mórölsk skylda"? c) að þar sem því verði ekki komið við í almennu skólahúsnæði að koma fyrir „athvarfi" fyrir reyk- ingafólk án þess að dauninn leggi um allan skólann og trufli veru- lega þá sem ekki reykja, kennara og nemendur, eigi alls ekki að leyfa reykingar? Hvert á að kæra ítrekuð brot á settum lögum um reykingar í hús- næði, sem bannað er að reykja í? Leiðréttingar á æfíminningabók Sigurjón Sigurbjörnsson skrifar: í hinni glaðbeittu æviminn- ingabók Sigurðar Thoroddsen verkfræðings, sem út kom á síð- asta ári, þar sem margir eru rassskelltir, bæði skyldir og vandalausir, eru eftirgreindar nafnvillur, staðfræði- og tíma- skekkjur, sem ég leyfi mér hér með að leiðrétta: Á bls. 112 er nefndur Strympu- hellir „nálægt kirkjunni á Ofan- leiti“. Á Ofanleiti hefir aldrei ver- ið kirkja, aðeins prestsetur. Lengi voru tvær kirkjur í Vestmanna- eyjum, á Kirkjubæ og Löndum. Tyrkir brenndu Landakirkju 1627, var hún þá endurbyggð á sama stað. Síðan brann hún aftur eftir miðja 18. öld, var hún þá endur- byggð úr steini á hraunmel ofan við aðalbyggðina, en áfram nefnd Landakirkja. Á bls. 145 eru dætur séra Jes Á. Gíslasonar í Vestmannaeyjum nefndar Jensdætur. Á bls. 224 er Tubogi talinn hafa heitið Þórarinn Kristjánsson en hann hét Þórarinn Þórarinsson. Á bls. 249 er stórbruninn í Reykjavík sagður hafa orðið 1914 en hann varð í apríl 1915. Á bls. 257 er Haffjarðará í Hnappadalssýslu nefnd Haffjarð- ará á Mýrum. (Sama villa var í Eysteinssögu I. bindi 1983.) Eitt hverfi tekið fram yfir annað? Húsbyggjandi í Ártúnsholti skrif- ar: Að undanförnu hafa birst í fjöl- miðlum fréttir af fyrirhugaðri byggingu skóla í Grafarvogi, ásamt byggingu dagheimilis og leikskóla í hverfinu. I Ártúnsholti er nú að rísa u.þ.b. 2000 manna byggð í hverfi sem varð bygg- ingarhæft 1—2 árum á undan Grafarvogshverfinu. í skipulagi er þar m.a. gert ráð fyrir skóla, dagheimili og skóladagheimili. Ekkert hefur enn heyrst um fram- kvæmdir við þessar stofnanir. Þar eð íbúar hverfisins trúa því ekki að eitt íbúðarhverfi sé tekið fram yfir annað hvað varðar þjón- ustu borgaryfirvalda við barna- fjölskyldur, bíða margir spenntir eftir fréttum af þessu máli. Þær hljóta að hafa fallið niður í frá- sögn Morgunblaðsins af borgar- málefnum að undanförnu. Með von um skýr svör. Starfsmaður hjá Norðurpólnum sf. segir að jólagjöfin frá „danska jólasvein- inum" sé væntanleg inn á íslensk heimili þá og þegar. Þessir hringdu . . . Skírteini í strætó fyrir aldraða A.K. hringdi: Sem kunnugt er fær gamalt fólk afslátt af strætisvagnaferðum og kaupir í því skyni þar til gerð kort. Af því eru svo rifnir miðar en því miður virðist það vera svo að mið- arnir eru allir kirfilega festir hver við annan og fólk er oft í stökustu vandræðum að ná þeim í sundur. Því eyðileggjast oft miðar þegar rifnar af þeim og er það vitanlega bagalegt fyrir fólk sem ekki hefur of mikla peninga handa á milli. Á hinum Norðurlöndunum eru seld skírteini fyrir nokkra mánuði í senn sem gilda í hvaða strætisv- agn sem er. Fólk setur mynd af sér í skírteinið og sýnir það svo vagn- stjóranum hverju sinni. Væri nú ekki hægt að taka hér upp eitt- hvað i líkingu við þetta öllum til hægðarauka? Jólagjöfin á leiðinni Grettir Gunnlaugsson hjá Norð- urpólnum sf. hringdi: Ég vil gjarna koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar sem birtist í Velvakanda 26. sl. undir A.K. mælist til þess að hönnuð verði skírteini fyrir aldraða í strætisvagna borgarinnar þar sem oft reyníst erfitt að ná miðunum í sundur án þess að rífa þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.