Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 5 Hvemig verður árið hjá Eiríki? Hann Eiríkur á í vændum viðburðaríkt ár, og ekki síður Auðbjörg, kona hans, og fleiri kunningjar, því þau munu verða tíðir gestir á síðum dagblaðanna í tengslum við kynningarátak sem nú fer af stað. Markmið þessa átaks er að vekja athygli á margvíslegri notkun skattpeninga, sýna fram á gildi skattheimtu í nútíma þjóðfélagi og leggja áherslu á nauðsyn þess að allir taki eðlilegan þátt í að greiða í sameiginlega sjóði. Eiríkur verður trúlega lítið hrifinn af frægðinni. í sjálfu sér hefur hann ekkert á móti því að vera í sviðsljósinu, en vill þá fá að ráða hvaða hlið hann sýnir á sér. Það fær hann ekki núna, því athyglinni verður fyrst og fremst beint að því sem hann helst af öllu vill fela og hafa út af fyrir sig - fjármálum hans. Auðbjörg mun fylgja bónda sínum í þessa fjölmiðlaraun. Éiríkur sér að vísu um að afla teknanna og fela þær, en hún aðstoðar hann dyggilega við að eyða þeim. Aðaláhyggju- efni hennar er heilsufar hans, en það hvarflar þó aldrei að henni að það kunni að standa í einhverju sambandi við hvað hann „skaffar“ vel. Una frænka Eiríks, hefur eyðilagt fyrir honum ófáar afmælis- og fermingarveislur í fjölskyldunni með því að beina talinu að skattamálum og halda fram hlutum sem eru beinlínis móðgandi fyrir hann. Með nýja hlutverkinu fær Una tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri á breiðari vettvangi, þótt óhjákvæmilega hljóti Eiríkur að dragast inn í umræðuna eftir sem áður. Arsæll hefur oftast nær haldið sig utan við þetta leiðindaþras, þótt hann sé konu sinni hjartanlega sammála. Engin ástæða til að vera með nein ræðuhöld um jafn sjálfsagðan hlut og að telja rétt fram til skatts. En auðvitað gerði ekkert til þótt Eiríkur fengi að heyra úr fleiri áttum hvað fólki finnst um framferði hans. Það lendir nú einu sinni á öðrum að borga fyrir hann brúsann. Með þessu kynningarátaki verður gengið til liðs við Unu, Ársæl og alla aðra sem eru sama sinnis. Auglýsingunum er ætlað að vekja umræður og beina athyglinni að nauðsyn þess að allir þegnarþjóðfélagsinssitji við sama borð í samneyslunni, greiði til sameiginlegra útgjalda í eðlilegu hlutfalli við raunverulegar tekjur og að öllum sé tryggður jafn réttur til að njóta þeirrar viðamiklu þjónustu sem kostuð er af almannafé. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.