Morgunblaðið - 31.01.1985, Page 5

Morgunblaðið - 31.01.1985, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 5 Hvemig verður árið hjá Eiríki? Hann Eiríkur á í vændum viðburðaríkt ár, og ekki síður Auðbjörg, kona hans, og fleiri kunningjar, því þau munu verða tíðir gestir á síðum dagblaðanna í tengslum við kynningarátak sem nú fer af stað. Markmið þessa átaks er að vekja athygli á margvíslegri notkun skattpeninga, sýna fram á gildi skattheimtu í nútíma þjóðfélagi og leggja áherslu á nauðsyn þess að allir taki eðlilegan þátt í að greiða í sameiginlega sjóði. Eiríkur verður trúlega lítið hrifinn af frægðinni. í sjálfu sér hefur hann ekkert á móti því að vera í sviðsljósinu, en vill þá fá að ráða hvaða hlið hann sýnir á sér. Það fær hann ekki núna, því athyglinni verður fyrst og fremst beint að því sem hann helst af öllu vill fela og hafa út af fyrir sig - fjármálum hans. Auðbjörg mun fylgja bónda sínum í þessa fjölmiðlaraun. Éiríkur sér að vísu um að afla teknanna og fela þær, en hún aðstoðar hann dyggilega við að eyða þeim. Aðaláhyggju- efni hennar er heilsufar hans, en það hvarflar þó aldrei að henni að það kunni að standa í einhverju sambandi við hvað hann „skaffar“ vel. Una frænka Eiríks, hefur eyðilagt fyrir honum ófáar afmælis- og fermingarveislur í fjölskyldunni með því að beina talinu að skattamálum og halda fram hlutum sem eru beinlínis móðgandi fyrir hann. Með nýja hlutverkinu fær Una tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri á breiðari vettvangi, þótt óhjákvæmilega hljóti Eiríkur að dragast inn í umræðuna eftir sem áður. Arsæll hefur oftast nær haldið sig utan við þetta leiðindaþras, þótt hann sé konu sinni hjartanlega sammála. Engin ástæða til að vera með nein ræðuhöld um jafn sjálfsagðan hlut og að telja rétt fram til skatts. En auðvitað gerði ekkert til þótt Eiríkur fengi að heyra úr fleiri áttum hvað fólki finnst um framferði hans. Það lendir nú einu sinni á öðrum að borga fyrir hann brúsann. Með þessu kynningarátaki verður gengið til liðs við Unu, Ársæl og alla aðra sem eru sama sinnis. Auglýsingunum er ætlað að vekja umræður og beina athyglinni að nauðsyn þess að allir þegnarþjóðfélagsinssitji við sama borð í samneyslunni, greiði til sameiginlegra útgjalda í eðlilegu hlutfalli við raunverulegar tekjur og að öllum sé tryggður jafn réttur til að njóta þeirrar viðamiklu þjónustu sem kostuð er af almannafé. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.