Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1985 Nýjungar í at- vinnumálum V. — eftirJónas Bjarnason Um lífefnaiðnað á íslandi Lífefnaiðnaður getur verið framleiðsla, umbreyting eða ein- angrun á lífefnum, þ.e. þeim kol- efnissamböndum, sem líf jarðar byggist á. Fjöldamörg lífefni eru framleidd og seld til ýmissa nota. Fæst þeirra eru seld í mjög stór- um stíl, en þau eru yfirleitt mjög dýr miðað við lífræn eða ólífræn efnasambönd. Mörkin á milli líf- efnaiðnaðar annars vegar svo og lífræns efnaiðnaðar, matvælaiðn- aðar og lyfjaiðnaðar hins vegar, eru mjög óljós oft. í þungamiðju lífefnaiðnaðar eru svokölluð ensím eða lífefnahvatar. Mörgum munu vera minnisstæð þvottaduftin, sem ruddu sér til rúms á síðasta áratug. Með þeim var unnt að leggja þvott í bleyti og ná úr hon- um ýmsum blettum, sem erfitt var að ná með öðrum hætti. Þessi svokölluðu „bíólógískt" virku þvottaduft innihéldu lífefnahvata, en danska fyrirtækið Novo blómstraði í þeim bransa. Á Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins hefur af og til í gegnum árin verið hugað að vinnslu einstakra lífefna úr fiskúrgangi. Fyrir rúm- um tveimur áratugum var t.d. unnin svokölluð dehydrocholin- sýra (gallsýra) úr þurrkuðu þorsk- galli. Þetta efni er notað í melt- ingarlyf fyrir fólk, sem á erfitt með að melta fitu. Þetta mál var skoðað aftur fyrir u.þ.b. áratug, en forsendur fyrir söfnun galls og framleiðslu á einstökum gallsýr- um virtust ekki vera fyrir hendi. Það verð, sem í boði var, var ekki nógu hagstætt. Nú á síðustu vikum hefur mikið verið rætt um lífefnaiðnað á ís- landi eða líftækni öllu heldur. Líf- tækni er nokkru víðara hugtak en lífefnaiðnaður, en þá er átt við notkun á lífverum eða eftirlíking- um á efnabreytingum lífsins sjálfs til þess að leysa tiltekin verkefni, sem geta verið framleiðsla á efn- um (lífefnaiðnaður), til að um- breyta matvælum eða til að finna tiltekna eiginleika (sjúkdóms- greining) svo að dæmi séu nefnd. Svo mikið kveður að himinhróp- andi bjartsýni og vanþekkingu á þessu sviði, að nauðsynlegt er að gera nokkra grein fyrir stöðu mála erlendis í þessum efnum. Líftækniblaðran er sprungin erlendis í riUnu Chemistry & Industry frá 19. nóv. 1984 birtist grein eftir Andy Coghlan aðstoðarritstjóra blaðsins. Hann segir m.a. frá ráðstefnunni „Investment in Bio- technology" (fjárfestingar í líf- tækni), en þar báru fjármálamenn og fjárfestingarsérfræðingar sam- an bækur sínar í því skyni að átta sig á möguleikum líftækninnar svo og til að forðast stórkostleg mistök (disasters) eins og þau, sem voru gerð á áttunda áratugn- Gjaldskrárverð Landsvirkjunar — eftir Halldór Jónatansson í Morgunblaðinu hinn 26. þ.m. var sagt frá því að í nýútkomnu fréttabréfi Rafmagnsveitna ríkis- ins kæmi fram að verð Lands- virkjunar á raforku til almenn- ingsveitna hafi hækkað að raun- gildi um 166% á síðustu fimm ár- um sé miðað við vísitölu bygging- arkostnaðar. Hér er rétt með farið hvað varðar breytingar á gjald- skránni frá ársbyrjun 1980 til og með 1. janúar 1985. Þessi saman- burður gefur hins vegar ekki alveg rétta mynd af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi miðast hann við gjaldskrárverðið í ársbyrjun 1980, en þá var það með lægsta móti að raungildi frá því Landsvirkjun var stofnuð. Kemur hér til að vegna verðstöðvunar á árunum 1971 — 1982 fékk gjaldskrárverð Lands- virkjunar ekki að fylgja almennri verðlagsþróun og hélt því ekki raungildi sínu miðað við bygg- ingarvísitölu, sbr. meðfylgjandi línurit. Á þessum árum var því um meiri og minni hallarekstur að ræða hjá Landsvirkjun og skulda- söfnun, sem leiddi til þess að eftir að verðstöðvun lauk í árslok 1981 þurfti að hækka gjaldskrána mun meir en ella vegna aukins fjár- magnskostnaðar. í öðru lagi segir samanburður á gjaldskránni ekki alla söguna, heldur getur verið nær lagi að bera saman hækkun á meðalverði allar seldrar orku Landsvirkjunar til Rafmagnsveitna ríkisins. Sé það gert kemur í ljós að hækkun meðalsöluverðsins 1984 miðað við 1980 er 73% að raungildi en ekki 166%. Nú hefur þróunin sem betur fer snúist við þar sem gjaldskrárverð Landsvirkjunar fer nú lækkandi að raungildi eins og sjá má af línuritinu. Standa vonir til að raunverðið haldi áfram að lækka á komandi árum. Halldór Jónatansson er forstjóri Landsrirkjunar. RAUNVER0 % MEÐALVERÐ TIL ALMENNINGSVEITNA 1971-1985 um. Dagar hinna glæstu vona eru liðnir, og menn eru farnir að átta sig á því, hvernig landið liggur. Fjárfestingar hafa dregist stór- lega saman á þessu sviði. Vanda- mál líftækninnar er, að hún er „ekki framleiðsluiðnaður heldur samsafn vísindagreina, sem fram- leiðir aðallega meiri vísindi" og meiri peningaþarfir. Coghian segir, að vandamál uppfinningamanna séu öfgar þeirra (fanaticism). Þeir borða, drekka og sofa með hugmyndum sínum. Þeir þurfa ekki að skapa arð af hugmyndunum né hafa áhyggjur af markaðsmálum. Þeir gera ekki áætlun um framtíðina, en starfa frá degi til dags í þeirri von, að uppfinningar þeirra verði viðurkenndar að lokum. Það má segja, að þessi lýsing geti átt við flesta uppfinninga- menn, en hún endurspeglar sjón- armið fjármálaheimsins til þessa sviðs nú. Það er ekki endilega víst, að hann hafi hið eina rétta mat á forsendum fyrir nýjungum, því að benda má á, að margar nýjungar hafa virst brjálæðislegar í fyrstu í augum margra en síðar orðið for- senda fyrir mjög gagnlegri þróun eða framleiðslu. En gallinn er sá, að stöðugt lægra hiutfall af nýjum hugmyndum kemur að gagni. Þess vegna eru stöðugt vaxandi líkur á því, að fjármálaheimurinn hafi frekar rétt fyrir sér en uppfinn- ingamenn. Líftækni er talin hafa mestar líkur á þremur sviðum í náinni framtíð. Það er á sviði heilsu- gæslumála, landbúnaðar og mat- vælaiðnaðar. Langmestir pening- ar eru í heilsugæslumálum, en þar er um að ræða bæði ný lyf og að- ferðir til að finna sjúkdóma (dia- gnostics). Sem dæmi um ástandið má nefna, að mikill fjöldi fyrir- tækja er að reyna að framleiða krabbameinslyfið interferon. Tal- ið er, að þrír rúmmetrar af lyfinu á ári nægi til þess að sinna heims- þörfinni. Þegar og ef eitt fyrir- tækjanna kemst upp á lagið, tekur það allan heimsmarkaðinn um hæl. Hér er um að ræða ofsafengið kapphlaup risavaxinna hagsmuna. Talið er, að aðeins örfá þeirra auð- ugustu af hinum 200 líftækni- fyrirtækjum heimsins nái því að framleiða lyf með líftækninni. Svo eru til menn, sem láta sér detta í hug, að tsland hafi möguleika á Jónas Bjarnason „Dagar hinna glæstu vona eru liðnir, og menn eru farnir að átta sig á því, hvernig Iandið ligg- ur. Fjárfestingar hafa dregist stórlega saman á þessu sviði. Vandamál líftækninnar er, að hún er „ekki framleiðsluiðn- aður heldur samsafn vísindagreina, sem framleiðir aðallega meiri vísindi“ og meiri peningaþarfir.“ því að stíga þennan tröllaukna dans. Meira að segja Bretar óttast það að geta ekki tekið þátt í hon- um af ýmsum ástæðum. Hvaða möguleikar eru fyrir hendi? Varla eru nokkrir möguleikar á því, að unnt sé að fá nokkru áork- að hérlendis í náinni framtíð á sviði landbúnaðarlíftækni (t.d. gerjun úrgangsefna, erfðaverk- fræði) frekar en á sviði heilsu- gæslu. En hvað með matvælaiðn- að? Ef reynt er að telja öll tromp- in á hendinni, kemur í ljós, að þau eru bæði fá og eru auk þess hund- ar. Aðalsviðin hafa til þessa verið gerjun áfengra drykkja, osta- og jógúrtgerð svo og brauð- og köku- lyfting. Einnig er unnt að fram- kalla meirnun kjöts með sérstök- um ensímum. íslenski matvæla- markaðurinn er mjög lítill, svo að tæpast er líklegt, að hann skipti nokkrum sköpum. Hinsvegar eru íslenskar sjávarafurðir umtals- verðar, en þær eru sem kunnugt er seldar fyrst og fremst á erlendan markað. Þar sem nauðsynlegt er að veðja á tiltekna framleiðslu en ekki tiltekin svið, eins og sumir vilja, kemur fátt til greina. Rætt hefur verið um vinnslu á ensímum úr fiskslógi eða einstökum fisk- innyflum. Norðmenn telja, að unnt verði að framleiða ensím- blöndu, sem hreinsar himnulagið utan af smokkfiski. Slíkar smá matarholur er eflaust hægt að finna og notfæra sér um sinn þangað til stóru fyrirtækin er- lendis finna ódýrari aðferðir til að framleiða ensímin með öðrum leiðum t.d. úr jurtum eða með gerlum. Hráefnisuppsprettan skiptir nánast engu máli á svona sviðum. Hér á íslandi hefur verið rætt um stjórnun á síldarverkun, en meirnun eða verkun síldar ger- ist m.a. með tilstilli meltingarens- íma síldarinnar. Það mál er fyrst og fremst fiskiðnaðarmál, en síður lífefnaiðnaður eða framleiðsla á ensímum. Enginn veit, hvort slík stjórnun á eftir að verða hag- kvæm eða hvort þá verði ekki hag- stæðara að nota ensím, sem keypt verða erlendis og unnin eru úr öðrum hráefnum. Fleiri hugmynd- ir af þessu tagi hafa heyrst, en þær hafa nánast allar sömu tak- markanir.- Niöurstöður Breska tímaritið The Economist segir frá því (8.—14. des. 1984) hvers vegna líftækni uppfylli ekki þær vonir, sem gerðar höfðu verið. „Tæknin sjálf er aðeins verkfæri, sem nota má til að gera hluti, sem einnig má gera með öðrum aðferð- um.“ Nýjar seljanlegar afurðir hafa látið á sér standa, en stóru efnahagsrisarnir hafa ekki þorað annað en taka þátt í kapphlaup- inu. Hina „stóru peninga" er að finna í lyfjabransanum. Á slíkum sviðum hafa Islendingar enga möguleika, þeir geta miklu fremur hafið samkeppni við Japani um smíði á myndavélum eða bílum. Ýmsir íslendingar hafa því miður látið villast af háskalegum erlend- um áróðri og reynt að skreyta sig með fjöðrum, sem eiga við um allt önnur svið en til greina kemur að stunda hérlendis. Hvort skynsam- legt sé að setja einhverja peninga i rannsóknir á þessu sviði til að standa við bakið á kennslu og menntun þjóðarinnar er allt ann- að mál. Dr. Jónas Bjarnason er efnarerk- fræðingur. Hann er deildarrerk- fræðingur i Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. „Jákvætt starf til ein- ingar kristinna manna“ — segir biskup íslands í tilefni af nýaf- staðinni einingarviku kristinna safnaða „ÉG TEL það ákaflega ánægjulegt skref í þróun kirkju og kristni með okkar þjóð, að þetta samstarf skuli eiga sér stað,“ sagði biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, er Mbl. innti hann frétta af Alþjóðlegri bænaviku, sem Sam- starfsnefnd kristinna trúfélaga skipulagði hér á landi dagana 18. til 25. janúar. En henni lauk með samkomu í kirkju Hvítasunnusafnaðarins sl. langardag. VEROIÐ 1985 ER ÁÆTLAO MhÐAO VK> 20% VEROBÓLGU Er þessi bænavika árviss við- burður víða um lönd. Hér á landi er samstarfsnefndin skipuð full- trúum frá Þjóðkirkjunni, kaþólska söfnuðinum, Hjálpræðishernum, aðventistum og hvítasunnu- söfnuðinum. Samkomur voru haldnar á nokkrum stöðum á landsbyggðinni og í Reykjavík fór þær fram í Neskirkju, Landakotskirkju, kirkju aðventista, hjá Hjálpræð- ishernum og í kirkju hvítasunnu- safnaðarins, eins og áður sagði. Á samkomunum töluðu full- trúar trúfélaganna og lásu úr ritn- ingunni á hverju kvöldi og auk þess var mikið sungið, bæði kór- söngur og almennur söngur. „Tilgangurinn með þessari bænaviku er sá, að sameinast um það, sem þessi trúfélög geta sam- einast um,“ sagði biskup. „Og þeg- ar nánar er að gáð, er margt sem sameinar, meðal annars bænin, en hún setti svip sinn á allar sam- komurnar. En sérstaklega samein- ar það, að öll viljum við fylgja Kristi og feta í fótspor hans.“ Biskup kvað bænavikuna hafa tekist vel í alla staði og sagði hana þá best sóttu frá upphafi, en bænavikan hefur verið haldin hér á landi í nokkur ár. „Yfirskrift vikunnar var „Frá dauða til lífs Pétur Sigurgeirsson með Kristi" og ég álít þetta vera mjög merkilegt og jákvætt starf til einingar kristinna manna, hvar sem þeir starfa," sagði biskup. Samstarfsnefnd kristinna trúfé- laga starfar ekki eingöngu meðan á bænavikunni stendur ár hvert, heldur hefur hún reglulega mán- aðarlega fundi. Formaður nefnd- arinnar er annar fulltrúi Þjóð- kirkjunnar, Kristján Búason, dós- ent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.