Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 31. JANtlAR 1985 27 Iranir hafa í hót- unum við íraka Nikógíu, 30. janúar. AP. ÍRANIR létu hafa eftir sér í dag, að ef írakar létu verða af hótunum um að hleypa af fallbyssum á óbreytta borgara í írönskum borgum nærri landamærum rfkjanna, myndu þeir gera slíkt hið sama án þess að doka við. Er þetta breyting frá marg- yfirlýstri stefnu írana, að skjóta ekki á íraskar borgir við landa- mærin jafnvel þótt Irakar gerðu slíkt. Sögðu íranir andstæðinga sína hóta þessu nú vegna „háðu- legs ósigurs fjögurra herdeilda sem reyndu að taka aftur olíu- svæði við Manjoon, íraksmegin við landamærin", en íranir hafa haft það svæði á valdi sínu all- lengi. írakar eru ósammála Irönum um gang orustunnar, sem 40.000 íraskir hermenn tóku þátt í. Segja þeir að íranir hafi verið hinir sigruðu en ekki öfugt og írakar hefðu nú á valdi sínu margar stöðvar íranska hersins þeirra megin við landamærin. Irna, íranska fréttastofan, full- yrti að fjöldi íraka í árásunum hefði verið brot af þeim 400.000 sem írakar segja að hafi tekið þátt í aðgerðunum og 200 þeirra hefðu verið drepnir og til muna fleiri hefðu særst. Svíþjóð: Lítil flugvél hrapaði Stokkhólmi 30. janúar AP. Aðstoóarflugmaður lést og flug- maður slasaðist mjög alvarlega þeg- ar tveggja hreyfla Beechcraft vél fórst í aðflugi við Feringe-flugvöll í Mið-Svíþjóð aðfaranótt miðviku- dags. Snjókoma var þegar vélin kom inn til lendingar. Eldur kom upp í vélinni þegar hún skall niður um kílómetra frá brautinni. Frá og með 1. febrúar mun flugfélagið British Caledonian annast alla umsjón með fraktafgreiðslu fyrir Flugleiðir á Heathrow-flugvelli í London. Með samstarfinu við British Caledonian og hjálp fullkominnar bókunartölvu þeirra mun upplýsinga- streymi til íslands stórbatna. Hvar er varan á vegi stödd7 Hvenær kom hún inn í vöruafgreiðslustöð- ina? Með hvaða flugi er hún bókuð? Hver er stærð hennar og þyngd? Þessum spurningum verður auðveldara að svara en fyrr og um leið þægilegra að fylgjast með vörusendingunni frá upphafi til endastaðar. Þú nærð sambandi við British Caledonian allan sólarhringinn: British Caledonian Cargo Terminal Cargo Village London Airport Heathrow Sími: (01) -759-4111 Telex: 22637 Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu nánari upplýsingar og fyrirgreiðslu. FLUGLEIDIR FLUGFRAKT simi 27800 FALCON CREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi. Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins. Dreifing Myndbönd hf., Skeifan 8, símar 686545 — 687310.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.