Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 ísl. — Ungverjal. 28:24 Einn besti landsleikur íslands nokkru sinni Frá Þórarni Ragnaraayni, blaðamanni Morgunbiaóaina, i Frakklandi. SENNILEGA hefur íslenskur handknattleikur aldrei staöið bet- ur en í dag. Tvð íslensk félagsliö hafa sannað getu sína meö því aö komast í fjögurra liöa úrslit í Evr- ópukeppninni og í kvöld sigraöi íslenska landsliöiö Ungverja í fyrsta leik Tournoi de France 85-keppninnar meö miklum glæsibrag meö 28 mörkum gegn 24. Pað var engin tilviljun aö Is- lendingar sigruðu því þeir voru meö betra liðiö í leiknum. Ung- verjar eru álitnir vera meö eitt af fimm bestu handknattleiksliöum heims í dag. Það var hreint út sagt stórkostiegt aö horfa á ís- lenska liöiö spila hér í kvöld. Þaö gafst aldrei upp, sýndi ótrúlega baráttu, festu og yfirvegun í leik sínum og þrátt fyrir aö á brattan vasri aö sækja tii aö byrja meö óx íslensku leikmönnunum ásmegin meö hverri mínútu sem leiö í leiknum og þaö er af sem áður var aö liöið missi niður forskot sitt er líöa tekur á. Forskotið var aukið þrátt fyrir aö Ungverjar legðu sig alla fram viö aö jafna leikinn. Kristján Arason sýndi leik á heimsmælikvaröa hér í kvöld, var langbesti maöur á vellinum og skoraöi hvorki meira né minna en 15 mörk, þar af sex úr vítaköstum. Hann var algjörlega óstöövandi í sókninni og batt vörn íslenska liðs- ins saman af mikilli festu, tók línu- menn Ungverja algjörlega úr sam- bandi og varöi ásamt félögum sín- um hvert skotiö af ööru frá stór- skyttum Ungverja. En í heild var þaö sterk liösheild sem vann þenn- an sæta sigur og ekki má gleyma því aö bekkstjórn og innáskipt- ingar Bogdans þjálfara voru þaö sem geröi leik liðsins jafn ákveöinn og traustan og raun bar vitni. Þetta er þriöji sigur (slands á Ungverjalandi í handknattleik frá upphafi. Taugaveiklun í upphafi Þaö var nokkur taugaveiklun í leik íslenska liösins í byrjun — því gekk illa aö finna réttan takt í leik sinn. (slenska liöiö byrjaði með boltann, en byrjunarliöiö var þann- ig skipaö: Einar Þorvaröarson stóö í markinu, og aörir voru Þorgils Óttar Mathiesen, Siguröur Gunn- arsson, Kristján Arason, Páll Ólafsson, Jakob Sigurösson og Al- freö Gíslason en Þorbjörn Jensson kom inn á vörnina i staö Þorgils Óttars. Jens Einarsson, markvörö- ur, var eini leikmaðurinn sem hvíldi í kvöld, enda íslendingar aöeins meö 13 leikmenn hér. Alfreö Gíslason átti fyrsta skot leiksins en þrumuskot hans lenti í samskeytum marksins eftir góða leikfléttu. Ungverjar brunuðu þá upp og skoruðu 1:0. Fyrstu fjórar sóknir islendinga fóru í súginn og Ungverjar, sem léku 5:1 vörn nokkuö framarlega, komu þeim úr jafnvægi. Jakob skoraöi í næstu sókn en dæmd var á hann lína, síðan skaut Páll yfir úr dauöafæri á línunni. Rétt á eftir voru dæmd skref á Alfreö. Ungverjarnir kom- ust í 2:0 og menn hreint ekki bjartsýnir. En síöan fór aö koma festa í ieik íslenska liösins — Kristján Arason skoraöi fyrsta markiö, Siguröur Gunnarsson siö- an annaö markiö og er sex mín. voru liönar var staðan 3:2 fyrir Ungverja. Þeir höföu forystuna fyrstu tíu mín. Staðan þá 6:4. Jak- ob Sigurösson lét verja hjá sér eft- ir hraðaupphlaup á þessum tíma og vítakast var variö frá Kristjáni Arasyni. Kristjén Arason lék frébærlega í gærkvöldi. íslendingar hressast Eftir þetta hresstist leikur is- lendinga mjög mikiö — Ungverjar héldu áfram aö pressa vel 7 vörn- inni, spiluöu jafnvel stundum 3:3 vörn. Þorgils Óttar fiskaöi vítakast á þessum tíma, en Siguröur Gunn- arsson sem tók vítiö var kærulaus og skaut beint á markvöröinn. Framan af var vörn islands ekki sannfærandi, Ungverjar náöu góöu forskoti, 7:4, og fengu síöan vítakast en Einar varöi mjög vel. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staöan 8:5. Þá kom mjög góö- ur kafli hjá íslenska liöinu, þaö jafnaöi 8:8 er 18. mín. voru liðnar og á 20. mín. kom Þorbergur Aöal- steinsson íslandi yfir í fyrsta skipti, 9:8. Fjórum mín. síðar höföu ís- lendingar enn forystu, 10:9, en misstu boltann og Ungverjar jöfn- uöu, 10:10. Alfreð kom íslandi yfir, 11:10, eftir góöa leikfléttu og skömmu síöar jöfnuöu Ungverjar úr víti. Þeir skoruöu síðan aftur á 27. mín., komust þá yfir 12:11, en Kristján jafnaöi úr vítakasti sem Alfreö fiskaöi. Ungverjar skoruöu aftur en Þorgils jafnaði af línunni undir lok hálfleiksins. Staöan í leikhléi 13:13. Fyrri hálfleikur var mjög vel leik- inn af hálfu beggja liða. Mikill hraöi var í leiknum og mjög góöar leik- fléttur sáust hjá báöum liöum. Þetta var handknattleikur eins og hann allt aö því gerist bestur. Stórkostlegur leikur Kristjáns Arasonar færir íslandi forskot Það hefur veriö talaö vel viö ís- lensku leikmennina í hálfleik því liöiö sem kom inná baröist af ótrú- legri grimmd og festu og lék vel og er fjórar mín. voru búnar af síöari hálfleik haföi island náö þriggja marka forystu, 16:13. Kristján Arason skoraöi tvö gullfalleg mörk í upphafi hálfleiksins og Þorbergur Aöalsteinsson bætti sextánda markinu viö. Á þessum tíma var vörn islands eins og hún gerist best. Ungverjar fundu ekkert svar viö henni — reyndu hvaö þeir gátu til aö opna hana en án árangurs, meö leikfléttum, linuspili og horna- fléttum. Varnarmennirnir voru mjög hreyfanlegir og tóku Ung- verja föstum tökum. Þar aö auki varöi Einar eins og klettur í mark- inu. Þetta fór greinilega í taugarnar á Ungverjunum því þeir skoruöu aö- eins eitt mark fyrstu sex mín. síöari hálfleiksins og þaö kom úr hraöaupphlaupi. Þegar tíu min. voru búnar af hálfleiknum var staöan 18:16. island haföi þá náö mjög góöum tökum á leiknum. Um miöjan síöari hálfleik var staðan oröin 21:18 en er tíu mín. voru eftir höföu Ungverjar minnk- að muninn í tvö mörk, 22:20, og voru íslensku leikmennirnir þá orönir örþreyttir. Þeir skoruöu síö- an enn eitt mark og munurinn því aðeins eitt mark. Þá fór Jakob fljótt og mjög óyfirvegað inn úr horninu og reyndi skot en variö frá honum. Ungverjar brunuöu upp en tókst ekki aö skora og skömmu siöar skoraði Kristján Arason, staöan þá 23:21. Æsispennandi lokamínútur Síöustu mínúturnar voru æsi- spennandi, er fimm mín. voru eftir var staöan 25:23 og þá skaut ungverskur ieikmaöur þrumuskoti í þverslá tslenska marksins, boltinn hrökk út á völlinn — en slakir franskir dómarar dæmdu mark. Hroðaleg mistök. Munurinn var aöeins eitt mark, 25:24. En íslend- ingar brotnuöu ekki viö mótlætiö og Kristján Arason geröi 26. mark- iö. Lokamínúturnar voru stórkost- legar hjá íslenska liöinu. Alfreö og Páll skoruðu síöustu mörkin mjög glæsilega og stórkostlegur fjög- urra marka sigur í höfn. Sá glæsilegasti nokkru sinni? Leikurinn er eflaust einn sá allra glæsilegasti sem fsland hefur spil- aö nokkru sinni. Dómarar leiksins voru franskir og voru þeir heldur slakir. Höllin hér í Valance var troöfull, mættir voru um 2.000 manns, og þeir fögnuöu sigri islands ákaft er hann var í höfn. Ungverjar voru reknir út af í alls átta mín. í leiknum en aö- eins einn islendingur, Páll Ólafss- on, í tvær mínútur. island fékk átta vítaköst í leiknum, Ungverjaland þrjú. Einar Þorvarðarson lék vel ( markinu, varöi 14 skot, en eins og áöur sagöi var Kristján Arason langbesti maöur vallarins en allir hinir léku mjög vel — upp undir þaö sem þeir geta gert best. MÖRK ÍSLANDS: Kristján Arason 15 (6 víti), Siguröur Gunnarsson 3, Þorbergur Aðalsteinsson 3, Þor- gils Óttar Mathiesen 2, Páll ólafs- son 2, Alfreð Gíslason 2 og Þor- björn Jensson 1. Bestur Ungverja var Josef Ura, sem skoraði fimm mörk, og reynd- ist íslendingum erfiöur meö undir- skot sín. Liö Ungverja var mjög gott. Þeir eru meö hávaxna og sterka leik- menn sem samt eru mjög liprir og fljótir og skoruöu þeir mörg mörk hér í kvöld úr hraöaupphlaupum. Þaö lék enginn vafi á þvi aö ís- lenska liöið var mun betra en þaö ungverska í leiknum. — ÞR/SH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.