Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985
Viðbrögd viö stórkostlegum sigri íslands á Ungverjum:
Bogdan Kowalzcyk:
„Mjög ánægður meö
þennan góða sigur“
Frá Þórarni Ragnartsyni, bladamanni Morgunblaósint. i Frskklandi.
„TIL AÐ geta unnid avona þjóð,
aina og Ungverja, eða Auatur-
Evrópuþjóð yfirleitt, verður lið
að leika mjög vel, og jafnframt
einn eða tveir leikmenn að eiga
atjörnuleik. í kvöld var þaö
Kriatjón Araaon aem lék á
heimsmælikvarða,“ sagöi
Bogdan Kowalzcyk, landliöa-
þjálfari, eftir leikinn í gaarkvöldi.
„Þaö eina sem ég gat fundió
aó hjá okkur í leiknum var þaó að
varnarleikurinn heföi mátt vera
betri. Ég hef ekki séö Ungverja
leika síöustu fimm ár — en þá
voru þeir ívið sterkari en þeir eru
í dag. Þeir hafa nú leikiö meö
sama lið í þrjú ár, og hafa verið
aö byggja upp fyrir heimsmeist-
arakeppnina.
Ég er mjög ánægöur meö
þennan góöa sigur okkar í kvöld
en ég er hræddur viö leikinn viö
Frakka annaö kvöld (í kvöld). Ég
er hræddur viö dómgæsluna í
þeim leik og ég er hræddur um
aö leikmenn okkar nái ekki aö
einbeita sér nægilega vel í þeim
leik. Þeir eiga oft erfitt meö aö
einbeita sér eftir sigurleiki, og ég
mun því byrja strax í kvöld aö
undirbúa þá fyrir leikinn gegn
Frökkum, því hann veröur mjög
erfiöur.”
„Markmiðið var,
ao vinna keppnina“
— segir Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ
„ÞETTA er á heimsmæli-
kvarða,“ aagöi Jón Hjaltalin
Magnússon formaður hand-
knattleíkssambands íslands er
Mbl. haföi samband við hann
„Viö ætlum okkur aö ná langt í
A-heimsmeistarakeppninni
næsta ár, og ef viö getum skap-
„ÉG HEF aöeins einu sinni séö
íslenska líðíð leika betur en hér
í kvöld — gegn Austur-Þjóö-
verjum í Noregi í haust,“ sagöi
Guöjón Guömundsson, liös-
stjóri íslenska liösins í gær-
kvöldi.
„Þetta var frábær leikur hjá
liöinu í kvöld og lofar góöu í
keppninni. Menn mega þó ekki
vera of bjartsýnir því þaö getur
brugöiö til beggja vona,“ sagöi
Guöjón.
„ÞAÐ er alltaf erfitt aö leika gegn
leikmönnum frá austantjalds-
aó landsliöinu góó starfsskilyröi
höfum viö trú á aö þaö geti tek-
ist.
Þessi úrslit koma okkur stjórn-
armönnum HSÍ ekki svo mjög á
óvart. Viö vitum aö leikmenn
okkar eru í mjög góðri æfingu,
þaö hefur sýnt sig í Evrópuleikj-
löndum," sagöi Einar Þorvaröar-
son.
„Ungverjarnir eru með mikla
skotmenn og góöa línu- og
hornamenn. Vörnin hjá okkur var
góö, tók góöar skorpur en heföi
kannski getaö veriö íviö betri í
heildina. Og þó svo aö stjörnu
Ungverja, Kovacs, heföi vantaö í
liö þeirra er þaö engin afsökun.
Þetta var stór sigur fyrir Island
og íslenskan handknattleik og
okkur alla sem vorum hér í
kvöld."
unum að undanfömu
Áöur en landsliöiö fór út var
markmiöiö aó vinna sigur í þess-
ari keppni og ég hef trú á þaö
geti tekist eftir þennan sigur í
kvöld.
Viö lögöum einmitt mikla
áherslu á aö vinna Ungverjana.
Þaö er mjög gott sálrænt séö
fyrir lióiö. Okkur hefur aldrei
gengió sérlega vel gegn þeim og
heldur ekki gegn Svíum en á
stuttum tíma höfum viö nú sigrað
báöar þessar þjóöir. Nú held ég
aö viö getum fariö inn á leikvöll
gegn hvaöa liöi sem er án þess
aö vera mjög hræddir," sagöi
Jón Hjaltaltn.
Jón sagöist nú vera aö vinna
aö því aö stofna sérstakan af-
reksmannasjóð Handknattleiks-
sambandsins, og myndi fé þaö
sem safnaöist í hann renna beint
til leikmannanna sjálfra; þeir
yröu þá styrktir til æfinga erlend-
is. Hvatti hann menn til aö láta fé
af hendi rakna í sjóöinn, en viö
munum skýra frá því viö fyrsta
tækifæri hvar tekió veröur á móti
framlögum.
• Bogdan Kowalzcyk
Þorbergur
Aðalsteinsson:
„Betra
liðið
vann“
„ÞAÐ VAR betra liöiö sem vann
í kvöld,“ sagöi Þorbergur Aöal-
steinsson. „Viö nýttum aöknirn-
ar vel. Þetta var erfiöur leikur
og leikurinn viö Frakka verður
þaö eínnig. Þá veröur Tékka-
leikurinn örugglega einnig mjög
erfiður. Þeir eru meö frábært lið
en viö munum leggja okkur alla
fram um aö ná góöum leik. Viö
munum berjast og gera okkar
besta.“
Kristján Arason:
„Trúði
ekki að
ég hefði
gert
15 mörk“
KRISTJÁN Arason sagðist vera
örþreyttur eftir leikinn. „Ég
trúöi því ekki þegar mér var
sagt aö ég heföi skoraö fimmt-
án mörk. Ég fékk mörg góö færi
og nýtti þau öll nema eitt,“
sagöi hann.
„Þaö var ofsaleg keyrsla á
okkur, bæöi í vörn og sókn, en
þaö var stórkostlegt aó vinna.
Enn einu sinni höfum viö náö
mjög góöum árangri — þessi
landsliöshópur sem hér er sam-
an. I haust höfum viö unniö Dani,
Austur-Þjóðverja og Svía og nú
Ungverja. Þetta eru allt sætir
sigrar. Þaö var mjög erfitt aö
leika gegn Ungverjunum í kvöld,
þeir léku vörnina svo framarlega
aö viö uröum sífellt aö vera á
hlaupum, fram og til baka, til aö
komast í gegn. En viö erum him-
inlifandi yfir þessum sigri —
þetta er stórkostlegtP sagöi
Kristján.
• Þorborgur Aöalsteinason
„Frábær leikur“
Ótrúlegur leikur Wednes-
day og Chelsea í bikarnum
Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaðsins á Englandi.
S Aöalstsinn Aöalstoinsson
Aðalsteinn í
Víking á ný
AÐALSTEINN Aöalsteinsson hef-
ur á ný gengiö í raöir Víkings, en
hann gekk til liðs viö KR síðast-
liöiö sumar. Aöalsteinn hefur ver-
iö einn sterkasti leikmaður Vík-
ings og ekki vafi aö hann verður
liðinu mikill styrkur.
Tveir leikmenn Víkings, sem
áttu viö meiðsli aö stríöa allt síó-
astliöiö sumar, eru komnir á fulla
ferö á æfingum á ný en þaö eru
þeir Þóröur Marelsson og Ólafur
Ólafsson. Þá hefur Jóhannes
Báröarson, sem um árabil var einn
af máttarstólpum félagsins gengió
í raöir Víkinga á ný eftir aö hafa
þjálfaó Þrótt, Neskaupstaö, um
tveggja ára skeiö, svo og Óskar
Tómasson, sem þjálfaöi Leikni á
Fáskrúösfirði.
SHEFFIELD Wednesday og Chel-
sea léku í átta liða úrslitum ensku
mjólkurbikarkeppninnar í gær-
kvöldi á Hillsborough í Sheffield.
Þróun leiks liöanna var hreint
ótrúleg — úrslitin uröu 4:4 eftir
framlengingu, öll mörkin reyndar
skoruð í venjulegum leiktíma —
en hiö merkilega var aö Shef-
field-liðiö var komíö í 3:0 í leik-
hléi, Chelsea komst síöan í 4:3 í
síðari hálfleik og Wednesday
jafnaðí síðan úr vítaspyrnu á síö-
ustu mínútunni.
Áhorfendur á Hillsborough voru
nærri 40.000 í gærkvöldi og
stemmningin meö ólíkindum.
Strax á 9. min. náði Mick Lyons,
fyrirliöi Wednesday, forystunni
fyrir liö sitt er hann skoraöi meö
firnaföstum skalla. Á 21. mín.
skallaöi Lee Chapman í netið eftir
fyrirgjöf Andy Blair. Tíu mín. síöar
náöi Chelsea sinni fyrstu almenni-
legu sókn og David Speedie skaut
í stöng. En á siöustu mín. fyrri hálf-
leiks skoraöi Brian Marwood meö
stórglæsilegu snúningsskoti af 20
metra færi — staöan oröin 3:0 og
menn vissir um aö nú væri nánast
formsatriöi aö Ijúka leiknum.
En þaö var nú eitthvað annaö!
John Neill, þjálfari Chelsea, tók
til bragös í leikhléinu aó taka Pat
Nevin út af og setja hinn þeldökka
unga útherja sinn, Paul Canoville,
inn á. „Innáskipti ársins" var fljót-
lega viökvæöi manna eftir aö
Canoville skoraöi er aöeins 15
sekúndur voru liönar af síöari hálf-
leiknum. Markakóngurinn Kerry
Dixon skoraöi síöan annaö mark
Chelsea og Mickey Thomas jafn-
aöi. Ótrúlegt, en Chelsea bætti
enn um betur. Fimm mín. fyrir
leikslok skoraöi Paul Canoville sitt
annaö mark og kom Chelsea í 4:3.
Þaö var svo á síöustu minútu leiks-
ins aö Doug Rougvie braut á bak-
verðinum Mel Sterland inni í teig
— vítaspyrna dæmd, og úr henni
skoraói Sterland af öryggi. Frábær
leikur, spenna og hraöi í hámarki.
Siöan var framlengt en lítiö mark-
vert gerðist utan þaö aö rétt undir
lokin komst varamaðurinn Cano-
ville einn i gegn — i dauöafæri, en
Hodge markvörður Wednesday-
liösins varöi á undraveröan hátt.
Þaö hefói oröiö saga til næsta
bæjar ef Canoville heföi þarna
tryggt Chelsea sigur!
Liöin veröa því aö mæta enn
einu sinni. Leikiö veröur á Stam-
ford Bridge í London, og skv.
heimildum mínum gæti það allt
orðið strax í kvöld. Á laugardag
leikur Chelsea síöan gegn Leicest-
er í deildinni og á mánudag gegn
Millwall í FA-bikarkeppninni. Nóg
aö gera á þeim bæ!
Forest úr leik
„Setur Bassett enn einu sinni
strik í reikning Clough?“ spuröum
viö i fyrirsögn í þriöjudagsblaöinu,
og það geröist í gærkvöldi.
Wimbledon sló Nottingham Forest
út úr FA-bikarnum i 4. umferö. Liö-
in skildu jöfn á laugardag í Nott-
ingham, 0:0. Það var Paul Fishen-
don sem skoraöi eina mark leiks-
ins á 12. mín. og tveimur mín. síöar
haltraði lan Bowyer, fyrirliöi Forest
af veili, meiddur. Colin Walsh kom
í hans staö. Forest sótti mjög mik-
iö í síóari hálfleik en án árangurs.
„Okkar tækifæri til aó slá annarrar
deildar liöiö út var á laugardaginn
á okkar eigin velli,“ sagði Brian
Clough, stjóri Forest, aöeins eftir
leikinn í gærkvöldi. Áhorfendur
voru 10.300, og hafa ekki veriö
fleiri á hinum litla velli Wimbledon í
áraraöir. Liöiö fékk 27.000 pund í
aögangseyri og er þaö met hjá
Wimbledon. Liöiö mætir annaö
hvort West Ham eöa Norwich á
heimavelli í 5. umferöinni.
• Jimmy Quinn skoraöi eina mark
leiksins í gærkvöldi er Blackburn
sigraöi Oxford á heimavelli þeirra
síðarnefndu í 4. umferö FA-bikars-
ins. Hann skoraöi meó skalla á 45.
mín. — nokkrum sek. fyrir hlé.
Bobby McDonald fékk gulliö tæki-
færi til aö jafna leikinn fyrir Oxford
er liöiö fékk vítaspyrnu, en hann
brenndi af. Blackburn fær heima-
leik í 5. umferóinni gegn Man-
chester United. Sá leikur veröur
sýndur beint í Englandi föstudags-
kvöldiö 15. febrúar.