Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 Ólafur Jónsson Afmæliskvedja Menn eldast og einnig hann ólafur Jónsson, sem oft er kallað- ur óli Flosa til aðgreiningar frá öðrum góðum Víkingi með sama nafni. Og nú er hann orðinn átt- ræður. ólafur er öllum Víkingum kær og mest þeim sem þekkja hann best og hafa starfað með honum um margra áratuga skeið að félagsmálum í þágu Víkings. Það má ekki minna vera en að við vinir hans og félagar úr Víkingi sendum honum örfá kveðjuorð og árnum honum heilla á þessum merka degi. Öllum er ljóst að góður sigur vinnst aðeins á íþróttavellinum ef keppendur hafa gengið undir langa og stranga ögun og þjálfun, en margir vilja gleyma því að slík- ur sigur vinnst aldrei nema að íþróttafólkinu standi öflugur fé- lagsskapur, þar sem margir kappsamir og fórnfúsir einstakl- ingar leggja hönd á plóginn. Og Ólafur er einn slíkur. Víkingar hafa verið svo lánsamir að hafa haft hann í fylkingu sinni og far- arbroddi áratugum saman og nafn hans mun skína skært í félagssög- unni við hliðina á Axel Andrés- syni, sem kallaður hefur verið fað- ir Víkings, og mörgum öðrum góð- um vöskum drengjum. Ólafur gekk í Víking árið 1919 og var þá um fermingaraldur. Að- eins þrjú ár skilja á milli Ólafs og Víkings hvað aldur snertir. Oft bindast unglingar vináttuböndum sem seint slitna og svo var um Ólaf og félagið hans. Vann hann Víkingi allt sem hann mátti og hefur hann m.a. verið formaður félagsins í sex ár, en setið miklu lengur í félagsstjórnum, oftast sem gjaldkeri. En starfsvettvangur Ólafs var miklu víðfeðmari, svo að flestir sem komnir eru á miðjan aldur og hafa tekið þátt í félagsstörfum í íþróttahreyfingunni, einkum knattspyrnunni, þekkja Ólaf, því að hann hefur látið til sín taka svo um munar, ekki aðeins í knatt- spyrnufélaginu Vikingi, heldur og í Knattspyrnuráði Reykjavíkur, Knattspyrnusambandi íslands, i íþróttaráði Reykjavíkurborgar og framkvæmdastjórn íþróttasam- bands Islands og víðar. Ekki er ástæða til að rekja nákvæmlega störf hans fyrir öll þessi íþróttasamtök, það mundi verða alltof langt mál, en okkur langar til að geta þess að Ólafur mun hafa setið fleiri fundi í Knattspyrnuráði Reykjavíkur en nokkur annar fulltrúi, eða alls um eitt þúsund fundi. Segir það nokk- uð sína sögu. Sat hann þar alla tíð sem fulltrúi Víkings og í mörg ár sem formaður ráðsins. Átti ólafur einnig drjúgan þátt i, ásamt félög- um sínum í KRR að koma KSÍ á laggirnar árið 1947 og má nærri geta hvilíkt happaspor það var til eflingar knattspyrnunni í landinu. Þá má nefna að hann var í mót- tökunefndum landsliða þegar ís- lendingar voru að hefja samstarf á þeim vettvangi, t.d. var hann formaður í níu manna móttöku- nefnd, sem tók á móti landsliðum Dana og Norðmanna, þegar háð var þriggja landa keppni landsliða 1957. Nú þykir slíkt ekki tiltöku- mál, en hafa ber í huga að heim- sóknir erlendra knattspyrnuliða voru í þá daga miklu meira fyrir- tæki en nú, gestirnir oftast miklu fleiri með allt að 11 fararstjóra, dvölin stóð 7—10 daga, ferðalög með gesti um landið og ýmiss kon- ar þjónusta gestunum til handa. Má geta nærri að víða lágu spor ólafs og margar voru stundirnar sem hann eyddi í þágu knatt- spyrnuhreyfingarinnar. En sjálf- ur hefur hann sagt, að hann hafi aldrei litið á störf sín sem fórn, heldur unnið þau fús og glaður, ekki síst þegar hann eygði árang- ur. Var ólafur í öllu félagsmála- starfi mjög traustur. Hann var gætinn, hreinskiptinn og fastur fyrir þegar á reyndi. Enda ávann hann sér bæði virðingu og traust innan Víkings sem utan. Þarf ekki að hafa mörg orð um það, að öll ofangreind íþróttasamtök hafa sæmt Ólaf æðstu heiðursmerkjum sínum gulli slegnum og hafa þau sjaldan komið á betri stað. Og auðvitað er ólafur heiðursfélagi Vikings. Ólafur fylgist enn vel með gengi Víkings og fátt gleður hann meira en þegar hans gamla félag fer með sigur af hólmi í drengilegri keppni. Víkingur var um skeið í mikilli lægð og átti erfitt uppdráttar. Reyndi þá mikið á menn eins og ólaf sem voru í forystusveit fé- lagsins. í erfiðleikum reynir á ein- staklinginn hvort hann dugir. Það próf stóðst ólafur með prýði. Það varð því mikill gleðidagur í lífi hans þegar Víkingur árið 1981 varð íslandsmeistari í knatt- spyrnu. Eftir því hafði hann lengi beðið. Má með sanni segja að ólafur hafi átt sinn stóra þátt í að leggja grunninn að því stórveldi sem Víkingur vissulega er í dag og hef- ur verið nokkur undanfarin ár. Þess vegna eru Víkingar þakk- látir fyrir að hafa borið gæfu til að hafa ólaf innan sinna vébanda, svo mikið sem hann hefur unnið sínu ástkæra félagi. Kæri ólafur. Við þökkum þér margra ára samstarf í Víkingi og órofa vináttu og sendum þér okkar bestu árnaðaróskir á þessum tímamótum í ævi þinni og við vit- um með vissu að allir Víkingar hugsa hlýtt til þín með þakklæti á þessum degi sem og endranær. Gunnar Már Pétursson Gunnlaugur Lárusson. Áttræð: Kristín Hinriks dóttir Ólafsson Tóbaksstríð magnast í Hong Kong Hong Kong. 28. janúar. AP. í dag fyllir tengdamóðir mín, Kristín Sigríður Hinriksdóttir ólafsson, sitt áttugasta ár. Því þykir mér hlýða að senda henni hér afmæliskveðjur í tilefni dags- ins. Ég minnist þess, að fyrir 5 ár- um, á 75 ára afmæli Kristínar og á frumbýlisárum Kvennalistans, flutti tengdadóttir hennar, Jó- hanna kvennalistakona María Lárusdóttir, þrumuræðu til heið- urs afmælisbarninu, minntist þess, að hlutverk og árangur kon- unnar vildi oft gleymast í þeim dýrðarljóma, sem oft á tíðum væri reynt að sveipa karlmanninn. Ræða þessi var svo hressilega flutt, að karlpeningurinn sat hníp- inn og þorði sig vart að hræra. Ef til vill hefur ræðan haft þau áhrif, að ég sest nú niður til þess að skrifa nokkrar línur til tengda- mömmu, þótt ég engan veginn vilji taka undir allan þann boðskap, sem svilkona mín frá kvenna- listanum flutti í umrætt skipti. Kristín er Vestur-íslendingur, fædd í Ebor í Manitoba í Kanada 31. janúar 1905, dóttir þeirra Oddnýjar Ásgeirsdóttur og Hin- riks bónda Jónssonar. Þau Oddný og Hinrik fluttu vestur til Kanada í lok síðustu ald- ar og reistu sér þar bú. Eignuðust þau 11 börn. Kristín er sú eina þeirra systkina, sem flutti til ís- lands. Kristín á stóran frændgarð vestur í Kanada og Bandaríkjun- um. Fólkið hennar vestur þar er mjög dugiegt og hefur komið sér vel áfram, en lífsbaráttan var oft erfið þar fyrr á árum. Af systkinum Kristínar eru enn á lífi Inga hjúkrunarkona í Van- couver, 85 ára, Gustav Adolf bóndi á Vancouvereyju, 87 ára, og Pálína í Pennsylvaníu, 78 ára. Kristín lagði á yngri árum stund á sundkennslu og kennslu í skautaiþrótt. Ég kynntist Ragnari heitnum ólafssyni, hæstaréttarlögmanni og endurskoðanda, vestur í Seattle í Bandaríkjunum árið 1939. Ragn- ar og Kristín voru skyld, því að Ólafur faðir Ragnars og Oddný móðir Kristínar voru hálfsystkin, sammæðra. Felldu þau Kristín og Ragnar hugi saman og voru gefin saman í hjónaband 1. júní 1940. Hjónaband þeirra var mjög far- sælt. Þau voru miklir félagar og voru einstaklega samhent og til- litssöm hvort við annað. Kristín er hin dæmigeða, mynd- arlega húsmóðir, sem í gegnum tíðina hefur sett húsmóður- og móðurhlutverkið ofar öðru. Kristín og Ragnar eignuðust 4 börn, sem í dag samfagna móður sinni á heimili hennar í Hörgshlíð 28. Það er merkilegt hvernig örlög- in spinna þræði sína. Ragnar og Kristín voru saman vestur í Seattle sumarið 1981, einmitt þar sem þau höfðu kynnst 42 árum áð- ur. Ragnar var hress og frískur er hann hélt vestur, en í Seattle veiktist hann af þeim sjúkdómi, sem dró hann til dauða. Ragnar lést í byrjun sumars 1982. Kristín er veraldarvön kona. Hún hefur ferðast mikið um heim- inn, kynnst ýmsum þjóðum og menningu þeirra. í tómstundum sínum hefur hún fengist við að mála. A þessum tímamótum þakka ég tengdamóður minni fyrir mjög góða viðkynningu. Samband okkar hefur alla tíð verið mjög gott og hefi ég ætíð orðið fróðari eftir samræður við hana. Þótt 80 ár séu að baki er Kristín bæði ung í anda og útliti, ekur bíl sínum eins og ung sé og syndir flesta daga. Ég óska þér Kristín alls hins besta á ókomnum árum um leið og ég hylli þig áttræða. Hrafnkell Ásgeirsson Tóbaksframleiðendur eiga nú í vök að verjast gegn tóbaksvarnahópum, en nefndarálit þeirra og áróður að undanförnu hefur hleypt af stokkunum stjórn- arumræðu um að banna tóbaksauglýsingar í frjáls- um útvarps- og sjónvarps- stöðvum í nýlendunni. Hér er um tvær sjónvarpsstöðv- ar að ræða og eina útvarps- stöð. Ríkisútvarpið og sjón- varpið í Hong Kong birtir ekki auglýsingar, því koma þau fyrirtæki ekki inn í um- ræðuna. Leyfi frjálsu stöðvanna renna út árið 1988 og ef fram- vinda mála verður eins og búist er við nú, mun endurnýjun fylgja ákvæði sem banna aug- lýsingar á tóbaksvörum. Nú er aðeins bannað að auglýsa tóbak á þeim tímum dagsins sem barnaefni er sent út. Gordon Watson, formaður samtaka tóbaksframleiðenda í Hong Kong, sagði hið yfirvofandi bann hina mestu firru, því það væri ósannað mál að auglýs- ingar hvettu fólk til reykinga. Benti hann á, að þrátt fyrir vaxandi auglýsingar hefði reykingafólki fækkað í Hong Kong úr 888.400 í 744.500 á ár- unum 1982 til 1984. Væri það neysluminnkun sem næmi 2,5 milljörðum vindlinga. Watson þessi sagði enn frem- ur, að á sömu árum hefðu tób- aksframleiðendur varið 475 milljónum Hong Kong-dollara (60,8 milljón Bandaríkjadala) til auglýsinga, en um það bil helmingur þeirrar upphæðar hefði runnið til sjónvarps- og útvarpsstöðvanna sem um er rætt. Veltan í tóbakssölu í Hong Kong er nú talin nema 256 milljónum dollara á ári, en 8 fyrirtæki bítast um veltuna og er það harður slagur að sögn umrædds Watsons. VERTI) tmiJ.II I.MS Sparibók meö sérvöxtum aölagast verötryggingu. Sama gildir um 18 mánaöa sparireikninga. BUNAÐARBANKIISLANDS TRAUSTUR BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.