Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 56
E EUROCARO Ttt DAGUGRA NOTA FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 VERÐ I LAUSASÖLU 25 KR. Kaupskipaflotinn: Ahrifa verkfalls- ins gætir fljótlega VERKFALL undirmanna á kaup- skipum hófst klukkan 11 í gær- morgun eftir árangurslausan næturfund hjá sáttasemjara ríkis- ins. Enn ber talsvert á milli deilu- aðilja og hefur sáttasemjari ekki boðað til annars fundar. Alls munu um 400 undirmenn á farskipunum tengjast þessu verkfalli að sögn Guðmundar Hallvarðssonar, for- manns Sjómannafélags Reykjavík- ur, en stöóugildi eru mun færri. Fyrsta skipið stöðvast þegar í dag og síðan munu þau stöðvast hvert af öðru leysist verkfallið ekki innan tíðar. Nokkur kaup- skipanna eru í mjög löngum sigl- ingum eða siglingum milli er- lendra hafna og mun verkfallið tæplega hafa áhrif á ferðir þeirra. Verkfallið tekur líka til olíu- skipanna Kyndils og Stapafells og langt verkfall mun raska loðnubræðslu og veiðum víða um landið. Að sögn Þórðar Ásgeirs- sonar, forstjóra Olíuverzlunar íslands, er Kyndill nú á leið til Norðurlandshafna, þar sem hann mun afferma olíu. Þórður sagði, að líklega dygðu oliubirgðir á útsölustöðum OLÍS í viku til 10 daga þar sem þær væru minnst- ar. Hins vegar væri það mjög bagalegt, að Stapafellið, skip Sambandsins, væri nú á leið frá landinu með lýsisfarm og hefði því ekki getað sinnt olíudreif- ingu. Morgunblaðiö/Friðþjófur Sæmilegt á línuna Afli hefur verið tregur í net það sem af er vertíð í Grindavík, en þokkalegur á línu. Þeir línubátar, sem róa með tvær lagnir, hafa fengið 9—18 lestir í róðri. Sigurþór GK var að koma að landi í gær er þessi mynd var tekin og skipverjar gerðu sig klára í að kasta endanum í land. Á vertíðinni er ekki óalgengt að 1.100 aðkomumenn starfi í Grindavík að sjómönnum meðtöldum og þar landi um 60 bátar að staðaldri. Kristján Arason 15 mörk Kristjáns KRISTJÁN Arason, stór- skytta úr FH, lék mjög vel með íslenska landsliðinu í handknattleik er það sigraði lið Ungverja með 28 mörkum gegn 24 í fyrsta leik „Tournoi de France 85-keppninnar“ í Valance í gærkvöldi. Kristján skoraði 15 mörk og réðu Ungverj- arnir ekkert við hann. Stað- an í leikhléi var jöfn, 13:13, eftir að Ungverjar höfðu lengst af haft frumkvæðið. Sjá nánar á íþróttasíðum, á bls. 52 og 55. SH gerir 1,6 mOljaröa króna sölusamning COLDWATER Seafood ( 'orporation, fyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti- hú.sanna í Bandaríkjunum, hefur gert samning við Long John Silver’s um sölu á allt að 25 milljónum punda, eða sem svarar 11.400 smá- lestum af frystum þorskflökum. Long John er veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum, en fyrir rúmu ári síðan var saraið um sölu á svipuðu magni til fyrirtækisins. Heildarupphæð samningins er 40 milljónir dollara, eða sem svar- ar um 1640 milljónum íslenzkra króna. Afgreiðsla fisksins fer fram á 15 mánuðum, frá 1. apríl 1985 til 30. júní 1986, en núgild- andi samningur SH við Long John Silver’s rennur út 31. marz næst- komandi. Með þessu tryggir SH sölu á 5 punda þorskflökum til Long John Silver’s, sem er stærsti kaupandi þorskflaka í Bandaríkj- unum. „Þetta er mikilsverður samning- ur fyrir frystihús innan SH. Hann tryggir sölu á framleiðslu liðlega 11 þúsund lesta af frystum þorskflökum á óbreyttu söluverði í dollurum og með honum er komið í veg fyrir hugsanlega verðlækkun á Bandaríkjamarkaði," sagði Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í samtali við Mbl. „Samningurinn er ekki síst mik- ilvægur í ljósi hinnar hörðu verð- samkeppni á bandarískum mark- aði vegna sífelldra undirboða Kanadamanna. Hann tryggir stöðu okkar í Bandaríkjunum," sagði Jón Ingvarsson. Fiskifræðingar eftir rannsóknir á loðnustofninum: Leggja til 220 þús- und lesta aukningu FISKIFRÆÐINGAR hafa að loknum loðnurannsóknum fyrir austanverðu landinu lagt til að auka megi núverandi loðnukvóta um 220.000 lestir. Ef af verður mun heildaraflinn nema 815.000 lestum á vertíðinni, sem hófst síðastliðið haust. í leiðangri fískifræðinganna mældust alls um 700.000 lestir af loðnu og að mati þeirra gefur það til kynna að auka megi kvótann sem þessu nemur miðað við að 400.000 lestir af loðnu hrygni f vor, en er mælingu lauk voru 55.000 lestir eftir af áður ákveðnum kvóta, 595.000 lestum. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að í dag yrði haldinn fundur með hagsmunaað- iljum til að skipuleggja aukningu veiðanna. Aukninguna þyrfti að ákveða í samvinnu við Norðmenn, en ekki hefði náðst í þá í gær. Þegar hefði þó verið gert ráð fyrir aukningu til að auðvelda undir- búning og skipulag veiðanna, en mjög mörg skip væru þegar búin með áður ákveðinn kvóta. Skipu- lagning veiðanna væri mjög nauð- synleg, sérstaklega með tilliti til þess, að horfur á loðnufrystingu væru nú góðar, en frystingin væri sérstaklega mikilvæg fyrir ýmis bæjarfélög. Athuganir fiskifræðinganna hófust út af Lónsvík en svæðið út af Austfjörðum og Norðaustur- landi var kannað í þessum leið- angri. Enn er eftir að kanna svæði út af vestanverðu Norðurlandi og Vestfjörðum. Strax og aðstæður leyfa verða þau svæði könnuð og að könnun lokinni mun Hafrann- sóknastofnun leggja fram lokatil- iögur um leyfilegan hámarksafla á loðnuvertíðinni. MorgunblaöiA/Friðþjófur Niðurskurður í Höfnum í gær var slátrað því sem eftir var af seiðum í laxeldisstöðinni Sjóeldi hf. í Höfnum en nýrna- veiki kom upp í stöðinni fyrir skömmu eins og kunnugt er. Milljónatjón hefur orðið hjá stöðinni vegna þessara aðgerða og er óvissa með áframhaldandi rekstur. Myndirnar voru teknar þegar vatninu hafði verið hleypt úr síðasta eldiskerinu og unnið var við að háfa seiðin upp til að flytja í bræðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.