Morgunblaðið - 03.03.1985, Page 2

Morgunblaðið - 03.03.1985, Page 2
2 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 2.300 tonn af kinda- kjöti flutt út í ár BÚIÐ er að flytja út % af þeim hluta kindakjötsframlciðslu síðasta hausts sem þörf er talin á að selja úr landi. Er það meira en oftast áður á þessum tíma árs, að sögn Magnúsar Friðgeirssonar, framkvæmdastjóra búvörudeild- ar SÍS. Sagði hann að við þetta sparaðist verulegur kostnaður við geymslu kjötsins. Ráðgert er að flytja út 2.300 tonn af framleiðslu siðasta árs, en það er 1.500 tonnum minna en flutt var út af framleiðslu ársins 1983. Sagði Magnús að við lok verðlagsársins, þann 1. september nk., væri gert ráð fyrir 800 tonna birgðum, sem væri í það minnsta. Hesfamaður fót- brotnaði í árekstri við bfl HEffTAMAÐUR fótbrotnaði á báð- um fótum er hann lenti í árekstri við bfl í Hveragerði um klukkan 15.30 á fostudaginn. Slysið vildi þannig til að maður- inn kom ríðandi suður Reykja- mörk og fór yfir Heiðmörk er hann lenti á bíl sem kom akandi austan Heiðmörkina. Við árekst- urinn kastaðist maðurinn af baki með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem gert var að meiðslum hans. Þá yrði komið jafnvægi á sölumál- in eftir fækkun sauðfjár undan- farin ár, en í ár og sérstaklega í fyrra, hefði útflutningurinn verið þetta mikill vegna uppsafnaðs vanda frá síðustu árum. Sagði hann að á næsta verðlagsári væri gert ráð fyrir að aðeins þyrfti að flytja út um 1.000 tonn af kinda- kjöti, nema því aðeins að innan- landsneyslan minnkaði verulega. Kindakjötið í ár fer aðallega til Norðurlandanna en nokkuð til Vestur-Þýskalands. Ekki er gert ráð fyrir neinum útflutningi til Bandaríkjanna en þangað var flutt talsvert af sérstaklega pökk- uðu kjöti í fyrra. Gert er ráð fyrir að 650 tonn fari til Færeyja og annað eins til Svíþjóðar, 370 tonn til Noregs, 260 tonn til Danmerkur og 100 tonn til Finnlands. Þá er gert ráð fyrir að 230 tonn verði seld til V-Þýskalands. Nokkuð mismunandi verð fæst fyrir kjötið eftir löndum, 30 til 45% af ónið- urgreiddu heildsöluverði, að sögn Magnúsar Friðgeirssonar. Breiðholt: Eldur í herbergi ELDUR kom í upp herbergi í fjöl- býlishúsi við Yrsufell um klukkan 10.30 i gærmorgun, laugardag. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var talsverður reykur í herberginu og tókst fljótlega að ráða niður- lögum eldsins sem þar var. Barn, sem var í herberginu þegar eldur- inn kom upp, var flutt á slysadeild af öryggisástæðum vegna hættu á hugsanlegri reykeitrun. Akranes: Játar íkveikju í skólanum MAÐURINN, sem grunaður var um íkveikju í Brekkubæjarskóla á Akra- nesi hinn 16. febrúar sl., hefur við yfirheyrslur játað á sig vcrknaðinn. Maðurinn var handtekinn dag- inn eftir brunann i skólanum og úrskurðaður í 10 daga gæslu- varðhald vegna málsins. Á þriðju- daginn síðastliðinn játaði hann að hafa kveikt í bréfarusli i skólan- um umræddan dag, en bruninn olli umtalsverðu tjóni í skólanum. Að sögn lögreglunnar á Akranesi eru líkur á að maðurinn verði látinn sæta geðrannsókn. W 9 , & * s Wf: Heimir Steinsson Séra Heimir Steinsson ritar hugvekju í DAG birtist hugvekja eftir séra Heimi Steinsson á blaðsíðu 9 hér í blaðinu. Séra Heimir hefur orð- ið við beiðni Morgunblaðsins um að rita hugvekju á sunnudögum fram á vor. Séra Heimir Steinsson er þjóðgarðsvörður og sóknar- prestur í Þingvallaprestakalli. Hann tók við þessum störfum 1. janúar 1982 en hafði þá stýrt Skálholtsskóla í 10 ár eða frá upphafi. Morgunblaðið/Bjarni Utanríkisráðherra, Geir Hallgrímsson, og þingmenn Sjálfstæðisfiokksins á Norðurlandi eystra heilsuðu upp á starfsfólk Hraðfrystihúss Þórshafnar sl. föstudag. Hér ræðir Geir Hallgrímsson við Snorra Bergsson. Á milli þeirra er oddviti Þórshafnarhrepps, Þorkell Guðfinnsson. Lengst til hægri Björn Dagbjartsson og á milli hans og Geirs er framkvæmdastjóri hraðfrvstihússins, Jóhann Jónsson. Loðnukvótinn tvö- faldaður að hausti? — Vísindamenn leggja til 600.000 til 700.000 lesta veiði við upphaf næstu vertíðar VÍSINDAMENN hafa lagt til að við upphaf næstu loðnuvertíðar verði miðað við 600.000 til 700.000 lesta heildaraflamagn. Er það rúmlega helmingi meira, en miðað var við er síðasta vertíð hófst. Norsk-íslenzka fiskveiðinefndin ræddi þessa tillögu og fleiri mál á fundi sínum í Reykja- vík í líðandi viku, en engar ákvarð- anir voru teknar þar. Síðastliðið haust var miðað við 300.000 lesta heildarmagn og að hlutur tslendinga yrði 195.000 lestir. Miðað við 700.000 lesta afla við upphaf næstu vertíðar og það magn, sem íslendingar hafa tekið umfram ákveðna skiptingu, koma rúmar 500.000 lestir í hlut þeirra en tæpar 200.000 I hlut Norð- manna. Hins vegar er búizt við því, að Grænlendingar geri kröfu til ákveðins magns, sem dregst frá hlut okkar og Norðmanna, náist um það samstaða. Fljótshlíð: Klemmdist á milli dráttar- vélarskúffu og hliöstólpa Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fundur þessi hefði verið haldinn að ósk Norðmanna. Farið hefði verið yfir stöðuna á þessari vertíð og ræddar tillögur um magnið á næstu vertíð og veiðar erlendra þjóða á loðnumiðunum. Ljóst væri, að ekki væri hægt að ákveða skiptingu loðnunnar nema taka Grænlendinga inn f myndina. Rætt hefði verið um óskir Norð- manna um áframhaldandi veiðar í landhelgi okkar, en þeir hefðu til þessa haft 1.000 lesta kvóta, aðal- lega lúðu og keilu. Engar ákvarð- anir um þessi mál hefðu verið teknar og málum vísað til næsta fundar. UNGUR piltur klemmdist á milli dráttarvélarskúffu og hliðstólpa í Fljótshlíð um klukkan 9.00 í gær- morgun, laugardag. Var pilturinn fluttur til Reykjavíkur á slysadeild. Slysið vildi þannig til, að piltur- inn var að opna hlið og hafði skilið dráttarvélina eftir í handbremsu. Vélin losnaði síðan úr handbrems- unni og rann á piltinn, sem klemmdist á milli dráttarvélar- skúffunnar og hliðstólpans. Mun hann hafa verið fastur í allt að klukkustund áður en vart varð við slysið. Drengurinn var fluttur til Reykjavíkur á slysadeild þar sem hann var i rannsókn er Morgun- blaðið fregnaði síðast um hádegi í gær. Búvörurnar hafa hækkað um 40—63 % á einu ári SMÁSÖLUVERÐ þeirra landbúnaðarafurða sem sexmannanefnd verðleggur í smásölu hefur hækkað á bilinu 40—63% á einu ári. Mest hefur skyrið hækkað, 63% mjólkin hefur hækkað um 53% rjóminn um 49% smjörið 45% dilkakjötið um 44% og osturinn og nautakjötið um 41% Sexmannanefnd verðleggur kartöflur og hrossakjöt í heildsölu og á þessu tímabili hafa kartöflurnar hækkað um 56,5% og hrossakjötið um 31%. Verð á kartöfium breyttist ekki þegar nýtt verð landbúnaðarvara tók gildi núna um mánaða- mótin en aörar vörur hækkuðu frá 5,5—9,4 % Ofangreindar prósentur fást með því að bera saman verð nokk- urra algengra vörutegunda, ann- arsvegar nú eftir hækkunina 1. mars, og hinsvegar verðið sem gilti á sama tíma fyrir ári. Mjólk í 1 I pökkum kostar nú 28,60 kr. en kostaði fyrir ári 18,70, hækkun um 52,9%. Rjómi í 1 l fernum kostar 175,20 kr. en kostaði 117,45 kr. (49,2%). 1 kg af skyri kostar 48 kr. en kostaði 29.45 kr. fvrir ári (63%). Kílóið af 1. fl. smjöri kost- ar 319 kr., kostaði 219,50 kr. (45,3%). Eitt kíló af 45% osti kost- ar 267,50 kr. en kostað i 189,90 kr. (40,9%). Verð á nautgripakjöti hækkaði um nál. 5,5% að þessu sinni. Kíló af nautakjöti, UNI I heilum og háKum skrokkum, kostar nú 185,60 kr. en kostaði 131,70 kr. (40,9%). Kílóið af 1. flokks dilka- kiöt.i ósk kaupanda, kostar nú 177 kr. en kostaði 123,05 kr. fyrir ári og hef- ur því hækkað um 43,8%. Hrossa- kjöt hækkaði um 5,5% núna um mánaðamótin. Heildsöluverð kílós af 1. flokks hrossakjöti er eftir hækkun 90,17 kr. en var 68,76 fyrir ári, þannig að heildsöluverðið hef- ur hækkað um 31,1%. Verði kart- aflna var ekki breytt að þessu sinni. Heildsöluverð 1. kg af 1. flokks kartöflum í 2,5 kg pokum er nú 24,42 kr. en var 15,60 kr. fyrir ári, þannig að þær hafa hækkað um 56,5%. Það skal tekið fram að við mat á þessum samanburði verður að hafa það í huga að niðurgreiðslur hafa lækkað verulega á tímabil- Spurt og svar- að um fjármál húsbyggjenda TEKIÐ er á móti spurningum í þáttinn „Spurt og svarað um fjármál húsbyggjenda" í síma 10100 frá klukkan 10.30 til klukkan 12 mánudaga til föstu- daga. Morgunblaðið hefur fengið sérfræðinga Húsnæð- isstofnunar ríkisins, Fjárfest- ingarfélagsins og Útvegsbank- ans til að svara spurningunum og birtast svörin fáum dögum eftir að spurningunum hefur verið komið á framfæri við blaðið. Óskað er eftir að fyrir- spyrjendur geti um nafn og heimilisfang. Þátturinn er í dag birtur á bls. 4. Kveimalistinn tekur þátt í sameiginlegum fundi kvenna f TILEFNI af frétt Morgunblaðsins í gær hefur Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Kvennalista, óskað eftir að taka fram eftirfarandi: Kvennalistinn hefur ekki hafn- að þátttöku í sameiginlegum fundi samstarfsnefndar kvenna 1985, sem fyrirhugað er að halda 8. mars næstkomandi í Háskólabíói. Allt frá í janúar síðastliðnum hafði Kvennalistinn þó heitið samtökum kvenna á vinnumark- aði fulltingi við undirbúning fund- ar á þessum degi, sem samtökin hugðust efna til eins og þau gerðu á síðastliðnu ári. Þetta loforð mun Kvennalistinn halda. Hins vegar harmar Kvennalistinn það, að ekki skuli hafa náðst samstaða meðal kvenna um fundahöld á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna. Kvennalistinn hvetur til samstöðu kvenna um að leita rétt- ar síns og skorar á íslenskar konur að huga að því á baráttudegi kvenna 8. mars. Ráðstefna SUS um heilbrigðismál Annað kvöld kl. 19.30 gengst SUS fyrir ráðstefnu 1 Valhöll um heil- brigðismál þar sem flutt verða erindi um íslenska heilbrigðiskerfið, ókosti hins opinbera og miðstýrða heil- brigðiskerfis, um einkarekstur heilsugæslu í þéttbýli, ofi. Að loknum erindunum verða panelumræður þar sem þeir Vil- hjálmur Egilsson hagfræðingur, Páll Gíslason yfirlæknir, Ólafur ö. Arnarson læknir, Friðrik Soph- usson alþm. og Víglundur Þor- steinsson læknir munu ræða nýjar leiðir i heilbrigðismálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.