Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 5

Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Kynning á vörum í byggingarvörudeild Sambandsins ÞESSA viku hefur byggingarvörudeild Sambandsins gengizt fyrir kynningu á þeim vörum er fluttar eru inn þar í um- boðs- og heildverzluninni Holtagörðum. Haukur Hauksson deildarstjóri er hefur umsjón með öllum innflutningi í byggingarvörudeildinni sagði að á þessari sýningu væri lögð áhersla á allt sem viðkæmi baðherberginu. Þar mætti finna t.d. Damixa-blöndunar- tæki, Velux-rúllugardinur, gufuböð, baðinnréttingar o.fl. BANDARÍKIN-ÍSLAND -á 2ja víkna fiestí Aukin þjónusta Hafskips: Siglum nú á 14 daga fresti NEW YORK - NORFOLK - REYKJAVÍK HAFSKIP HF. framtíð fyrir stafni Davíð Scheving í Arnarflugsauglýsingu: „Gráu hárin of mörg og bumban of stór“ - til að leggja auglýsingar fyrir mig, segir hann „Nei, ÉG er ekki að fara út í nýja atvinnugrein. Til þess eru gráu hárin of mörg og bumban of stór!“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, for- stjóri Smjörlíkis hf., um mynd af sér í auglýsingu frá Arnarflugi um nýtt „annafargjald" fyrir kaupsýslumenn, sem birtist í Mbl. í gær. „Þetta er eiginlega grín,“ sagði hann. „Þeir hringdu í mig og vildu fá mig til að vera með í þessari aug- lýsingu. Kg sló til og þeir skutu á mig nokkrum myndum. Þeir létu mig ranghvolfa svona í mér augun- um svo það liti út eins og ég væri að mæna upp á þetta góða tilboð," sagði Davíð. „Aö öllu gríni slepptu þá var ég til í þetta vegna þess að í mörg ár hefur það ergt mig að þurfa að borga hæsta fargjald sem til er, þegar ég hef þurft að skreppa í örstuttar ferðir til útlanda. I sætinu við hlið- ina á mér hefur gjarnan setið fólk, sem hefur verið að skreppa í helgar- ferðir — skemmti- eða verslunar- ferðir — og það borgar miklu lægra gjald en ég jafnvel þótt gisting og morgunmatur sé innifalið í þeirra fargjaldi. Svona er búið að fara með íslenska kaupsýslumenn í marga áratugi. Þegar Arnarflugsmenn sýna skilning á sérstöðu okkar, sem förum oft í stuttar ferðir, þá vil ég styðja viðleitni þeirra," sagði Davíð. Þessi vika var einungis ætluð boðs- gestum, en ætlunin er að opna þessa sýningu almenningi og þá sérstaklega fyrir hiísbyggjendur um aðra helgi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.