Morgunblaðið - 03.03.1985, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985
4ö
Edward á þríhjólinu sínu.
Það tíðkast á allflestum
heimilum að taka myndir af
börnunum og líma svo inn í
albúm.
Fjölskyldan í Bucking-
ham-höll er þar engin undan-
tekning og fyrir rétt rúmlega
tuttugu árum, þegar yngsta
barnið var nýfætt, voru þær
myndir, sem hér fylgja með,
teknar.
Litla prinsinum voru gefin
nöfnin Edward Anthony
Richard Louis, næstur í aldri
var Andrew Albert Christian
Edward fjögurra ára gamall,
Anna Elizabeth Alice Louise
var tæpra fjórtán ára og
ríkisarfinn, Charles Philip
Arthur George var tæpra
sextán ára.
Edward liUi farinn aó
standa í fæturna en vel
studdur af mömmu.
Edward kominn í Skotapils
og er greinilega ánegóur
með sig.
Myndir úr
FJÖLSKYLDU-
ALBÚMI
Systkinin med barnfóstrunni Mabel Anderson, sem hugsaði um þau öll á unga aldri. Móðirin horfir meó
▼elþóknun á.
Edward litli sefur í vöggu við hliðina á rúmi móður sinnar. Hann
er sagður hafa verið ákaflega Ijúft barn.
Faðir og brcður virða hinn nýja fjölskyldumeðlim fyrir sér.
Andrew prins fær að gefa litla bróður pelann.