Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 47

Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 47 Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestir snæða kínverska rétti i Shanghai, nýja kínvereka veitingahúsinu við Laugaveginn. Morgunblaðið/Arni SCDerg íigendur og matreidslumeistarar á Shanghai (f.v.) Yok Peck Gilbert Khoo, Joachim Fischer og Steve Cheng Theng Pang. „Ætlum að láta matinn tala fyrir okkuru - segja veitingamenn á Shanghai, nýjum kínverskum veitingastað OPNAÐ hefur verið veitingahúsið Shanghai að Laugavegi 28 í Reykja- vík, sem sérhæfir sig í kínverskum réttum. Um matseldina sjá víet- namskir matreiðslumeistarar, Yok Peck Gilbert Khoo og Steve Cheng Theng Pang, sem starfað hafa við matreiðslu á kínverskum veitinga- stöðum í Austurlöndum og á Norður- löndum. Sá fyrrnefndi er eigandi veitingastaðarins ásamt Joachim Fischer. Hefur Gilbert verið búsett- ur hér á iandi í sjö ár og Joachim tæp tvö. Veitingamennirnir buðu blaða- mönnum í vikunni að öragða á ýmsum þeim ljúffengu réttum, sem er að finna á matseðli húss- ins. Við komuna var fyrst boðið upp á kínverskt te, grænt eða svart. Þá var borin fram Wan Tan-súpa með tilheyrandi núðlum, sem í voru kjötbitar. Og eftir bragðmikla vorrúllu voru aðal- réttirnir bornir fram hver af öðr- um. Fyrst kom djúpsteiktur smokk- fiskur með hrísgrjónum og sósu, þá nautakjöt með bambusspírum, súrsætur kjúklingur, þá Hainan- kjúklingur i bragðmikilli sósu kenndur við Hainan-héraðið i Kína. Loks var fram borið hrís- grjónaspaghettí vermicelli með nauta- og svínakjöti, eggjum og soyaspírum. Á matseðlinum kenndi auk þessa margra grasa, en rúmlega 100 réttir eru á seðlinum. Má þar nefna Pekingsúpu, krabba- og maissúpu, eggjadropasúpu, súr- sætar rækjur og humar með grænmeti, fisk, súrsætan eða í karríi með grænmeti, smokkfisk með grænmeti eða djúpsteiktan, svínakjöt Chop Suey með bamb- usspírum eða baunaspírum, svín- akarrý, ýmiss konar nautakjöts- rétti, einn þeirra með ostrusósu, lambakjöt og kjúklingarétti, einn- ig endur, svosem súrsætar cða steiktar Peking-endur. Loks eru á matseðlinum ýmsir hrísgrjóna- og núðluréttir. Shanghai býður upp á liádegis- verð virka daga og laugardaga og kvöldverð alla daga nema mánu- daga. Hægt er að fá salarkynnin leigð fyrir einkaveizlur & mánu- dagskvöldum. Sæti eru íyrir um 30 manns i salnum, sem eigendur sögðu heppilega stærð, svo hægt væri að veita gestum sem bezta þjónustu. Að sögn Joachims Fischer Iiefur húsið sótt um vínveitingaleyfi svo hægt verði að bjóða upp á létt vín með mat, en sterkir drykkir vrðu tæpast fram bornir, að hans sögn, fáist vínveitingaleyfið. Þá verður lokað milli mála i'. Shanghai, því kinversk matar- gerðarlist er þess eðlis að langur tími fer í að undirbúa næsta inál. Að sögn Joachims verður áherzla lögð á góða vöru, „því við ætlum að láta matinn tala fyrir okkur," eins og hann orðaöi það. STORSYNING Laugardag frá kl. 10-4 ocy sunnudag frá kl. 1-5 Sýndar verða 1985 árgerðirnar af: Mazda 323 ———— Mazda 626 Mazda E Series Mazda TSeries m —\IsJ L/ ÍAlg Mazaa 929i Sérstaklega kynnum við nýjan MAZDA 929 EGI með nýrri 120 hestafla vél með tölvustýrðri beinni innspýtingu. Ennfremur sýnum við úrval af notuðum MAZDA bílum, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð. Gerið ykkur dagamun og KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞAÐ NÝJASTA FRÁ MAZDA, og auðvitað verður heitt á könnunni. -áii BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.