Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985
Fórnarlömb
kjamorkusprengju
STALÍNS
okkar, Orest Y. Zvyagintsev.
Margir starfsmanna stofnunar-
innar létust tiltölulega ungir.
Nöfn sumra þeirra, eins og til
dæmis Boris N. Sudarikovs, sem
lézt á sextugsaldri, birtust í vís-
indaritum í svörtum ramma.
Nokkrir stúdentanna, sem útskrif-
uðust frá Moskvuháskóla og hófu
störf hjá IONKH, létust úr bráð-
um geislunarsjúkdómum.
V ísindamen nirnir
aðeins brot
Sá fjöldi vísindamanna, sem
nefndir hafa verið á nafn hér að
ofan, og tugir annarra vísinda-
manna, sem létust af völdum
geislunar og minnzt er í vísinda-
ritum, eru aðeins smábrot af
heildinni. Fjöldi tæknimanna sem
sýktust er enn meiri. Eftir að vís-
indamenn hönnuðu sovézku kjarn-
orkusprengjuna, unnu hundruð
þúsunda verkfræðinga og verka-
manna að smíði hennar. Leiðin frá
úraníumnámunum að tilrauna-
svæðunum var lögð likum þeirra.
Á fyrsta áratug þróunar sprengj-
unnar (1946—1955), voru það
fangar í sovézkum vinnubúðum,
sem lögðu mest af mörkum. I
fangabúðunum voru jafnvel ein-
földustu öryggisráðstafanir van-
ræktar. Geislunarsjúkdómar
bættust þar ofan á slysahættuna í
námunum og verksmiðjunum. í
sérhverri tilraun með sprengjuna
var ekki eingöngu viðkomandi
verkfræðingum hætta búin, held-
ur einnig íbúum nálægra héraða.
Alexander Solzhenitsyn telur í
Gulag-eyjaklasanum upp fjölda
mannvirkja, sem fangar byggðu
og störfuðu við. Á þennan lista ber
að bæta iðjuverinu í Norilsk, sem
vinnubúðafangar byggðu. Fang-
arnir unnu við námugröft og
hreinsun á úraníummálmgrýti
þegar ég heimsótti staðinn með
vísindamanninum I. Chernyaev
árið 1946. Hann var þarna sem
ráðgjafi framkvæmdastjórnarinn-
ar varðandi aðferðir við að að-
skilja úraníum í þessari svonefndu
„makaróní-verksmiðju" — en það
nafn var notað til að breiða yfir
ógnir úraníumvinnslunnar.
Vísindamenn á Vesturlöndum
vissu um margar tilraunir, sem
gerðar voru með sovézku kjarn-
orkusprengjuna. Geislavirkt ryk
barst oft út fyrir landamæri Sov-
étríkjanna, til dæmis í apríl 1956,
þegar rykið barst til Kína. Fjölda
þeirra, sem létust vegna áhrifa
geislavirks ryks (og af öðrum sök-
um þeim tengdum), var haldið
vandlega leyndum í Sovétríkjun-
um. Og það var ekki fyrr en löngu
seinna, eða árið 1976, að dr. Zhor-
es Medvedev svipti hulunni af
stórslysinu sem varð við eldsvoða
og sprengingu árið 1958 við verk-
smiðju í sunnanverðum Úralfjöll-
um, þar sem unnið var með geisla-
virk úrgangsefni. Geislavirkt ryk-
ið barst yfir stórt landsvæði; tugir
þúsunda urðu fyrir geislun, og
hundruð létu lífið.
Hvers vegna létust
svona margir?
Athuganir á hættunni í sam-
bandi við kjarnorkusprengjuna og
kjarnorkuiðnaðinn í Sovétríkjun-
um vekja tvær miklar spurningar:
Hvers vegna létust svona margir?
Og hvernig fóru Sovétríkin að því
að halda stórslysi leyndu þar til
grein Medvedevs birtist árið 1977?
í upphafi kjarnorkuáætlunar-
innar í ágúst 1945, gaf Stalín vís-
indamönnunum fyrirmæli um að
smíða sprengjuna á sem stytztum
tíma, hvað sem það kostaði. Til að
ná því takmarki, voru yfirvöldin
hvorki spör á fjármagn né manns-
líf. IONKH-stofnunin okkar var
ekkert einstök að því er varðaði
algjöran skort á öryggisráðstöfun-
um í upphafi kjarnarannsókn-
anna. Hjá öðrum stofnunum, sem
hófu störf á árunum 1945—1946,
var afstaðan sú sama. Auðvitað
reyndi enginn að andmæla fyrir-
mælum Stalíns.
Að sögn Medvedevs vissu
starfsmenn, sem unnu með geisla-
virka ísótópa, jafnvel ekkert um
hættuna, sem af þeim stafaði árið
1951 (þótt tvö ár væru liðin frá því
Sovétríkin sprengdu fyrstu
sprengjuna). Á fyrsta áratug
sprengjuáætlunarinnar, 1946—
1955, var meira að segja bannað
að minnast á orðið „geislunar-
sýki“. Tímaritið Gigiena i Sanit-
aria (Heilsufræði og heilbrigði)
birti ekki eina einustu grein um
geislunarhættuna fyrr en árið
1955. í nóvember 1955 (rúmum
tveimur árum eftir lát Stalíns)
birtist þar grein um ráðstefnu um
geislun, sem haldin var í Moskvu í
júlí það ár. Höfundurinn sagði að
ráðstefnan hafi verið sú fyrsta
sinnar tegundar þar í landi.
Minnzt var á geislunarsýki og ein-
kenni hennar í mörgum skýrslum,
sem lagðar voru fram á ráðstefn-
unni, og rætt um sjúkdómsgrein-
ingu og varnaraðgerðir. Ráð-
stefnufulltrúarnir lögðu áherzlu á
þörfina á frekari rannsóknum á
bindingu geislunar. Eftir þetta
birtust greinar um vandamálið
ekki aðeins í þessu tímariti, held-
ur einnig í uppsláttarbókum. Til
að kveða niður ummæli á Vestur-
löndum um að Sovétríkin hefðu
engan áhuga á sjúkdómum af
völdum geislunar, ritaði sovézkur
prófessor grein í bandarískt tíma-
rit um vandamál geislunar.
Fjölgun sýkinga og dauðsfalla í
Sovétríkjunum varð svo mikil á
sjöunda áratugnum, að greinar
um vandann tóku að birtast jafn-
vel í dagblöðunum. í grein eftir A.
Lebedinsky prófessor, sem var fé-
lagi læknavísindaakademíunnar
(Baráttan gegn geislunarsýki,
Pravda 18. ágúst 1964) segir bein-
línis: „Geislunarsýki er afleiðing
slysa, sem verða við starfrækslu
kjarnakljúfa. Mörg svona tilfelli
hafa hinsvegar því miður komið
fyrir í efnarannsóknarstofum." Til
að vera alveg sannleikanum sam-
kvæmt hefði átt að standa þarna
„tugir þúsunda" í staðinn fyrir
mörg, og setningunni átt að ljúka
með orðunum „kjarnorkuverum og
tilraunasvæðum".
Hvernig voru
slysin falin?
En hvernig fóru Sovétríkin að
því að fela umfang hörmunganna?
Svarið er ósköp einfalt: með sér-
stöðu sovézkrar ritskoðunar. Til
að fá skýra mynd af ritskoðun
Stalíns, verða menn að þekkja til
bókar, sem gefin var út á síðari
hluta fimmta áratugarins, og bar
heitið Listi yfir upplýsingar, sem
bannað er að birta í fjölmiðlum.
Eftir „leyndarfyrirmælin" ill-
ræmdu frá 1947, varð ég að lesa
þessa bók í stöðvum Fyrstu deild-
arinnar, þar sem ég hafði verið
skipaður (ásamt þremur öðrum
IONKH-vísindamönnum) ritskoð-
ari greina, sem starfsmenn okkar
höfðu samið til birtingar.
Meðal hundruða atvika, sem
bókin bannaði að skýrt yrði frá,
voru: sjúkdómsfaraldur; slys í
námum, verksmiðjum og tilrauna-
svæðum; slys í sambandi við ýms
flutningatæki; allar náttúruham-
farir, þar á meðal jarðskjálftar.
Allar hagskýrslur voru bannaðar.
Hversvegna ættu því sovézkir fjöl-
miðlar að birta skýrslur (eða ein-
stakar frásagnir) yfir dauðsföll
vegna geislunar, jafnvel þótt þau
skipti tugum þúsunda? Fjölmiðl-
arnir létu ósagt frá enn meiri
hörmungum, til dæmis hungurs-
neyðinni sem fylgdi í kjölfar þess
að bændur voru neyddir til að
taka upp samyrkjubúskap á árun-
um 1932—33, en þá létust um 5
milljónir manna í Úkraínu og
rúmlega ein milljón í Kazakhstan
úr hungri. Aðeins með því að bera
saman tölur úr tvennum manntöl-
um, árin 1926 og 1939, er unnt að
sýna fram á fækkun íbúa Úkraínu
og Kazakhstans þrátt fyrir heild-
arfjölgun íbúa alls landsins á
þessum árum.
Fjöldi fórnarlamba
Á meðan engar opinberar upp-
lýsingar eru birtar um sovézk
fórnarlömb geislunar, getum við
aðeins gizkað lauslega á fjölda
dauðsfalla hjá helztu þremur hóp-
unum: vísindamönnum, tækni-
fræðingum og verkamönnum; og
einnig íbúanna í nánd við til-
raunasvæðin. Árið 1950 voru alls
162.500 vísindamenn starfandi í
Sovétríkjunum, og 60% þeirra, eða
um 97.000, voru sérfræðingar í eðl-
is- og efnafræði og tæknivísind-
um. Sennilega tók um helmingur
þeirra, um 48.000, þátt í þróun
kjarnorkunnar á þann hátt að þeir
áttu á hættu að verða fyrir geisl-
un. Ef við tökum þennan fjölda og
reiknum með svipuðu dánarhlut-
falli og hjá IONKH, þar sem 5 af
80 vísindamönnum og tveir af 20
tæknifræðingum létust, ætti dán-
artalan að vera milli 5 og 10%. Ef
við förum milliveginn og reiknum
með 7,5%, fáum við út að 3.600
vísindamenn hafi látizt á fyrstu
fimm árum áætlunarinnar, og
44.900 til viðbótar þjáðst af sjúk-
dómum tengdum geislun.
Hér er varlega áætlað. I.N.
Colovin, aðstoðarmaður Kurch-
atovs, skrifaði að „mörg þúsund
manns unnu að lausn kjarnorku-
vandans á þessum árum (1945—
60) í verksmiðjum, stofnunum og
tilraunastöðvum", og að þeim
þátttakendum í kjarnorkuáætlun-
inni fækki óðum, sem enn séu á
lífi. Hinsvegar sagði svo náinn
vinur minn, sem er háttsettur vís-
indamaður, eftir eina af heim-
sóknum sínum í kjarnorkuver í
sunnanverðum Úralfjöllum: „Þú
getur ekki ímyndað þér hve gífur-
lega hátt dánarhlutfallið er hjá
vísinda- og tæknimönnum þarna. í
hvert sinn sem ég heimsæki
orkuverið sé ég að stærð kirkju-
garðsins hefur tvöfaldazt."
Sé gengið út frá því að ein millj-
ón verkfræðinga og verkamanna
að minnsta kosti hafi unnið að
þróun sprengjunnar, allt frá
vinnslu úraníummálmgrýtis upp í
sjálfa smíði sprengjunnar, og að
milli 5 og 10% þeirra hafi látizt af
þeim sökum, er útkoman 50—100
þúsund dauðsföll. Þessar tölur eru
sambærilegar við fjölda látinna í
Hiroshima.
Hvað varðar tilraunir með
sprengjuna, þá bætast við dauðs-
föll þeirra sem unnu að og skipu-
lögðu sprengingarnar, dauði
fjölda sovézkra borgara, sem voru
svo óheppnir að búa á landsvæð-
um, sem urðu fyrir geislavirku
ryki. Medvedev hefur skýrt frá því
að tugir þúsunda manna hafi orðið
fyrir áhrifum sprengingar á ein-
um stað, þar sem unnið var úr
geislavirkum úrgangi. Það er
heldur ekki að efa að við hverja
tilraunasprengingu bárust þján-
ingar og dauði til þúsunda manna.
Af þessum tölum áætla ég að
fleiri hafi látið lífið við þróun sov-
ézku kjarnorkusprengjunnar en
samtals í bæði Hiroshima og
Nagasaki.
(llr New Scientist)
Bandarískur ljósmyndari, 29 ára
gamall, vill fræðast um ísland:
Joseph V. Castilio,
P.O. Box 8101,
Flat 5224,
C58490 San Luis Obispo,
California 93409,
Bandaríkjunum.
Fimmtán ára japönsk stúlka með
áhuga á dansi, söng o.fl.:
Tomoko Fujita,
1-42-13, Hiroe 3 chome,
Kurashiki-shi,
Okayama,
712 Japan.
Ellefu ára sænsk stúlka með
áhuga m.a. á körfuknattleik, leik-
húsi, tónlist, dans og dýrum.
Skrifar á ensku auk sænsku:
Katarina Mindelsohn,
Ása Hajom,
51102 Skene,
Sverige.
Þrítug einhleyp brezk kona, sem
kennir á dagheimili og hefur
margvísleg áhugamál, m.a. að
heimsækja ísland einhverju sinni:
Sorrell Papworth,
„Le Bateau“,
35 Swift Garden,
Woolston,
Southampton,
Hants,
England S02 9FQ.
Bandarísk hjón, sem bæði verða
sextug í ár, hafa mikinn áhuga á
íslandi og hyggjast dveljast á ís-
landi og ferðast um landið í 1—2
mánuði í sumar. Óska eftir að
skrifast á við íslenzk hjón og
fræðast þannig örlítið meira um
land og þjóð:
W.A. Reynolds,
P.O. Box 19688,
San Diego,
California 92119,
U.S.A.
Fimmtán ára japönsk stúlka með
áhuga á tónlist:
Ayumi Saito,
919-104 Namiki, 4-chome,
Sakuramura,
Niiharigun,
Post 305,
Japan.
Kanadískur frímerkjasafnari vill
skrifast á við íslenzka frímerkja-
safnara og skiptast á frímerkjum:
John Oselies,
Alberta Beach,
Alta,
Canada TOE 0A0.
Ellefu ára sænsk stúlka með
áhuga á hestum, íþróttum, tónlist
o.fl. Skrifar á ensku auk sænsku:
Maria Gustafsson,
Bránna Tostared,
S-51013 Björketorp,
Sverige.
Tæplega þrítugur Austur-Þjóð-
verji með áhuga á íslenzkum
bókmenntum og íslenzkri list:
Ulrich Kreisel,
DDR-2200 Greifswald,
Hans-Beimler-Strasse 10,
East Germany.
Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka
með margvísleg áhugamál:
Bridget Belinda Biney,
P.O. Box 1108,
Cape Coast,
Ghana.
Frá Ástralíu skrifar 24 ára stúlka
með íþróttaáhuga, starfar á póst-
húsi, vill skrifast á við stúlkur á
aldrinum 22—26 ára:
Jacky Pyne,
c/o Postal Staff,
Gladstone 4680,
Queensland,
Australia.
Tvítug vestur-þýzk stúlka, sem
nemur barnahjúkrunarfræði, með
margvísleg áhugamál. Skrifar á
ensku og sænsku auk þýzku. Einn-
ig kann hún lítilræði í frönsku:
Ines Wernsmann,
Anna-Luise-Strasse 15,
4690 Herne 1,
W-Germany.
Nítján ára japönsk stúlka með
kvikmynda- og íþróttaáhuga. Vill
skrifast á við stúlkur á sínum
aldri:
Junko Hattori,
1355-150 Hannan-cho, Tottori,
Sennan-gun,
Osaka,
599-02 Japan.
Tíu ára sænskur piltur með marg-
vísleg áhugamál, safnar m.a. frí-
merkjum:
Per-Niklas Skillemark,
Ekviken Skavarp,
S-570 60 Österbymo,
Sverige.
Tvítug finnsk stúlka með marg-
vísleg áhugamál:
Merja Váánánen,
Mustavuori 4,
SF-45730 Kuusankoski,
Finland.
Tíu ára bandarískur piltur með
íþróttaáhuga:
Joseph Fiorini,
6200 58th Street N.E.,
Marysville,
Washington,
98270 U.S.A.
Sextán ára japönsk stúlka með
áhuga á tónlist:
Hisami Watanabe,
475 Nagasawa,
Imabari City,
Ehime,
799-15 Japan.
Frá Ghana skrifar 21 árs stúlka
með margvísleg áhugamál:
Cendy Collins,
c/o Kojo Mensa,
P.O. Box 468,
Cape Coast,
Ghana.
Fjórtán ára bandarísk stúlka með
margvísleg áhugamál. óskar eftir
pennavinum 13—16 ára:
Angelia Ann Neal,
1125 W.Broad St.,
Smithville,
Tennessee 37166,
U.S.A.
Ellefu ára sænsk stúlka sem hefur
mikinn áhuga á að fræðast eitt og
annað um ísland:
Nina Tapper,
Haggatan 1,
81400 Skutskár,
Sweden.
Tíu ára gamall bandarískur piltur
skrifar fyrir hönd 30 bekkjar-
systkina, sem öll fengu mikinn ís-
landsáhuga í landafræðitímum í
skóla sínum í Tulare, sem er miðja
vegu milli Fresno og Bakersfield í
Kaliforníu. Langar krakkana að
skrifast á við jafnaldra sína eða
jafnöldrur:
James Bionda,
Kohn Elementary School,
500 South Laspina Street,
Tulare,
California 93274,
U.S.A.