Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Ótrúlegt úrval fermingargjafa Club 8-raðhúsgögn og svefnbekkur Ótrúlegir möguleikar Efni: Hvítt eöa Ijós viöarlitur. Skrifborö — Skrifborösstólar Fururúm — margar geröir 3 breiddir Furunáttborö 3 geröir Sendum um allt land Vörumarkaðurinn hf. J Ármúla 1A. S. 91-686112. m. t i 'i* u M ** * yKl •*. W^m Moryunblaöið/Árni Sæberg Þátttakendur í eðlisfræðikeppninni. Standandi fri vinstri: Ásgeir Ægisson MK og Sigurður Ass Grétarsson MR. Sitjandi frá vinstri: Ingveldur Jónsdóttir MH, Reynir Kristjbörnsson MS og Sigurbjörn Þorkelsson MH. Á myndina vantar Vilmund Pálmason úr MK. Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema: Keppt til úrslita um helgina Síðari hluti eðlisfræðikeppni fram- haldsskólanemenda, sem Kðlis- fræðifélagið og Félag raungreina- kennara standa að með stuðningi Morgunblaðsins, mun fara fram nú um helgina 2. og 3 mars. Þá munu hinir fimm efstu úr forkeppninni keppa til úrslita bæði í skriflegum og verklegum prófum. Dagskrá keppninar er þannig: Frá kl. 9—12 í gær fengust kepp- endur við skrifleg verkefni í húsa- kynnum Raunvísindastofnunar. Síðan snæddu þeir hádegisverð í Lækjarbrekku í boði staðarins en kl. 14 var farið í heimsókn á Veð- urstofu Islands og stofnunin skoð- uð. I dag, sunnudag, fást keppendur við verkleg próf í húsakynnum Raunvísindastofnunar. Að loknum hádegisverði er Hótel Saga býður til munu keppendur skoða Raun- vísindastofnun Háskólans og kynna sér starfsemina þar. Lokahóf verður svo í Skólabæ, Suðurgötu 26, kl 15:30 og þar mun afhending verðlauna fara fram. Fyrstu verðlaun eru 10 þúsund kr. og koma efstu menn sterklega til álita til þátttöku í Ólympíuleikun- um í eðlisfræði sem fram munu fara í Portoroz í Júgóslavíu í sumar. Keppendurnir 5 sem komust í úrslit eðlisfræðikeppninnar eru: Vilmundur Pálmason Mennta- skóla Kópavogs, Sigurður Á. Grét- arsson Menntaskólanum í Reykja- vík, Sigurbjörn Þorkelsson Menntaskólanum við Hamrahlíð, Reynir Kristbjörnsson Mennta- skólanum við Sund, Ingveldur Jónsdóttir Menntaskólanum við Hamrahlíð og Ásgeir B. Ægisson Menntaskólanum í Kópavogi. 1. a) Stöng af lengd a (allstaðar jafnsver og úr sama efni) stendur lóðrétt og óstudd upp á endann. Vegna smátruflunar fellur hún síðan út á hlið. Neðri endinn er festur í jörðina með núningslausri hjöru, svo hann lyftist ekki né renni til meðan stöngin fellur. Loftmótstaða er enginn. Verður hröðun miðpunkts tangarinnar meiri eða minni en 9,8 m/sek2 á augnablikinu rétt áður en stöngin skellur í jörðina? Rökstyðjið með útreikn- ingum. b) í Morgunblaðinu fyrir nokkrum ár- um birtist í frétt: „Annað fjarskiptam- astrið í Grindavík fellt í gær“ og fylgdi Ijósmynd. Rökstyðjið með hliðsjón af a) en án frekari útreikninga, hvort myndin muni hafa litið út eins og i) eða ii) hér við hliðina. 2. Fjögur eins viðnám, 500 ohm, eru tengd í Wheatstones-brú og við hana 10 V raf- hlaða. Þá fer enginn straumur um mæl- inn M. Nú er R] breytt í 501 ohm og R2 í 499 ohm. Áætlið þá, hve mikill straumur fer í gegnum M, ef innra viðnám mælisins er a) miklu meira en 500 ohm, t.d. 100 kíló-ohm b) miklu inna en 500 ohm, t.d. 2 ohm. Innra viðnám rafhlöðunnar er hverf- andi lítið. 3. Á endum stangarinnar AB, sem er 2 metra löng, eru hátalarar, sem senda út samfasa hijóðbylgjur. Maður er staddur 5 metra hornrétt frá miðju stangarinnar, I P, og heyrir þá hljóðið vel. Uf hann gengur frá P dofnar hljóðið fyrst en nær aftur hámarki í Q, 1 m frá P. a) Hver er bylgjulengd hljóðsins? Þarf maðurinn aö ganga meira eða minna en 1 m frá Q í sömu átt tii að hljóðið nái hámarki? Rökstyðjið. b) Stönginni er snúið einn hring um miðju sína. Hversu oft nær hljóðstyrkur- inn lágmarki á meðan, t.d. í P? 4. llm bifreið eru gefnar eftirfarandi upp- lýsingar. Hámarkshröðun 0 til 60 mph (mílur á klukkustund) á 10 sekúndum. Hámarkshraði 120 mílur. a. ) Hve lengi er hún þá að komast eina mílu, miðað við þá forsendu að hröðun hennar sé stöðug og óháð hraðanum al- veg upp að hámarkshraða, og milan er 1,6 Km. b. ) Ef bifreiðin vegur 2 tonn, hvert þarf vélarafl hennar að vera miðað við gefn- ar forsendur, og hve hratt gæti hún ekið upp Kamba (10% halla)? Ekki er tekið tillit til neins viðnáms. 5. Tvegga kg kúla (með hreyfiorku 100 Kcal) rekst beint á eins kg kyrrstæða kúlu og missir við það 75%af hreyfiorku sinni. a) Hver verður hreyfiorka iitlu kúiunn- ar? b) Hve stórum hluta af hreyfiorku sinni gæti stærri kúiari tapað í minnsta og mesta falli og eftir hverju fer það? 6. Varmaleiðni góðrar einangrunar er talin 0,03 watt/m<>C. A) Hve mikill varmi streymir þá gegnum 1 fermetrn af 10 cm þykkri einangrun, þegar hitastigsmunur yfirborðanna er 10°C? b) Hve þykka einangrun þarf á 500 rúm- metra kassa (hús) 10x10x5 metrar til að hitareikningurinn sé ekki meiri en 1000 krónur á mánuði, miðað við að það þurfi að halda innihaldi hans 15 gráðum heitari en umhverfið, og að hver kílów- attstund kosti 50 aura? Áskriftarsíminn er 83033
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.