Morgunblaðið - 03.03.1985, Page 80

Morgunblaðið - 03.03.1985, Page 80
"'aéið 9.00-00.30 SIAiNFEST Unsiraiist SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 VERÐ I LAUSASOLU 25 KR. Sjómannaverkfallið: ísfirðingar boða samúðarverkfall SJÓMANNAFÉLAG ísfírðinga hefur boðað samúðarvinnu- stöðvun frá klukkan 14, laugardaginn 9. mars, verði vinnu- deila sjómanna og útvegsmanna ekki leyst fyrir þann tíma. Það merkir að floti ísfirðinga stöðvast á nýjan leik, verði af vinnustöðvun, en hann fór út til veiða á miðnætti í fyrrinótt eftir að Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á Vestfjörð- um samþykkti á félagsfundi samning þann sem gerður var í vikunni við Útvegsmannafélag Vestfjarða. Samningafundur í deilu sjó- manna og útvegsmanna hófst klukkan 10 í gærmorgun og af- tur kl. 14 eftir að gert hafði ver- ið matarhlé og sagði Óskar Vig- fússon, forseti Sjómannasam- bandsins, að hann byggist við stífum fundarhöldum um helg- ina og að reynt yrði til þrautar að ná samningum. Hann kvað ýmis atriði ennþá bera í millum deiluaðila. „Það verður reynt að þæfa málin eitthvað í dag. Ég á von á stífum fundahöldum um helgina og hef trú á að það verði iátið 'reyna á til hins ítrasta að ná samkomulagi. Ég hef ekki trú á öðru en menn reyni að nota tím- ann til að komast að einhverri niðurstöðu. Það er dýr hver dag- urinn, en meðan menn ræðast við er von, þó það sé ekki nóg að samningsviljinn komi bara fram í orði en ekki á borði," sagði Óskar Vigfússon. Kristján Ragnarsson, fram- Ölvtin í Reykjavík; Vorannir hjá lögreglunni MIKIL ölvun var í Reykjavík að- faranótt laugardagsins þótt ekki væri vitað um nein umtalsverð óhöpp af þeim sökum. Að sögn lögreglunnar bar ölvunin með sér svip þess, að veðurfar er sem á vori, sem lýsir sér meðal annars í því, að fólk sækir í að fá sér bað í sundlaugunum. Þurfti lögreglan að hafa talsverð afskipti af sund- fólki umrædda nótt. kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Sjómannafélag ísfirðinga ákvað kröfugerð sína á fundi á föstudagskvöld, og er hún í meg- inatriðum samhljóða kröfugerð Sjómannasambandsins. Sigurð- ur Ólafsson, formaður félagsins, kvað viðræður við Útvegs- mannafélag Vestfjarða á næsta leiti. Jafnvægislist í Ijósaskiptunum. Ljósm./ Fridþjófur. Iðntæknistofnun með í fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni: Oxíð- og keramíkframleiðsla með gífurlega vaxtarmöguleika IÐNTÆKNISTOFNUN er nú aðili að fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni undir stjórn bandarískrar rannsóknarstofnunar sem miðar að því að fullkomna framleiðsluaðferðir á oxíði sem notað er til framleiðslu á ýmsum keramík- efnum en notkun á kermík er talin eiga eftir að vaxa gífurlega á næstu árum. Þáttur íslands í þessu rannsóknarverkefni er einkum notkun jarðvarmans í þessari framleiðslu sem Ingjaldur Ilannibalsson, forstjóri Iðntæknistofnun- ar, telur mjög vænlegan kost í íslenskri iðnaðaruppbyggingu og með mikla útflutningsmöguleika. Keramíkefni eru núna einkum notuð í ýmisskonar rafeindaein- ingar eða kompónenta en talið er að þau muni síðan í vaxandi mæli verða notuð á næstu árum í þungaiðnaðinum í stað málma, svo sem í bílvélum. Raunar er gert ráð fyrir gífurlegum vexti í notkun þessara efna á næstu tuttugu ár- um, að sögn Ingjalds, og að velta í þessari framleiðslugrein muni 8- eða 9-faldast. Möguleikar íslendinga í þessum iðnaði eru ekki aðeins framleiðsla á hráefninu, þ.e. oxíðinu, heldur telur Ingjaldur að íslendingar eigi einnig að stefna að framleiðslu millistigsins sem eru keramíkpill- ur og tíu sinnum verðmeiri en upprunalega hráefnið og síðan að fullunnum vörunum, rafeindaein- ingunum og öðrum íhlutum úr keramíkefnunum sem eru lOOfalt verðmeiri en upprunalega hráefn- ið. Þessar upplýsingar komu fram á fundi um markaðs- og útflutn- ingsmál sem Félag ungra fram- sóknarmanna gekkst fyrir og greindi Ingjaldur þar ennfremur frá því að stofnkostnaður við verksmiðju til framleiðslu á oxíði væri tiltölulega lítill eða í kring- um 300 milljónir króna en tók fram að gera yrði ráð fyrir bæði tíma og fjármunum í rannsóknar- og þróunarstörf vegna þess að þessi iðnaður væri enn það nýr af nálinni. Á hinn bóginn hefði þessi iðnaður það tvímælalaust fram yf- ir annan skyldan iðnað svo sem járnblendi og áliðnað, að hann byði upp á frekari vinnslu og full- vinnslu hér heima fyrir sem t.d. áliðnaðurinn gerði ekki nema að mjög takmörkuðu leyti. Morjfunblaðið/Árni Sœberg í tengslum við þing Norðurlandaraðs sem haldið verður hér á landi í þessari viku, þinga fulltrúar ungliðahreyfinga á Norðurlöndum. Þeirra þing var sett í gærmorgun. Ungliðar stjórnmálaflokkanna eiga áheyrn- arfulltrúa á þingi Norðurlandaráðs. Myndin er tekin við setningarat- böfnina í gærmorgun. Fremst á myndinni eru Páll Pétursson forseti Norðurlandaráðsþings, þá Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Erlendur Kristjánsson, formaður Æskulýðsráðs ríkisins. Bjarnargreiði að selja Elliða hf. skuttogarann — segir Jónas Haralz um söluna á Bjarna Herjólfssyni „VIÐ hefðum gjarnan viljað, að tog- arinn Bjarni Herjólfsson yrði áfram í sama byggðarlagi. Klliði hf. og þeir, sem að því fyrirtæki standa, eru í viðskiptum við Landsbankann og njóta trausts hans. A hinn bóginn var það niðurstaða bankans, að með tog- arakaupunum væru þeir að reisa sér hurðarás um öxl og reksturinn gæti ekki staðið undir sér á þeim grund- velli, sem ráð var gert fyrir. Það væri því bjarnargreiði við þá að selja þeim skipið. Þeir gætu ekki haldið rekstr- inum gangandi nema stuuan tíma og þá væru allir aðiljar málsins verr sett- ir en ella,“ sagði Jónas llaralz, bankastjóri Lindsbankans, er Morg- unblaðið innti hann eftir því, hvort ekki hefði komið til greina að selja fyrirtækinu Elliða togarann. „Það var ekki með glöðu geði, sem við tókum þessa ákvörðun. Það er áfall fyrir byggðarlagið að missa skipið, sérstaklega vegna þess, að aflakvóti þess fylgir því, en við þessu er ekkert að gera. Það ætti reynslan að hafa sýnt á undanförn- um árum, að rekstur, sem ekki stendur undir sér, er engum til heilla. Rekstur skipsins hingað til er skýrt dæmi um það. Það fór fram vandleg athugun á öllum tilboðum i skipið og fullyrð- ing Hafsteins Ásgeirssonar í Morg- unblaðinu á laugardag þess efnis, að Landsbankinn hafi fyrir löngu, jafnvel á síðasta ári, verið búinn að ákveða að selja ÚA-togarann, er úr lausu lofti gripin. Bankinn hefur alveg fram í síðustu viku verið með vandlegar athuganir á tilboðunum og fjárhag og rekstri viðkomandi fyrirtækja. Það er fleira, sem þarf að athuga en upphæð tilboða. Það skiptir meginmáli hvaða aðstöðu væntanlegur eigandi hefur til þess að reka skipið og standa undir þeim þungu skuldbindingum, sem kaupunum fylgja. Það er ekki rétt, sem Hafsteinn gefur í skyn, að Landsbankinn hafi tekið tillit til þess, að aðaleigandi ÚA sé Akureyrarbær. Bankinn lít- ur á fyrirtækið sem sjálfstæðan að- ila og metur stöðu þess sem slíks. Bnda hefur ÚA ekki fengið fjár- hagslega aðstoð frá Akureyrarbæ, að minnsta kosti ekki í langan tíma. Vegna uppboða á fiskiskipum hefur ríkisstjórnin beint þeim til- mælum til Fiskveiðasjóðs, að reynt verði að halda viðkomandi skipum áfram í sama byggðarlagi eftir uppboð, sé það unnt. Aðspurður um það, hvort hann teldi þessi tilmæli einnig heyra til Landsbankans sem ríkisbanka, sagði Jónas að svo væri ekki. Vandlega hefði verið athugað hvort grundvöllur fyrir rekstri tog- arans af hálfu Elliða væri fyrir hendi. Það hefði ekki verið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.