Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 17 sPurt °g svarad_______________________ Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Fjármál húsbyggjenda Tekið er við spurningum í síma 10100 mánudag til föstudags frá kl. 10.30 til kl. 12.00 Frestun á fram- kvæmdum ógildir ekki lánsumsókn SkarphéAinn Óskarsson, Víði- hlíð 1: Húsbyggjandi, sem sótt hefur um Veðdeildarlán og uppfyllt öll skilyrði til lántöku, sækir ekki lánið vegna frestunar á fram- kvæmdum við bygginguna. a. Missir hann rétt til lántöku? Ef svarið er já, hver eru þá rökin sem liggja þar að baki? b. Er hægt að sækja um aftur á sama hátt og áður? Svar Sigurðar E. Guðmundsson- ar: Húsbyggjandi, sem sótt hefur um byggingarlán til Húsnæð- isstofnunarinnar og umsókn hans verið úrskurðuð lánshæf þar, kemur ekki til álita við lánveitingu fyrr en hann hefur sent stofnuninni fokheldisvott- orð byggingarfulltrúa. En þang- að til er umsókn hans lánshæf, svo langt sem það nær, jafnvel þótt fokheldisvottorðið berist ekki um áraskeiö. Eftir að vott- orðið hefur borizt telst íbúðin veðhæf og fer síðan lánveiting fram þegar röðin kemur að um- sækjanda. Verður stundum nokkur dráttur á því. Bygg- ingarlánin koma ýmist til greiðslu í tveimur eða þremur jöfnum hlutum. Sérhver láns- hluti er sjálfstætt lán og verður að hefja það innan sex mánaða frá fyrsta greiðsludegi, ella fell- ur það úr gildi. Frestun á fram- kvæmdum hefur aldrei ógilt lánsumsókn. Verði lánveiting ógild vegna þess, að lengri tími en hálft ár er liðinn frá fyrsta greiðsludegi, getur komið til álita að endurnýja hana ef rök eru fyrir hendi til þess. Lokalán frá og með 1. aprfl Eiríkur Sævaldsson, Hvamma- braut 2, Hafnarfirði spyr: Hvenær eiga þeir von á seinni hluta láns, er fengu fyrri hlut- ann greiddan þann 13. septem- ber sl.? Svar Sigurðar E. Guðmundsson- ar: Ákveðið hefur verið að þeir lántakendur, sem fengu frumlán sín greidd í hendur pr. 20. ágúst 1984, skuli fá lokalán (seinni- hluta-lán) sín greidd frá og með 1. apríl nk. Til meðferðar hjá stjórnvöldum Eyjólfur Eyfeld, Furugrund 36, Kópavogi, spyr: I lögum nr. 51/1980 er kveðið á um það að þeir sem fengu lán til nýbyggingar á árunum 1974— 1979 með hlutfallsverðtryggingu verði gefinn kostur á að skipta á skuldabréfum. Þessi kostur var ekki auglýstur og nú er það svo að þessi lög féllu úr gildi 1. júlí 1984. Er þessi kostur, sem Alþingi bauð, en embættismenn Hús- næðismálastjórnar gleymdu að auglýsa, úr sögunni? Svar Sigurður E. Guðmundsson- ar framkvæmdastjóra Húsnæðis- stofnunar ríkisins: Með bréfi félagsmálaráðu- neytisins, ds. 6.7. 1984, var Hús- næðisstofnuninni falið að gera úttekt á stöðu ofangreindra lána á umræddu tímabili. Skyldi út- tekt þessi gerð í samráði við Seðlabanka Islands. Henni er nú lokið. Á grundvelli hennar gerði Húsnæðismálastjórn samþykkt á fundi sínum hinn 13. febrúar sl., sem nú er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Rétt er að taka fram, að í þessu máli gleymdist hvorki eitt né neitt. Endurbótalán til greiðslu 15. mars Þórður Sveinsson, Lundagötu 2, Reyðarfirði, spyr: Ibúð er talin lánshæf til meiri- háttar endurbóta í október 1983 og búið er að taka úr þær endur- bætur sem framkvæmdar hafa verið og sendar til Húsnæðis- stofnunar 10. febrúar 1985. Hve- nær má viðkomandi íbúðareig- andi eiga von á að fá úthlutað láni frá Húsnæðisstofnun? Þarf Húsnæðisstofnun að fá fleiri gögn áður en lánið er greitt út? Ef svo er mun Húsnæðisstofnun kalla eftir þeim, eða þarf íbúðar- eigandinn að leita upplýsinga um þetta hjá stofnuninni? Svar Sigurðar E. Guðmundsson- ar: Frá og með 15. marz nk. koma til greiðslu lán þeim til handa, sem sótt hafa um endurbótalán í októbermánuði sl., enda hafi þeir lokið framkvæmdum og tilkynnt um það eigi síðar en í febrúar- mánuði sl. Bréf þessa efnis munu berast lántakendum og verður þar m.a. greint frá þvi hvaða gögnum skila þarf til veðdeildar Landsbanka íslands, svo að unnt sé að hefja lánið. esid reglulega af öllum fjöldanum! Borgartúni 27 Sími 28450 Eldhús- og baðinnréttingar, skápar, stigar, handrið, hurðir og svo mætti lengi telja. Við spörum fólki ómæld skrefin í leit að fallegu, smekklegu og vönduðu tréverki í húsið, það fæst allt hjá okkur. Tréverkið ffá okkur mælir með sér sjálft. Það hefúr sýnt sig að fólk sem einu sinni hefúr valið innréttingar ffá okkur velur aftur Benson-gæði. Ef þú ert að skapa þér og þínum heimili sem á að vera smekklegt og vandað átt þú erindi tO okkar. Allt tréverk í húsið frá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.