Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 Háskólakórinn Tónlist Egill Friöleifsson Félagsstofnun stúdenta 3.3. ’85. Flytjandi: Háskólakórinn. Stjórnandi: Árni Harðarson. Efnisskrá: Flutt voru verk eftir Pétur Pálsson, Jón Ásgeirsson, Hilmar Þórðarson og Lárus Halldór Grímsson. Háskólakórinn efndi til tón- ieika í Félagsstofnun stúdenta um síðustu helgi. Undirritaður átti þess kost að hlusta á söng kórsins á sunnudag og hafði gaman af. Mikill kraftur og gróska hefur einkennt starf kórsins allt frá stofnun hans 1972 og hefur jafnan verið lögð áhersla á íslenska samtíma- tónlist í verkefnavali. Fjöldi nýrra tónverka hefur þannig verið frumfluttur af kórnum þetta tímabil og var svo einnig nú. Tvær nýjar tónsmíðar litu hér dagsins ljós, „Nocturnes handa sólkerfinu" eftir Hilmar Þórðarson og „I Sing the Body Electric" eftir Lárus H. Gríms- son. Það er ungur velmenntaður tónlistarmaður, Árni Harðarson að nafni, sem nú stjórnar kórn- um og hefur áreiðanlega ekki verið létt fyrir hann að taka við af eldhuganum Hjálmari H. Ragnarssyni. Hann hefur hins vegar reynst vandanum vaxinn, þrátt fyrir reynsluleysi á sviði kórstjórnar. Hann virðist taka starf sitt af fullri alvöru og í einlægni reynt að skila verki sínu sem best, enda margt gott um þennan konsert að segja. Söngur kórsins einkenndist fremur af frískleika en fágun. Það var eins og ekki hefði í öll- um tilvikum gefist nægilegt tóm til að fínpússa og nostra við sum verkanna, enda nokkur þeirra snúin í flutningi og tímafrek í æfingu, ef vel á að vera. Við heyrðum fyrst nokkur lög eftir Pétur Pálsson við Sóleyj- arkvæði Jóhannesar úr Kötlum. Lögin eru einföld að gerð og það var útsetningin, sem Árni Harð- arson gerði, einnig og klæddi þau vel. Raunar fannst mér hljómur kórsins heillegastur í þessum lögum. Jóhannes úr Kötlum var fyrirferðarmikill á þessum tónleikum, því hann átti einnig textann við næsta verk, sem var „Á þessari rímlausu skcggöld" við tónlist Jóns Ás- geirssonar: Ég hafði ánægju af að endurnýja kynni mín af þessu verki, sem fyrst hljómaði fyrir rúmum áratug. Þá heyrðum við frumflutt „Nocturnes handa sól- kerfinu“ eftir einn af félögum kórsins, Hilmar Þórðarson, við kvæði Sigurðar Pálssonar. Hilm- ar sýnir þarna umtalsverða hæfni til að skrifa fyrir raddir. í verkinu eru víða góðir sprettir og rís hæst í lokaþættinum. Að lokum heyrðum við svo frum- flutning á verki Lárusar H. Grímssonar „I Sing the Body El- ectric” við ljóð Walt Whitman. Hvers vegna að velja enskan texta? Satt að segja hélt ég að við ættum nóg af Ijóðum yngri og eldri („Því lifði þjóðin, að þraut ei ljóðin" segir Davíð á einum stað). Þrátt fyrir það er þetta verk allrar athygli vert. Það er kliðmjúkt og lét vel í eyr- um, ekki tiltakanlega rismikið, en snoturlega samofið, þar sem segulbandið gegndi veigamiklu hlutverki. Háskólakórinn er nú á förum í söngferð til Hollands. Áreiðan- lega verður hann landi og þjóð til sóma með vönduðum söng og menningarlegri efnisskrá. Héð- an fylgja þeim bestu óskir um árangursríka ferð. Blómlegt listalíf Sauóárkróki, 4. mars. BANDARÍSKI píanóleikarinn Martin Berkovsky hélt tónleika í Safnahúsi Skagfirðinga sl. laugardag á vegum Tónlistarskólans og Tónlistarfélags- ins í Sauðárkróki. Tónleikarnir voru vel sóttir og þökkuðu áheyrendur listamanninum frábæra frammistöðu með langvinnu lófataki. Varð hann að leika aukalög. Um helgina opnaði Þorlákur Kristinsson (Tolli) málverkasýn- ingu í Safnahúsinu. Þar sýnir hann 26 verk og hafa nokkrar myndir þegar selst. Sýningunni lýkur 10. mars. - Kári Öldungadeildarnemar: Harma stöðu í kennslumálum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Fulltrúaþingi Landssambands öld- ungadeildarnema: „Fulltrúaþing Landssambands öldungadeildarnema, haldið í Menntaskólanum við Hamrahlíð, laugard. 2. mars sl., harmar þá stöðu sem upp er komin í kennslu- málum framhaldsskólanna. Sífellt er krafist aukinnar menntunar á öllum sviðum og hlýt- ur kennarastarfið að vera undir- staða þess að við íslendingar drög- umst ekki aftur úr öðrum þjóðum á því sviði. Þingið lýsir yfir eindregnum stuðningi við kennara og gerir þá kröfu á hendur stjórnvöldum að menntun sé metin að verðleikum." Öldungadeildarnemar á Akur- eyri, í Breiðholti, á ísafirði, Sel- fossi, Suðurnesjum, Egilsstöðum og í Flensborg standa saman að þessari fréttatilkynningu. ;.v.vX ___afsláttur af öHum heimilistældum tifj^nars á&ur 13.99° 19.200 92.990 ' 18-700 8.900 ' 11.900 Nú , 12.59A , 17.280 20.69^ , 15-990, 8.0A0 . 10.7A0 ,w*ííSSur"c02V029 CaB''sVcá^aVé\ N\°cca 27 Á°° "36900 l Ört>V'9^^Ö0 • • • ’ :k' ^ 7\6ð A^eraí 1899° HeOubOfði o62-1 0á ■ l svaö ^ v.etaro^ A 6 99O 074-i04 \ svart íh 50>era^ 2A .80° \vie«uborí>4r. 1 Á&ut 27.90° 18.790 ." 24.90° " 25"° 27-500 •" 5.400 •" 11.830 9.990 • 10.900 16.91' 22.41° 23.39' 24.750 4.860 10.647 8.991 9.810, -125 slá' iHe"^bi°l2-l02 " I 'J^'oo“u'S ,s, .850 4.600 tassö#5 | A Grt"°<nll4 kG-63 Á&UT 1.430 2.180 1.750 1.240 2.725 Hú 1.287 1.962 1.575 1.116 2.452 3.345 3.125 7.360 6.990 1.790 3.01° 2-812 6.624 6.291 1.6A1 11 •' 91 690
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.